Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 47 AÐALSTEINN Jón Bergdal heldur styrktartónleika næstkomandi laug- ardag vegna fram- haldsnáms við Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow en þangað heldur hann á næst- unni. Tónleikarnir hefjast klukkan 17 og verða í sal Söngskól- ans í Reykjavík, í bak- húsi við Snorrabraut. Á efnisskrá eru sönglög eftir Jórunni Viðar, Sigfús Ein- arsson, Franz Schu- bert, Gabriel Fauré og fleiri. Með- leikari Aðalsteins Jóns er Ólafur Vignir Al- bertsson. Þá koma fram sem gestir á tón- leikunum söngflokk- urinn „Brooklyn Fæv“ og fleiri. Aðalsteinn hóf söng- nám við Söngskólann í Reykjavík haustið 1998 og lauk hann 8. stigs prófi þaðan síðastliðið vor. Hann hefur sungið í sönghópum og kórum, m.a. í Óperukórnum frá því í byrjun ársins 2000 undir stjórn Garð- ars Cortes og tekið þátt í nokkrum sviðs- uppfærslum með kórnum. Styrktartónleikar í sal Söngskólans Aðalsteinn Jón Bergdal DIETER Stöckmann, aðstoðaryf- irhershöfðingi herafla NATO í Evrópu, heldur fyrirlestur á sam- eiginlegum fundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs, laugardaginn 14. sept- ember nk. og hefst hann klukkan 12 í Skála á Hótel Sögu. Stöck- mann, hershöfðingi, kemur sér- staklega til landsins til þess að flytja erindi um öryggismál Evr- ópu á vegum samtakanna. „Öryggismál Evrópu eru í brennidepli bæði hvað varðar ástandið í heimsmálum, stækkun N-Atlantshafsbandalagsins í aust- ur, útvíkkun Evrópusambandsins og stofnun Evrópuhers ESB. Hryðjuverkaárásin á Bandaríkin fyrir ári hefur gjörbreytt heims- myndinni, skapað mikið óöryggi í Evrópu og raun um heim allan. Stöckmann hershöfðingi, sem hef- ur aðsetur í aðalstöðvum SHAPE í Belgíu, mun fjalla um þessi mál frá sjónarhorni Evrópu. SHAPE fer með yfirstjórn Evr- ópuherafla NATO og stýrir vörn- um Atlantshafsbandalagsins allt frá Íslandi í vestri að Úralfjöllum í austri. Þess má geta að yfirstjórn Varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli, sem til þess hefur verið stað- sett í Bandaríkjunum, er að flytj- ast yfir til aðalstöðva SHAPE,“ segir í fréttatilkynningu frá SVS. Dieter Stöckmann, sem er fædd- ur í Stolp árið 1941, gekk ungur í þýska herinn og lauk herforingja- prófi frá Bundeswehr-herskólan- um í Hamburg árið 1974. Frá þeim tíma hefur hann gegnt mörgum mikilvægum og ábyrgðarmiklum stöðum innan þýska hersins. Stöckmann hefur auk þess verið virkur fulltrúi Þýskalands á vett- vangi herafla NATO-ríkjanna. Ár- ið 1996 var hann útnefndur Comm- ander in Chief Allied Forces Central Europe og 1998 varð hann Chief of Staff, Supreme Head- quarters Allied Powers Europe (SHAPE). Hann hefur gegnt stöðu Deputy Allied Commander Europe frá því í september 2001. Fundurinn er opinn öllu áhuga- fólki um varnar- og öryggismál Evrópu. Fyrirlestur um öryggismál Evrópu UNGMENNADEILD Norræna fé- lagsins, Nordklúbburinn, stendur fyrir kvöldvöku frá klukkan 20 til 22 í kvöld, föstudaginn 13. september, í nýju húsnæði Norræna félagsins á Óðinsgötu 7. Á staðnum er möguleiki fyrir nor- djobbara sumarsins að endurnýja kynnin sem og fyrir alla áhugasama um norræn málefni að spjalla saman eina kvöldstund, segir í fréttatil- kynningu. Léttar veitingar verða á boðstólum. Frestur til að skrá sig á Cafe Nor- den rennur út það kvöld en Cafe Norden verður í ár haldið í Humle- bæk í Danmörku hinn 11. til 13. októ- ber. Norræna félagið veitir 