Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 11
DR. SIGMUNDUR Guðbjarnason, prófessor í efnafræði og fyrrver- andi háskólarektor, hefur verið gerður að félaga eða „fellow“ í al- þjóðlegri vísindaakademíu um hjarta- og æðarannsóknir. Í aka- demíunni (International Aca- demy of Cardiovascual Sciences), sem er með höfuðstöðvar í Winni- peg í Kanada og hefur verið starfandi frá árinu 1996, eru nú um 220 félagar úr hópi heims- þekktra vísindamanna, lækna og annarra sérfræðinga á þessu sviði. Sigmundur er annar tveggja vísindamanna frá Norð- urlöndunum í akademíunni, hinn er dr. Keld Kjeldsen frá Dan- mörku. Sigmundur segir í samtali við Morgunblaðið að þetta sé mikil viðurkenning fyrir sig og sína samstarfsmenn í gegnum tíðina í Háskólanum en hann hefur um áratugaskeið stundað rannsóknir og kennslu sem lúta að hjarta- sjúkdómum margskonar. Meðal þeirra rannsókna Sigmundar sem vakið hafa heimsathygli eru áhrif mataræðis á starfsemi hjartans og einkenni á borð við streitu, m.a. áhrif fæðufitu á sjálfan hjartavöðvann. Sigmundi var greint frá því sl. vor að til stæði að gera hann að félaga en til þess þurfti samþykki a.m.k. 80% félaga akademíunnar. Var innganga hans samþykkt ein- róma og honum tilkynnt nið- urstaðan nýlega. Að vera til- nefndur félagi í akademíunni þykir mikill virðingarsess því takmarkaður fjöldi vísindamanna kemst þar að hverju sinni. Meðal þjóðsagnapersóna Hann segir suma vísindamenn í akademíunni teljast nánast til þjóðsagnapersóna og nefnir þar m.a. heimsþekktan hjartaskurð- lækni, Bandaríkjamanninn Mich- ael DeBakey, sem kominn er á ní- ræðisaldur. Sigmundur þekkir einnig vel til innan akademíunnar og hefur m.a. verið gistiprófessor í háskólum sumra félaga hennar. „Mikil viðurkenning fyrir mig og mína samstarfsmenn“ Morgunblaðið/Þorkell Dr. Sigmundur Guðbjarnason. Þá hitti hann marga félaga aka- demíunnar á ráðstefnu í Winni- peg á síðasta ári. Sigmundur hef- ur flutt fyrirlestra víða um heim, síðast í Ástralíu í fyrra. „Ég hef starfað á þessum vett- vangi í 40 ár og hef hitt marga á ráðstefnum víða um heim. Þetta er skemmtilegur hópur að vera félagi í. Ég tel að með þessu sé verið að veita viðurkenningu fyr- ir það rannsóknarstarf sem ég hef unnið með mörgu góðu sam- starfsfólki, bæði hérna í Háskól- anum og víðar, þar sem glímt hef- ur verið við margar spurningar um hjartað og starfsemi þess. Það er gaman að fá viðurkenninguna og vera settur í hóp með fólki sem maður hefur litið upp til í gegn- um tíðina,“ segir Sigmundur. Þó að Sigmundur, sem senn verður 71 árs, gegni ekki lengur prófessorsstöðu við Háskólann stundar hann enn rannsóknir og hefur aðstöðu í Læknagarði á vegum Raunvísindastofnunar HÍ. Síðustu árin hefur hann m.a. stjórnað rannsókn sem leitt hefur til framleiðslu á jurtaveig, Ange- licu, framleiddri úr ætihvönn. Var Sigmundur meðal stofnenda fyrirtækisins SagaMedica – Heilsujurtir ehf. fyrir tveimur ár- um. Dr. Sigmundur Guðbjarnason gerður að félaga í alþjóðlegri vísindaakademíu FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 11 LÁTINN er Hjálmtýr E. Hjálmtýsson fyrr- verandi bankafulltrúi og söngvari, 69 ára að aldri. Hjálmtýr var fæddur 5. júlí 1933 í Reykjavík og hóf störf hjá Útvegsbanka Ís- lands