Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 47
AÐALSTEINN Jón
Bergdal heldur
styrktartónleika
næstkomandi laug-
ardag vegna fram-
haldsnáms við Royal
Scottish Academy of
Music and Drama í
Glasgow en þangað
heldur hann á næst-
unni. Tónleikarnir
hefjast klukkan 17 og
verða í sal Söngskól-
ans í Reykjavík, í bak-
húsi við Snorrabraut.
Á efnisskrá eru
sönglög eftir Jórunni
Viðar, Sigfús Ein-
arsson, Franz Schu-
bert, Gabriel Fauré og fleiri. Með-
leikari Aðalsteins Jóns
er Ólafur Vignir Al-
bertsson. Þá koma
fram sem gestir á tón-
leikunum söngflokk-
urinn „Brooklyn Fæv“
og fleiri.
Aðalsteinn hóf söng-
nám við Söngskólann í
Reykjavík haustið 1998
og lauk hann 8. stigs
prófi þaðan síðastliðið
vor. Hann hefur sungið
í sönghópum og kórum,
m.a. í Óperukórnum
frá því í byrjun ársins
2000 undir stjórn Garð-
ars Cortes og tekið þátt
í nokkrum sviðs-
uppfærslum með kórnum.
Styrktartónleikar
í sal Söngskólans
Aðalsteinn Jón
Bergdal
DIETER Stöckmann, aðstoðaryf-
irhershöfðingi herafla NATO í
Evrópu, heldur fyrirlestur á sam-
eiginlegum fundi Samtaka um
vestræna samvinnu (SVS) og
Varðbergs, laugardaginn 14. sept-
ember nk. og hefst hann klukkan
12 í Skála á Hótel Sögu. Stöck-
mann, hershöfðingi, kemur sér-
staklega til landsins til þess að
flytja erindi um öryggismál Evr-
ópu á vegum samtakanna.
„Öryggismál Evrópu eru í
brennidepli bæði hvað varðar
ástandið í heimsmálum, stækkun
N-Atlantshafsbandalagsins í aust-
ur, útvíkkun Evrópusambandsins
og stofnun Evrópuhers ESB.
Hryðjuverkaárásin á Bandaríkin
fyrir ári hefur gjörbreytt heims-
myndinni, skapað mikið óöryggi í
Evrópu og raun um heim allan.
Stöckmann hershöfðingi, sem hef-
ur aðsetur í aðalstöðvum SHAPE í
Belgíu, mun fjalla um þessi mál
frá sjónarhorni Evrópu.
SHAPE fer með yfirstjórn Evr-
ópuherafla NATO og stýrir vörn-
um Atlantshafsbandalagsins allt
frá Íslandi í vestri að Úralfjöllum í
austri. Þess má geta að yfirstjórn
Varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli, sem til þess hefur verið stað-
sett í Bandaríkjunum, er að flytj-
ast yfir til aðalstöðva SHAPE,“
segir í fréttatilkynningu frá SVS.
Dieter Stöckmann, sem er fædd-
ur í Stolp árið 1941, gekk ungur í
þýska herinn og lauk herforingja-
prófi frá Bundeswehr-herskólan-
um í Hamburg árið 1974. Frá þeim
tíma hefur hann gegnt mörgum
mikilvægum og ábyrgðarmiklum
stöðum innan þýska hersins.
Stöckmann hefur auk þess verið
virkur fulltrúi Þýskalands á vett-
vangi herafla NATO-ríkjanna. Ár-
ið 1996 var hann útnefndur Comm-
ander in Chief Allied Forces
Central Europe og 1998 varð hann
Chief of Staff, Supreme Head-
quarters Allied Powers Europe
(SHAPE). Hann hefur gegnt stöðu
Deputy Allied Commander Europe
frá því í september 2001.
Fundurinn er opinn öllu áhuga-
fólki um varnar- og öryggismál
Evrópu.
Fyrirlestur
um öryggismál
Evrópu
UNGMENNADEILD Norræna fé-
lagsins, Nordklúbburinn, stendur
fyrir kvöldvöku frá klukkan 20 til 22 í
kvöld, föstudaginn 13. september, í
nýju húsnæði Norræna félagsins á
Óðinsgötu 7.
Á staðnum er möguleiki fyrir nor-
djobbara sumarsins að endurnýja
kynnin sem og fyrir alla áhugasama
um norræn málefni að spjalla saman
eina kvöldstund, segir í fréttatil-
kynningu. Léttar veitingar verða á
boðstólum.
Frestur til að skrá sig á Cafe Nor-
den rennur út það kvöld en Cafe
Norden verður í ár haldið í Humle-
bæk í Danmörku hinn 11. til 13. októ-
ber. Norræna félagið veitir 10 þátt-
takendum ferðastyrk frá Íslandi.
