Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 31 hafa áhrif á stefnu ríkisvaldsins í ólíkum málaflokkum. Hún byggðist á könnunum sem gerðar voru meðal þingmanna og embættismanna rík- isins. Þessir aðilar voru fyrst látnir tilnefna þau félagasamtök sem þeim þóttu áhrifaríkust. Tólf áhrifarík- ustu félögin voru síðan skoðuð ofan í kjölinn, en eitt þeirra var umhverf- isverndarsamtökin Sierra Club. Sumt í niðurstöðum rannsóknar- innar er sérstakt fyrir bandarískar aðstæður. Annað hefur almennari skírskotanir. Ykkur kann að þykja forvitnilegt að heyra að eftirfarandi atriði eru talin einkenna árangurs- ríka túlkun málstaðar að mati þeirra sem með lögum og reglum móta stefnu stjórnvalda:  Forðast æsingamálflutning, orðagjálfur og hlutdrægt orðfar.  Skilgreina vandamálið eða að- stæðurnar á þann hátt að þær líti út fyrir að vera viðráðanlegar.  Miðla til þingmanna upplýsing- um sem snerta þeirra héruð eða kjördæmi.  Kanna viðhorf félagsmanna og koma viðhorfum þeirra á fram- færi við þá sem móta stefnu stjórnvalda; kjördæmaþingmenn séu sérstaklega upplýstir um við- horf heimafólks þeirra.  Hafa hliðsjón af skoðunum al- mennings eins og þær koma fram í skoðanakönnunum og rýnihóp- um, þegar boðskapur félagsins er mótaður.  Nýta vel atriði úr opinberum gögnum til að styðja málstaðinn.  Setja staðreyndir og röksemdir fram á stuttan og hnitmiðaðan hátt.  Beita hagrænum röksemdum eins og hagkvæmni, atvinnusköp- un og tekjuaukningu.  Hvetja stjórnvöld til að tryggja réttláta málsmeðferð og að allir sitji við sama borð í umræðunni.  Vísa til lýðræðislegra, stjórnar- skrárbundinna og sögulegra und- irstöðuatriða, sem og þinglegra fordæma. Sum þessara atriða hljóma vænt- anlega kunnuglega í eyrum ykkar. Kannski leyfist okkur að draga þá ályktun af þessari könnun á viðhorf- um fólks sem verður fyrir áhrifum af störfum náttúruverndarsamtaka, þrátt fyrir að könnunin sé ættuð úr ólíku samfélagi með ólíkar hefðir, að yfirvegaður og faglegur mál- flutningur, byggður á traustum rökum og framfylgt með vönduðum lýðræðislegum aðferðum, sé árang- ursríkastur þegar til lengri tíma er litið. Ég hef hér stiklað á stóru, fjallað um hvað einkennir þriðja geirann, hvaða hlutverki hann gegnir í sam- félaginu og efnahagslífinu, hverjar aðstæður hans eru hér á landi, og að lokum hvernig þessi félög velja sér verkefni og túlka málstað sinn. Má af þessum vangaveltum draga ein- hverjar ályktanir um stöðu þriðja geirans hér á landi og stefnu ein- stakra félagasamtaka? Hvað getur hið opinbera gert í málefnum þriðja geirans? Það getur tvímælalaust búið honum betri skil- yrði til starfa. Ég nefni endurskoð- un á lagalegri stöðu, breytingu á skattamálum og aðstoð við eflingu sjálfboðaliðastarfs. Frjáls félaga- samtök eiga að vera eðlilegur sam- starfsaðili opinberra aðila við lausn á samfélagslegum verkefnum. Slíkt samstarf á í mörgum tilfellum að geta verið vænlegur valkostur við einkavæðingu. Hvað geta félögin sjálf gert? Þau geta aukið samstarf, komið sér upp sameiginlegum vettvangi sem held- ur hagsmunamálum þeirra til haga, miðlar þekkingu á árangursríkum aðferðum við rekstur og framþróun. Hvert um sig geta félögin eflt starf- semi sína, t.d. með því að tileinka sér nýjar stjórnunaraðferðir, með því að leita að nýjum leiðum til að tengjast aðstandendum sínum og setja sér heilbrigðar innri reglur, s.s. um hagsmunaárekstra, þróa tækni sína við að hafa áhrif á al- mannastefnu og þjóðfélagsumræðu. Ef vel er að verki staðið á þriðji geirinn á Íslandi að geta tekið að sér mun stærra hlutverk en hann hefur hingað til gegnt. Verkefnin bíða og reynslan sem fengist hefur af