Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HAFIÐ eftir Baltasar Kormák markar kraftmikil tímamót í ís- lenskri kvikmyndasögu. Því með Hafinu er komið fram verk sem ber þess vitni að íslenskt listafólk hafi náð fullkomnum tökum á hinu alþjóð- lega tungumáli kvikmyndalistarinn- ar og nýtt það til að fjalla um sinn eigin veruleika, sögu og framtíð – og skapa heillandi sögu sem hefur sterkar sammannlegar skírskotanir. Kvikmyndin sem um ræðir er byggð á leikritinu Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu árið 1992 og vakti mikla athygli. Í verkinu vék leik- skáldið að knýjandi málefni í íslensku samfélagi, þeirri þróun sem óneitan- lega var að eiga sér stað í undirstöðu- atvinnuvegi okkar, þar sem krafa nú- tímaviðskiptahátta um aukna hagkvæmni og skilvirkari framleiðni var farin að knýja á um breytingar í atvinnuvegi sem um áratugabil hafði byggst upp á smáútgerðum sem voru lifibrauð ótal þorps- og bæjarsam- félaga um land allt. Hagkvæmnisþró- unin var í krafti nýrra kvótalaga þeg- ar farin að gera vart við sig á þeim tíma sem leikritið var skrifað, en þeg- ar Baltasar Kormákur fær augastað á leikritinu sem viðfangsefni kvik- myndar, er þessi þróun mun lengra á veg komin. Í kvikmyndinni er því á margan hátt litið um öxl, horft er á veröld sem var, og þá veröld sem kjarnar allt það sem við Íslendingar erum búin til úr og eigum eftir að bögglast með inn í okkar fjölmenn- ingarlegu og alþjóðavæddu framtíð. Eða eins og frönsk unnusta segir við Ágúst í sögulok áður en þau halda aftur til síns heima í stórborginni París. „Nú veit ég að minnsta kosti hver þú ert.“ Baltasar Kormákur, leikstjóri myndarinnar, og Ólafur Haukur Símonarson unnu saman að handriti kvikmyndarinnar, og er endursköp- un þeirra á verkinu frábærlega unn- in. Verkið hefur verið þýtt yfir á hið myndræna tungumál kvikmyndar- innar, um leið og skerpt er ennfrekar á þeirri samfélagslýsingu og því mannlega drama sem upprunalega sagan býr yfir. Haf Baltasars Kor- máks er jafnvel ofsafengnara en leik- ritið Hafið, þar er frá fyrsta atriði lagt upp með þann kraft og þá orku sem nauðynleg er til að sagan geti staðið undir því tilfinningalega og þjóðfélagslega uppgjöri sem þar á sér stað. Í myndinni, sem gerist í sjávar- þorpi á Íslandi, kynnumst við hinum roskna útgerðarkóngi Þórði (Gunnar Eyjólfsson) og fjölskyldu hans. Þórð- ur hefur ríkt sem einvaldur í þorpinu, hann byggði upp fiskvinnslufyrir- tæki sitt frá grunni og lítur á það sem ábyrgðarhlutverk sitt að ávaxta þann kvóta sem honum áskotnaðist í þágu bæjarsamfélagsins. Hann er tilbúinn að vernda ríkjandi ástand fram í rauðan dauðann, af sömu þrjósku og af sama gerræði og hann hefur sýnt börnum sínum og undirmönnum í gegnum tíðina. Þannig má segja að ákveðin samfélagsmynd sé persónu- gerð í Þórði, á meðan börnin og aðrar persónur sögunnar eru fulltrúar ann- ars konar lífsviðhorfa og breyttra tíma. Börnin þrjú eru Haraldur (Sig- urður Skúlason) sem sinnt hefur fjöl- skyldufyrirækinu frá unga aldri og leitast við að afla sér og konu sinni Áslaugu (Elva Ósk Ólafsdóttir) sem mestra efnislegra gæða. Ragnheiður (Guðrún Gísladóttir) hefur hrakist frá þorpinu eftir erfiða reynslu í æsku og farið út í listræna og mjög ópraktíska sálma, þ.e. kvikmynda- gerð, en hefur ásamt norskum eig- inmanni sínum, Morten (Sven Nord- in) náð að