Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 41 ✝ HólmfríðurBjörg Ólafsdótt- ir fæddist á Siglu- firði 10. apríl 1954. Hún lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 4. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Sigurðs- son, f. 17.11. 1909, d. 19.3. 2002, og Anna Karlsdóttir, f. 11.6. 1916, d. 28.2. 1980. Systkini Bjargar eru Brynjar, f. 3.6. 1938, d. 26.8. 1981, Guð- björg, f. 17.6. 1941, Katrín, f. 4.1. 1947, og Gunnar, f. 20.6. 1943, d. í janúar 1980. Björg giftist 15. júlí 1983 Helga Sveinbjörns- syni, f. 30. jan. 1949. Börn: a) Gunnur Ösp Jóns- dóttir, f. 3. okt. 1980, sambýlismað- ur Matthías Líndal Jónsson, f. 31. jan. 1980, dóttir þeirra er Diljá Björg, f. 2. apríl 2002; b) Egill Óli Helgason, f. 3. apríl 1996; c) Rann- veig Góa Helgadótt- ir, f. 22. júní 1998; og d) Ívar Örn Helgason, 15.12. 1977, stjúpsonur Bjargar. Útför Bjargar verður gerð frá Skálholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Það setur geig að manni eins og mér sem myrkur kvölds á næstu grösum sér og veit að hann fór illa með sinn arf og orðið seint að hefja nokkurt starf. Þá eftirsjá og vol oss verður tamt. En veistu hvað mig er að dreyma samt? – Að gróðursetja græðling, haust þó sé, er gæti rætur fest og orðið tré sem hörku frosts og hríða standi gegn og höfugt angi þegar drýpur regn. Og kátur þröstur gæti athvarf átt í ungri krónu þess og sungið dátt. Og gisti ég þá garðsins hljóðu byggð ei geri hót, sé framtíð sprotans tryggð. Ég vildi að hann væri íslensk björk úr vaðlaskógi eða þelamörk. Og fæddi af sér grein af grein í mó. Já grænan, þéttan, háan birkiskóg. (Kristján frá Djúpalæk.) Úlfar Sveinbjörnsson og fjölskylda. Elsku mágkona mín og vinur Björg er látin. Hún gekk inn í ljós- ið en verður aldrei langt undan, hún mun vaka yfir öllum ástvinum sínum. Það væri henni ekki að skapi, að ég færi að rita einhverja lofgjörð um hana, er nokkuð viss um að vera sannspá. Kveð Björgu mína með þakklæti og djúpum söknuði. Elskulegur bróðir minn, Helgi, megi góður guð styrkja þig, börnin ykkar og ástvini í sorg ykk- ar á þessum erfiðu tímum. Kristín. Elsku Björg, við kveðjum þig með þessu ljóði. Þú kvaddir þegar blómin fóru að falla og fölva haustsins sló á sumarskraut þú hafðir gengið götu þína alla og gæfu notið hér á lífsins braut. Það syrti að og söknuðurinn svíður, hann svíður þó að dulin séu tár en ævin okkar eins og lækur líður til lífsins bak við jarðnesk æviár. Og tregablandin hinsta kveðjan hljómar svo hrygg við erum því við söknum þín í hugum okkar stjarna lífs þíns ljómar sem ljós á vegi í brjóstum okkar skín. Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd í nýjum heimi æ þér vörður vísi sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér við sálu þína biðjum Guð að geyma þín göfga minning okkur heilög er. (G.E.V.) Hafðu þökk fyrir allt. Guð geymi þig og veiti Helga og fjölskyldunni allri styrk á rauna- stundu. Daisy, Narfi, Ragnheiður og Halldór. Mér var sagt fyrir stuttu að Björg konan hans Helga frænda væri mikið veik, svo í síðustu viku var hún dáin. Ég á erfitt með að skilja þetta enda bara 12 ára. Ég var að hjálpa til í dýragarðinum í sumar með Björgu eins og ég hef gert undanfarin ár, þar sem hún gantaðist við mig og brosti eins og hún hefur gert síðan ég man eftir mér. Mér þótti vænt um hana og er strax farinn að sakna henna. Takk fyrir allt elsku Björg. Góði guð viltu hjálpa Helga frænda og börnunum. