Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 11
DR. SIGMUNDUR Guðbjarnason,
prófessor í efnafræði og fyrrver-
andi háskólarektor, hefur verið
gerður að félaga eða „fellow“ í al-
þjóðlegri vísindaakademíu um
hjarta- og æðarannsóknir. Í aka-
demíunni (International Aca-
demy of Cardiovascual Sciences),
sem er með höfuðstöðvar í Winni-
peg í Kanada og hefur verið
starfandi frá árinu 1996, eru nú
um 220 félagar úr hópi heims-
þekktra vísindamanna, lækna og
annarra sérfræðinga á þessu
sviði. Sigmundur er annar
tveggja vísindamanna frá Norð-
urlöndunum í akademíunni, hinn
er dr. Keld Kjeldsen frá Dan-
mörku.
Sigmundur segir í samtali við
Morgunblaðið að þetta sé mikil
viðurkenning fyrir sig og sína
samstarfsmenn í gegnum tíðina í
Háskólanum en hann hefur um
áratugaskeið stundað rannsóknir
og kennslu sem lúta að hjarta-
sjúkdómum margskonar. Meðal
þeirra rannsókna Sigmundar sem
vakið hafa heimsathygli eru áhrif
mataræðis á starfsemi hjartans
og einkenni á borð við streitu,
m.a. áhrif fæðufitu á sjálfan
hjartavöðvann.
Sigmundi var greint frá því sl.
vor að til stæði að gera hann að
félaga en til þess þurfti samþykki
a.m.k. 80% félaga akademíunnar.
Var innganga hans samþykkt ein-
róma og honum tilkynnt nið-
urstaðan nýlega. Að vera til-
nefndur félagi í akademíunni
þykir mikill virðingarsess því
takmarkaður fjöldi vísindamanna
kemst þar að hverju sinni.
Meðal þjóðsagnapersóna
Hann segir suma vísindamenn í
akademíunni teljast nánast til
þjóðsagnapersóna og nefnir þar
m.a. heimsþekktan hjartaskurð-
lækni, Bandaríkjamanninn Mich-
ael DeBakey, sem kominn er á ní-
ræðisaldur. Sigmundur þekkir
einnig vel til innan akademíunnar
og hefur m.a. verið gistiprófessor
í háskólum sumra félaga hennar.
„Mikil viðurkenning
fyrir mig og mína
samstarfsmenn“
Morgunblaðið/Þorkell
Dr. Sigmundur Guðbjarnason.
Þá hitti hann marga félaga aka-
demíunnar á ráðstefnu í Winni-
peg á síðasta ári. Sigmundur hef-
ur flutt fyrirlestra víða um heim,
síðast í Ástralíu í fyrra.
„Ég hef starfað á þessum vett-
vangi í 40 ár og hef hitt marga á
ráðstefnum víða um heim. Þetta
er skemmtilegur hópur að vera
félagi í. Ég tel að með þessu sé
verið að veita viðurkenningu fyr-
ir það rannsóknarstarf sem ég
hef unnið með mörgu góðu sam-
starfsfólki, bæði hérna í Háskól-
anum og víðar, þar sem glímt hef-
ur verið við margar spurningar
um hjartað og starfsemi þess. Það
er gaman að fá viðurkenninguna
og vera settur í hóp með fólki sem
maður hefur litið upp til í gegn-
um tíðina,“ segir Sigmundur.
Þó að Sigmundur, sem senn
verður 71 árs, gegni ekki lengur
prófessorsstöðu við Háskólann
stundar hann enn rannsóknir og
hefur aðstöðu í Læknagarði á
vegum Raunvísindastofnunar HÍ.
Síðustu árin hefur hann m.a.
stjórnað rannsókn sem leitt hefur
til framleiðslu á jurtaveig, Ange-
licu, framleiddri úr ætihvönn.
Var Sigmundur meðal stofnenda
fyrirtækisins SagaMedica –
Heilsujurtir ehf. fyrir tveimur ár-
um.
Dr. Sigmundur Guðbjarnason gerður
að félaga í alþjóðlegri vísindaakademíu
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 11
LÁTINN er Hjálmtýr
E. Hjálmtýsson fyrr-
verandi bankafulltrúi
og söngvari, 69 ára að
aldri. Hjálmtýr var
fæddur 5. júlí 1933 í
Reykjavík og hóf störf
hjá Útvegsbanka Ís-
lands árið 1948. Þar
starfaði hann í áratugi
en lét af störfum 58 ára
að aldri.