Nánari upplýsingar er að fá á staðn-
um.
Allir eru velkomnir.
Kvöldvaka
Nordklúbbsins
LÖGVERNDARSJÓÐUR náttúru
og umhverfis lögfræðilegra álita-
mála, hefur tekið til starfa. For-
göngu um stofnun sjóðsins hafa
Fuglaverndarfélag Íslands, Land-
vernd, Náttúruverndarsamtök Aust-
urlands, Náttúruverndarsamtök
Vesturlands og Umhverfisverndar-
samtök Íslands.
Til sjóðsins er stofnað í því skyni
að veita fjárhagsstuðning til að fá úr-
lausn vegna lögfræðilegra álitamála
er snerta náttúru- og umhverfis-
vernd.
Markmið sjóðsins er að styðja
málafylgju vegna lögfræðilegra
álitamála sem að mati stjórnar sjóðs-
ins geta varðað almenna hagsmuni
um verndun náttúru og umhverfis og
safna og varðveita fé í þessum til-
gangi. Sjóðurinn getur ekki átt beina
aðild að málarekstri, segir í frrétta-
tilkynningu.
Stofnfé sjóðsins er um 200 þúsund
krónur en fjárhagslegur grundvöllur
sjóðsins mun í framtíðinni byggjast á
frjálsum framlögum. Þeir sem vilja
leggja sjóðnum lið geta lagt inn fé á
bankareikning nr. 1155-15-30252, kt.
630802-2370.
Lögverndar-
sjóður náttúru
og umhverfis
hefur starfsemi
SAMSTARFSNEFND norrænna
félagsráðgjafa stóð fyrir ráðstefnu í
Finnlandi nýverið undir yfirskrift-
inni félagsráðgjöf í fjölmenningar-
legu samfélagi. Í ályktun samstarfs-
nefndarinnar segir að efnhagsleg
vandamál ógni ekki hinu norræna
velferðarkerfi, sem menn vilji standa
vörð um, ógnin sé fyrst og fremst
stjórnmálalegs eðlis.
„Réttindi þjóðernishópa, innflytj-
enda og flóttamanna eru eitt af
stærstu ágreiningsmálum í stjórn-
málum. Við höfum séð tilhneigingu
þess að stjórnmálaflokkar líti á inn-
flytjendur og flóttamenn sem helstu
ógnina við félagsleg réttindi og vel-
ferðarkerfið. Við verðum að horfast í
augu við samfélagslega ábyrgð okk-
ar og láta að okkur kveða. Upplýsum
almenning og stjórnkerfið um mögu-
legar afleiðingar slíkrar stjórnmála-
stefnu sem hvetur til útlendingahat-
urs og kynþáttafordóma,“ segir m.a.
í ályktuninni.
Vara við útlend-
ingahatri og kyn-
þáttafordómum
SUNNUDAGINN 15. september
stendur Hreyfing fyrir heilsudegi
fyrir allra aldurshópa með Ágústu
Johnson í fararbroddi. Heilsudeg-
inum er ætlað að verða vettvangur
umræðu um heilsu sem og nýjung-
ar sem geta bætt heilsu Íslendinga.
„Pallborðsumræður fagaðila um
notkun fæðubótarefna fara fram á
staðnum, þekktir einstaklingar í
þjóðfélaginu taka þátt í reiptogi
gegn starfsfólki Hreyfingar, einka-
þjálfarar veita ráðgjöf og leiðsögn
og gestum gefst kostur á að taka
Hreyfingarprófið ásamt ókeypis
fitu- og blóðþrýstingsmælingu.
Brúðubíllinn heimsækir börnin,
hoppkastali og risarennibraut verða
á staðnum ásamt Slökkviliði
Reykjavíkur sem mætir í fullum
skrúða. Grillið verður í gangi allan
daginn þar sem gestum og gang-
andi gefst færi á að bragða á
heilsuréttum Ágústu ásamt fleiru
góðgæti og kötturinn Klói mætir á
svæðið.
Tískusýning frá Puma verður á
meðal dagskrárliða, fjöldi fyrir-
tækja kynnir vörur sínar og býður
frábær tilboð í tilefni dagsins,“ seg-
ir í frétt frá Hreyfingu. Dagskráin
stendur yfir frá klukkan 12–16 í
Faxafeni 14.
Hreyfing
stendur fyrir
heilsudegi
UNGMENNASAMBAND Borgar-
fjarðar stendur fyrir göngu í
tengslum við verkefni UMFÍ ,,Fjöl-
skyldan á fjallið“ sunnudaginn 15.
september. Gengið verður á Hest-
fjall í Andakíl.
Lagt verður upp frá malarnámu-
svæðinu ofan Syðstu-Fossa kl.
