Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 37 ✝ Hjalta SigríðurJúlíusdóttir fæddist í Bæ í Lóni 13. nóvember 1918. Hún lést á heimili sínu fimmtudaginn 5. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guðný Kristjana Magnúsdóttir, f. 6.11. 1897, d. 29.11. 1995, frá Holtum á Mýrum og Júlíus Sig- fússon, f. 31.7. 1894, d. 13.5. 1982, frá Bæ í Lóni. Þegar hún fæddist voru foreldrar hennar hjá systkinunum í Neðrabænum þar sem Júlíus ólst upp hjá Sigríði Ei- ríksdóttur. Eftir að Júlíus og Guðný fóru að búa í Kamba- hrauni í Lóni bjó Hjalta áfram hjá systkinunum og Sigríði. Hún kall- að Eirík Sigmundsson alltaf fóstra sinn. Hjalta var elst sjö systkina: Maren Karólína, f. 20.8. 1921, Eiríkur, f. 13.8. 1923, Óli Sveinbjörn, f. 8.3. 1925, Ásgeir, f. 31.10. 1926, Hörður, f. 23.8. 1929, og Jóhanna Sigríður, f. 31.7. 1935. Hinn 30. júlí 1938 giftist Hjalta Guðmundi Þorleifssyni frá Svín- hólum, f. 8.8. 1915. Þau bjuggu í Bæ í Lóni 1938–1948, fluttu þá á Höfn og bjuggu lengst af í Sólbæ, Hagatúni 14. Árið 1987 fluttu þau að Víkurbraut 26. Börn þeirra eru: 1) Stúlka fædd andvana 13.11. 1941. 2) Eiríkur Unnsteinn, f. 10.5. 1943, maki Sigríður Anna Kristjánsdóttir, f. 11.1. 1944, börn a) Guðmundur Kristján, f. 3.5. 1967, sambýliskona Ursula H. Englert, f. 24.3. 1967, b) Hjalti Geir, f. 21.7. 1968, barnsmóðir Helga S. Steingrímsdóttir, f. 3.3. 1970, barn Elvar Örn, f. 9.9. 1990. Sambýliskona Sunn- eva Eggertsdóttir, f. 14.10. 1975, barn Máney Dögg, f. 20.12. 2000. 3) Ragn- hildur Guðný, f. 30.10. 1951, maki 1 Steinþór Einarsson, f. 19.1. 1949, börn a) Einar Hjalti, f. 26.4. 1969, sam- býliskona Sigríður Lucía Þórar- insdóttir, f. 9.7. 1971, b) Gunnar Smári, f. 10.6. 1975. Maki 2 Ey- steinn Ingólfsson, f. 21.5. 1945. 4) Áslaug Þorbjörg, f. 26.5. 1956, maki Jón Sigurbergur Bjarnason, f. 15.1. 1951, börn a) Bjarni Guð- mundur, f. 15.4. 1977 b) Hjalta Sigríður, f. 29.1. 1980, sambýlis- maður Össur Imsland, f. 22.11. 1971. c) Guðni Rúnar, f. 25.3. 1989. 5) Júlíus Sigurjón, f. 26.5. 1956, maki 1 Heiðrún Heiðars- dóttir, f. 23.8. 1964, börn a) Hjalta Sigríður, f. 13.11. 1981, sambýlis- maður Atli Sveinn Svansson, f. 21.5. 1981, b) Ingvi Rúnar, f. 23.8. 1984, c) Óskar Freyr, f. 4.11. 1987. Sambýliskona Ragnhildur Sumarliðadóttir, f. 16.12. 1965, sonur hennar Ingvar Ottó Svans- son, f. 14.10. 1997, d) Signý Mist, f. 25.5. 2001. Útför Hjöltu Sigríðar verður gerð frá Hafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Það var erfiður morgun fimmtu- daginn 5. september. Þá kvaddir þú svo óvænt mamma mín. Við systurnar fórum á hjúkrunarheim- ilið að færa pabba sorgarfrétt og þegar hann hafði áttað sig á því sem orðið var sagði hann: „Já, september hefur reynst okkur erf- iður fyrr.“ Hinn 13. september 1941 misstu þau mamma og pabbi fyrsta barnið sitt, litla stúlku sem dó í fæðingu. Ég sem barn hugsaði alltaf um þessa litlu systur sem góðan engil hjá Guði. Hún mamma ræktaði vel sína trú og kenndi okkur börnunum fal- legar bænir. Hún fór oft í messu á sunnudögum og spilaði stundum sálmalög á gamla orgelið í Sólbæ. Mamma var frekar heilsulítil um dagana en þó voru síðustu árin henni góð. Þegar ég var lítil stelpa voru í heimili hjá okkur þrjú full- orðin systkini frá Neðrabænum í Lóni. Það var fóstri hennar mömmu, Eiríkur Sigmundsson, þá orðinn blindur, Jóhanna og Sigríð- ur. Þær voru á efri hæðinni og allir bjuggu saman í sátt og samlyndi. Gömlu konurnar voru mömmu hjálplegar á margan hátt. Þær voru eins og góðar ömmur sem okkur systkinunum þótti svo vænt um. Mamma var skapgóð og fé- lagslynd. Góð vinkona hennar sagði: „Hún var mikill gleðigjafi.