Hjálmtýr fór rúm-
lega tvítugur í söng-
nám hjá Sigurði De-
mentz og Sigurði
Birkis og varð lands-
frægur söngvari á sinni
tíð. Hann kom fram
sem einsöngvari og
með kórum og söng
m.a. með Þjóðleikhús-
kórnum, Pólýfónkórn-
um og ýmsum kirkju-
kórum í Reykjavík auk
þess sem hann tók þátt
í mörgum revíuupp-
færslum.
Hjálmtýr lætur eftir
sig sjö uppkomin börn,
barnabörn og barna-
barnabarn. Eiginkona
hans, Margrét Matth-
íasdóttir, lést árið 1995.
Andlát
HJÁLMTÝR E.
HJÁLMTÝSSON
ÞESSAR stúlkur reyndu með sér í skylmingum á lóð Há-
skóla Íslands í gær en Fjallið, félag nemenda í jarð-,
land- og ferðamálafræðum við skólann, stóð fyrir kennslu
í skylmingum að hætti víkinga. Var þessi uppákoma liður
í nýnemaviku sem Stúdentaráð HÍ og nemendafélög
standa að í sameiningu.
Munu skylmingarnar örugglega nýtast nýnemum vel í
háskólanáminu þar sem þrautseigja, útsjónarsemi,
kjarkur og þor koma nemendum að góðum notum. Ný-
nemavikunni lýkur í dag með Stúdentadeginum, sem nú
er haldinn þriðja árið í röð.
Meðal þess sem er á dagskrá er pylsupartý, úrslit í
Kollgátunni, spurningakeppni milli deilda skólans og
bandímót.
Morgunblaðið/Kristinn
Nemendur skylmast að víkinga sið
BÆJARSTJÓRI Vesturbyggðar,
Brynjólfur Gíslason, segir að það
dragi úr samkeppnisfærni fyrir-
tækja í Vestur-Barðastrandarsýslu
að ekki séu heilsársvegir á Vest-
fjörðum. Í sama streng tekur Ólaf-
ur Magnús Birgisson, sveitarstjóri
Tálknafjarðarhrepps.
„Það hefur dregið úr samkeppn-
isfærni fyrirtækja hér í Barða-
strandarsýslu að vera þannig sett
að geta ekki komið frá sér vörum
nema á ákveðnum tíma sólar-
hringsins,“ segir Brynjólfur. Hann
bendir m.a. á að sjávarútvegsfyr-
irtæki á svæðinu þurfi að koma
vörum sínum strax á áfangastað.
„Ef t.d. þarf að koma ferskum
fiski í flug er eingöngu um það að
ræða að fara landleiðina. Tíðni
ferjusiglinga hentar ekki í slíkum
tilvikum,“ segir hann ennfremur.
„Af þeim sökum þarf að vera heils-
árstenging við þjóðveg númer
eitt.“
Brynjólfur bendir jafnframt á að
sveitarstjórnarmenn í Vestur-
Barðastrandarsýslu, sem hitt hafi
nefnd um framtíð ferjusiglinga um
Breiðafjörð fyrir skemmstu, hafi á
fundinum lagt áherslu á, að ekki
væri hægt að bjóða fyrirtækjum í
sýslunni upp á annað en vegi sem
væru færir allan ársins hring. Að
sögn Brynjólfs eru tengivegir inn á
aðalveginn í Vestur-Barðastrand-
arsýslu sérstaklega slæmir á köfl-
um. Umferð stærri bíla um þá vegi
er því erfið.
Ferjunni Baldri
verði lagt
Ólafur Magnús Birgisson, sveit-
arstjóri í Tálknafjarðarhreppi, seg-
ir það gríðarlega mikilvægt fyrir
sjávarútvegsfyrirtæki að geta
komið afurðum sínum beint í flug í
Keflavík. Ferjan Baldur geti alls
ekki komið til móts við þessar þarf-
ir; með Baldri verði flutningur af-
urðanna bundinn við ferðatíma
ferjunnar. Hann segir að það hafi
verið skýlaus krafa sveitarfé-
lagsins að útfæra þá hugmynd að
leggja Baldri og færa þar með
meiri fjármuni í uppbyggingu vega
á Vestfjörðum.