14:00. Markmiðið er að fara í
hressa heilsubótargöngu, kynnast
umhverfinu, björgunarsveitaræfing-
um og ná í gestabók UMFÍ sem
komið var á fjallið í vor. Leiðsögu-
maður verður Ragnhildur Jónsdótt-
ir.
Fjölskylduganga
í Borgarfirði
NÁMSKEIÐ verður á næstunni fyr-
ir unglinga á aldrinum 13–14 ára og
15–17 ára. Unglingarnir mæta einu
sinni í viku í tíu skipti í tvo tíma í
senn. Örfá sæti eru laus og hægt er
að skrá sig næstu daga í Foreldra-
húsinu og fá nánari upplýsingar
einnig á heimasíðunni www.vimu-
lausaeska.is
Námskeiðinu er ætlað að efla
sjálfstraust og félagslega færni ung-
linga. Unnin eru verkefni og ung-
lingunum kennt að skilgreina eigin
tilfinningar. Það að þekkja eigin til-
finningar og hvernig viðkomandi
einstaklingi líður getur hjálpað til við
að öðlast betra líf.
Unglingunum er kennt að
skemmta sér án vímu, farið er úr
húsi, farið á kaffihús og út í náttúr-
una. Unglingunum er kennt að setja
mörk, t.d. gagnvart vinum sínum og
öðrum áreitum úr samfélaginu. Far-
ið verður yfir það með þeim hvernig
þeim gekk að standa með sér og
hvernig þeim líður þá.
Námskeið um
sjálfstyrkingu
unglinga
LAUGARDAGINN 14. september
verður farin skógarganga í Laug-
arásnum í Reykjavík. Þetta er önnur
haustgangan í fræðslusamstarfi skóg-
ræktarfélaganna og Búnaðarbanka
Íslands. Skógræktarfélag Reykjavík-
ur hefur umsjón með göngunni og er
hún skipulögð í samvinnu við Garð-
yrkjufélag Íslands. Litið er í heim-
sóknir til fallegra og gamalla trjáa.
Mæting er við höfuðstöðvar
KFUM og K við Holtaveg kl. 10.00 og
gengið verður um Laugaráshverfið.
Þar er víða afar fjölbreyttur og fal-
legur trjágróður og verður meðal
annars skoðaður garður Snæbjörns
heitins Jónassonar vegamálastjóra. Í
garðinum eru ýmsar tegundir sér-
stæðra trjáa og runna. Vöxtulegustu
trén verða hæðarmæld með þátttöku
göngufólks.
Leiðsögumenn eru Aðalsteinn Sig-
urgeirsson, forstöðumaður Rann-
sóknarstöðvar skógræktar á Mógilsá
og Jóhann Pálsson, fyrrverandi garð-
yrkjustjóri Reykjavíkurborgar.
Göngur þessar eru ókeypis og öll-
um opnar.
Skógarganga
í Laugarásnum
LAUGARDAGINN 14. september
verður gengið í Hrauntún, eyðibýli
norðarlega í þjóðgarðinum. Reisu-
legir túngarðar bera enn merki um
myndarlega búskaparhætti í
Hrauntúni, þótt slægjur hafi verið
þar af skornum skammti og býlið
mjög afskekkt.
Auk búsetusögu Hrauntúns verð-
ur í gönguferðinni hugað að jarð-
fræði og gróðurfari svæðisins. Katr-
ín Svana Eyþórsdóttir landvörður
leiðir gönguna. Farið verður frá
þjónustumiðstöð klukkan 13:00 og
tekur gangan um 3 klukkustundir.
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum býð-
ur upp á göngu- og fræðsluferðir
alla laugardaga í september og
október. Göngurnar hefjast allar kl.
13:00. Farið er á áhugaverða staði
og fjallað um ýmislegt sem tengist
sögu, náttúru og lífríki Þingvalla-
svæðisins.
Fræðslumiðstöð þjóðgarðsins á
Haki er opin daglega frá kl. 09:00 -
17:00. Þátttaka í dagskrá þjóð-
garðsins er ókeypis og allir vel-
komnir.
Allar nánari upplýsingar eru
veittar í þjónustumiðstöð, s. 482-
2660,og á heimasíðu þjóðgarðsins,
www.thingvellir.is.
Gengið á
Þingvöll
SUNNUDAGINN 15. september
efnir Ferðafélag Íslands til göngu-
ferðar um Hellisheiði, þjóðleiðina
fornu. Gangan hefst að austanverðu
og verður gengið með vörðum um um
Hellisskarð og niður að Kolviðarhóli.
