Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „LISTAVERKIÐ Stoð mun minna okkur á með óvenju táknrænum hætti, hvern einasta dag, um alla framtíð, að við stöndum ekki ein,“ sagði Vilborg Traustadóttir, for- maður MS-félags Íslands við at- höfn sem fram fór í tilefni af af- hjúpun listaverksins við hús félagins í gær. „Það er áfall að greinast með sjúkdóm og sjá fram á skert lífsgæði. Það kallar fram óöryggi og dregur úr manni kjark. List og fegurð göfgar. Hún lyftir okkur upp úr daglegum áhyggjum og veitir gleði,“ sagði hún. Listaverkið Stoð er eftir mynd- höggvarann Gerði Gunnarsdóttur, sem er félagi í MS-félaginu. „Verkið á að tákna þann stuðning og þá samheldni sem hverri mann- eskju er nauðsynleg,“ sagði lista- konan er verkið var afhjúpað. „Það er von mín að þetta verk minni ávallt á það að enginn stendur einn og allir þurfa á stoð að halda.“ Vilborg sagði hugmyndina að listaverki á lóð félagsins hafa kviknað árið 2000 þegar Reykja- víkurborg veitti félaginu við- urkenningu fyrir fallegan frágang lóðarinnar. Séra Pálmi Matthíasson blessaði samkomuna og sagði í ávarpi sínu að styttan ætti að minna á að það er stoð að finna í þessu lífi. „Mörg ykkar sem berið þennan erfiða sjúkdóm hafið kennt okkur hvers virði það er að fara með gát, þiggja sérhvern dag og fara vel með sérhverja þá gáfu og heilsu sem okkur er gefin.“ Sjúkdómurinn mikil ráðgáta MS-félagið var stofnað árið 1968. Árið 1986 var opnuð dagvist í leiguhúsnæði. Fljótlega var ráð- ist í að byggja eigið húsnæði og var það vígt á Sléttuvegi 5 árið 1995. Sjö árum seinna var vígð viðbygging við húsið sem hýsir skrifstofur og göngudeild. Dag- vistin tekur nú við 40 manns. MS-félagið sinnir ennfremur fræðslu um MS-sjúkdóminn, t.d. með blaðaútgáfu og styður rann- sóknir á sjúkdómnum. „En sjúk- dómurinn hefur verið ein mesta ráðgáta læknavísindanna hingað til,“ sagði Vilborg við athöfnina. John Benedikz, læknir og heið- ursfélagi MS-félagsins, afhjúpaði listaverkið. Gospelsystur sungu nokkur lög við athöfnina, en MS- félagið hefur gert samning við þær um framleiðslu á geisla- disknum Undir norðurljósum og verður hann notaður í fjáröfl- unarskyni fyrir félagið. Listaverkið Stoð afhjúpað við hús MS-félags Íslands Morgunblaðið/Kristinn Gerður Gunnarsdóttir myndhöggvari og John Benedikz, er afhjúpaði listaverk hennar, Stoð. „Við stöndum ekki ein“ LÁRA Margrét Ragnars- dóttir, þingmaður og for- maður Íslandsdeildar Evr- ópuráðsins, fer til Kaliningrad í Rússlandi á sunnudag til að kynna sér stöðu mála varðandi hindr- anir á ferðum heimamanna til og frá Rússlandi, en í kjölfarið á hún að leggja fram tillögur fyrir Evrópu- ráðið til lausnar vanda- málinu. Breska dagblaðið Fin- ancial Times gerir málinu góð skil í gær, en þar kem- ur m.a. fram að íslenski þingmaðurinn Lára Mar- grét Ragnarsdóttir eigi að fara á vegum Evrópuráðs- ins til Kaliningrad, rannsaka ferða- frelsi heimamanna og koma með til- lögur til Evrópuráðsins. Lára Margrét Ragnarsdóttir hef- ur starfað í Íslandsdeild Evrópu- ráðsins frá 1991 og auk þess að vera formaður hennar er hún formaður félags- og heilbrigðisnefndar ráðs- ins. Hún hefur mjög látið málefni Tsjetsjníu til sín taka á undanförn- um tveimur árum og er rétt komin þaðan úr fjórðu heimsókn sinni, en Financial Times greindi einnig frá þeirri ferð í vikunni. Lára Margrét segir að ákvörðun ráðsins um að hún færi til Kalining- rad hafi komið sér á óvart, en um sé að ræða mjög mikilvægt mál fyrir íbúa héraðsins, og ákvörðun þurfi að taka fljótt og vel. Kaliningrad sé hluti af Rússlandi en til að komast á milli þurfi íbúarnir að fara í gegnum Litháen og síðan Lettland eða Hvíta-Rússland, eða í gegnum Pól- land og Hvíta-Rússland, en auk þess sé hægt að fara sjóleiðina til Péturs- borgar og fljúga, en það séu dýrari kostir. Vandinn sé sá að íbúarnir þurfi að fá vegabréfsáritun til að fara í gegnum viðkomandi land eða lönd og það sé oft erfiðleikum bund- ið auk þess sem þeim hafi verið gert erfitt fyrir á landamærunum. Hin hliðin sé sú að Eystrasalts- ríkin og Pólland vilji ekki binda hendur sínar með samningum sem geti haft áhrif á aðild þeirra að Evr- ópusambandinu. Lára Margrét Ragnarsdóttir seg- ir að Evrópuráðið leggi megin- áherslu á að auðvelda ferðir Evr- ópubúa milli landa álfunnar og innan þeirra og hennar hlutverk í Kalin- ingrad verði að finna lausn sem allir geti sætt sig við. Því fari hún til við- komandi landa um helgina, kynni sér stöðuna og leggi fram tillögur til úrbóta í kjölfarið, en Evrópuráðið taki þær til umræðu í vikunni þar á eftir. Lára Margrét Ragnarsdóttir, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsins Leggur fram tillögur vegna Kaliningrad                                  ! !"