„Það er skrýtið til þess að hugsa
að við hérna á Vestfjörðum erum í
um það bil 400 kílómetra fjarlægð
frá höfuðborgarsvæðinu, en það er
svipuð fjarlægð og er á milli Ak-
ureyrar og Reykjavíkur, samt eru
samgöngur héðan miklu verri en
samgöngur á milli Akureyrar og
Reykjavíkur,“ segir hann.
Heilsársvegir skipta
fyrirtækin miklu máli
SAMBAND ungra sjálfstæðis-
manna, SUS heldur málefnaþing á
Hellu dagana 13. til 15. september.
Yfirskrift þingsins er: Næstu
skref. Þar munu ungir sjálfstæðis-
menn setja fram tillögur um það sem
þeir telja brýnast að koma í fram-
kvæmd á næstu árum. Starfað verð-
ur í sex málefnanefndum á þinginu.
Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður
SUS, setur þingið í kvöld en á sunnu-
dag mun Geir H. Haarde, varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins, ávarpa
það. Heiðursgestur á hátíðarkvöld-
verði annað kvöld verður Drífa
Hjartardóttir þingmaður.
Málefnaþing SUS á Hellu
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Árna
Finnssyni formanni, f.h. Náttúru-
verndarsamtaka Íslands.
„Í miðopnugrein í Morgunblaðinu
11. september greinir aðstoðarfor-
stjóri Landsvirkjunar, Jóhann Már
Maríusson, frá sýn fyrirtækisins á
friðlýsingu Þjórsárvera. Telur hann
að þar gæti misskilnings í umræðu
fjölmiðla og segir að „margir geri
sér ekki ljóst að heimild fyrir miðl-
unarlóni var með tilteknum skilyrð-
um hluti af friðlýsingunni“.
Það skilyrði í friðlýsingu Þjórs-
árvera frá 1981 sem mestu máli
skiptir og aðstoðarforstjórinn fer
ekki rétt með er eftirfarandi: „Enn-
fremur mun Náttúruvernd ríkisins
[þá Náttúruverndarráð] fyrir sitt
leyti veita Landsvirkjun undanþágu
frá friðlýsingu þessari til að gera
uppistöðulón með stíflu við Norð-
lingaöldu í allt að 581 m y.s., enda
sýni rannsóknir að slík lónsmyndun
sé framkvæmanleg án þess að nátt-
úruverndargildi Þjórsárvera rýrni
óhæfilega að mati Náttúruverndar
ríkisins.“
Aðstoðarforstjórinn segir ekki frá
því að Náttúruvernd ríkisins telur
að með Norðlingaöldumiðlun verði
ofangreindu skilyrði í friðlýsingunni
ekki fullnægt heldur muni náttúru-
verndargildi Þjórsárvera rýrna
óhæfilega. Náttúruvernd ríkisins
hefur því lagst eindregið gegn þeirri
framkvæmd. Er sú afstaða Náttúru-
verndar ríkisins í samræmi við nið-
urstöðu meirihluta Þjórsárvera-
nefndar. Með öðrum orðum, þau
skilyrði sem sett voru fyrir því að
heimila miðlunarlón í Þjórsárverum
hafa ekki verið uppfyllt.
Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar
tekur fram í grein sinni að Þóra Ell-
en Þórhallsdóttir, prófessor í grasa-
fræði við Háskóla Íslands, hafi
stundað rannsóknir á Þjórsárvera-
svæðinu til að meta megi hvort fyr-
irhugaðar miðlunarframkvæmdir
muni rýra náttúruverndargildi
Þjórsárvera samkvæmt samkomu-
lagi við Landsvirkjun. Segir Jóhann
Már Maríusson að Þóra Ellen hafi
stundað þær rannsóknir af kost-
gæfni yfir tíu ára tímabil en getur
ekki um þá meginniðurstöðu Þóru
Ellenar að miðlunarlón í Þjórsárver-
um muni auka verulega hættu á
uppblæstri í verunum. Voru niður-
stöður Þóru Ellenar lagðar til
grundvallar umfjöllunar Þjórsár-
veranefndar og Náttúruverndar rík-
isins.
Af ofangreindu er ljóst að aðstoð-
arforstjóri Landsvirkjunar fer á
svig við staðreyndir sem koma
Landsvirkjun illa.“
Það sem Landsvirkj-
un getur ekki um
Athugasemd frá Náttúruverndarsamtökum Íslands