Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 18
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir ÞAÐ var stoltur veiðimaður sem kom við hjá fréttaritara sl. sunnudag með maríulaxinn sinn. Hann er nýorðinn ellefu ára gamall hann Friðrik Páll, sem veiddi fyrsta laxinn sinn í Eystri- Rangá í hyl sem kallast Hótelhylur. Hvernig skyldi nú hafa gengið að landa fiskinum. Laxinn var svo stór að Friðrik þurfti að fá aðstoð hjá pabba sínum við að koma honum á land. Laxinn var 14 punda og 91 senti- metra löng hrygna, þannig að það er eðlilegt að Friðrik Páll þyrfti svolitla aðstoð við að koma fiskinum á þurrt. Stór maríulax Hveragerði LANDIÐ 18 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is ÁBYRGÐ ÁREIÐANLEIKI HEILBRIGÐISNEFND Suður- lands hefur gagnrýnt frumvarp um framtíðarskipan opinbers matvæla- eftirlits sem lagt hefur verið fram á Alþingi og fjallar um eftirlit með matvælum og heilbrigði dýra. Í frumvarpinu er lagt til að allt eft- irlit með matvælum verði flutt frá sveitarfélögunum og sameinað í eina „Matvælastofu.“ Heilbrigðisnefndin gagnrýnir að ekki var haft samráð við aðila sem framkvæma matvælaeftirlit á veg- um sveitarfélaga heldur eingöngu aðila á vegum ríkisins og erlenda aðila. Nefndin hefur bent á að betra væri að efla eftirlit sveitarfélag- anna með því að setja undir þau það eftirlit sem framkvæmt er á vegum yfirdýralæknis. Með því myndi skörun í eftirliti minnka til muna. „Verði þetta frumvarp að veru- leika mun það veikja starfsemi sveitarfélaganna á þessu sviði og verða til þess að fram kemur íþyngjandi eftirlit fyrir fyrirtæki og stofnanir og fleiri árekstrarflet- ir verða til milli eftirlitsaðila. Svo dæmi sé tekið þá munu eftirlits- aðilar Matvælastofunnar nýju til dæmis fara inn á bensínstöðvar, leikskóla, til ferðaþjónustuaðila og í verslanir til að líta eftir matvæl- unum en heilbrigiðiseftirlit sveitar- félaganna mun einnig fara á sömu staði og líta eftir umhverfisþáttum og aðstæðum. Nú förum við á þessa staði og lítum eftir öllum þáttum,“ segir Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseft- irlits Suðurlands. Hún bendir einnig á að um 17% eftirlitsskyldra fyrirtækja á Suður- landi séu hrein matvælafyrirtæki en þau losnuðu ekki við eftirlit og eftirlitsgjöld frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlandi því líta þyrfti eftir um- hverfisþáttum eftir sem áður. Kostnaður þessara fyrirtækja kæmi til með að aukast því varla framkvæmdi hin nýja Matvæla- stofa eftirlit sitt frítt. Á aðalfundi Sambands sunn- lenskra sveitarfélaga nýlega var eftirfarandi samþykkt gerð: „Aðal- fundur SASS lýsir undrun sinni á einhliða ákvörðun stjórnvalda um framtíðarskipan opinbers matvæla- eftirlits í landinu en komið er fram- frumvarp til laga um matvæli og heilbrigði dýra. Ef frumvarpið verður að lögum mun það veikja heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga en jafnframt marg- falda eftirlit og auka skörun op- inberra eftirlitsaðila. Þannig mun rekstur heilbrigðiseftirlits verða þyngri og kostnaðarsamari fyrir sveitarfélög og eftirlitsskylda að- ila.