Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LÍKAMSLEIFAR um 2.000 manna úr innrásarher Napóleons I. Frakkakeisara, sem réðst inn í Rússland árið 1812, hafa fundist í fjöldagröf í Vilnius, höfuðborg Litháens, að sögn AP-fréttastof- unnar. Gröfin fannst fyrir tilviljun í fyrra og var í fyrstu talið að um fórnarlömb pólitískra andstæðinga sovétstjórnarinnar gömlu hefði verið að ræða. En fljótlega komu í ljós innan um hauskúpur og rif- bein peningar með mynd Napóleons og hnappar af gömlum einkennisbúningum liðsmanna Stórhersins, La Grande Armée, eins og innrásarlið hans, alls um 500.000 manns, var nefnt. Frakkar voru þar í minnihluta; hermenn- irnir komu frá mörgum Evr- ópulöndum, ekki síst Póllandi. Napóleon tókst að leggja Moskvu undir sig en rússneski her- inn vék sér undan því að heyja úr- slitaorrustu, beið þess að veturinn tæki við og gerði innrásarmönnum lífið leitt. Það gekk eftir. Hálfu ári eftir að herinn hélt vígreifur inn í Rússland komust leifar hans, um 40.000 manns, við illan leik aftur til Vilnius og voru hermennirnir þá flestir örmagna af hungri og kulda. Sagt er að sumir hafi étið allt sem tönn á festi, jafnvel ráðist á læknaskóla til að finna þar og éta líkamshluta sem geymdir voru í spíritus og notaðir við kennslu. Frostið fór niður í -30 stig í Viln- ius. Eftir nokkra daga lágu líkin hvarvetna um stræti borgarinnar enda voru hermennirnir fleiri en allir borgarbúar. Rússneskt herlið sem fylgdi í kjölfarið var þrjá daga að hreinsa til. Vegna frostsins var ekki hægt að grafa líkin og var þá reynt að brenna þau en daunninn var svo mikill að menn gáfust upp. Svo fór að líkunum var fleygt í skotgröf sem Frakkar höfðu sjálfir grafið á sínum tíma. Nú hefur gröfin loks verið opn- uð á ný eftir nær 190 ár. Búið er að fjarlægja allar leifarnar og eru Bein hermanna Napóleons fundin í Litháen Stórher keisarans reyndi að leggja Rússland undir sig 1812 en hungur og kuldi reyndust ofjarlar hans beinin nú flest geymd í kapellu við kirkjugarð þar sem þau verða jarðsett í október. Lagður hefur verið nýr vegur yfir grafarsvæðið en fornleifafræðingar telja að allt að 10.000 hermannalík hvíli ef til vill í öðrum gröfum í grenndinni. Frakkar munu kosta gerð minn- ismerkis í kirkjugarðinum. Trumbuslagarar úr röðum unglinga Mannfræðingar rannsaka nú beinin og segja að sum þeirra séu af 15 ára gömlum piltum sem lík- lega hafi verið trumbuslagarar. Margar beinagrindurnar eru lítt skemmdar sem bendir til þess að kuldinn en ekki fallbyssur, rifflar eða byssustingir hafi orðið þeim að aldurtila. Napóleon kenndi sjálfur kuldanum um ófarirnar en ekki lé- legum undirbúningi eins og hann var sakaður um og virðast líkams- leifarnar benda til að hann hafi að einhverju leyti haft rétt fyrir sér. Einnig verða tekin sýni af DNA- erfðaefni úr beinaleifunum til að kanna hvort rétt sé að taugaveiki hafi banað mörgum hermannanna. Napóleon beið endanlega ósigur fyrir Bretum og Prússum við Wat- erloo í Belgíu 1815 og dó í útlegð á eyjunni St. Helenu við suðvest- urströnd Afríku árið 1821. Aðstoð- arsendiherra Frakklands í Lithá- en, Olivier Poupard, sagði að ekki hefði fundist jafn stór fjöldagröf hermanna keisarans fyrr og menn væru hrærðir. „Skyndilega stend- ur sagan ljóslifandi fyrir sjónum okkar… Þetta er saga en ekki síð- ur hluti af sameiginlegri vitund allra Frakka.