Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 25
Matthew Perry og Elizabeth Hurley í myndinni Serving Sara. BANDARÍSKA gamanmyndin Serv- ing Sara með þeim Matthew Perry og Elizabeth Hurley í aðalhlutverkum fjallar um Joe Tyler, sem vinnur fyrir sér með því að neyða dómsskjöl upp á auðtrúa fórnarlömb, allt frá bófum til milljónamæringa. Hann er staðráðinn í að þjóna sínu fólki og næsta fórn- arlamb Joe er Sara Moore. Hún hefur nefnilega náð að raka saman miklum auði á nautgriparækt í félagi við Gordon vin sinn, en þar sem Gordon vill nú sitja einn að auðæfunum, ræð- ur hann Joe til að koma því í kring að svo geti orðið. En Sara er ekki neitt lamb að leika sér við. Hún undirbýr aðgerð til að endur- heimta það sem hún telur sig réttilega eiga. Það eru peningar ásamt sjálfs- virðingu og kannski örlitlum skammti af sannri ást. Áður en Gordon nær sínu fram, uppgötvar Sara að til að snúa hlutunum sér í hag, þarf að grípa til örþrifaráða. Hún gerir Joe tilboð, sem hann getur ekki hafnað. Handritshöfundar myndarinnar eru Jay Scherick og David Ronn, en leikstjórinn er Reginald Hudlin. „Þegar ég sá handritið, varð ég strax spenntur fyrir að gera rómantíska gamanmynd,“ sagði framleiðandi myndarinnar Dan Halsted, sem hefur m.a. framleitt Any Given Sunday í leikstjórn Oliver Stone og The Virgin Suicides í leikstjórn Sofia Coppola. „Reggie Hudlin var augljóslega rétti leikstjórinn enda hefur hann mikla til- finningu fyrir svona myndum. Eftir að hann leikstýrði Boomerang með Eddie Murphy, fannst mér liggja í augum uppi að hann einn kæmi til greina sem leikstjóri myndarinnar,“ segir framleiðandinn sem nýlega hef- ur lokið framleiðslu Beyond Borders með Angelina Jolie og Clive Owen. Hudlin, sem verðlaunaður var sér- staklega fyrir frumraun sína sem leikstjóri, gamanmyndina House Party árið 1990 á Sundance-kvik- myndahátíðinni, sagðist hafa verið gagntekinn af gerð myndarinnar þeg- ar hann hafði lokið lestri handritsins, en House Party er byggð á stuttmynd sem hann leikstýrði á námsárunum „Mér finnst einkar skemmtilegt að leikstýra persónum, sem ættu að vera saman, en lenda svo sífellt í aðstæð- um, sem stía þeim í sundur.“ Leikarar: Matthew Perry (The Whole Nine Yards, Three to Tango, Almost Heroes); Elizabeth Hurley (Bedazzled, Permanent Midnight); Vincent Pastore (Made, Deuces Wild, Riding in Cars with Boys); Bruce Campbell (Spider-Man); Amy Adams (Drop Dead Gorgeous). Leik- stjóri: Reginald Hudlin. Staðráðinn í að ná rétti sínum Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Kefla- vík og Akureyri frumsýna Serving Sara með Matthew Perry, Elizabeth Hurley, Vincent Pastore, Bruce Campbell, Amy Adams og Marshall Bell. LISTIR/KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 25 Nokia 3310 á 9.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2.100 kr. 9.900 kr. Þú hringir …með GSM áskrift hjá Íslandssíma. Nokia 3510 á 18.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2.100 kr. 18.900 kr. Nokia 3410 á 14.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2.100 kr. 14.900 kr. Hringdu í 800 1111, komdu í verslun okkar í Kringlunni eða líttu á islandssimi.is. Með Íslandssíma hringir þú frítt í fjögur númer innan kerfis og á þjónustusvæði okkar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IS S 18 33 3 07 /2 00 2 Í SPENNUMYNDINNI Triple X eða XXX fer Vin Diesel með hlut- verk Xander Cage, skapbráðs og óttalauss spennufíkils, sem leyni- þjónusta Bandaríkjastjórnar ræður til að uppræta hryðjuverkahring í Prag. Honum er falið að safna saman upplýsingum um hryðjuverkasam- tök, sem hafa það að markmiði að tortíma heiminum. Hann er ekki alls kostar ánægður þegar hann er pínd- ur í að taka verkefnið að sér, en svo virðist sem anarkistinn Xander Cage sé eina von mannsins á þessum ógn- artímum. Með aðstoð Augustus Gibbons, sem leikinn er af Samuel L. Jackson, ráðast þeir í sérverkefnið af krafti með þeim afleiðingum að hitna fer í kolunum svo um munar. Eftir handritshöfund myndarinn- ar Rich Wilkes liggja m.a. handrit að Airheads, The Stoned Age, The Jerky Boys Movie, Beer Money og Glory Daze. Og ef að líkum lætur verður nóg um hasar, brellur, hraða, sprengingar, áhættuatriði, fagrar meyjar, flotta bíla og þungarokk í takt við allt saman. Þessi mynd kemur frá framleið- endum og leikstjóra The Fast and the Furious, sem gerði garðinn frægan í fyrrasumar. Leikstjórinn Rob Cohen, sem er fæddur og uppal- inn í New York og nam mannfræði við Harvard-háskóla, hefur nær þriggja áratuga reynslu í kvik- myndageiranum, fyrst sem framleið- andi