starf- semi sams konar félaga í öðrum löndum getur með ýmsum hætti lýst leiðina í átt til öflugri starfa að góðum málstað. ur tvær nýlegar erlendar rannsókn- ir. Sú fyrri fjallar um áherslur sem kanadísk náttúruverndarsamtök hafa lagt. Hin síðari skoðar hvaða aðferðir hafa reynst bandarískum félögum best í að vinna baráttumál- um sínum brautargengi. Kanadíska rannsóknin, eftir Femida Handy, birtist nýlega (2001) í International Journal of Social Economics. Hún greinir stefnu og starfshætti 50 náttúru- verndarsamtaka í Kanada. Höfund- urinn athugar hvaða leiðir hafi dug- að best og verið vinsælastar hjá þessum samtökum. Hún spyr hvaða aðferðir hafi reynst frjálsum sam- tökum árangursríkastar við að bæta umhverfið, sigrast á þeim fjár- hagslegu og lagalegu hjöllum sem verða á vegi þeirra? Hún gengur út frá því að þessi samtök eigi val: Þau geti beitt þrýstingi, reynt að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda, fyr- irtækja eða almennings varðandi umhverfismál; þau geti sjálf gerst eftirlitsaðilar um framkvæmd laga og reglna; þau geti lögsótt umhverf- issóða; og þau geti stundað eigin rannsóknir á umhverfisvandamál- um og lausnum á þeim, svo eitthvað sé nefnt – sum hafa jafnvel beitt sér fyrir kaupum á stórum landsvæðum til að halda þeim áfram í ósnortnu ástandi, og enn önnur hafa með grasrótarstarfi einbeitt sér að hreinsun ákveðinna landsvæða, áa eða vatna. (Skógar hreinsa vatn!) Langflest kanadísku samtakanna töldu áhrifaríkast að beina spjótum sínum að stjórnvöldum. Þau gerðu það með tvennum hætti, annars vegar með beinum þrýstingi á þá sem taka ákvarðanir um breytingar á lögum og reglum og hins vegar óbeinum aðgerðum, fræðslu fyrir almenning og siðferðilegum fortöl- um meðvituð um það að sterkari umhverfisvitund almennings auki eftirspurn eftir umhverfisstefnu- málum í lýðræðislegum kosningum. Athyglisvert er að félögin tóku í þrýstiaðgerðum sínum beinar regl- ur og tilskipanir framyfir svonefnda græna skatta, töldu slíka skatta lækka of mikið brotaþröskuldinn og veita of víðtæk leyfi til mengunar gegn gjaldi. En hvernig láta málafylgjusam- tök eins og náttúruverndarsamtök- in til sín taka með áhrifaríkum hætti í mótun almannastefnu? Bandaríska rannsóknin, eftir Susan Rees, beindist að aðferðum þarlendra félagasamtaka við að samtakanna í slíku samstarfi, ekki síst áhuga og atfylgi sjálfboðaliða. En kannski sækist það enn frekar eftir aðgangi að þeim trúverðug- leika og tiltrú sem félögasamtökin njóta meðal almennings, oftar en ekki í mun meira mæli heldur en einkaðilar. Í þessum trúverðugleika eru einmitt fólgin fjöregg samtak- anna. Þau eru stofnuð í kringum ákveðinn málstað, hugsjón og hlut- verk, sem þjónar félagsmönnum eða almenningi. Harðasti kjarninn í þriðja geiranum er svonefnd al- mannaheilla (public benefit) sam- tök, sem þýðir að þeir sem njóta ávaxtanna af starfinu eru aðrir en þeir sem fjármagna það og fram- kvæma. Að hluta til byggist trú- verðugleikinn á eðli og skipulagi fé- laganna: almenningur getur treyst því að hagnaður er ekki greiddur út til eigenda heldur lagður í starfsem- ina til fjármögnunar á frekari verk- efnum. Að öðru leyti er trúverðug- leikinn áskapaður, ræðst t.a.m. af stefnu, starfsháttum og framgöngu forystufólks. Til að efla tiltrú félag- anna er talið mikilvægt að þau temji sér gagnsæi í rekstri og að þau rækti lifandi tengsl við helstu hags- munahópa sem að starfinu standa. En á það sama við um öll frjáls fé- lagasamtök? Geta þau öll tileinkað sér sömu uppbyggingu og aðferðir? Almennt eru öflugustu (framúr- skarandi) félagasamtökin í fræðirit- um talin einkennast af sameigin- legri framtíðarsýn helstu aðstandenda þeirra, skörpum skiln- ingi á hlutverki samtakanna, eðli- legum tengslum starfsemi og verk- efna við hlutverk viðkomandi félags, skýrri fjárhags- og stjórnun- arlegri ábyrgð innan félagsins, heil- indum inn á við og út á við, skráðum eða óskráðum siðareglum, t.d. um hagsmunaárekstra, lifandi sköpun- armætti og sköpunargleði og þeirri áherslu sem lögð er á að fagna góð- um árangri af starfsemi félagsins. Hvað með félagasamtök á borð við Skógræktarfélagið? Skógrækt- arfélög hafa víða verið frumkvöðlar í náttúruvernd, hér á landi sem ann- ars staðar – bandarísku skógrækt- arsamtökin American Forests eru t.d. jafnan talin elstu náttúruvernd- arsamtökin þar í landi, stofnuð árið 1875. Skyldu náttúrverndarsamtök skera sig að einhverju leyti úr í hópi frjálsra félagasamtaka? Skyldu þeim henta sérstakar starfsaðferðir og starfsáherslur? Mig langar í þessu sambandi að rekja fyrir ykk- ð sér. og þriðja ega áber- nemma á stundum élagasam- . Átökin nu, þegar ja félögin græktar- ögu sam- ins, land- rfélög og álsu nor- tíðum að í örugga þau nutu ldur en á Þetta er á sviðum mála. Það rðið hlut- að bregð- a á vanda- gera þau em e.t.v. nbera. Að élagasam- nir unnið rætt um almanna- blic serv- geira eru gildir um ans. Eins opinbera í kefnum í inkavætt. um lág- afkasta- verulegar þessa til- nkaaðilar yllt sumar þeir eiga amfélags- tast til að fyrir róða rkmiðum vegar að na. Þetta ræðingar tract fail- æmi þess, verkefni asamtök- , s.s. um ðslu fatl- uverndar nafélagið un hella, auðvitað u félaga- Morgunblaðið/Golli ða frjálsra fé- tímasamfélagi ELLEFU kennarar og leiðbeinend- ur sem starfa við Áslandsskóla í Hafnarfirði sögðu upp störfum sín- um í gær eftir fund með skólastjóra og framkvæmdastjóra Íslensku menntasamtakanna (ÍMS) sem starfrækja skólann. Skólastjórnend- ur ákváðu síðan á fundi sínum í gær- kvöldi að ganga að öllum kröfum kennaranna sem meðal annars mun fela í sér að skólastjórinn, Skarphéð- inn Gunnarsson, mun alfarið sjá um þá þætti í stjórnun skólans er lúta að samskiptum við kennarana. Í gærdag var haldinn fundur með stjórnendum skólans og kennurum þar sem þeir fyrrnefndu lögðu fram svör sín við þeim kröfum sem kenn- arar settu fram í tólf liðum í bréfi til skólastjóra á þriðjudag. Vörðuðu kröfurnar meðal annars stjórnun skólans en kennararnir sögðu óskýra verkaskiptingu milli skóla- stjóra og framkvæmdastjóra ÍSM og óskuðu eftir því að skólastjóri myndi starfa sem þeirra yfirmaður. Þá töldu kennararnir vinnuálag við skólann of mikið. Óskuðu þeir eftir því að svör bær- ust eigi síðar en í gær og lögðu fræðsluyfirvöld í bænum áherslu á að sá frestur yrði haldinn. Ekki unað við að skólastarf sé í uppnámi Að sögn Magnúsar Baldurssonar, fræðslustjóra í Hafnarfirði, þóttu kennurum svörin hins vegar ekki fullnægjandi og um eftirmiðdaginn barst honum svo afrit af ellefu upp- sögnum kennara og leiðbeinenda en alls er 21 kennari og leiðbeinandi starfandi við skólann. „Mér er sagt að það sé von á fleiri uppsögnum á morgun [í dag] en það á þá eftir að koma,“ segir hann. Uppsagnarfrest- urinn er einn mánuður hjá þeim kennurum sem hófu störf í haust en að sögn Magnúsar gildir það um meirihluta þeirra kennara sem sögðu upp. Aðrir hafa þriggja mán- aða uppsagnarfrest. Spurður um framhaldið sagði Magnús í gærdag, áður en stjórn- endur Áslandsskóla tóku ákvörðun sína, að væri búið að boða stjórn Ís- lensku menntasamtakanna á fund með fræðsluyfirvöldum í dag. „Þar verður farið yfir málið því að skóla- starfið er náttúrulega í uppnámi og við það verður ekki unað.