Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FRJÁLS félagasamtök hafaauðvitað verið til frá örófialda. Við þekkjum nokkurdæmi um þau frá fyrstu öldum Íslandssögunnar. Samt má halda því fram að frjáls félagasamtök séu fyrst og fremst fyrirbrigði síðari hluta tuttugustu aldarinnar. Þeim hefur nefnilega á síðustu fimmtíu árum fjölgað með miklum hraða í þeim löndum sem við teljum okkur helst til, þessum svokölluðu Vesturlöndum. Um leið hafa hlutverk þeirra og verkefni tekið stakkaskiptum. Kannski er samband á milli þró- unarstiga þjóðfélaganna og umsvifa frjálsu félaga-samtakanna. Banda- ríski hagfræðingurinn Burton Weisbrod heldur því a.m.k. fram í þekktri bók í þessum fræðum, The Nonprofit Economy, að eftir því sem samfélögin verði fjölbreyttari og flóknari verði meiri þörf fyrir frjáls félagasamtök; þau eigi auð- veldara með að uppfylla ný áhuga- mál og nýjar samfélagslegar þarfir, sem kvikna með fjölbreytileika samfélaganna, heldur en opinberir aðilar og einkaðilar. Opinberu að- ilarnir verða yfirleitt að láta jafnt yfir alla ganga; einkafyrirtæki ráða illa við að framleiða vöru og þjón- ustu sem felur í sér almanna- (public) eða sameiginleg (collective) gæði; einkaaðilanum hentar betur að framleiða vöru sem einn aðili kaupir og neytir, þarf ekki að deila henni með öðrum. Líklega þarf lengri tíma til að sannreyna gildi þessarar þróunar- kenningar og annarra álíka. Sann- leikurinn er sá að þótt rannsóknir á starfsemi, eðli og einkennum frjálsra félagasamtaka hafi sprung- ið út á síðustu árum, reyndar rétt rúmum áratug, eru þau enn á því- líku bernskuskeiði að lítið sam- komulag ríkir enn um hugtakanotk- un. Þriðji geirinn er t.d. vinsælasta samheitið yfir frjálsu félagasamtök- in (þrjátíu ára gamalt hugtak) en líka er talað um óháða geirann, sjálfboðaliðageirann, „borgaralega samfélagið (aðallega í Austur-Evr- ópu)“, óopinberu (nongovernmen- tal) samtökin og hugsjónageirann (eins og Svíar vilja nefna hann); merkingin er aðeins mismunandi. Á íslensku sárvantar okkur enn góða þýðingu á „nonprofit organization“, sem er vinsælasta hugtakið yfir ein- stök félög í þessum félagahópi. Þegar hafa þessar rannsóknir leitt margt forvitnilegt í ljós, sem vert er að draga fram. Sýnt hefur verið fram á að í Bandaríkjunum hafi þriðji geirinn á undanförnum áratugum vaxið ferfalt hraðar en efnahagslífið í heild; til hans teljast nú 8–9% af landsframleiðslu og 11– 12% af heildaratvinnu í landinu. Hverjar eru sambærilegar tölur hér heima? Við finnum þær helstu í útreikningum Þjóðhagsstofnunar, sem í tengslum við framleiðslu- reikninga þjóðhagsreikninga hefur á þessum síðustu misserum sínum byrjað að skipta íslenska hagkerf- inu í geira, geiraskipta eins og stofnunin kallar það. Einn af þess- um geirum heitir „velferðarstofnan- ir og samtök“, að evrópskri þjóð- hagsreikningafyrirmynd . Þótt enn sé margt óljóst í þessum tölum, t.d. varðandi flokkun trúfélaga og mat á sjálfboðastarfi, bendir margt til að beru aðilarnir hafa tekið að Þetta samspil opinbera geirans hefur verið sérle andi á Norðurlöndum. Sn tuttugustu öldinni urðu átök á milli norrænna fé taka og opinberra aðila breyttust síðar í samvinn hið opinbera fór að styrkj og fela þeim verkefni. Skó félögin eiga orðið langa sö vinnu við Skógrækt ríkisi búnaðarráðuneytið, sveitar fleiri opinbera aðilar. Frjá rænu félögin kusu oft og koma verkefnum sínum