“ Sunnlendingar gagnrýna frumvarp um matvælaeftirlit Eftirlitið íþyngjandi og árekstrarfletir fleiri Selfoss Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Elsa Ingjaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftir- lits Suðurlands. PRENTSMIÐJAN Héraðsprent á Egilsstöðum hefur verið starf- rækt í þrjátíu ár. Eigendur og stofnendur fyrirtækisins eru þau Þráinn Skarphéðinsson og Gunn- hildur Ingvarsdóttir. Hjá Héraðs- prenti starfa sjö fastir starfsmenn og veltir fyrirtækið árlega um 50 milljónum króna. Morgunblaðið tók hús á Gunn- hildi og Þráni á afmælisdaginn og innti þau eftir árdögum Héraðs- prents. Það var að loknu sum- arleyfi þeirra hjóna á Héraði árið 1972 að Þráinn fékk hugmyndina. „Ég sagðist vilja flytja til Egils- staða og stofna þar prentsmiðju, því mér fannst svo fallegt hérna og öðruvísi en ég átti að venjast. Auk þess sýndist mér vera hér grundvöllur fyrir litla prent- smiðju, því í bænum voru nokkuð mörg blómleg fyrirtæki.“ Þráinn var þá að vinna í reyk- vískri prentsmiðju, en hafði lokið námi sem prentari árið 1960 og fengið meistararéttindi árið 1972. „Ég ætlaði að vísu í lækn- isnám“ segir Gunnhildur, sem er ættuð af Héraði, „en úr varð að fara aftur á heimaslóðir að af- loknu stúdentsprófi. Svo komu börnin og fjölskyldan, þannig að það dróst á langinn að ég kláraði nám.“ Hún útskrifaðist árið 1996 sem prentsmiður, með hæsta próf sem tekið hafði verið í greininni. Þráinn segir þau hafa komið með handsett letur austur, en þá var allt sett í blý. „Við opnuðum prentsmiðjuna í 28 fermetra bílskúr. Ég byrjaði reyndar í byggingarvinnu hjá Kaupfélagi Héraðsbúa og Gunn- hildur hjá Búnaðarbankanum meðan við vorum að koma okkur í gang. Þegar verið var að grafa fyrir verslunarhúsi kaupfélagsins kom Þorsteinn Sveinsson kaup- félagsstjóri út á gryfjubarminn og spurði hvort ég væri klár með prentvélina því þá vantaði frum- bækur í hasti. Ég fór því í snatri upp úr holunni til að prenta frumbækur og hef prentað fyrir KHB allar götur síðan. Þessi fyrstu ár var ekki einu sinni sími í litlu prentsmiðjunni okkar. Menn komu einfaldlega við eða sendu verkbeiðnir í pósti. Það var ekki sami asinn þá og einkennir nútímann, þegar allt þarf að vera tilbúið á stundinni.“ Til Kaupmannahafnar í tækjakaup á síðustu krónunni Sem dæmi um föst verkefni Héraðsprents í gegnum árin má nefna vikublaðið Austra, meðan það var og hét, tímaritið Snæfell og stjórnmálablöðin Þingmúla og Gálgás. Meðal bóka sem prent- aðar hafa verið í fyrirtækinu má nefna Sveitir og jarðir í Múla- þingi, öðru nafni Búkollu. Hún er svo þung að sagt er að bændur megi ekki sofna með hana í rúm- inu því þá vakni þeir ei meir. Vikublaðið Austurglugginn er nú prentað hjá Héraðsprenti. Þráinn og Gunnhildur hafa gef- ið út Dagskrána, sjónvarps- dagskrár- og auglýsingarit, sl. 8 ár og er því dreift í 5.700 eintök- um um allan fjórðung. Þá byrjuðu þau með ferðablaðið Kompás í vor og hyggjast gefa það út ár- lega. Þar er að finna ýmsar nyt- samar upplýsingar fyrir ferða- menn á Austurlandi. Dagatal með þemaljósmyndum eftir Þráin hef- ur verið gefið út sl. tvö ár, en hann er þekktur fyrir að vera natinn ljósmyndari. Hjónin segja mestu uppsveiflu fyrirtækisins hafa verið þegar þau fluttu úr bílskúrnum í núver- andi húsnæði fyrir tuttugu árum og fóru yfir í offsetprentun og tölvuvinnslu. „Við flugum út til Kaupmannahafnar á síðustu krónunum okkar,“ segir Þráinn, „festum okkur þar stóra offset- prentvél, stóran pappírsskurð- arhníf, brotvél og ýmislegt fleira dót. Þetta var nú keypt á lánum, því við vorum bjartsýn og ekki endilega að ósekju. Næsta bylt- ingin var að fara yfir í Macintosh- tölvur og framtíðardraumurinn er að fjárfesta í nýrri fjögurra lita prentvél, en þá þarf nú fyrst að byggja við húsið.