“ Ég veit að hún gladdi fólkið á hjúkrunarheimilinu, þar borðaði hún hádegismat í mörg ár og spil- aði við vistmenn eða sat með prjónana sína í góðra vina hópi. Ég man eftir svo fallegum hekl- uðum kjólum sem við systurnar fengum 11 og 16 ára, sem hún hannaði, og ekki voru bræður okk- ar síður fínir í útprjónuðum peys- um. Hún var mjög vandvirk. Ég minnist með gleði góðra daga með henni þegar ég bjó í Einholti. Þá kom hún oft og dvaldi viku í einu, þá með sína handavinnu, því aldrei sat hún auðum höndum. Hún prjónaði þá á strákana mína bæði peysur og sokka. En nú er hún farin og prjónar ekki fleiri sokka á litla fætur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Elsku mamma mín, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þín verður sárt saknað. Þín dóttir Ragnhildur Guðný. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Nú er komið að skilnaðarstund. Tengdamóðir mín, Hjalta Sigríður Júlíusdóttir, er látin og verður í dag lögð til hinstu hvílu. Ég kynntist Hjöltu 1975 er ég flutti til Hornafjarðar. Þau hjónin Hjalta og Guðmundur tóku mér mjög vel og urðu mér fljótt mjög kær. Þau bjuggu þá í Hagatúni 14 eða Sólbæ eins og húsið þeirra hét. Eftir að við Áslaug, dóttir þeirra hjóna, tókum saman bjuggum við fyrstu mánuðina uppi á lofti hjá þeim. Það var alltaf jafn gott að koma til Hjöltu og Guðmundar, það kom sér vel að eiga þau að, ekki síst eftir að börnin okkar Ásu voru fædd. Oft leituðum við til þeirra með pössun og fleira. Hjalta var alltaf létt í lund og var mikil selskapsmanneskja. Þær voru ófá- ar ferðirnar sem hún fór til að spila við vistmenn á hjúkrunar- heimilinu. Hjalta var mikil hann- yrðakona, hún bæði prjónaði, hekl- aði, saumaði og gerði nánast allt sem viðkom handavinnu. Hjalta hafði gaman af söng og reyndi að sækja flestar söngskemmtanir. Sjálf söng hún um tíma í Gleðigjöf- um, kór eldriborgara á Höfn. Ekki má gleyma blómunum hennar sem döfnuðu og blómstruðu svo vel í umsjá hennar. Elsku Mundi, Unnsteinn, Ragga, Ása og Júlli. Guð gefi ykkur styrk og huggun í sorginni. Jón S. Bjarnason. Elsku amma mín. Það var mikil sorgarfregn þegar pabbi hringdi til mín fimmtudagsmorguninn 5. sept- ember og sagði mér að þú værir dáin, amma mín. Mig langaði helst að fara að hlæja og segja honum að hætta þessu bulli, því þetta voru svo ótrúlegar fréttir. Ég hafði tal- að við þig hálfum sólarhring áður. Þá varstu jafnhress og kát og ávallt. Þú varst svo spennt að sjá ullarpeysuna, sem ég er að prjóna, þegar ég kæmi í heimsókn. Því átti ég svo bágt með að trúa því að þú værir farin. Stundum finnst mér örlögin svo grimm og óviðunandi. Ég sakna þín svo mikið, elsku amma mín. Ég mun aldrei gleyma yndislegu stundunum sem við átt- um saman. Þær geymi ég í hjarta mínu. Ég get aldrei þakkað þér nóg fyrir hversu góð amma þú varst. Þú varst reyndar miklu meira en bara amma mín, þú varst líka besti vinur minn. Þú skildir mig svo vel. Þrátt fyrir að þú ættir oft erfitt, þá varst þú alltaf með bros á vör og fannst alltaf eitthvað jákvætt og gott við allt. Þú sást alveg um að okkur krökkunum yrði ekki kalt. Þú prjónaðir á okkur ullarsokka og -vettlinga sem eiga eftir að ylja okkur áfram eins og minningin um þig, amma mín. Það var alltaf svo hlýtt og notalegt að koma til „afa og ömmu“. Enginn fór svangur eft- ir að hafa litið inn hjá ykkur. Þið sögðuð alltaf við okkur krakkana ,,Kíkið í skápinn“. Skápurinn var alltaf fullur af góðgæti og afakexi. Síðastliðna tvo vetur, hef ég búið í Reykjavík. Stundum fékk ég mikla heimþrá og var leið, þá var nóg fyrir mig að hringja í þig, amma mín. Þú komst mér