höfn hjá ríkinu, þar sem þ traustari fjármögnunar he hinum frjálsa vettvangi. enn að gerast, ekki síst á velferðar- og heilbrigðism hefur í vaxandi mæli or skipti félagasamtakanna a ast við nýjum þörfum, taka málum sem ekki er sinnt, sýnileg, móta lausnir – s lenda síðar hjá hinu opin þessu leyti hafa frjálsu fé tökin og opinberu aðilarn saman, enda er stundum þá sem samstarfsaðila í a þjónustu – Partners in pub ice. Mörkin á milli þessara g því oft óljós, og hið sama g mörk þeirra og einkageira og við þekkjum hefur hið o seinni tíð oft komið verk hendur einkaaðila – ei Kröfur um hagkvæmni, markskostnað, um mikla getu sem oft útheimtir v fjárfestingar, hafa kallað á færslu til einkageirans. Ein geta hins vegar ekki uppfy aðrar óskir hins opinbera; erfitt með að tileinka sér sa leg markmið og hafa freist kasta slíkum markmiðum f þegar á reyndi; hvaða mar er í raun fylgt kann hins reynast erfitt að sannreyn er það sem sumir hagfr kalla samningsbrest (cont ure). Því sjáum við líka dæ þegar aðstæður leyfa, að ríkisins séu fengin félaga um. Nýleg íslensk dæmi, breytingu á fullorðinsfræð aðra og samning Náttúru ríkisins við Hellarannsók um eftirlit með og vernd eru þessa eðlis. Hið opinbera hefur margt að sækja til frjálsu þessi geiri hafi átt 3–4% hlut í lands- framleiðslu Íslands árið 1997 (vinnsluvirði 13,6 milljarðar af 424 millljörðum í öllum atvinnugrein- um). Einhverjum kann að finnast það lág tala, í samanburði við þá sem ég nefndi áður, en hún nemur samt sem áður þremur/fjórðu af hlutdeild fiskiðnaðar í landinu, og meira en tvöföldum hlut ál- og kís- iljárnframleiðslu. Enn hefur ekki verið lagt mat á sjálfboðna vinnu. Innan þriðja geirans kennir ým- issa grasa. Þar er að finna fjölbreytt viðfangsefni – í töflum Þjóðhags- stofnunar er „velferðarstofnunum og samtökum“ t.d. skipt í eftirtalda átta undirflokka: íþróttastarfsemi, trúmál, elliheimili, velferðarstofn- anir, hagsmuna- og starfs- greinasamtök, ýmsa starfsemi áhugasamtaka (eins og Skógrækt- arfélaganna), starfsemi hins opin- bera (þar sem átt er við nokkrar stofnanir sem ríki eða sveitarfélög eiga aðild að með öðrum), og annað. Við finnum innan þriðja geirans líka mörg félagaform, eins og sjóði, fé- lagasamtök, sjálfseignarstofnanir eða jafnvel einkahlutafélög. Þriðja- geirastarfsemi er reyndar hvergi á Vesturlöndum lagalega vel skil- greind, nema e.t.v. í Bandaríkjun- um, þar sem þau eru flokkuð og skilgreind í skattalögum, eftir skattalegri stöðu þeirra. Eitt sameinar þennan hóp félaga og greinir hann frá öðrum félögum, það eru markmiðin sem þau starfa eftir – eða kannski ætti ég að segja sem þau starfa ekki eftir. Þau eru, eins og segir í þýðingu hagfræði- orðasafns íslenskrar málnefndar á „non-profit organization“: „stofnun, fyrirtæki eða samtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni“. Með já- kvæðu formerki gæti skilgreiningin hljómað þannig: þetta eru félög sem keppa að öðrum markmiðum en há- markshagnaði. Íslenski þriðji geirinn teygir sig því víða og snertir líf fólks með margvíslegum hætti frá fæðingu til grafar. Við verðum þó varla vör við hann sem eina heild, nema þá í þess- um reikningum Þjóðhagsstofnunar. Líklega er hópur frjálsu félaganna mun sundurlausari hér á landi en víðast annars staðar, hann hefur mun takmarkaðra samstarf, t.d. um sameiginleg hagsmunamál, svo sem skatta- og sjálfboðaliðamál, talar sjaldan