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Alfreð Elíasson. Okkur gömlu vinkonurnar úr Hvammsgerðinu langar til að minnast Bjargar æskuvinkonu okkar með nokkrum orðum. Solla, Ásrún, Rut, Elsa og Kolla höfðu átt heima í götunni frá frum- bernsku en Fanney og Björg slóg- ust í hópinn árið 1965. Þessi hópur náði vel saman og eigum við marg- ar skemmtilegar minningar frá unglingsárunum eins og útilegur í Húsafell og Laugarvatn um versl- unarmannahelgi. En snemma var höggvið skarð í vinahópinn, því Elsa og Kolla fór- ust í flugslysi í júní 1974, Elsa að- eins tæplega 17 ára og Kolla 19 ára. Við misstum allar mikið þá og sérstaklega Björg því þær þrjár voru mjög nánar á þeim tíma. Og nú enn á ný fækkar í hópnum. Eins og gengur um æskuvináttu verður mismikill samgangur þegar árin líða. Við héldum hver í sína áttina, stofnuðum heimili, fluttum milli landshluta og samverustund- irnar urðu færri. En nú hin síðari ár fórum við að hittast aftur og stefndum við að samfundum ekki sjaldnar en einu sinni á ári. Upp í hugann kemur ferðin sem við fór- um fyrir nokkrum árum til Bjargar í sumarbústaðinn við Iðu. Þá var skrafað langt fram á nótt og rifj- aðar upp gamlar minningar og mikið hlegið. Eitt sinn hóaði hún tveimur okkar með sér ásamt fjöl- skyldum í berjaferð vestur í Ísa- fjarðardjúp og var það skemmtileg upplifun. Þau hjónin Björg og Helgi þekktu allar aðstæður mjög vel og var Björg hrókur alls fagn- aðar, því þrátt fyrir að hún tranaði sér ekki fram í fjölmenni var hún alltaf með kímnigáfuna í lagi og al- veg fram á síðustu stundu gat hún gert grín að sjálfri sér. Tíminn er fljótur að líða og ekki er mjög langt síðan við hittumst síðast, en þó komið 1½ ár og enga okkar grunaði að það yrði í síðasta sinn sem við hittumst allar saman. Björg lét sig ekki vanta þótt hún væri komin með lítil börn og um nokkuð langan veg að fara, en síð- astliðin tuttugu ár hefur Björg bú- ið í Laugarási í Biskupstungum þar sem hún stundaði garðyrkju ásamt honum Helga sínum. Seinna byggðu þau hjónin upp dýragarð- inn í Slakka sem hefur notið mik- illa vinsælda hjá yngri kynslóðinni. Að lokum viljum við þakka Björgu samfylgdina og votta fjöl- skyldu hennar okkar dýpstu sam- úð. Ásrún, Fanney, Rut og Sólveig. Það var um vorið 1991 sem við hjónin fengum land fyrir sumarbú- stað í Laugarási í Biskupstungum. Þarna þekktum við ekkert til, en sáum að þetta var algjör paradís. Við vorum ekki búin að líta oft á landið okkar þegar elskuleg hjón, sem voru með gróðrarstöðina Slakka, tóku okkur eins og nánum ættingjum. Þarna voru komin hjónin Björg og Helgi, við vorum nú hálffeimin við öll þessi elskuleg- heit og lá við að okkur þætti nóg um. Það var ekki bara að í okkur væri borið alls konar grænmeti, sulta og saft, heldur var líka hringt í okkur og boðið í kaffi, heit rún- stykki og alls konar góðgæti. Þau voru svo samhent í öllu, bæði dug- leg og listræn. Björg var einstak- lega listræn og gat búið til hvað sem var, og hugmyndaflugið var ótrúlegt, og hann Helgi var auðvit- að alltaf sammála Björgu og til í allt. Það þarf ekki annað en að sjá dýragarðinn og allt það umhverfi. Björg var potturinn og pannan í því öllu, en Helgi sá ekki eftir því, þótt svefninn væri ekki mikill þeg- ar verið var að opna garðinn, og þá var nú Björg í essinu sínu. Björg var alveg bráðskemmtileg og gat fengið mann til að veltast um af hlátri, og helst fannst henni gaman að gera grín að sjálfri sér. Það fór ekki hjá því að blóma- og trjárækt væri bráðsmitandi og þeim hjónum þótti alveg nauðsynlegt að við byggðum gróðurhús og þá var nú farið að bera í okkur allskyns af- leggjara og