10 þátt- takendum ferðastyrk frá Íslandi. Nánari upplýsingar er að fá á staðn- um. Allir eru velkomnir. Kvöldvaka Nordklúbbsins LÖGVERNDARSJÓÐUR náttúru og umhverfis lögfræðilegra álita- mála, hefur tekið til starfa. For- göngu um stofnun sjóðsins hafa Fuglaverndarfélag Íslands, Land- vernd, Náttúruverndarsamtök Aust- urlands, Náttúruverndarsamtök Vesturlands og Umhverfisverndar- samtök Íslands. Til sjóðsins er stofnað í því skyni að veita fjárhagsstuðning til að fá úr- lausn vegna lögfræðilegra álitamála er snerta náttúru- og umhverfis- vernd. Markmið sjóðsins er að styðja málafylgju vegna lögfræðilegra álitamála sem að mati stjórnar sjóðs- ins geta varðað almenna hagsmuni um verndun náttúru og umhverfis og safna og varðveita fé í þessum til- gangi. Sjóðurinn getur ekki átt beina aðild að málarekstri, segir í frrétta- tilkynningu. Stofnfé sjóðsins er um 200 þúsund krónur en fjárhagslegur grundvöllur sjóðsins mun í framtíðinni byggjast á frjálsum framlögum. Þeir sem vilja leggja sjóðnum lið geta lagt inn fé á bankareikning nr. 1155-15-30252, kt. 630802-2370. Lögverndar- sjóður náttúru og umhverfis hefur starfsemi SAMSTARFSNEFND norrænna félagsráðgjafa stóð fyrir ráðstefnu í Finnlandi nýverið undir yfirskrift- inni félagsráðgjöf í fjölmenningar- legu samfélagi. Í ályktun samstarfs- nefndarinnar segir að efnhagsleg vandamál ógni ekki hinu norræna velferðarkerfi, sem menn vilji standa vörð um, ógnin sé fyrst og fremst stjórnmálalegs eðlis. „Réttindi þjóðernishópa, innflytj- enda og flóttamanna eru eitt af stærstu ágreiningsmálum í stjórn- málum. Við höfum séð tilhneigingu þess að stjórnmálaflokkar líti á inn- flytjendur og flóttamenn sem helstu ógnina við félagsleg réttindi og vel- ferðarkerfið. Við verðum að horfast í augu við samfélagslega ábyrgð okk- ar og láta að okkur kveða. Upplýsum almenning og stjórnkerfið um mögu- legar afleiðingar slíkrar stjórnmála- stefnu sem hvetur til útlendingahat- urs og kynþáttafordóma,“ segir m.a. í ályktuninni. Vara við útlend- ingahatri og kyn- þáttafordómum SUNNUDAGINN 15. september stendur Hreyfing fyrir heilsudegi fyrir allra aldurshópa með Ágústu Johnson í fararbroddi. Heilsudeg- inum er ætlað að verða vettvangur umræðu um heilsu sem og nýjung- ar sem geta bætt heilsu Íslendinga. „Pallborðsumræður fagaðila um notkun fæðubótarefna fara fram á staðnum, þekktir einstaklingar í þjóðfélaginu taka þátt í reiptogi gegn starfsfólki Hreyfingar, einka- þjálfarar veita ráðgjöf og leiðsögn og gestum gefst kostur á að taka Hreyfingarprófið ásamt ókeypis fitu- og blóðþrýstingsmælingu. Brúðubíllinn heimsækir börnin, hoppkastali og risarennibraut verða á staðnum ásamt Slökkviliði Reykjavíkur sem mætir í fullum skrúða. Grillið verður í gangi allan daginn þar sem gestum og gang- andi gefst færi á að bragða á heilsuréttum Ágústu ásamt fleiru góðgæti og kötturinn Klói mætir á svæðið. Tískusýning frá Puma verður á meðal dagskrárliða, fjöldi fyrir- tækja kynnir vörur sínar og býður frábær tilboð í tilefni dagsins,“ seg- ir í frétt frá Hreyfingu. Dagskráin stendur yfir frá klukkan 12–16 í Faxafeni 14. Hreyfing stendur fyrir heilsudegi UNGMENNASAMBAND Borgar- fjarðar stendur fyrir göngu í tengslum við verkefni UMFÍ ,,Fjöl- skyldan á fjallið“ sunnudaginn 15. september. Gengið verður á Hest- fjall í Andakíl. Lagt verður upp frá malarnámu- svæðinu ofan Syðstu-Fossa kl. 14:00. Markmiðið er að fara