einum rómi og ræðir varla sameiginleg framfaramál, t.d. varð- andi uppbyggingu og stjórnunarað- ferðir slíkra félaga. Sögulega séð skýrist staða og hlutverk þriðja geirans að nokkru leyti af stöðu hans gagnvart hinum tveimur stóru geirunum í efnahags- lífinu, opinbera geiranum og einka- geiranum, sérstaklega þeim opin- bera. Í Evrópu hafa ríkið, héruðin og sveitarfélögin tekið að sér stærri hlutverk við að tryggja velferð al- mennings heldur en sambærilegir aðilar t.d. í Norður-Ameríku. Opin- ber mennta-, heilbrigðis- og félags- málakerfi eru víðtækari í Mið- og Norður-Evrópu en víða annars staðar. Sumir fræðimenn (Borzaga) halda því fram að tengslin við vel- ferðarkerfi ríkisins sé einmitt mik- ilvægasti þátturinn í þróun þriðja geirans í Evrópu síðustu áratugina. Bæði stærð geirans og eðli hans mótast af því hvaða hlutverk opin- Hlutverk og stað lagasamtaka í nút Frjáls félagasamtök eiga að vera eðlilegur samstarfsaðili opinberra aðila við lausn á samfélagslegum verkefnum. Slíkt sam- starf á í mörgum tilfellum að geta verið vænlegur valkostur við einkavæðingu, seg- ir í erindi Jónasar Guðmundssonar hag- fræðings, sem hann flutti á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands nýverið. ÁSAKANIR OG TRÚNAÐUR Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar,að fara þess á leit við Ríkisend-urskoðun að hún yfirfari þau vinnubrögð, sem viðhöfð voru þegar ákveðið var að ganga til viðræðna við eignarhaldsfélagið Samson, vegna sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum, eru hárrétt viðbrögð við gagnrýni Steingríms Ara Arasonar á vinnu- brögð einkavæðingarnefndar. Steingrímur Ari, sem átt hefur sæti í einkavæðingarnefnd frá því hún var sett á laggirnar árið 1991, til- kynnti í bréfi til forsætisráðherra á þriðjudag að hann hefði ákveðið að segja sig úr nefndinni. Í bréfinu segir Steingrímur Ari: „Ástæðan eru þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið í aðdraganda þessarar ákvörðunar og hafa nú leitt til þess að aðrir áhuga- samir kaupendur eru sniðgengnir þrátt fyrir hagstæðari tilboð fyrir ríkissjóð á alla hefðbundna mæli- kvarða. Ég hef setið sem fulltrúi fjár- málaráðherra í framkvæmdanefnd um einkavæðingu frá árinu 1991 og aldrei kynnst öðrum eins vinnu- brögðum. Þar sem ég er bundinn trúnaði um einstaka þætti þessa máls treysti ég því að óhlutdrægur aðili verði fenginn til að fara ofan í saum- ana á þeim vinnubrögðum sem eru or- sök afsagnar minnar.“ Þetta eru stór orð og vissulega hlýtur það að teljast áfall fyrir rík- isstjórnina að fulltrúi fjármálaráðu- neytisins í nefndinni frá upphafi skuli segja sig úr henni með þessum hætti. Sala ríkisbankanna er eitthvert mik- ilvægasta verkefni einkavæðingar- nefndar frá upphafi og nauðsynlegt að um sölu þeirra ríki full sátt meðal þjóðarinnar. Því er mikilvægt að gagnrýni Steingríms Ara verði tekin til meðferðar sem fyrst. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og starfandi forsætisráðherra, segir um gagnrýni Steingríms Ara í Morg- unblaðinu í gær: „Við erum ekki sam- mála Steingrími þegar hann segir önnur tilboð vera hagstæðari á alla hefðbundna mælikvarða. Þessu erum við einfaldlega ósammála og það er um þennan ágreining sem málið snýst. Við byggjum ákvörðun okkar á mati HSBC-bankans og einkavæð- ingarnefnd sendir málið áfram til ráðherranefndar sem tekur þessa ákvörðun eins og henni ber. Hún er hinn pólitískt ábyrgi aðili í málinu. Ef menn vilja ekki una því er það rökrétt ályktun að þeir hætti.