“ AP Asta Bubelyte, ungur sagnfræðinemi við háskólann í Vilnius, í fjölda- gröf hermannanna sem tóku þátt í innrásinni í Rússland 1812. PALESTÍNSKUR almenningur og embættismenn fögnuðu í gær upp- reisn palestínska þingsins í fyrradag en þá neyddi það þriggja mánaða gamla ríkisstjórn Yassers Arafats, leiðtoga Palestínu, til að segja af sér. Er þetta mikið áfall fyrir Arafat og Ísraelar túlka það sem beint van- traust á hann. Um hafi verið að ræða uppgjör milli gamals og nýs tíma. Palestínska löggjafarþingið neyddi ríkisstjórnina, sem Arafat skipaði í júní, til að segja af sér en hún valdi þann kost heldur en að bíða auðmýkj- andi ósigur í atkvæðagreiðslu um vantraust. „Það er gleðiefni, að þingið skuli hafa risið undir ábyrgð sem fulltrúi almennings. Það, sem gerðist, er, að það hætti að taka við skipunum að of- an,“ sagði Haider Abdel Shafi, óháð- ur þingmaður. Sagði hann, að Palest- ínumenn þyrftu á að halda lýðræðislega kjörinni stjórn, sem beitti sér fyrir umbótum í dóms- og fjármálum. Fráfarandi stjórn Arafats hefur verið sökuð um getuleysi í efnahags- málum, spillingu, ábyrgðarleysi og um tengsl við hryðjuverkahópa, sem eigi sína sök á ástandinu með stans- lausum morðárásum í Ísrael. Ánægja í Ísrael „Afsögn palestínsku ríkisstjórnar- innar er vantraust á Arafat. Hér er um að ræða baráttu milli þess gamla og þess nýja. Hugsanlega er nýr tími að renna upp,“ sagði Binyamin Ben Eliezer, varnarmálaráðherra Ísraels, í gær. Shimon Peres, utanríkisráð- herra Ísraels, sagði, að um lýðræð- isvakningu væri að ræða og ísraelskir fjölmiðlar gerðu mikið úr málinu, ekki síst því, að það voru þingmenn í Fatah-hreyfingu Arafats, sem stóðu fyrir uppreisninni. Aðrir, til dæmis ísraelska þingkon- an Zehava Gal On, voru ekki alveg jafnsigrihrósandi. Kvaðst hún óttast, að atburðirnir gætu valdið „upp- lausn“ meðal Palestínumanna og gert íslömskum öfgamönnum auðveldara með að styrkja stöðu sína. Á þing- fundinum í fyrradag ákvað Arafat, að þing- og forsetakosningar yrðu 20. janúar næstkomandi en Gal On benti á, að samkvæmt skoðanakönnunum væru öfgahreyfingarnar farnar að slaga upp í stuðninginn við Fatah. Dagblaðið Maariv vakti líka at- hygli á því, að margir þingmenn hefðu snúist gegn stjórninni vegna þess, að sumir ráðherranna hefðu hvatt Palestínumenn til að gera hlé á baráttunni gegn Ísrael. Arafat endurkjörinn? Arafat hafði ekkert sagt um afsögn stjórnarinnar í gær en haft er eftir ónefndum ráðgjafa hans, að hann hafi tekið henni mjög þunglega. Jafn- vel hörðustu andstæðingar hans veigra sér þó við að beina spjótunum að honum persónulega og saka hann aðeins um að hafa ekki haft taumhald á spilltum mönnum. Á þessari stundu bendir heldur ekkert til annars en að hann verði endurkjörinn sem forseti í kosningunum í janúar. Reuters Palestínsk