Víða sjást fleiri ummerki um mikla
umferð á þessari leið fyrrum en vörð-
urnar, því gatan er mörkuð í stálhart
hraungrjótið, allt að 20 sentimetra
djúp sums staðar. Þekktasta varðan
var Biskupsvarða, sem stóð á klapp-
arhól vestarlega á heiðinni. Hún var
ævaforn og mikið mannvirki, kross-
hlaðin svo skjól fengist fyrir öllum
áttum. Hún stóð fram á 19. öld en
1830 var hlaðinn sæluhúskofi á sömu
klöppinni og grjótið úr vörðunni notað
í þá hleðslu, segir í fréttatilkynningu.
Kofinn, Hellukofi, stendur enn.
Lagt verður af stað í þessa ferð frá
BSÍ kl. 10:30 og komið við í Mörkinni
6. Fararstjóri er Þórunn Þórðardóttir
og þátttökugjald 1.400 til fé-
lagsmanna en 1.600 til annarra. Allir
eru velkomnir í ferðir með Ferða-
félagi Íslands.
Gönguferð
um Hellisheiði
SAMTÖK heilbrigðisstétta halda
málþing í dag, föstudaginn 13. sept.
kl. 13–16, á Grand hóteli í Reykjavík.
Markmið málþingsins er að upplýsa
almenning og fagfólk um notkun
þessara nýjunga í heilbrigðisvísind-
um. Allir eru velkomnir á málþingið.
Þátttökugjald er 1.000 kr.
„Fyrirlesarar munu fjalla um
stofnfrumur. Stofnfrumur eru frum-
ur sem geta endurnýjað sjálfar sig
og/eða sérhæfst í ýmsar tegundir
fruma. Mikil áhersla er nú lögð á að
skilgreina þessar frumur til að hægt
sé að einangra þær og virkja til
lækninga gegn ýmsum sjúkdómum
svo sem Parkinsonssjúkdómi, sykur-
sýki og Alzheimer.
Blóðmyndandi stofnfrumur veða
teknar fyrir, þær eru frumur sem
geta endurnýjað sjálfar sig og end-
urmyndað blóðkerfið. Þær er að
finna í beinmerg, blóðrás og nafla-
strengsblóði. Á næstu árum og ára-
tugum má gera ráð fyrir grósku á
þessu sviði rannsókna og hugsan-
legrar klínískrar meðferðar.
Einnig verður fjallað um smit-
hættu við flutning búfjárfósturvísa
til landsins og aðferðir til að koma í
veg fyrir smit. Þá verður verðmæti
íslenka kúastofnsins rætt út frá
erfðafræðilegu sjónamiði. Hugsan-
leg tengsl lágrar tíðni sykursýki
barna á Íslandi við neyslu kúamjólk-
ur verða rædd og hugsanlegum
skýringum varpað fram. Að lokum
verða útlistaðar þær siðfræðilegu
viðmiðanir sem umræðan um stofn-
frumurannsóknir og klónun þarf að
lúta og málefnin metin í ljósi þeirra,“
segir í fréttatilkynningu.
Fyrirlesarar eru: Eiríkur Stein-
grímsson rannsóknaprófessor, Há-
skóla Íslands. Þórarinn Guðjónsson
frumulíffræðingur, Krabbameins-
félagi Íslands, Sveinn Guðmundsson
yfirlæknir Blóðbankans, Sigurður
Sigurðarson dýralæknir, Keldum.
Stefán Aðalsteinsson, fv. forstöðu-
maður Norræna genabankans, Vil-
hjálmur Árnason prófessor, Háskóla
Íslands.
Fundarstjóri er Kristín Thorberg
hjúkrunarfræðingur, formaður Sam-
taka heilbrigðisstétta. Pallborðsum-
ræðum stjórnar Lárus Steinþór
Guðmundsson lyfja- og faraldsfræð-
ingur. Málþingið er öllum opið og
nánari dagskrá er að finna á vefnum
http://www.hi.is/stjorn/sam/mal-
thingshs.html
Málþing um stofnfrumur,
fósturvísa og klónun í
tengslum við heilsu
NÆSTKOMANDI laugardag
kl.14.00 mætir Lúlli umferðar-
bangsi í barnadeildina í Pennan-
um-Eymundsson Austurstræti
og verður með skemmtilega um-
ferðarfræðslu fyrir yngstu börnin.
Einnig mætir fulltrúi frá VÍS og
kynnir hvernig á að nota helstu ör-
yggistækin í umferðinni svo að allt
gangi vel, segir í fréttatilkynningu.
Börnin fá litabækur, liti og
fleira.
Umferðarfræðsla
í Pennanum –
Eymundsson
Austurstræti
FYRRI haustferð Félags húsbílaeig-
enda verður að Lindartungu í Kol-
beinstaðahreppi núna um helgina,
13. til 15. september.
Haustferð hús-
bílaeigenda