Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 22
ERLENT 22 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti hét löndum sínum því í ávarpi, sem hann flutti við Frelsisstyttuna í fyrrakvöld, að beita hörðu „hvern þann hryðjuverkamann eða harð- stjóra“ sem byggi yfir gereyðingar- vopnum. „Bandaríkin hafa hafið bar- áttu sem mun reyna á styrk okkar og þrautseigju,“ sagði Bush í ræðunni, sem var sjónvarpað um gervöll Bandaríkin. „Við munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en réttlætinu hefur verið fullnægt og þjóð okkar nýtur ör- yggis á ný. Andstæðingar okkar hófu þetta en við munum eiga síðasta orð- ið.“ Nefndi ekki Saddam Hussein á nafn Bush var einbeittur á svip er hann flutti ræðu sína en hún var haldin að kvöldi dags sem einkennst hafði af minningarathöfnum um alla þá sem fórust þegar hryðjuverkamenn gerðu árás á Bandaríkin 11. september árið 2001. Forsetinn nefndi Saddam Huss- ein, forseta Íraks, ekki á nafn í ræð- unni en augljóst var að m.a. var verið að vísa til hans. „Við munum ekki leyfa neinum hryðjuverkamanni eða harðstjóra að ógna heilum menningarsamfélögum með vopnum sem myrt gætu þúsund- ir,“ sagði Bush sem í gær færði síðan rök fyrir því á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna hvers vegna nauð- synlegt væri að vængstýfa Saddam. Ræddi við aðstandendur fórnarlamba Fyrr á miðvikudag hafði Bush hitt ættingja fólks sem lést í árásunum á Bandaríkin. Eyddi forsetinn drjúgum tíma í að ræða við fólk, hugga það og hlýða á sögur þess. Hann sagði í ræðu sinni um kvöldið að hann skuldaði fórnarlömbunum 3.025 að Bandaríkin ynnu sigur í baráttu sinni gegn al- þjóðlegum hryðjuverkamönnum. „Við skuldum þeim, börnum þeirra og okkar eigin börnum, táknrænasta minnisvarðann sem við gætum reist: heim þar sem frelsi og öryggi fer hönd í hönd, gert mögulegt vegna for- ystu Bandaríkjanna og þeirra lífs- hátta sem iðkaðir eru í Bandaríkjun- um,“ sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti. George W. Bush Bandaríkjaforseti flutti ávarp við Frelsisstyttuna „Hættum ekki fyrr en réttlætinu er fullnægt“ Reuters Bush faðmar ættingja fórnarlambs árásarinnar á World Trade Center. ÍTALSKA lögreglan hefur handtekið 15 Pakistana, sem grunaðir eru um að vera félagar í al-Qaeda, hryðjuverkasamtök- um Osama bin Ladens. Talið er, að þeir hafi verið að skipuleggja hryðjuverkaárás í Evrópu. Mennirnir voru handteknir í ágúst um borð í skipi, sem kom inn í ítalska lögsögu. Voru þeir með fölsk vegabréf og auk þess fundust í fórum þeirra grun- samleg skjöl og dulmálslyklar. Voru sumir þeirra á skrá hjá bandarískum leyniþjónustu- stofnunum og strax augljóst, að sjómenn voru þeir ekki. Lög- reglan telur, að mennirnir hafi ætlað um borð í annað skip, sem átti að flytja þá til Spánar eða Frakklands. Sviss loks í SÞ ALLSHERJARÞING Samein- uðu þjóðanna var sett í fyrra- dag og var fyrsta málið sem það afgreiddi að samþykkja form- lega aðild Sviss að samtökun- um. Markar þessi áfangi tíma- mót í utanríkisstefnu landsins, en hann er túlkaður sem þáttur í því að gera rödd Sviss betur heyranlega í alþjóðasamfélag- inu án þess þó að það víki frá rótgróinni hlutleysisstefnu sinni. Kaspar Villiger, starfandi forseti Sviss, sagði, að hlutleys- ið myndi ekki hindra þjóðina í að leggja sitt af mörkum í bar- áttunni gegn alþjóðlegri glæpa- og hryðjuverkastarfsemi. Haider aftur formaður TALIÐ er víst, að Jörg Haider muni taka aftur við formennsku í Frelsisflokknum austurríska á flokksþingi hans síðar í mánuðinum. Haider neydd- ist til að láta af formennsk- unni fyrir tveimur árum eftir alþjóðlega gagnrýni vegna haturs- fullra ummæla hans um gyð- inga. Kominn er upp klofningur í flokknum vegna kröfu Haiders um, að staðið verði loforð um skattalækkun hvað sem líður þeim áföllum, sem ríkið og þjóð- in urðu fyrir í nýlegum flóðum. Vegna þess sögðu þrír ráð- herrar flokksins í ríkisstjórn af sér og búist er við nýjum kosn- ingum á næstunni. Frelsis- flokkurinn fékk 26,9% atkvæða í síðustu kosningum en er nú spáð 17%. Þjóðarflokknum er spáð 31%, fékk 27% 1999, en jafnaðarmönnum og græningj- um er spáð meirihluta, 51%. Aftur í UNESCO GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, að Bandaríkin hygðust ganga aft- ur í UNESCO, Menningar- málastofnun SÞ. 18 ár eru síðan þau sögðu sig úr henni vegna meintrar spillingar, óreiðu og pólitíkur, sem þau sættu sig ekki við. STUTT Hryðju- verk áformuð? Jörg Haider ÞÓ AÐ George