í hressa heilsubótargöngu, kynnast umhverfinu, björgunarsveitaræfing- um og ná í gestabók UMFÍ sem komið var á fjallið í vor. Leiðsögu- maður verður Ragnhildur Jónsdótt- ir. Fjölskylduganga í Borgarfirði NÁMSKEIÐ verður á næstunni fyr- ir unglinga á aldrinum 13–14 ára og 15–17 ára. Unglingarnir mæta einu sinni í viku í tíu skipti í tvo tíma í senn. Örfá sæti eru laus og hægt er að skrá sig næstu daga í Foreldra- húsinu og fá nánari upplýsingar einnig á heimasíðunni www.vimu- lausaeska.is Námskeiðinu er ætlað að efla sjálfstraust og félagslega færni ung- linga. Unnin eru verkefni og ung- lingunum kennt að skilgreina eigin tilfinningar. Það að þekkja eigin til- finningar og hvernig viðkomandi einstaklingi líður getur hjálpað til við að öðlast betra líf. Unglingunum er kennt að skemmta sér án vímu, farið er úr húsi, farið á kaffihús og út í náttúr- una. Unglingunum er kennt að setja mörk, t.d. gagnvart vinum sínum og öðrum áreitum úr samfélaginu. Far- ið verður yfir það með þeim hvernig þeim gekk að standa með sér og hvernig þeim líður þá. Námskeið um sjálfstyrkingu unglinga LAUGARDAGINN 14. september verður farin skógarganga í Laug- arásnum í Reykjavík. Þetta er önnur haustgangan í fræðslusamstarfi skóg- ræktarfélaganna og Búnaðarbanka Íslands. Skógræktarfélag Reykjavík- ur hefur umsjón með göngunni og er hún skipulögð í samvinnu við Garð- yrkjufélag Íslands. Litið er í heim- sóknir til fallegra og gamalla trjáa. Mæting er við höfuðstöðvar KFUM og K við Holtaveg kl. 10.00 og gengið verður um Laugaráshverfið. Þar er víða afar fjölbreyttur og fal- legur trjágróður og verður meðal annars skoðaður garður Snæbjörns heitins Jónassonar vegamálastjóra. Í garðinum eru ýmsar tegundir sér- stæðra trjáa og runna. Vöxtulegustu trén verða hæðarmæld með þátttöku göngufólks. Leiðsögumenn eru Aðalsteinn Sig- urgeirsson, forstöðumaður Rann- sóknarstöðvar skógræktar á Mógilsá og Jóhann Pálsson, fyrrverandi garð- yrkjustjóri Reykjavíkurborgar. Göngur þessar eru ókeypis og öll- um opnar. Skógarganga í Laugarásnum LAUGARDAGINN 14. september verður gengið í Hrauntún, eyðibýli norðarlega í þjóðgarðinum. Reisu- legir túngarðar bera enn merki um myndarlega búskaparhætti í Hrauntúni, þótt slægjur hafi verið þar af skornum skammti og býlið mjög afskekkt. Auk búsetusögu Hrauntúns verð- ur í gönguferðinni hugað að jarð- fræði og gróðurfari svæðisins. Katr- ín Svana Eyþórsdóttir landvörður leiðir gönguna. Farið verður frá þjónustumiðstöð klukkan 13:00 og tekur gangan um 3 klukkustundir. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum býð- ur upp á göngu- og fræðsluferðir alla laugardaga í september og október. Göngurnar hefjast allar kl. 13:00. Farið er á áhugaverða staði og fjallað um ýmislegt sem tengist sögu, náttúru og lífríki Þingvalla- svæðisins. Fræðslumiðstöð þjóðgarðsins á Haki er opin daglega frá kl. 09:00 - 17:00. Þátttaka í dagskrá þjóð- garðsins er ókeypis og allir vel- komnir. Allar nánari upplýsingar eru veittar í þjónustumiðstöð, s. 482- 2660,og á heimasíðu þjóðgarðsins, www.thingvellir.is. Gengið á Þingvöll SUNNUDAGINN 15. september efnir Ferðafélag Íslands til göngu- ferðar um Hellisheiði, þjóðleiðina fornu. Gangan hefst að austanverðu og verður gengið með vörðum um um Hellisskarð og niður að Kolviðarhóli. Víða sjást fleiri ummerki um mikla umferð á þessari leið fyrrum en vörð- urnar, því gatan er mörkuð í stálhart