börn leita í rústum heimilis síns. Ísraelskir hermenn réðust inn á Gaza í gærmorgun og gjöreyðilögðu átta hús. Palestínskir þingmenn þvinguðu ríkisstjórn Yassers Arafats til afsagnar Almenningur fagnar Jerúsalem. AP, AFP. EINHVER kynni að halda, að það væri frekar syfjulegt starf að telja fé en fyrsta meistaramótið í þessari íþrótt verður haldið í Ástralíu á morg- un. Búist er við mikilli þátttöku og mörg- um áhorfendum en mótið fer fram í bænum Hay, sem er 730 km vestur af Sydney. Verða keppendurnir vanir menn frá uppboðum um allt landið en þeir hafa verið mjög önnum kafnir að undanförnu vegna þrálátra þurrka. Af þeim sökum hafa margir bændur neyðst til að fækka fé og þá er ekki ver- ið að tala um nokkrar kindur. Fjártalningarmaðurinn Mark Jacka segist vera vanur alls konar glósum um starfið, sem sé í raun mjög erfitt og eigi lítið skylt við venjulega talningu. Í keppninni verður fjárhóp- ur, eitthvað í námunda við 400 kindur, rekinn framhjá 10 keppendum í einu og sá sem kemst næst réttri tölu ber sigur úr býtum. Að mótinu loknu mun Jacka aftur taka til við að telja eða öllu heldur að slá tölu á fé, sem ýmist er rekið í eða úr uppboðsréttinni, um 60.000 í hvort skipti. Segir hann, að það sé alveg magnað hvað maður sofi vel eftir að hafa talið um 120.000 fjár. Meistara- mót í fjár- talningu Canberra. AP. FORSTJÓRI þýska flugfélags- ins Lufthansa segir, að helm- ingur allra flugfélaga sé í raun „gjaldþrota“ vegna þess, að far- gjöldin séu of lág. Kom þetta fram í viðtali við hann í vikurit- inu Wirtschaftswoche. „Í raun er helmingur allra flugfélaga í heiminum gjald- þrota,“ sagði Jürgen Weber og bætti við, að erfiðleikar þeirra væru aðeins að hluta til utanað- komandi. „Þau eru að eyðileggja sig með of lágu verði,“ sagði Weber og bætti við, að mörg flugfélög legðu of mikið upp úr markaðs- hlutdeild en gættu þess ekki að láta fargjöldin endurspegla út- gjöldin. Kvaðst hann ekki hafa trú á, að lágfargjaldaflugfélög á borð við easyJet, Ryanair og Buzz myndu almennt gera flug- ferðir ódýrari. „Það kemst eng- inn framhjá því einfalda lög- máli, að tekjur og útgjöld skuli að minnsta kosti standast á.“ Lufthansa tapaði tæplega 54 milljörðum ísl. kr. á síðasta ári en vonir standa til, að það skili hagnaði á þessu ári. Tap allra flugfélaga frá 11. september fyrir ári hefur verið áætlað 1.720 milljarðar króna. Helmingur flugfélaga „gjald- þrota“ Frankfurt. AFP. DÓMARI í Argentínu dæmdi í gær Leopoldo Galtieri, fyrrverandi ein- ræðisherra í landinu, í fangelsi en hann og 20 aðrir fyrrverandi herfor- ingjar hafa verið í gæsluvarðhaldi frá því í júlí. Galtieri og samherjar hans eru sakaðir um að bera ábyrgð á „skít- uga stríðinu“, sem svo var kallað, mannránum og morðum á allt að 30.000 manns á áttunda áratugnum. Galtieri ákvað að ráðast inn í og leggja Falklandseyjar undir Argent- ínu 1982 og kom þá til stríðsátaka milli Argentínu og Bretlands í 74 daga. Kostuðu þau 652 Argentínu- menn lífið og 255 Breta. Galtieri í fangelsi Buenos Aires. AFP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.