kenna okkur að sá fyr- ir öllu mögulegu. Á þessum árum áttu þau tvö uppkomin börn, Gunni sem bjó heima og Ívar sem bjó í Reykjavík. Svo var það fyrir sex árum að þau eignast lítinn dreng og enginn varð eins hissa og for- eldrarnir, einu og hálfu ári seinna kom svo litla Rannveig Góa, hjónin ljómuðu af ánægju og þar með vor- um við hjónin orðin afi og amma tveggja yndislegra kríla sem þó voru ekkert skyld okkur. Með komu barnanna breyttust náttúr- lega hagir þeirra hjóna mikið en það var þess virði. Það var svo fyr- ir rúmu ári að allt breyttist, Björg greindist með illkynja sjúkdóm sem hún ætlaði að yfirvinna og það gerði hún, en bara tímabundið, því þegar allt virtist vera að verða gott skall annað áfall yfir og það enn verra en fyrr. Þetta er óskaplegt áfall fyrir Helga og alla fjölskyld- una. Við hjónin og okkar börn er- um harmi slegin og skiljum þetta ekki, en því miður er enginn spurð- ur álits áður en sorgin kveður dyra. Við hjónin vottum Helga, Gunni, Ívari, Agli Óla, Rannveigu Góu og öðrum ættingjum okkar innileg- ustu samúð. Guð blessi ykkur og styrki í ykkar miklu sorg. Við vit- um að nú líður Björgu vinkonu okkar vel, fari hún í friði. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Agnes og Ingvi. Björg átti sér ekki marga jafn- ingja. Það sem hún komst yfir að gera var ótrúlegt, margir hefðu löngu verið hættir við og látið úr- töluraddir draga úr sér kraftinn en þannig var Björg ekki. Hún fram- kvæmdi það sem aðrir hefðu sagt að væri ómögulegt að gera. Hún lét ekki smáatriðin vefjast fyrir sér og Dýragarðurinn í Slakka varð til. Þar voru samhent hjón að verki. Björg var hönnuður og fram- kvæmdi ásamt manni sínum Helga. Það er erfitt að tala um Björgu nema tala um Helga líka því hjónin voru ákaflega samrýmd og sam- hent í öllu sem þau gerðu. Þeirra mikla gleði í lífinu varð þegar þau eignuðust Egil Óla og síðan Rann- veigu Góu tveimur árum seinna. Má segja að þau hafi verið lítil kraftaverk þar sem Björg og Helgi höfðu lengi vonast eftir að eignast börn saman. Fyrir átti Helgi son sinn Ívar og Björg dótturina Gunni. Björg var sannur dýravinur og aldrei sá hún eftir tíma sínum í að hjúkra og sinna dýrunum. Hún og Helgi fengu nokkur folöld sem misst höfðu móður sína á fyrstu sólarhringum lífs síns. Öll lifðu þau þó flestir segðu fyrir fram að það væri vonlaust. Björg var því meðal vina sinna þar sem hún vann í dýragarðinum og var sífellt að hugsa um nýja hluti til að skreyta og fegra dýragarðinn. Hún var sönn listakona en oft var lítill tími eftir til að vinna að listinni en það sem hún skapaði sést vel á verkum hennar í dýragarðinum. Það má segja að Björg lifði hratt, hún kom miklu í verk, meiru en margir ná að framkvæma á lengri ævi. Við sem kynntumst henni vissum að þar var mikill húmoristi á ferðinni og hennar sýn á lífið var í mörgu óhefðbundin og þar var styrkur hennar falinn. Helgi, Ívar, Gunnur, Egill Óli og Rannveig Góa. Megi Guð verða ykkur stoð í framtíðinni og hjálp í ykkar mikla missi. Sigrún og Ingólfur, Engi. Veit þú minnist mín, þegar vestanáttin bærir bygg á ökrum. Þú gleymir sólinni, sem að öfundar, er við göngum akra gulls. Hún tók unnustann, til að stara um stund, á fegurð byggs á ökrum. Féll í arma hans, með sitt ljósa hár, er þau gengu akra gulls. Eigum þú og ég, ganga æviveg, og rækta bygg á ökrum? Gleymum sólinni, sem að öfundar, er við njótum akra gulls. Hef aldrei gefið ódýr loforð. Brugðist samt, en heiti þér þó því, þessa daga sem að lifa enn, að við göngum akra gulls. Árin eru mörg, síðan