koma sér upp fokheldu einbýlishúsi á raðgreiðslum. Ágúst (Hilmir Snær Guðnason), eftirlætis- barn föðurins, er sendur til Parísar að læra bisness, en fylgir þess í stað listrænni köllun sinni sem liggur í tónlistinni. Það er hin ófríska unn- usta hans Francoise (Hélene de Fougerolles) sem hvetur hann til að horfast í augu við fortíð sína og segja sannleikann föður sínum sem bíður þess að sonurinn komi heim, taki við fyrirtækinu og tryggi framtíð at- vinnulífsins í þorpinu. Tvær konur fylgja síðan hinu myndarlega heimili þorpskóngsins, myndarlega hús- freyjan Kristín (Kristbjörg Kjeld) sem tók við hlutverki systur sinnar eftir að sú lést frá ungum börnum sínum, og Kata, hin bersögla móðir Þórðar (Herdís Þorvaldsdóttir). Kata gamla er ein eftirminnilegasta persóna myndarinnar, alíslensk nið- ur í tær og hastur en algjörlega valdalaus útvörður íslensks vinnusið- ferðis. Svo er það María (Nína Dögg Filippusdóttir), dóttir Kristínar sem fylgir þeirri leið sem henni er lögð og vinnur á flæðilínunni í frystihúsi upp- eldisföður síns. Átökin sem verða þegar fjölskyld- an kemur saman eftir langt hlé til að gera upp fortíðina og framtíðina verða í senn óvægin og örvænting- arfull. Þau eru öfgafull en ganga upp vegna þeirra sterku persóna sem þar er stefnt saman. Hver persóna er vandlega mótuð og ber í sér veröld tilfinninga sem opinberast í sögunn- ar rás og allar hafa þær tekið sína skiljanlegu afstöðu til lífsins. Sama er að segja um þá hugmyndafræðilegu umræðu sem skapast í sögunni, við spurningunni um framtíð þorpsins er ekkert eitt rétt svar, en í sögunni koma fram ólík rök sem öll hafa nokkuð til síns máls. Dregin er upp eftirminnileg samfélagsmynd í kvik- myndinni Hafinu, þar sem hið fjöl- menningarlega þorpssamfélag vísar í senn á breytta tíma og vaxandi fjar- lægingu nútíma Íslendingsins frá þeirri sögu og þeim bakgrunni sem Þórður og Kata gamla standa fyrir. En um leið er í þessum öfgum og ólíku kynslóðum dregin upp mynd af þeim ólíku þáttum sem þjóðin er sett saman úr, og birtist sem allt að því sársaukafullt samspil sögu, samtíma og umhverfis. Hin „óröklegu“ og líklega sterk- ustu mótrök gegn hagkvæmnissjón- armiðum í fiskveiðum, koma nefni- lega fram í myndmáli sögunar. Þau birtast í fegurð fjallanna, í ástinni á staðnum, í þeirri einstöku veröld sem samfélag með sögu og rótgróið um- hverfi er. Er nokkurn tíma hægt að yfirgefa slíkt umhverfi, er hægt að höggva á átthagafjötrana? Þarna liggja ef til vill einu mótrökin og eina mótstaðan við óumflýjanleika al- þjóðavæðingarinnar í viðskiptum, samskiptum og samgöngum. Ólíkt því sem oft er reynt með til- gerðarlegum árangri í íslenskum kvikmyndum verður náttúran mögn- uð aukapersóna í Hafinu sem fær áhorfandann til að draga upp full- komlega röklegt samhengi milli per- sónanna og heimahaga þeirra. Það kostar mikla hæfileika að standa undir hástemmdum harm- leikjum og í Hafinu hefur leikstjórinn fengið til liðs við sig hæfileikafólk í hvert rúm. Tónlist Jóns Ásgeirsson- ar kallar fram tilfinningaríka fortíð- arþrá og eykur við hinn heillandi heim sögunnar. Tónlist Quarashi og Bjarkar er síðan fulltrúi yngri kyn- slóða, sem hugsa allt öðru vísi en hafa jafn mikið fram að færa. Kvikmyndataka og klipping er fagleg og áhrifarík, og mikilvægur þáttur í því þjála myndmáli sem sag- an er sögð í gegnum, og er