W. Bush Banda- ríkjaforseti hafi nú fært rök fyrir því á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna að vængstýfa þurfi ríkisstjórn Saddams Husseins í Írak eru ýmsir sérfræðingar í Bandaríkjunum á þeirri skoðun að sönnunargögn, sem eiga að sýna að Saddam sé ná- lægt því að koma sér upp kjarn- orkuvopnum, séu ekki nægilega af- gerandi til að réttlæta hernaðar- árás á landið. Bandaríkjastjórn hefur sagt að Írak hafi ítrekað reynt að festa kaup á álrörum, sem notuð eru í skilvindur sem framleiði auðgað úr- aníum, en það er notað í kjarnorku- sprengjur. Sérfræðingar benda hins vegar á að slík rör séu notuð til ýmissa annarra hluta en kjarna- sprengjugerðar. Erindrekar Bush forseta hafa einnig bent á að gervihnattamyndir sýni uppbyggingu á þeim stöðum sem eitt sinn voru taldir tengjast til- raunum Íraka til að búa til kjarn- orkuvopn. „Ekkert er unnt að full- yrða um hvað menn eru þarna að aðhafast fyrr en eftirlitsmenn hafa verið sendir á staðinn,“ segir hins vegar Mark Gwozdecky, talsmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunar- innar í Vínarborg. David Albright, fyrrverandi ráð- gjafi vopnaeftirlitsnefndar Samein- uðu þjóðanna, segir, að þau sönn- unargögn sem rædd hafi verið opinberlega séu ósannfærandi. Hæpið sé að fyrirskipa hernaðar- aðgerðir á grundvelli þeirra. Þingmenn vilja frekari upplýsingar Bandaríkjastjórn hefur að vísu sýnt viðleitni til að kynna fulltrúum á Bandaríkjaþingi nánari sönnunar- gögn á lokuðum fundum. Þingmenn hafa hins vegar sumir hverjir viljað að farið yrði mun betur í smáatriði. Þykir málið allt sýna hversu erfitt getur verið að leggja mat á það sem fram fer í Írak þegar næg gögn eru ekki fyrir hendi og þegar reynsla manna er sú að íraskir stjórnarer- indrekar reyni ávallt með öllum ráðum að villa þeim sýn. Albright telur að það myndi vera gagnlegt ef Bush-stjórnin gerði frekari gögn opinber um tilraunir Íraka til að kaupa vörur á hinum opna markaði sem þeir þurfa á að halda vilji þeir búa til kjarnorku- vopn. Með því að opinbera t.d. málmsamsetningu álröranna, sem Írakar falast eftir, þykkt þeirra og þvermál, ættu menn auðveldara með að meta hvort ætlunin sé að nota þau til að búa til kjarnorku- vopn eður ei. „Það er fullkomlega eðlilegt að fara fram á að þessar upplýsingar verði gerðar opinber- ar,“ segir Albright. Skilvindurnar, sem áður voru nefndar, velta úraníum-gastegund- um á miklum hraða en þannig eru efni aðskilin og hægt er að einangra úraníum-235 sem er sú ísótópa-teg- und sem menn nota til sprengju- gerðar. Gary Milhollin, forstjóri rannsóknarstofnunarinnar Wis- consin Project on Nuclear Arms Control, segir, að fréttir af því til hvers eigi að nota álrörin – sem hlíf utan um skilvindur – séu ótrúverð- ugar. „Þú þarft á sérstöku áli að halda í snúð skilvindunnar, ekki í hlífina,“ sagði Milhollin. „Það vekur furðu ef menn halda því fram að nota eigi álrörin í hlíf skilvindna.“ Vantar auðgað úraníum Albright segist hafa vitneskju um að meðal manna, sem starfa í leyni- þjónustunni bandarísku, fari nú fram umræða um það til hvers Írak- ar hafi ætlað að nota álrörin en hann segir að einnig sé hægt að nota þau sem hlíf um þungavopn. Fulltrúi Bandaríkjastjórnar sagði hins vegar, að menn væru sammála um það innan veggja leyniþjónust- unnar, CIA, að nota hafi átt þau í skilvindur. Sérfræðingar segjast reyndar ekki efast um að Írakar hafi áhuga á að þróa og búa til kjarnorkuvopn. Þá vanti hins vegar ennþá kljúfan- leg efni, þ.e. annaðhvort plúton eða auðgað úran. Kæmust þeir yfir þessi efni – en engar sannanir eru fyrir hendi um að það hafi þeir gert ennþá – gætu þeir, að sögn sérfræð- inga, líklega búið til kjarnorkuvopn innan fárra mánaða. Ef Írakar hins vegar þurfa að reisa eigin verk- smiðjur til að framleiða auðgað úr- aníum myndi það taka þá mörg ár að búa til nægilegt magn af efninu til að nota í kjarnorkusprengjur. Grunsemdir um að Írakar séu að koma sér upp kjarnavopnum Sérfræðingarnir eru ekki allir jafn sannfærðir Washington. Newsday. Telja skýringar Bandaríkja- stjórnar ekki nægilega afger- andi til að réttlæta árás á Írak ’ Ekkert er unntað fullyrða um hvað menn eru þarna að aðhafast fyrr en eftirlitsmenn hafa verið sendir á staðinn. ‘            ! "  #    $     %           %  & "  '((')'((*     " + ( : 1 ; * <:8 0 1;= (":10 " 7= ( > 1 : 1? ( 1              !"# @>A  !           "     - ,     - -     . / 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.