Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 29 NÝVERIÐ lauk störfum nefnd, sem skipuð var til þess að semja frumvarp til laga um vátrygging- arsamninga, sem kæmi í stað laga um sama efni frá 1954. Viðar Már Matthíasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, var formaður nefndarinnar en auk hans og emb- ættismanna úr viðskiptaráðuneyt- inu sátu í henni Sigmar Ármanns- son, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga, og Rúnar Guðmundsson, yfirlögfræðingur Fjármálaeftirlitsins. Aukin neytendavernd Nefndin komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að tveir meginvalkostir væru fyrir hendi við samningu frumvarps til nýrra laga um vá- tryggingarsamninga. Annars vegar endurskoðun gildandi laga um það efni, nr. 20/1954, sem fæli í sér breytingu á einstökum ákvæðum þeirra, eftir því sem talið væri nauðsynlegt, en heildarskipan þeirra að öðru leyti látin óbreytt. Hins vegar samantekt frumvarps með nýrri uppbyggingu og öðrum áherslum, með ný norsk lög um vá- tryggingarsamninga sem fyrir- mynd. Nokkur munur er á valkost- um þessum í ljósi þess að sú útfærsla sem myndi sækja fyrir- mynd til norsku laganna um vá- tryggingarsamninga myndi byggja mjög á neytendaverndar-sjónarmið- um og hugmyndum um að nauðsyn- legt væri að tryggja þeim lág- marksvernd í lögum, en hin miðaði fremur við frelsi til þess að semja um efni vátryggingar- samninga, nema annað væri tekið fram. Ástæðan er sú að lögin frá 1954 eru frávíkjan- leg en þau norsku eru það ekki með sama hætti. Það varð niður- staðan að lögin tryggðu betur aukna neytenda- vernd ef norsku lögin yrðu höfð til hliðsjónar. Í stuttri grein sem þessari eru ekki tök á því að gera grein fyrir nema helstu atriðum, en benda má á að frumvarpið með athugasemdum er rúmar 200 blað- síður. Er rétt að vekja athygli á eft- irtöldu: Framsetning Frumvarpið er í fjórum hlutum. Í fyrsta hluta þess eru reglur um skaðatryggingar, en það eru þær vátryggingar sem einkum er ætlað að bæta raunverulegt fjárhagslegt tjón hins vátryggða og í samræmi við þá grundvallarreglu í skaða- tryggingum að enginn eigi að geta hagnast á vátryggingunni. Til skaðatrygginga teljast m.a. eigna- tryggingar, rekstrarstöðvunar- tryggingar og ábyrgðartryggingar. Skaðatryggingar eru venjulega skil- greindar með neikvæðum hætti, þ.e. sem þær vátryggingar sem ekki teljast til persónutrygginga. Í öðrum hluta frum- varpsins eru reglur um persónutrygging- ar, en það eru vá- tryggingar sem vernda eiga hags- muni, sem felast í lífi manna eða heilsu. Til persónutrygginga teljast líftryggingar, slysatryggingar og sjúkratryggingar. Í þriðja hluta frum- varpsins eru nokkrar almennar reglur og í fjórða hluta eru gild- istökuákvæði og ákvæði um brott- fallin lög. Aukin persónuvernd Skerpt er á ákvæðum um upplýs- ingaskyldu vátryggingafélaga við vátryggingar-taka/vátryggðan bæði við gerð vátryggingarsamnings, meðan samningurinn gildir og við uppgjör bóta. Sambærileg ákvæði eru ekki í gildandi lögum. Sérstakar reglur eru um upplýs- ingagjöf vátryggingartaka við töku vátryggingar og takmarkanir á heimildum vátryggingafélaga til þess að afla upplýsinga í persónu- tryggingum. Ákvæði þessi eru ný- mæli í íslenskum vátryggingarétti og tengjast mjög umræðu sem verið hefur hin seinni ár um hagnýtingu upplýsinga m.a. úr gagnagrunnum um heilsufar fólks. Ítarleg ákvæði hafa verið sett fram um ábyrgðartakmarkanir og varúðarreglur, svo og um uppgjör bóta. Nokkuð hefur þótt skorta á að gildandi lög gerðu fullnægjandi grein fyrir þessum atriðum, auk þess sem flókin álitaefni hafa risið um mörk hlutlægra ábyrgðarund- anþága. Reynt er að ráða fram úr þessum álitaefnum með nýskipan reglna. Sérstaklega er fjallað um hópvá- tryggingar, en ekki er að finna ákvæði um þær í gildandi lögum. Lausn ágreiningsefna Í gildandi lögum er ekki gert ráð fyrir sérstöku