alltaf í gott skap. Það var svo gott að tala við þig. Ég gleymi því heldur aldr- ei þegar ég fór til Reykjavíkur þá sagðir þú ,,ég veit ekki hvernig ég fer að án þín“. Ég hughreysti þig og sagðist koma fljótt í heimsókn. Svo kom ég þér oftast á óvart með því að birtast í dyragættinni. Það var svo gaman að sjá hvað það lifn- aði yfir þér allri og hvað þú varst glöð að sjá mig. En það var líka alltaf jafnerfitt að kveðja þig aftur. Ég kom heim á Höfn á sumrin og kom þá til þín nánast á hverjum degi eftir vinnu. Þú sast yfirleitt með prjónana þína, eftir að hafa lagt þig eftir hádegi og beiðst eftir mér. Við sátum þá saman og prjón- uðum, saumuðum eða spiluðum rommý. Smám saman smitaðist ég og nú er ég alveg eins og þú amma mín. Ég verð alltaf að hafa eitt- hvað í höndunum, get aldrei setið auðum höndum. Þú fórst aldrei neitt án þess að taka prjónana þína með, skil þig vel, því ég er svona líka. Það er nú ekki slæmt að líkj- ast þér, amma mín. Þú hugsaðir svo vel um blómin þín og varst alltaf að sýna mér þau og dást að þeim. Þú varst svo fé- lagslynd, þekktir svo marga og vildir öllum vel. Þú varst mjög trú- uð og ég veit að nú ert þú ein af englum Guðs, sem Guð varðveitir og þér líður vel hjá honum. Núna þegar þú ert farin, amma mín, er allt svo tómlegt. Engin amma til að fara til og spila eða prjóna með. Það er svo gott að geta farið og heimsótt afa á hjúkr- unarheimilið. Hann er samt ekki samur án þín. Elsku afi minn, Guð gefi þér kraft og styrk í sorginni. Nú í dag eru 9 dagar liðnir frá því að þú kvaddir þennan heim, ég á mjög erfitt með að trúa og sætta mig við að þú sért farin. Ég var ekki tilbúin að sleppa þér svona snemma, reyndar held ég að ég hefði aldrei orðið tilbúin. Söknuð- urinn er svo sár. Þér fannst alltaf svo gaman þeg- ar ég spilaði fyrir þig á píanóið. Þetta lag fannst okkur svo fallegt amma mín. Blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið: gleymdu ei mér. Væri ég fleygur fugl, flygi ég til þín. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú, engu ég unna má öðru en þér. (Þýsk þjóðvísa.) Jæja amma mín, nú er komið að kveðjustund. Takk fyrir allar ynd- islegu stundirnar okkar. Hugur minn er ætíð hjá þér, elsku amma mín. Ég veit að þú ert alltaf hjá mér þótt ég sjái þig ekki. Guð geymi þig og varðveiti, þar til við hittumst á ný, amma mín. Þín að eilífu Hjalta Sigríður Jónsdóttir. Elsku amma. Það er skrítið til þess að hugsa að þú sért ekki lengur hérna hjá okkur. Einn morguninn varstu horfin. Engin amma lengur til að hringja í og senda bréf. Síðast þegar ég sá þig varstu svo hress og kát og heilsaðir okkur með þínu „hæ, hæ“. Við skoðuðum myndir og þú gafst okkur að drekka. Að vísu spáðir þú ekki í bolla eins og þú gerðir svo oft. Manstu eftir því, amma mín? Þú sást alltaf eitthvað svo sniðugt í bollanum mínum og oftast rættist eitthvað af því. Og ég neyddi mig til að drekka 3 sopa af kaffi, með hryllingssvip, því ekki mátti sleppa spádómnum hennar ömmu. Það var alltaf gaman að koma til þín og láta þig spá fyrir sér. Og hvað það var gaman að þú skyldir geta komið og heimsótt mig alla leið vestur á Snæfellsnes og séð allt sem mig langaði að sýna þér. En nú skilja leiðir og þú kem- ur víst aldrei aftur til mín og ég ekki til þín. Og því verð ég að kveðja þig, amma mín. Við söknum þín mikið en við vitum að þú ert komin á þann stað þar sem þér líð- ur alltaf vel. Svo kveð ég syrgjandi síðast þig og sendi mín ljóð til austurfjalla. Og jafnt sem þú deyjandi mundir mig ég minnist þín daga alla. (Guðmundur Guðmundsson.) Hjalta Sigríður Júlíusdóttir. Það er bjart yfir minningunum úr Sólbæ sem ég á frá bernskuár- um mínum á Höfn. Þar bjó Hjalta móðursystir mín með manninum sínum, honum Munda og börnun- um þeirra. Húsið þeirra bar þetta fallega nafn og fjölskyldan var iðu- lega kennd við það. Frændsystkin mín, tvíburarnir Ása og Júlli, eru jafnaldrar mínir og ég kom því oft í Sólbæ. Á loftinu þar grúskaði Unnsteinn, eldri bróðir þeirra, í alls kyns rafmagnsdóti og gerði leyndardómsfullar tilraunir. Stund- um opinberaði hann svo verk sín svo um munaði. Í Sólbæ gaf á þessum árum að sjá alls konar ljósasýningar, eins og td. þegar hann lét ljósin hlaupa stöðugt upp og niður eftir fánastönginni. Það var spennandi að koma í Sólbæ, þar ríkti oft ævintýrablær. Hjalta var heimavinnandi hús- móðir og hlúði alúðlega að sínum. Hún var hæglát kona og viðmót hennar var hlýtt. Þess fékk ég að njóta í heimsóknum mínum í Sólbæ. Útsaumur og aðrar slíkar hannyrðir voru henni mikið áhuga- mál. Þá hafði hún mikið yndi af blómaræktun og naut þess að prýða heimilið hannyrðaverkum og blómum. Hún fylgdist vel með hópnum sínum þegar börnin fullorðnuðust og fjölskyldan stækkaði. En ekki bara sínum börnum og barnabörn- um, heldur einnig systkinabörnun- um og Júllunum öllum eins og frændgarðurinn er nefndur og hún bar mikla umhyggju fyrir. Það var ánægjulegt að heilsa henni glaðri á ættarmóti Júllanna sl. sumar. Hjalta og Mundi voru með þeim fyrstu á Höfn til að flytja í sér- staka íbúð byggða fyrir aldraða í plássinu. Víst var, þegar það gerð- ist, undarleg tilhugsun að þau byggju ekki lengur í Sólbæ, svo tengd sem þau voru honum. En það yfirvann allan trega tengdan Sólbæjarminningunum, að sjá hversu vel þau undu hag sínum í nýju íbúðinni. Þau nutu þess að búa þar og áttu mörg góð ár þar saman. Hrönn Óskarsdóttir. HJALTA SIGRÍÐUR JÚLÍUSDÓTTIR Elskulegi litli frændi minn. Þegar mamma hringdi í mig um hádegi á sunnu- degi og sagði mér að hún hefði slæmar fréttir að færa datt mér ekki í hug að þær væru að þú værir látinn. Hvernig gat það verið að svo ungur og fallegur drengur væri látinn? SIGURÐUR BOGI STEINGRÍMSSON ✝ Sigurður BogiSteingrímsson fæddist á Akureyri 8. febrúar 1983. Hann lést af slysförum 17. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Haugekirkju í Lærdal í Noregi 27. ágúst. Drengur sem átti allt lífið framundan og svo margt ógert. Stórt skarð hefur verið höggvið í litlu fjöl- skylduna okkar og margar spurningar brenna á okkur, en þegar stórt er spurt verður fátt um svör. Er ég rifja upp minningar mínar um þig eru þær flestar úr barnæsku þinni því þú varst aðeins fimm ára þegar þið fluttuð til Noregs. Samt á ég margar fallegar minningar um þig, elsku Siggi minn. Fallega brosið þitt, smitandi hláturinn þinn sem ég man enn og ekki má gleyma góð- mennsku þinni og elsku í garð ann- arra. Sérstaklega er mér minnis- stætt hve stoltur þú varst átta ára gamall og komst til Íslands í heim- sókn, og gast sagt „R“ því þar hafði þér vafist tunga um tönn. Allar þessar minningar geymi ég í hjarta mínu og ylja þær mér um hjarta- rætur, sérstaklega núna. Ég vildi að ég ætti fleiri minningar um þig en í góðri trú hélt ég að við hefðum nægan tíma til að kynnast betur, en stundum fara hlutirnir öðruvísi en maður ætlaði. Þótt jarðvist þín hafi verið stutt tókst þér samt að snerta streng í hjörtum allra sem kynntust þér. Elsku Siggi minn, ég veit að þér hefur verið ætlað stærra hlutverk á himnum, því hvar annars staðar á engill heima en einmitt á himnum með öllum hinum englunum. Elsku Gunna, Steini, Agnes, Pat- rik og Roar, hugur minn er hjá ykk- ur öllum. Þín frænka Vala Lind.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.