skemmti- legt að sjá hvað vel tekst að nota húmor sem hreyfiafl í framvindunni. Eitthvað hefur þó bilað á stöku stað í hljóðupptöku, því það brá við að mál manna heyrðist ekki nógu vel. Það var leitt að sjá slíkan hnökra á annars faglega unnu verki. Leikarar flytja almennt fjöll í sinni frammistöðu, Gunnar Eyjólfsson vinnur mikinn leiksigur í hlutverki Þórðar og ekki er hægt að gera upp á milli frammistöðu annarra leikara. Hafið er merkilegt listaverk þar sem stór hópur hæfileikafólks hefur lagt sig fram um að skapa. Þar er rýnt djúpt inn í smáþjóðina Ísland, staldr- að er við á tímamótum og spurt, hver erum við, hvert stefnum við, og hvað er það sem við viljum helst gleyma? Horft á ver- öld sem var? KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin Leikstjóri: Baltasar Kormákur. Handrit: Baltasar Kormákur og Ólafur Haukur Símonarson. Byggt á samnefndu leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar. Kvikmynda- taka: Jean-Louis Vialard. Klipping: Valdís Óskarsdóttir. Frumsamin tónlist: Jón Ásgeirsson. Aðalhlutverk: Gunnar Eyjólfsson, Kristbjörg Kjeld, Hilmir Snær Guðnason, Hélene de Fougerolles, Sigurður Skúlason, Elva Ósk Ólafsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Sven Nordin, Nína Dögg Filippusdóttir, Herdís Þorvalds- dóttir, Erlingur Gíslason o.fl. Sögn ehf. í samvinnu við Emotion Pictures og Film- huset Produkjoner A/S. Ísland/ Frakkland/Noregur, 2002. HAFIÐ Þorpssamfélag á undanhaldi? Úr Hafinu eftir Baltasar Kormák. Heiða Jóhannsdóttir NORÐMENN hafa ákveðið að láta þýða Noregssögu íslenska sagnarit- arans Þormóðs Torfasonar (1636- 1719) á norsku, að því er greint var frá á netsíðu Haugesunds Avis dag- blaðsins í gær. Talið er að kostnaður við þýð- inguna á á riti Þormóðs, Historia rerum Norvegicarum, sem skrifuð var á latínu en fjallar um sögu Nor- egs frá öndverðu til 1387, nemi rúm- um 68 milljónum króna. En það var eftir að norska menningarmála- nefndin hét því að styrkja verkefnið um jafnvirði 17,1 milljón íslenskra króna að ákveðið var að hefjast handa við þýðinguna. Áður hafði borist fyrirheit um 11,4 milljón króna styrkveitingu frá stofnuninni Fritt Ord og hefur því, ásamt smærri framlögum frá öðrum stofnunum og einkaðilum náðst að safna 36 millj- ónum króna til verkefnisins. „Styrkur norsku menningarmála- nefndarinnar skiptir okkur mjög miklu máli,“ sagði Sigurd Aase sem fer fyrir Tormod Torfæus-stofnun- inni, en það var hið latneska heiti Þormóðs Torfasonar. „Þetta er stað- festing á því að Tormod Torfæus var sérlega áhugaverður maður fyrir þjóðina alla og hann á að hljóta sinn velunna stall í sögunni.“ Það var árið 1711 að Þormóður gaf út Historia rerum Norvegicarum, en hann á einnig heiðurinn af því að hafa þýtt Flateyjarbók og ýmsar ís- lenskar fornsögur fyrir Danakon- ung, auk þess að hafa flutt þangað handrit á borð við Konungsbók eddukvæða, Konungsbók Snorra- Eddu og Morkinskinnu. Hann stundaði fræðistörf í Noregi frá 1664 og var skipaður sagnaritari Noregs 1682, en höfuðrit hans, Historia rer- um Norvegicarum, er byggð gagn- rýnislaust á íslenskum fornritum. Noregssaga Þormóðs Torfasonar þýdd LANDSBÓKASAFN Íslands – Há- skólabókasafn hefur hafnað öllum tillögum að gerð útilistaverks fyrir framan Þjóðarbókhlöðu. Í apríl var auglýst eftir tillögum um gerð úti- listaverks og bárust 58 tillögur. Var