“ Fjölskyldan er öll á kafi í prentsmiðjunni, því auk hjónanna hafa börn þeirra þrjú unnið við prentverkið og önnur dóttir þeirra lýkur brátt fjögurra ára háskólanámi í Kanada í sam- skiptahönnun/grafískri hönnun. Þá hlaupa barnabörnin nú skríkj- andi milli prentvéla og papp- írsstarfa líkt og foreldrar þeirra fyrrum. Gunnhildur og Þráinn gefa sér þó tíma til að líta upp úr dagsins önn og ferðast þá gjarnan til framandi staða. Sem dæmi um áfangastaði þeirra utan alfara- leiðar má nefna Galapagoseyjar, Síberíu, Mongólíu, Namibíu og Kína. Um jólaleytið er ferðinni heitið til Suður-Afríku; í Krüger- þjóðgarðinn og til Botswana. Þá eru þau hjón mikilvirk í þjóð- dansafélaginu Fiðrildunum, sem hefur starfað á Fljótsdalshéraði síðan árið 1975. Meðlimir félags- ins hyggjast á vori komanda leggja í dansferð til Skotlands, Orkneyja og Hjaltlands. Þráinn er að lokum spurður um hvernig framtíðin blasi við hon- um. „Ég er bjartsýnn á framtíð- ina, pappírinn hverfur aldrei. Það er bara mikilvægt að fylgjast vel með og taka alltaf inn nýjustu tækni.“ Sjö manns starfa hjá Héraðsprenti sem á 30 ára afmæli um þessar mundir Spratt upp úr hol- unni til að prenta frumbækur Morgunblaðið/Steinunn Þráinn Skarphéðinsson og Gunnhildur Ingvarsdóttir hafa átt og rekið prentsmiðjuna Héraðsprent á Egilsstöðum í þrjátíu ár. Egilsstaðir BYGGINGARFRAMKVÆMDIR standa nú yfir við loðnuverksmiðju Hraðfrystistöðvar Þórshafnar en þar er að rísa nýtt vigtarhús í stað þess gamla sem byggt var árið 1986. Húsið er steinsteypt, um það bil þriðjungi stærra en það gamla og í því er einnig lýsisþró, en lýsistankar standa við hlið hússins. Bæði trésmiðir og fastir starfsmenn loðnubræðslunnar vinna af kappi við bygginguna og stefnt er að því að allt verði klárt til löndunar í janúar en takist það ekki er hægt að taka á móti loðnu gegnum löndunar- kerfi frystihússins. Morgunblaðið/Líney Nýja vigtarhúsið verður þrefalt stærra en það gamla. Nýtt vigt- arhús við loðnuverk- smiðjuna Þórshöfn JÓHANNA V. Arnbjörnsdóttir hef- ur opnað ljósmyndasýningu í Ný- heimum. Þar sýnir hún tólf stórar andlitsmyndir af Hornfirðingum sem lagt hafa grunninn að samfélagi dagsins í dag. Myndirnar eru svart- hvítar, metri á hæð og afar einfaldar og stílhreinar. Þær voru allar teknar á tveimur dögum í endaðan júlímán- uði en um svipað leyti og ljósmynda- stofa Jóhönnu, Ljósey varð 10 ára. Jóhanna lauk prófi í ljósmyndun frá The Art Institute og Fort Lauder- dale árið 1991 og hefur síðan starfað við ljósmyndun í heimahögunum í Hornafirði. Ljósmyndasýning í Nýheimum á Höfn Morgunblaðið/Sigurður Mar Andlitsmyndir Jóhönnu eru afar einfaldar og stílhreinar og fara einkar vel í hinum björtu húsa- kynnum Nýheima. Þau lögðu grunninn Hornafjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.