“ Lýsir einlægum vilja til róttækra breytinga Skarphéðinn Gunnarsson, skóla- stjóri Áslandsskóla, staðfesti í gær í eftirmiðdag að honum hefðu borist ellefu uppsagnir kennara. „Þessar uppsagnir eru auðvitað settar fram til að lýsa yfir einlægum vilja til að það séu gerðar róttækar breytingar á stjórninni í skólanum. Ég lít ekki þannig á að kennarar ætli sér að hlaupast burt frá skyldum sínum því ég held að við berum öll hag nem- enda fyrir brjósti.“ Hann sagði kennara hafa marga hverja kvartað óformlega yfir ástandinu en ekki hefði verið farið eftir þeim óskum sem þar hefðu komið fram. „Þá er þetta spurning um hvernig maður á að útfæra óánægju sína og ég tel reyndar ekki bestu leiðina þá sem þeir fóru. Ég skil samt mjög vel kvartanir þeirra en finnst að við hefðum getað leyst þetta á sambærilegum fundi innan- húss án þess að þetta færi svona op- inberlega.“ Hann benti á að uppsagnirnar tækju gildi hinn 1. október og von- aðist til að hægt væri að leysa málið fyrir þann tíma. „Ég sjálfur legg mitt starf undir að það sé hægt að leysa þetta þannig að kennarar séu sáttir. Einhvers staðar liggur lausn. Hversu stórtæk sem þessi lausn þarf að vera til þess að kennarar geti ver- ið sáttir þá held ég að allir séu til- búnir að taka henni vegna þess að það sem vakir númer eitt, tvö og þrjú fyrir okkur er að skólinn geti starfað.“ Að sögn Svövu Bjargar Mörk, kennara við skólann, munu kennarar gefa út sameiginlega yfirlýsingu í dag vegna málsins. Aðspurð sagði hún samkomulag hafa orðið um það meðal kennaranna að tjá sig ekki við fjölmiðla fyrir þann tíma. Vonar að hægt verði að halda í stefnu skólans Í gærkvöldi funduðu skólastjórn- endur Áslandsskóla um málið og að sögn Sunitu Gandhi framkvæmda- stjóra var þar ákveðið að ganga að öllum kröfum kennaranna sem sett- ar voru fram í bréfi þeirra. Segir í bréfi, sem sent var til kennara seint í gærkvöldi, að „með hag nemenda fyrir brjósti teljum við farsælast að ganga að þeim kröfum sem komu fram í bréfi kennara frá 10. þessa mánaðar. Við vonum að með þessu takist okkur að ná sátt og kennarar dragi uppsagnir sínar til baka þann- ig að skólastarf geti gengið eðlilega fyrir sig hér eftir.“ „Við viljum ekki að skólinn þurfi að líða fyrir ástandið heldur að hann geti haldið áfram án þess að það skaði börnin,“ segir Sunita. „Ástæða uppsagnanna var sögð sú að við hefðum ekki mætt kröfum kennara nægilega mikið og því gerum við ráð fyrir því að hin ábyrgu viðbrögð þeirra verði að taka aftur uppsagnir sínar.“ Aðspurð hvað þetta muni þýða fyrir skólastarfið segir hún að það sé ekki vitað. „Við verðum að skoða það í sameiningu. Ég vona að við getum fundið leið til að halda áfram þeirri einstöku stefnu sem hefur verið höfð að leiðarljósi í skólastarfinu. Ég von- ast til að það verði hægt þó að kröf- um kennaranna verði mætt. Ég er mjög vongóð og viss um að þetta muni ganga upp enda höfum við öll sterkan vilja til að leysa úr þessu.“ Hvað varðar stjórnunarþáttinn segir Sunita: „Skarphéðinn mun stjórna skólanum og sjá um bein samskipti við kennarana. Aðrir stjórnendur munu ekki koma að þeim þætti stjórnunarinnar eins og kröfur kennaranna segja til um.“ Í samtali við Morgunblaðið seint í gærkvöld sagði Skarphéðinn að hann teldi að stjórn skólans hefði farið eins langt og hægt var til að koma til móts við allar þær kröfur kennara sem settar voru fram í bréfi þeirra. Vonaðist hann til að það myndi nægja til að leysa málið. Ellefu kennarar við Áslandsskóla sögðu upp eftir fund með skólastjórnendum Morgunblaðið/Þorkell Skólastjórnendur vonast til að kennarar dragi uppsagnir til baka. Ákveðið að ganga að öllum kröfum kennaranna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.