og á síðari árum hefur hann átt velgengni að fagna sem leikstjóri. Eftir að hafa komið að framleiðslu fjölda mynda fyrir Motown, stofnaði hann sitt eigið kvikmyndagerðarfyr- irtæki árið 1978 þar sem hann fram- leiddi kvikmyndir með stórstjörnum í helstu hlutverkum. Nefna má: The Witches of Eastwick, The Running Man, The Serpent and the Rainbow, Bird on a Wire, Ironweed og Light of Day. Í leikstjórastólnum hefur Cohen bæði unnið að sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hvað sjónvarpi við kemur, má nefna þætti eins og Miami Vice, Hooperman, A Year in the Life, Private Eye og Vanishing Son. Hann hefur auk þess leikstýrt kvikmyndum á borð við: The Skulls, The Rat Pack, A Small Circle of Fri- ends, Daylight og Dragonheart. Leikarar: Vin Diesel (Fast & the Fur- ious, Pitch Black, Saving Private Ryan); Asia Argento (Trauma, The Stendhal Syndrome, The Phantom of the Opera); Marton Csokas (Down and Under, The Lord of the Rings, Garage Days); Sam- uel L. Jackson (Pulp Fiction, Changing Lanes, No Good Deed) og Michael Roof (Black Hawk Down, Dances With Wolves, Air Force One). Leikstjóri: Rob Cohen. Upprætir hryðjuverkahring Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó, Sambíóin Keflavík og Borgarbíó Ak- ureyri frumsýna XXX með Vin Diesel, Asia Argento, Marton Csokas, Samuel L. Jackson og Michael Roof. Reuters Vin Diesel sem Xander Cage í spennumyndinni XXX. ÞEGAR eiginmaður, sem jafnframt er besti vinur manns, starfsfélagi og faðir barnanna manns, hverfur allt í einu af vettvangi sporlaust í vinnuferð í stríðshrjáðu landi og engar sannanir eða vísbendingar eru fyrir höndum um hvar ástvinurinn er niður kominn getur verið úr vöndu að ráða fyrir þá sem eftir sitja með ótal spurningar. Samferðamenn telja hann af, en til- finning eiginkonunnar er aðeins sú að eiginmaðurinn sé á lífi. Hún ákveður að fylgja hugboði sínu í stað þess að láta buga sig og leggur í langferð í leit að manninum sínum á meðan börnin tvö bíða föður síns heima. Þetta er upphaf söguþráðar kvik- myndarinnar Harrison’s Flowers sem frumsýnd verður í dag, en mynd- in hefur á íslensku fengið yfirskriftina Dauðaleit. Sögusviðið eru stríðsátök- in í fyrrum Júgóslavíu þar sem stríðið undirstrikar þann hrottafengna glundroða sem það skapar. Myndin hlaut þrenn aðalverðlaun á San Seb- astian-hátíðinni á Spáni, en hún var þar valin sem besta myndin auk þess sem Elie Chouraqui fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn og Nicola Pec- orini fyrir bestu kvikmyndatökuna. Harrison Lloyd er sendur til Júgó- slavíu til að safna fréttum og myndum af minniháttar deilum sem ljósmynd- ari og blaðamaður Newsweek. Hann samþykkir ferðalagið með því skilyrði að það verði hans síðasta þar sem hann hafi hug á því að fara að vera meira heima, bæði til að sinna börn- unum sínum tveimur, Cesar og Marg- aux og blómaræktinni, sem er bæði ástríða hans og áhugamál enda er hann orðinn þreyttur á að vera sífellt takandi myndir af öllum þeim hryll- ingi, sem viðgengst í heiminum. Harrison kveður fjölskyldu sína með það loforð á vörunum að hann muni snúa til baka fyrir afmælisdag barna sinna, en þegar hann svo birtist ekki á réttum tíma og farið er að grennslast fyrir um ferðir hans, er hann sagður týndur á Osjiek-svæðinu í Norður- Króatíu. Nokkrum dögum síðar er hann svo talinn af. Þessar fréttir verða til þess að ver- öld eiginkonunnar Söru Lloyd hryn- ur, en mitt í öllum sársaukanum er hún þess fullviss að þessar fréttir eigi ekki við rök að styðjast. Í nóvember 1991 þegar stríðsátökin milli Króata og Serba eru hvað verst ákveður Sara að stíga upp í flugvél á JFK-flugvelli í New York og halda sem leið liggur út í óvissuna til að gera dauðaleit að manninum sínum. Sagan um leitina er í senn saga Harrison-blómanna auk þess sem hún freistar þess að svara þeirri spurningu hvort ást einnar konu geti á einhvern hátt storkað vit- firringu mannskepnunnar. Leikarar: Andie Macdowell (The Muse, Muppets from Space, Town and Country); David Strathairn (A Mid- summer Night’s Dream, A Map of the World, Limbo); Elias Koteas (Lost Souls, The Thin Red Line, Living Out Loud); Adrien Brody (Summer of Sam, Oxygen); Brendan Gleeson (Lake Placid, Mission Impossible 2); Alun Armstrong (With or Without You). Leikstjóri: Elie Chouraqui. Dauðaleit að eiginmanninum Háskólabíó frumsýnir Dauðaleit með Andie Macdowell, David Strathairn, El- ias Koteas, Adrien Brody, Brendan Gleeson og Alun Armstrong. Andie Macdowell í verðlauna- myndinni Harrison’s Flower.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.