hraungrjótið, allt að 20 sentimetra djúp sums staðar. Þekktasta varðan var Biskupsvarða, sem stóð á klapp- arhól vestarlega á heiðinni. Hún var ævaforn og mikið mannvirki, kross- hlaðin svo skjól fengist fyrir öllum áttum. Hún stóð fram á 19. öld en 1830 var hlaðinn sæluhúskofi á sömu klöppinni og grjótið úr vörðunni notað í þá hleðslu, segir í fréttatilkynningu. Kofinn, Hellukofi, stendur enn. Lagt verður af stað í þessa ferð frá BSÍ kl. 10:30 og komið við í Mörkinni 6. Fararstjóri er Þórunn Þórðardóttir og þátttökugjald 1.400 til fé- lagsmanna en 1.600 til annarra. Allir eru velkomnir í ferðir með Ferða- félagi Íslands. Gönguferð um Hellisheiði SAMTÖK heilbrigðisstétta halda málþing í dag, föstudaginn 13. sept. kl. 13–16, á Grand hóteli í Reykjavík. Markmið málþingsins er að upplýsa almenning og fagfólk um notkun þessara nýjunga í heilbrigðisvísind- um. Allir eru velkomnir á málþingið. Þátttökugjald er 1.000 kr. „Fyrirlesarar munu fjalla um stofnfrumur. Stofnfrumur eru frum- ur sem geta endurnýjað sjálfar sig og/eða sérhæfst í ýmsar tegundir fruma. Mikil áhersla er nú lögð á að skilgreina þessar frumur til að hægt sé að einangra þær og virkja til lækninga gegn ýmsum sjúkdómum svo sem Parkinsonssjúkdómi, sykur- sýki og Alzheimer. Blóðmyndandi stofnfrumur veða teknar fyrir, þær eru frumur sem geta endurnýjað sjálfar sig og end- urmyndað blóðkerfið. Þær er að finna í beinmerg, blóðrás og nafla- strengsblóði. Á næstu árum og ára- tugum má gera ráð fyrir grósku á þessu sviði rannsókna og hugsan- legrar klínískrar meðferðar. Einnig verður fjallað um smit- hættu við flutning búfjárfósturvísa til landsins og aðferðir til að koma í veg fyrir smit. Þá verður verðmæti íslenka kúastofnsins rætt út frá erfðafræðilegu sjónamiði. Hugsan- leg tengsl lágrar tíðni sykursýki barna á Íslandi við neyslu kúamjólk- ur verða rædd og hugsanlegum skýringum varpað fram. Að lokum verða útlistaðar þær siðfræðilegu viðmiðanir sem umræðan um stofn- frumurannsóknir og klónun þarf að lúta og málefnin metin í ljósi þeirra,“ segir í fréttatilkynningu. Fyrirlesarar eru: Eiríkur Stein- grímsson rannsóknaprófessor, Há- skóla Íslands. Þórarinn Guðjónsson frumulíffræðingur, Krabbameins- félagi Íslands, Sveinn Guðmundsson yfirlæknir Blóðbankans, Sigurður Sigurðarson dýralæknir, Keldum. Stefán Aðalsteinsson, fv. forstöðu- maður Norræna genabankans, Vil- hjálmur Árnason prófessor, Háskóla Íslands. Fundarstjóri er Kristín Thorberg hjúkrunarfræðingur, formaður Sam- taka heilbrigðisstétta. Pallborðsum- ræðum stjórnar Lárus Steinþór Guðmundsson lyfja- og faraldsfræð- ingur. Málþingið er öllum opið og nánari dagskrá er að finna á vefnum http://www.hi.is/stjorn/sam/mal- thingshs.html Málþing um stofnfrumur, fósturvísa og klónun í tengslum við heilsu NÆSTKOMANDI laugardag kl.14.00 mætir Lúlli umferðar- bangsi í barnadeildina í Pennan- um-Eymundsson Austurstræti og verður með skemmtilega um- ferðarfræðslu fyrir yngstu börnin. Einnig mætir fulltrúi frá VÍS og kynnir hvernig á að nota helstu ör- yggistækin í umferðinni svo að allt gangi vel, segir í fréttatilkynningu. Börnin fá litabækur, liti og fleira. Umferðarfræðsla í Pennanum – Eymundsson Austurstræti FYRRI haustferð Félags húsbílaeig- enda verður að Lindartungu í Kol- beinstaðahreppi núna um helgina, 13. til 15. september. Haustferð hús- bílaeigenda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.