úrræði fyrir vátrygg- ingartaka þangað sem þeir geta leitað með ágreiningsefni sem upp kunna að koma. Í samræmi við þá auknu neytendavernd, sem ráð er fyrir gert í frumvarpinu, verður verksvið Úrskurðarnefndar í vá- tryggingamálum útvíkkað. Þannig verða möguleikar neytenda til þess að hljóta skjóta og ódýra úrlausn ágreiningsefna stórauknir. Haft var samráð við þá sem aðild eiga að samningi um starfsemi Úrskurðar- nefndarinnar við samningu þessa ákvæðis, en þeir eru, auk viðskipta- ráðuneytisins, Neytendasamtökin og Samband íslenskra trygginga- félaga. Ábendingar Frumvarpsdrög nefndarinnar og athugasemdir með þeim hafa verið sett á heimasíðu ráðuneytisins http://vidskiptaraduneyti.is. Hefur verið ákveðið að gefa hagsmuna- aðilum, sem þess óska, kost á því að gera athugasemdir við frumvarps- drögin til loka þessa mánaðar. Að þeim tíma loknum verður farið yfir innsendar athugasemdir og endan- legur frumvarpstexti búinn til þing- legrar meðferðar. Vænti ég þess að þeir, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, eða þeir sem telja sig hafa efnislegar ábendingar eða athugasemdir við frumvarpsdrög nefndarinnar, sendi ráðuneytinu ábendingar sínar fyrir lok mánaðarins. Aukin neytendavernd við gerð vátryggingarsamninga Valgerður Sverrisdóttir Frumvarp Það varð niðurstaðan, segir Valgerður Sverrisdóttir, að lögin tryggðu betur aukna neytendavernd ef norsku lögin yrðu höfð til hliðsjónar. Höfundur er iðnaðar- og viðskiptaráðherra. ÞAÐ er sterkur stjórnmálaflokkur sem á liðsmann eins og Ingibjörgu Sól- rúnu borgarstjóra. Það er styrkleika- merki fyrir Samfylk- inguna að öflugur borgarstjóri hafi sterklega íhugað að koma til liðs við hana í þingkosningum næsta vor. Mjög gott gengi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum sýnir að flokkurinn er orðinn öflugur val- kostur, sem leiðandi ríkisstjórnarflokkur, hvort sem Ingibjörg borgarstjóri hefði komið í landsmálin eða ekki. Auðvitað hefði verið styrkur að jafn reynd- um og öflugum liðsmanni. Það skiptir hins vegar engum sköpum fyrir Samfylkinguna, eða mögu- leika á því að skipta um ríkisstjórn, þó hún komi ekki til liðs við þing- flokkinn að þessu sinni. Það sýndi skoðanakönnunn Kreml.is með skýrum hætti. Ég virði Ingibjörgu borgarstjóra mikils. Ég og aðrir samfylkingar- menn erum henni þakklát fyrir að segja með hreinskiptum hætti að Samfylkingin sé hennar flokkur. Mér fannst líka mikið til um örlæti Össurar, sem setti það sem hann mat hagsmuni flokksins ofar sínum eigin, með því að bjóða henni að verða forsætisráðherraefni Sam- fylkingarinnar. Það sýnir hvers konar formaður hann er. En Samfylkingin var ekki stofnuð utan um forystumenn. Samfylkingin var stofnuð vegna hug- sjóna sem miða að því að jafna tækifærin í landinu og að rétta hlut þeirra sem erfitt eiga. Viðfangsefni okkar er ekki hvaða fólk við ætlum að leiða til valda, heldur hvernig við ætlum að liðsinna því fólki sem þarf á liðveislu að halda. Í fjölmiðladansinum síðustu daga og vikur hefur þetta fólk alveg gleymst. Um hagsmuni þessa fólks eiga þó stjórnmál að snúast, en ekki hver hefur mest völd og beitir þeim harðast. Samfélagið er því miður gegnsýrt af foringjadýrkun. Samfylkingin á aldrei að taka undir hana. Það er líka mála sannast að Samfylking mun lifa góðu lífi hvort sem formaðurinn heitir Össur eða Ingibjörg. Stjórnmál þola ekki bið eða óvissu, sagði ég í grein hér í blaðinu í síðustu viku. Skýrar línur eru alltaf mikilvægar. Þessvegna voru orð borgarstjóra í tíma töluð og máttu ekki bíða. Nú er það verkefni framundan að skapa skil- yrði fyrir nýrri ríkisstjórn. Hana ætlar Samfylkingin ekki að mynda til að leiða einhverjar persónur til valda í samfélaginu, heldur til að jafna leikinn og rétta hlut þeirra sem eiga undir högg að sækja. Það verkefni þolir enga bið. Um það eiga stjórnmálin að snúast. Sam- fylkingin á ekki að ýta undir orð- ræðu um sterka foringja. Á end- anum verða þeir lýðræðinu alltaf hættulegir. Karl V. Matthíasson Stjórnmál Samfylkingin var ekki, segir Karl V. Matthías- son, stofnuð utan um forystumenn. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Orð í tíma töluð VIÐ upphaf skóla-ársins viljum við bjóðaykkur stúdenta við Háskóla Íslands vel- komna til leiks og starfa. Framundan er skemmtilegur vetur hjá okkur í Vöku en við erum nú í fyrsta sinn í meirihluta Stúd- entaráðs HÍ í ellefu ár. Okkur er það mikið kappsmál að standa okkur vel á starfsárinu en það tekst ekki nema með lifandi tengslum við stúdenta. Því viljum við nú bjóða ykkur jafnframt vel- komin í Vöku og hvetja ykkur til að ganga til liðs við okkur í vetur. Það er engin formleg inngönguleið í Vöku en stúdentar sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu geta sent okkur tölvupóst á vaka@hi.is og við höfum samband um hæl. Þá stend- ur félagið jafnframt fyrir fjölda at- burða s.s. hádegisfundum, málefna- fundum, ferðum út á land, ferðum á ráðstefnur erlendis, alþjóðakvöld- um og djammkvöldum á helstu skemmtistöðum borgarinnar. Þetta eru kjörin tækifæri til að láta til sín taka og hafa í framhaldinu áhrif á starfið í Vöku og Stúdentaráði auk þess að efla tengsl við háskólastúd- enta úr öllum deildum. Fyrsta skrefið er að hrista af sér feimnina og þá eru allir vegir færir. Fylgist vel með í vetur Vaka er nú þegar komin í allar byggingar Háskólans og byrjuð að kynna starfsemi sína. Við höfum gefið út glæsilegt blað til að kynna félagið, hádegisfundur þar sem ný- nemum er kynntur Háskólinn var sl. fimmtudag og á föstudagskvöld- ið verður fyrsta Vökupartí vetrar- ins á Hverfisbarnum en stúdenta- væn tilboð verða á barnum. Þá minnum við á heimasíðu okkar, vaka.hi.is, en hún er uppfærð reglulega og inniheldur helstu fréttir af hagsmunabaráttunni og innra starfi félagsins. Þá eru þar auglýstir helstu viðburðir hverju sinni. Hvað er Vaka? Vaka er félag lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands. Fé- lagið var stofnað 1935 til höfuðs tveimur félögum sem fyrir voru. Þetta voru félag róttækra stúdenta, sem þótti hallt undir Sovétríkin og kommúnisma, og félag þjóðernis- sinnaðra stúdenta, sem hyglaði skoðunum sem áttu upp á pallborð- ið í Þýskalandi Hitlers. Vaka leit því dagsins ljós til verndar því lýð- ræði, mannréttindum og frelsi sem við til allrar hamingju búum við í dag. Vaka hefur ekki gleymt upp- runa sínum og hefur alla tíð barist gegn kúgun og óréttlæti harð- stjórnarríkja. Nú síðast var félagið í fararbroddi við mótmæli sem fram fóru í tilefni af komu Jiang Zemin, forseta Kína, hingað til lands í sumar og þar áður við komu Li Peng árið 2000. Þessir menn bera meðal annars ábyrgð á stúd- entamorðunum á Torgi hins him- neska friðar. Við báðar þessar heimsóknir var framganga Vöku hispurslaus og vaskleg. Að öðru leyti en þessu er Vaka ekki póli- tískt félag og skilgreinir sig ekki á pólitískum kvörðum. Félagið er fyrst og fremst hagsmunabandalag þeirra stúdenta sem vilja gera góð- an háskóla betri og trúa því að með samstilltu átaki geti stúdentar haft jákvæð áhrif á umhverfi sitt. Vaka er félag fyrir alla stúdenta við Há- skóla Íslands. Vertu með Vöku í vetur Að lokum viljum við enn á ný hvetja sem flesta stúdenta til að koma til liðs við okkur í Vöku því hver einstök skoðun breikkar sjón- deildarhringinn og eflir hagsmuna- baráttu stúdenta. Vertu með í gef- andi starfi og skemmtilegu félags- lífi. Vertu með Vöku í vetur. Guðfinnur Sigurvinsson Vaka Við hvetjum sem flesta stúdenta, segja Guð- finnur Sigurvinsson og Þóra Pétursdóttir, til að koma til liðs við okkur. Guðfinnur er formaður Vöku og Þóra gjaldkeri. Þóra Pétursdóttir Velkomin í skólann! Viltu léttast um 1-4 kíló á viku Símar 557 5446 og 892 1739
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.