“ Þótt aðrir fulltrúar í einkavæð- inganefnd sem og í ráðherranefnd um einkavæðingu hafi verið sammála um framhald málsins er það óþægileg staða þegar einn nefndarmaður hefur uppi staðhæfingar, líkt og þær sem Steingrímur Ari hefur sett fram, en segist jafnframt ekki geta skýrt mál sitt frekar þar sem hann sé bundinn trúnaði. Mál sem þetta vekur mikla athygli en jafnframt hefur almenn- ingur ekki þá vitneskju sem hann þarf til að geta tekið afstöðu til þess. Það er því spurning hvort ríkisstjórn- in eigi ekki, auk þess að biðja Rík- isendurskoðun að yfirfara vinnu- brögð nefndarinnar, að leysa Steingrím Ara undan trúnaðarskyldu hans, þannig að hægt sé að ræða ásakanir hans á opinberum vettvangi. HÁSKÓLANÁMSSETUR Á AUSTURLANDI Á annað hundrað Austfirðingastundar nú háskólanám í fjar- námi, en sú staðreynd er eftirtektar- verður vitnisburður um hvaða tæki- færum aukin tækni getur skilað fámennari byggðarlögum hér á landi. Menntamálaráðherra, Tómas Ingi Ol- rich, skipaði nýverið vinnuhóp sem falið hefur verið að móta tillögur um háskólanámssetur á Egilsstöðum, til þess að veita Austfirðingum betri að- gang að háskólanámi með fjarkennslu. Reynsla af fjarkennslu er nú orðin þó nokkur hér á landi og ljóst að til mikils er að vinna á þessu sviði fyrir þau byggðarlög þar sem framhaldsmennt- un hefur verið af skornum skammti. „Þarna erum við að tala um að styrkja stöðu Austfirðinga og sérstak- lega á Egilsstöðum til að miðla betur en verið hefur háskólamenntun í sam- starfi við háskóla í gegnum fjarskipti og fjarkennslu,“ sagði Tómas Ingi af þessu tilefni og benti á að einnig væri ætlunin „að stefna saman á einn stað þeim aðilum sem fást við vísindastarf- semi á þessu svæði, á Egilsstöðum og þar í kring, og búa til hagstætt um- hverfi fyrir háskólanám og rannsókn- ir.“ Nýverið var gerður samningur á milli Háskólans á Akureyri og Náms- flokka Hafnarfjarðar – Miðstöðvar sí- menntunar, um aðgang íbúa á höfuð- borgarsvæðinu að fjarnámi Háskólans á Akureyri, en samningurinn varpar einkar athyglisverðu ljósi á þá mögu- leika sem felast í námi þar sem land- fræðileg mæri eru í raun máð út. Fjar- menntun býður upp á möguleika til að nýta betur en nokkru sinni fyrr þá miklu uppbyggingu sem lagt hefur verið í á sviði menntunar á höfuðborg- arsvæðinu – og reyndar landinu öllu – í þágu þeirra á landsbyggðinni sem hug hafa á að mennta sig án þess að flytja búferlum. Mjög mikilvægt er að halda utan um þann mannauð sem býr utan höfuð- borgarsvæðisins, en tæpast er hægt að gera það með öflugri hætti en að efla menntastigið. Þau margföldunar- áhrif sem aukinni starfsemi á háskóla- stigi fylgja eru fljót að skila sér út í at- vinnulífið og vel til þess fallin að halda í heimamenn og hvetja aðkomufólk til búsetu á viðkomandi svæði. Enginn vafi leikur á að Háskólinn á Akureyri hefur verið mikil lyftistöng fyrir byggðaþróun á Eyjafjarðarsvæðinu. Með vaxandi gengi háskólans þar hef- ur vilji manna til að standa vörð um hagsmuni stofnunarinnar eflst og skilningur á þeim möguleikum sem honum tengjast aukist. Háskólanáms- setur á Egilsstöðum gæti orðið vísir að hliðstæðri uppbyggingu, þar sem Egilsstaðir gegndu lykilhlutverki í framþróun er næði til Austurlands í heild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.