Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 51 DAGBÓK Garðatorgi, sími 565 6550 Fixoni Nýkominn barnafatnaður Nærföt - náttföt - bolir - buxur  Ég sendi einlægar hjartans þakkir til þeirra sem minntust mín og glöddu mig með ýmsum hætti á 85 ára afmæli mínu hinn 2. september sl. Guð og gæfa fylgi ykkur. Jón Sigtryggsson, Árskógum 6. Stökktu til Costa del Sol 25. september frá kr. 39.865 Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol þann 25. sept. í viku. Hér getur þú notið hins besta í sumarfríinu á þessum einstaka áfangastað. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Síðustu sætin í haust Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 25. sept. í viku. Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.860. Verð kr. 49.950 M.v. 2 í íbúð/stúdíó. Flug, gisting, skattar, 25. sept. í viku. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.450. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú ert vinur vina þinna en þarft engu að síður að læra eitt og annað um þolinmæði og samvinnu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Veltu vandlega fyrir þér öll- um hliðum mála áður en þú tekur ákvörðun um framhald- ið. Það borgar sig að fara ró- lega frekar en hitt, valkost- irnir fara hvergi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hafðu auga með öllum smáat- riðum, hvort sem þér finnast þau skipta einhverju máli, eða ekki. Einn góðan veður- dag eru það þau sem ráða úr- slitum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er úr vöndu að ráða þeg- ar staðið er frammi fyrir mörgum möguleikum en láttu ekki hugfallast heldur veldu framhaldið í rólegheitum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þér verður lítið úr verki útaf allskyns vangaveltum um hluti sem koma starfi þínu hreint ekkert við. Einbeittu þér að því sem þú átt að gera. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Innst inni veist þú svörin við þeim spurningum sem herja á þig. Vertu ekki hræddur þótt einhverjir erfiðleikar kunni að verða á vegi þínum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er að mörgu að hyggja þegar samningar eru gerðir. Gefðu þér góðan tíma til þess að undirbúa textann svo allir geti gengið sáttir frá borði. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er alltaf upplyfting í því að breyta svolítið til hvort heldur er að prófa nýja mat- aruppskrift eða gera eitthvað sem þú hefur aldrei gert fyrr. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Nú skiptir öllu að fá útrás fyr- ir sköpunargáfu sína og inn- blástur. Þú ert fullur af krafti og hefur jákvæð áhrif á allt og alla í umhverfi þínu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það hefur ekkert upp á sig að vera stöðugt að harma það sem menn hafa ekki. Vertu frekar glaður yfir því sem þú átt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Enginn er alvitur og þú eins og aðrir verður að viðurkenna að stundum hefur þú á röngu að standa. Láttu af allri þrætugirni og lærðu af mis- tökunum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft að læra að sætta þig við vald þeirra sem yfir þig eru settir. Það þýðir þó ekki að þú eigir að láta allt við- gangast. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Láttu ekki persónuleg kynni hafa áhrif á framgöngu þína á vinnustað. Sinntu starfinu af kostgæfni og einkamálunum utan þess. Annars er hætta á rugli. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT TÁRIÐ Þú sæla heimsins svalalind, ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, því Drottinn telur tárin mín – ég trúi, og huggast læt. Kristján Jónsson 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 e6 4. Bxc6 bxc6 5. d3 Re7 6. De2 f6 7. Rh4 g6 8. f4 Bg7 9. O-O O-O 10. Rf3 h6 11. Be3 d6 12. e5 fxe5 13. fxe5 Rf5 14. Rbd2 g5 15. g4 Rxe3 16. Dxe3 Hb8 17. b3 Hb4 18. Rc4 d5 19. a3 Hb8 20. Rd6 Da5 Staðan kom upp á franska meistara- mótinu sem lauk fyrir skömmu í Val d’Isère. Cyril Marc- elin (2470) hafði hvítt gegn Etienne Bacrot (2653). 21. Rxg5! Hxf1+ 22. Hxf1 hxg5 23. Dxg5 Ba6 24. Dg6 Dd2 25. Dxe6+ Kh7 26. Df5+ Kg8 27. Df7+ Kh7 28. Hf5 Hvíta staðan er unnin sök- um þess að svartur nær ekki þráskák. Fram- haldið varð: 28...Dd1+ 29. Kf2 Dd2+ 30. Kg3 De3+ 31. Kh4 De1+ 32. Kh3 De3+ 33. Kh4 De1+ 34. Kh5 De3 35. Dg6+ Kg8 36. De6+ Kh7 37. Dg6+ Kg8 38. h4 c4 39. De6+ Kh7 40. Dg6+ Kg8 og svartur gafst upp um leið enda tímamörkunum náð. 2. skák Hreyfilseinvígisins fer fram í dag í Þjóðarbókhlöð- unni. Hvítur á leik. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Árnað heilla 100ÁRA afmæli. Ídag, föstudaginn 13. september, er 100 ára Rósamunda Pálína Frið- riksdóttir, fædd að Ósi í Bolungarvík. Eiginmaður Rósu var Áki Eggertsson frá Kleifum í Seyðisfirði, hann lést 1981. Rósmunda dvelur nú á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð 1c í Kópa- vogi. Hún tekur á móti gest- um í Kiwanishúsinu við Engjateig 11, laugardaginn 14. sept. frá kl.14 til 16. Í til- efni aldarafmælis ætla Rósa að stofna sjóð sem styrkir tómstundaiðju eða önnur framfaramál í þágu eldri borgara. Biður hún þá sem höfðu hugsað sér að gefa henni blóm eða aðrar gjafir vinsamlegast að láta heldur andvirði þess renna í þenn- an sjóð. Er það hægt með því að leggja inn á reikning 525-14-603522 hjá Íslands- banka. ÍTÖLSK sveit sló út Nick Nickell og fé- laga í 16 liða úrslitum Rosenblum- keppninnar. Ítalskur sigur í brids telst reyndar ekki til stórtíðinda, nema hvað hér var ekki um Lavazza-gengið að ræða, heldur sveit sem að hluta til er skipuð unglingalandsliðsmönnum. Og bandaríska Nickell-sveitin er sú stiga- hæsta í heimi, skipuð Rodwell, Meckstroth, Hamman, Soloway, Freeman og Nickell. Leikurinn var í járnum fram á síðasta spil og í lokin munaði aðeins 6 IMPum, 195-189. Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ K10983 ♥ DG52 ♦ D ♣D86 Vestur Austur ♠ D76 ♠ G542 ♥ K109743 ♥ Á86 ♦ G8 ♦ 6432 ♣KG ♣95 Suður ♠ Á ♥ -- ♦ ÁK10975 ♣Á107432 Sagnir æxluðust undarlega í opna salnum þar Meckstroth var með tvílita sleggjuna í suður, en nefndi hvorugan sexlitinn á nafn! Vestur Norður Austur Suður Di Bello Rodwell D’Avossa Meckstr. 1 hjarta 1 spaði 2 hjörtu Dobl 3 hjörtu Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Doblið á tveimur hjörtum var til út- tektar, en síðara dobl Meckstroths bauð upp á sekt. Hann sá fyrir sér að makker ætti a.m.k. níu spil í hálitunum og taldi því slemmu ekki líklega. Rod- well kom út með tíguldrottningu, sem Meckstroth yfirdrap með kóng, tók spaðaás og síðan tígulás og tíu. Di Bello áttaði sig ekki á þessari miklu skipt- ingu og óttaðist því stungu í spaða. Hann trompaði frá með hjartakóng og spilaði strax hjarta á ásinn. Þar með hlaut hann að gefa tvo slagi á tromp og samningurinn fór þrjá niður, eða 500 í NS. Sem var ágætt fyrir Ítali, því sex lauf vinnast í NS, ekki satt? Förum í lokaða salinn: Vestur Norður Austur Suður Soloway Rinaldi Hamman Pulga 2 hjörtu 2 spaðar 3 hjörtu 4 tíglar Pass 4 spaðar Pass 6 lauf Pass Pass Pass Soloway er kominn af léttasta skeiði og lætur sér ekki detta í hug að opna á einum nema eiga fyrir því. Hann hefur því leikinn á veikum tveimur og síðan renna NS sér í sex lauf. Slemman vinnst ef sagnhafi fer rétt í trompið, en Soloway fann glæsilega leið til að tryggja sér tvo trompslagi strax í byrj- un – hann kom út með hjartakónginn!!! Þetta er hrein snilld. Sagnhafi sló því föstu að vestur ætti ÁK í hjarta og því EKKI laufkóng, því þá hefði hann opn- að á EINU hjarta. Pulga spilaði blind- um inn á tíguldrottningu og lét lauf- drottningu fara yfir til Soloways. Síðar trompaði Pulga tígul og svínaði fyrir laufgosa á þeim rökréttu forsendum að laufkóngur vesturs hlyti að vera blank- ur, enda opnar enginn á veikum tveim- ur með ÁK sjötta í hjarta og KG í laufi! BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 95 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 13. sept- ember, er 95 ára Gunnar Jónasson, forstjóri, áður í Langagerði 9, nú búsettur á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík. Í tilefni afmæl- isins tekur hann, ásamt fjöl- skyldu, á móti ættingjum, vinum og kunningjum í sal á jarðhæð Sóltúns milli kl. 15– 18. 90ÁRA afmæli. Á morg-un, laugardaginn 14. september, verður níræð Jóna Sveinbjarnardóttir, Hlaðhömrum, Dvalarheim- ili aldraðra, Mosfellsbæ. Hún tekur á móti ættingjum og vinum á Hlaðhömrum kl. 15–17 á afmælisdaginn. 50 ÁRA afmæli. Sunnu-daginn 15. septem- ber verður fimmtug Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, Stóra- svæði 8, Grenivík. Eigin- maður hennar er Jóhann Ingólfsson. Fjölskyldan tek- ur á móti gestum í íþrótta- húsinu á Grenivík annað kvöld, laugardagskvöldið 14. september, eftir kl. 19 en formleg dagskrá hefst kl. 20. Gestir eru beðnir um að mæta á dansskónum. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 13. sept- ember, er fimmtug Edda Björgvinsdóttir, leikkona. Edda verður að heiman á af- mælisdaginn, nánar tiltekið í Amalieborg í Kaupmanna- höfn með kvikmyndafélag- inu Umba og drottningunni. Föstudaginn 20. september mun Edda og saumaklúbb- urinn hennar halda boð fyrir vini og ættingja í tilefni af því að saman eiga þær 500 ára afmæli. GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 13. september, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Marianne E. Glad og Daniel J. Glad, Ingólfsstræti 7b, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.