#$     Lára Margrét Ragnarsdóttir. Morgunblaðið/Ásdís SALA á notuðum bílum hefur gengið mjög vel að undanförnu, samkvæmt samtölum sem Morgunblaðið átti við nokkra bílasala, innan og utan bíla- umboðanna. Framboð af notuðum bíl- um er sagt mikið og mun aukast á næstu dögum og vikum þegar stærstu bílaleigurnar endurnýja flota sína eins og jafnan að hausti til. Telja bílasalar að þetta geti haft tímabund- in áhrif til lækkunar og dæmi eru um að fólk spyrji hvenær von sé á bíla- leigubílunum. Bílabúð Benna er með stórlækkun þessa dagana á notuðum bílum. Árni Sveinsson sölustjóri segir að gripið hafi verið til tímabundinnar verð- lækkunar sökum offramboðs. Hann segir að þetta sé orðinn árlegur við- burður á markaðnum þegar endur- nýjun á sér stað hjá bílaleigunum. Árni segir að sala á notuðum bílum hafi verið mjög góð í sumar og við- brögðin við lækkuninni nú sömuleiðis. Ingi Friðriksson, framkvæmda- stjóri Bílasölu Íslands, hefur sömu sögu að segja og Árni. Hann segir mikla hreyfingu hafa verið í sölu not- aðra bíla. Þannig hafi hann selt nærri 30 bíla í síðustu viku sem teljist mjög gott. Það sé alkunna þegar samdrátt- ur eigi sér stað í sölu nýrra bíla líkt og hafi verið á þessu ári. Ingi á ekki von á mikilli verðlækkun, nema þá helst á þeim tegundum bíla sem bílaleigurn- ar séu að endurnýja. „Þetta gengur yfir á stuttum tíma, umboðin eru fljót að sópa þessum bílaleigubílum út,“ segir Ingi. Hann segist einkum finna fyrir skorti á not- uðum bílum í ódýrari kantinum og dísilbílum. Mikið framboð sé af al- gengum og nýlegum bílategundum. Pétur Björnsson, sölustjóri Bíla- hússins hjá Ingvari Helgasyni hf., segir söluna jafna og góða og svo hafi verið síðustu mánuði. Staðan sé svip- uð nú og fyrir ári. „Við erum vel sátt- ir,“ segir Pétur sem á ekki von á sér- stakri verðlækkun á næstunni, nema þá að lækkun muni eiga sér stað á nýjum bílum. Finnum hug í fólki Hjálmar Steinþór Elíesersson, sölumaður notaðra bíla hjá Toyota- umboðinu, segir að salan hafi gengið mjög vel í sumar. Þó hafi örlítið hægst á henni í ágústmánuði en september fari vel af stað. Hann segir að ekki hafi verið jafn lítið til af notuðum bíl- um hjá þeim síðan árið 1999, sumar tegundir sjáist varla á markaðnum. „Við finnum hug í fólki. Eftir því sem jákvæðari fréttir eru af efna- hagslífinu verður fólk jákvæðara. Vextir af bílalánum hafa líka verið að lækka og það hefur sín áhrif,“ segir Hjálmar. Hann segir að töluvert sé farið að spyrja um hvenær bílaleigu- bílar komi í sölu, það sé kunnuglegt ástand á þessum árstíma. Von á fjölda bílaleigubíla á markaðinn Bílasalar finna fyrir mikilli hreyfingu á notuðum bílum UNGUR íslenskur verkfræðinemi, Bjarki Hólm, hefur átt þátt í að skrifa fjórar forritunarbækur á ensku sem bandaríska tölvubóka- forlagið Wrox gefur út. Bækurnar eru meðal annars í sölu hjá vef- versluninni Amazon. Bjarki er 23 ára gamall og lýk- ur verkfræðinámi næstkomandi vor frá Háskóla Íslands. Hann seg- ir aðdragandann að því að hann var fenginn til að skrifa í bæk- urnar vera þann að hann hafði skrifað pistla um tölvuforritun inn á heimasíður sem útsendari bóka- forlagsins hafi heimsótt. „Í framhaldinu setti hann sig í samband við mig og þá sendi ég honum efni sem ég hafði skrifað.“ Að sögn Bjarka eru bækurnar hluti af bókaseríu sem er hugsuð á þann veg að í þær skrifi forritarar efni fyrir aðra forritara. Þannig sé um eins konar handbækur að ræða fremur en kennslubækur. „Þær eru kannski ekki á jafn fræðilegum nótum en margar aðr- ar seríur. Í bókunum er fjallað um forritunarmynstur og aðferð til að leysa ákveðin vandamál með for- ritun og gagnasafnsfræði.“ Hann segir allt að átta höfunda að hverri slíkri bók en að hann sé að- alhöfundur að einni þeirra fjög- urra bóka sem hann hefur skrifað í. Bjarki bendir á að hann sé ekki eini Íslendingurinn sem hafi skrif- að fyrir Wrox því félagi hans, Ólafur Gauti Guðmundsson, hafi tekið þátt í að skrifa tvær bækur sem fyrirtækið hefur gefið út. „Við vorum báðir að vinna hjá sama forritunarfyrirtæki hér á Ís- landi og komumst svo að hjá Wrox óháð hvor öðrum þannig að það var mjög skemmtileg tilviljun. Þá var hann að vinna á skrifstofu fyr- irtækisins í New York og komst í kynni við þá þar en ég komst í kynni við þá héðan.“ Hefur tekið þátt í að skrifa fjórar enskar forrit- unarbækur Ungur verkfræðinemi við Háskóla Íslands ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.