árið 1948. Þar starfaði hann í áratugi en lét af störfum 58 ára að aldri. Hjálmtýr fór rúm- lega tvítugur í söng- nám hjá Sigurði De- mentz og Sigurði Birkis og varð lands- frægur söngvari á sinni tíð. Hann kom fram sem einsöngvari og með kórum og söng m.a. með Þjóðleikhús- kórnum, Pólýfónkórn- um og ýmsum kirkju- kórum í Reykjavík auk þess sem hann tók þátt í mörgum revíuupp- færslum. Hjálmtýr lætur eftir sig sjö uppkomin börn, barnabörn og barna- barnabarn. Eiginkona hans, Margrét Matth- íasdóttir, lést árið 1995. Andlát HJÁLMTÝR E. HJÁLMTÝSSON ÞESSAR stúlkur reyndu með sér í skylmingum á lóð Há- skóla Íslands í gær en Fjallið, félag nemenda í jarð-, land- og ferðamálafræðum við skólann, stóð fyrir kennslu í skylmingum að hætti víkinga. Var þessi uppákoma liður í nýnemaviku sem Stúdentaráð HÍ og nemendafélög standa að í sameiningu. Munu skylmingarnar örugglega nýtast nýnemum vel í háskólanáminu þar sem þrautseigja, útsjónarsemi, kjarkur og þor koma nemendum að góðum notum. Ný- nemavikunni lýkur í dag með Stúdentadeginum, sem nú er haldinn þriðja árið í röð. Meðal þess sem er á dagskrá er pylsupartý, úrslit í Kollgátunni, spurningakeppni milli deilda skólans og bandímót. Morgunblaðið/Kristinn Nemendur skylmast að víkinga sið BÆJARSTJÓRI Vesturbyggðar, Brynjólfur Gíslason, segir að það dragi úr samkeppnisfærni fyrir- tækja í Vestur-Barðastrandarsýslu að ekki séu heilsársvegir á Vest- fjörðum. Í sama streng tekur Ólaf- ur Magnús Birgisson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. „Það hefur dregið úr samkeppn- isfærni fyrirtækja hér í Barða- strandarsýslu að vera þannig sett að geta ekki komið frá sér vörum nema á ákveðnum tíma sólar- hringsins,“ segir Brynjólfur. Hann bendir m.a. á að sjávarútvegsfyr- irtæki á svæðinu þurfi að koma vörum sínum strax á áfangastað. „Ef t.d. þarf að koma ferskum fiski í flug er eingöngu um það að ræða að fara landleiðina. Tíðni ferjusiglinga hentar ekki í slíkum tilvikum,“ segir hann ennfremur. „Af þeim sökum þarf að vera heils- árstenging við þjóðveg númer eitt.“ Brynjólfur bendir jafnframt á að sveitarstjórnarmenn í Vestur- Barðastrandarsýslu, sem hitt hafi nefnd um framtíð ferjusiglinga um Breiðafjörð fyrir skemmstu, hafi á fundinum lagt áherslu á, að ekki væri hægt að bjóða fyrirtækjum í sýslunni upp á annað en vegi sem væru færir allan ársins hring. Að sögn Brynjólfs eru tengivegir inn á aðalveginn í Vestur-Barðastrand- arsýslu sérstaklega slæmir á köfl- um. Umferð stærri bíla um þá vegi er því erfið. Ferjunni Baldri verði lagt Ólafur Magnús Birgisson, sveit- arstjóri í Tálknafjarðarhreppi, seg- ir það gríðarlega mikilvægt fyrir sjávarútvegsfyrirtæki að geta komið afurðum sínum beint í flug í Keflavík. Ferjan Baldur geti alls ekki komið til móts við þessar þarf- ir; með Baldri verði flutningur af- urðanna bundinn við ferðatíma ferjunnar. Hann segir að það hafi verið skýlaus krafa sveitarfé- lagsins að útfæra þá hugmynd að leggja Baldri og færa þar með meiri fjármuni í uppbyggingu vega á Vestfjörðum. „Það er skrýtið til þess að hugsa að við hérna á Vestfjörðum erum í um það bil 400 kílómetra fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu, en það er svipuð fjarlægð og er á milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur, samt eru samgöngur héðan miklu verri en samgöngur á milli Akureyrar og Reykjavíkur,“ segir hann. Heilsársvegir skipta fyrirtækin miklu máli SAMBAND ungra sjálfstæðis- manna, SUS heldur málefnaþing á Hellu dagana 13. til 15. september. Yfirskrift þingsins er: Næstu skref. Þar munu ungir sjálfstæðis- menn setja fram tillögur um það sem þeir telja brýnast að koma í fram- kvæmd á næstu árum. Starfað verð- ur í sex málefnanefndum á þinginu. Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður SUS, setur þingið í kvöld en á sunnu- dag mun Geir H. Haarde, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, ávarpa það. Heiðursgestur á hátíðarkvöld- verði annað kvöld verður Drífa Hjartardóttir þingmaður. Málefnaþing SUS á Hellu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Árna Finnssyni formanni, f.h. Náttúru- verndarsamtaka Íslands. „Í miðopnugrein í Morgunblaðinu 11. september greinir aðstoðarfor- stjóri Landsvirkjunar, Jóhann Már Maríusson, frá sýn fyrirtækisins á friðlýsingu Þjórsárvera. Telur hann að þar gæti misskilnings í umræðu fjölmiðla og segir að „margir geri sér ekki ljóst að heimild fyrir miðl- unarlóni var með tilteknum skilyrð- um hluti af friðlýsingunni“. Það skilyrði í friðlýsingu Þjórs- árvera frá 1981 sem mestu máli skiptir og aðstoðarforstjórinn fer ekki rétt með er eftirfarandi: „Enn- fremur mun Náttúruvernd ríkisins [þá Náttúruverndarráð] fyrir sitt leyti veita Landsvirkjun undanþágu frá friðlýsingu þessari til að gera uppistöðulón með stíflu við Norð- lingaöldu í allt að 581 m y.s., enda sýni rannsóknir að slík lónsmyndun sé framkvæmanleg án þess að nátt- úruverndargildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega að mati Náttúruverndar ríkisins.“ Aðstoðarforstjórinn segir ekki frá því að Náttúruvernd ríkisins telur að með Norðlingaöldumiðlun verði ofangreindu skilyrði í friðlýsingunni ekki fullnægt heldur muni náttúru- verndargildi Þjórsárvera rýrna óhæfilega. Náttúruvernd ríkisins hefur því lagst eindregið gegn þeirri framkvæmd. Er sú afstaða Náttúru- verndar ríkisins í samræmi við nið- urstöðu meirihluta Þjórsárvera- nefndar. Með öðrum orðum, þau skilyrði sem sett voru fyrir því að heimila miðlunarlón í Þjórsárverum hafa ekki verið uppfyllt. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar tekur fram í grein sinni að Þóra Ell- en Þórhallsdóttir, prófessor í grasa- fræði við Háskóla Íslands, hafi stundað rannsóknir á Þjórsárvera- svæðinu til að meta megi hvort fyr- irhugaðar miðlunarframkvæmdir muni rýra náttúruverndargildi Þjórsárvera samkvæmt samkomu- lagi við Landsvirkjun. Segir Jóhann Már Maríusson að Þóra Ellen hafi stundað þær rannsóknir af kost- gæfni yfir tíu ára tímabil en getur ekki um þá meginniðurstöðu Þóru Ellenar að miðlunarlón í Þjórsárver- um muni auka verulega hættu á uppblæstri í verunum. Voru niður- stöður Þóru Ellenar lagðar til grundvallar umfjöllunar Þjórsár- veranefndar og Náttúruverndar rík- isins. Af ofangreindu er ljóst að aðstoð- arforstjóri Landsvirkjunar fer á svig við staðreyndir sem koma Landsvirkjun illa.“ Það sem Landsvirkj- un getur ekki um Athugasemd frá Náttúruverndarsamtökum Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.