sumardag, að bærðum bygg á ökrum. Sérðu hlaupa börn, þegar sólin sezt? Sérðu glóa akra gulls? Veit þú minnist mín, þegar vestanáttin bærir bygg á ökrum. Segðu sólinni, þó hún öfundi, að við gengum akra gulls. (Sting, þýð. J.M.Th.) Ég kynntist Björgu fyrst er hún kom eins og birta inn í líf fjöl- skylduvinar okkar fyrir tveimur áratugum og þau fluttu austur í Laugarás til þess að ala upp börn- in sín tvö – og síðan önnur tvö, hví- lík óvænt blessun. Það þarf tvær afar góðar manneskjur til þess að breyta ökrum hversdagsleikans í glóandi gull og það gátu þau. En illvígustu sjúkdómar fara ekki í manngreinarálit í miskunn- arleysi sínu. Sjaldan hefur fallið sterkari eik. Sumir sjá tilgang í áföllunum en ég trúi þeim ekki, ég held þvert á móti að Guð gráti með sínum fallna heimi. Björg átti ekki að deyja. Þú misstir konuna þína góðu, Helgi minn, og það verður þér og börnunum aldrei bætt. En þið genguð akra gulls, austur í Slakka, á fegurri hátt en flestir aðrir. Megi það verða þér styrkur á komandi árum. Jóhanna Margrét. HÓLMFRÍÐUR BJÖRG ÓLAFSDÓTTIR Fjóla var einhver merkasta kona sem ég hef kynnst um æv- ina, hún hafði til að bera hlýju og lífsgleði sem allir urðu varir við sem henni kynntust. Það var alltaf gott að koma til Fjólu og Bjarna á Skál- arveginum, þar var alltaf hlýja og gleði sama hvernig á stóð, hvort sem það var síldartörn eða frídag- ur alltaf var nóg pláss, nógur hlát- ur, hlýja og gleði, enda ófáir sem nutu gestrisni þeirra hjóna á síld- arárunum og var þá oft sofið í öll- um hornum og jafnvel gengið úr rúmi fyrir okkur sveitakrakkana sem vorum að koma í síldina og vantaði húspláss. Fjóla lét ekki sitt eftir liggja í síldinn eða ann- arri vinnu, og alltaf stóð hún sína plikt eins og hún sagði sjálf alveg sama á hverju gekk. Það er mikill söknuður að brott- hvarfi Fjólu úr þessum heimi og það koma ekki aftur gleði- og hlát- urstundinar sem við áttum saman, en það var gott að geta farið til Fjólu og hlegið svolítið og spáð í bolla, og ef eitthvað bjátaði á þá var maður endurnærður í langan tím eftir þessar heimsóknir. Minn- ingar um þessar stundir geymir maður nú eins og gimsteina og skoðar þá við sérstök stækifæri og yljar sér við þá. Minningarnar hrönnuðust upp FJÓLA GUÐFRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR ✝ Fjóla GuðfríðurÞorsteinsdóttir fæddist á Vatni á Höfðaströnd 10. ágúst 1925. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 21. ágúst síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Siglufjarðarkirkju 30. ágúst. þegar að Bjarni frændi hringdi í mig til að segja með að nú væri Fjóla dáin og mér finnst við fátæk- ari eftir en áður, þó að Fjóla væri búin að vera mikið veik í lang- an tíma þá var hún samt ennþá til, en núna er hún alveg far- in og stórt skarð eftir sem enginn getur fyllt upp í. En tíminn deyf- ir öll sár og kennir okkur að lifa með sorginni og sætta okkur við hana. Elsku Bjarni og fjölskylda. Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar. Kolbrún Símonardóttir. Mitt ljóð er aðeins lítið þakkarorð til lífsins, þess sem við gengum bæði. Þú varst sú rós sem innst í hjarta óx, ég alltaf vildi að sú rós þar stæði. Alltaf skal ég muna bjarta brá og brosið sem að fyllti andlit þitt. Við vorum ung, þú áttir hjarta mitt, og ekki neitt fékk breytt því sem ég sá. Við lifðum saman ljúfa daga og sára, því lífsins vegur stundum grýttur er og engar þrautir alveg lausar tára, en unaðsstundir lifa í hjarta mér. Bjarni Marinó Þorsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.