það einróma álit dómnefndar að hafna öllum tillögunum þar sem engin þeirra uppfylli þær væntingar sem gerðar voru um listaverk á þess- um stað. Öllum tillögum um verk hafnað Nútímatónlistarhátíðir eiga vissu- lega sinn rétt. En efast má um að aukatekinn hlustandi hafi rölt raul- andi út af t.a.m. UNM í fyrri viku, og varla heldur af dæmigerðum þunga- rokkskonsert. Annað var uppi á ten- ingnum á fjölsóttum tónleikum SÍ í gær. A.m.k. sönglaði maður sjálfur, inn- sem útvortis, gömlu gullaldar- standarðana eftir Porter og Gersh- win. Svona lög semja menn ekki lengur. Söngarfur Schuberts og Schumanns hlaut síðasta og skær- asta sumaraukann í neonbjarma Broadway-leikhúsanna á fyrri helm- ingi nýliðinnar aldar. En beztu lögin sýna sem betur fer ekki á sér minnsta fararsnið. Þau eiga eftir að lifa lengi enn. Og ekki versnuðu þau í meðferð hagvanra einsöngvara og fullskip- aðrar sinfóníuhljómsveitar – ríflega helmingi stærri en meðalleikhúss- veit á millistríðsárum. Þó svo að sveiflan léti kannski ekki almenni- lega á sér kræla fyrr en eftir hlé, og lúðradeildin væri sömuleiðis framan af hamin af hefðbundinni klassískri háttvísi, tónninn mjór og frekjurýr. En flest var komið á sinn stað í seinni hálfleik og allar líkur á að seinni tón- leikarnir í kvöld verði meiriháttar dúndur. Efnisskráin var sem ofar greinir eingöngu eftir þá samtímamenn Cole Porter og Gershwin (Porter lifði raunar Gershwin nærri 40 ár þótt fæddur væri 6 árum fyrr), báðir tví- mælalaust í hópi fimm fremstu söng- leikjahöfunda Breiðvangs ásamt Kern, Rodgers og Berlin. Og hvor um sig ærið fjölbreyttur til að fylla margar dagskrár einn síns liðs. Því miður greindi tónleikaskráin ekki nánar frá upphafi laganna nema í tæpum helmingi tilvika, en líflegar kynningar einsöngvaranna og hljóm- sveitarstjórans bættu að mestu fyrir eyðurnar, og restina mátti grafa fram úr uppflettiritum. Það væri meira en slembilukka að ramba einn og óstuddur á „sjö beztu“ Broadway-söngleiki allra tíma. En varla þyrfti að skammast sín fyrir að tilnefna Kiss me Kate Porters, ásamt kannski Showboat, Porgy & Bess, Oklahoma!, South Pacific, My Fair Lady og Fiðlaranum á þakinu, ef mið eru aðeins tekin af þekktustu stykkj- um. Kata er enn mörgum í fersku minni frá uppfærslu Þjóðleikhússins í fyrra og voru þrjú atriði þaðan flutt í frábærri útsetningu Roberts Rus- sells Bennets. Fyrst lék hljómsveitin frísklega forleikinn (syrpu úr fimm lögum), en síðan sungu Kim Criswell og George Dvorsky Another Open- in’, Another Show. Næstsíðast fyrir hlé tók Dvorsky Where Is the Life that Late I Led, þakklátt tækifæri til að miðla kímni eins fyndnasta söng- textahöfundar ameríska leikhússins, nefnilega Porters, sem átti sameig- inlegt með Wagner að semja söngrit sín sjálfur. Af 18 atriða dagskrá verður ann- ars aðeins stiklað á stóru. In the Still of the Night komst Porter furðuná- lægt fágun síðrómantískra óperuaría Puccinis, enn í vandaðri orkestrun Bennets og mjúklega sungið af Dvorsky. Spilnúmer Gershwins Walking the Dog úr Fred Astaire myndinni Shall we dance? (1936) var eins og íburðarmikil útgáfa af sveiflustykki eftir Leroy Anderson og lukkaðist allvel þrátt fyrir ofur- litla feimni í einleiksklarínettpartin- um. I’ve Got Rhythm (G) úr Girl Crazy (1930) var á sínum tíma meðal glansnúmera Breiðvangsdívunnar Ethelar Merman sem Kim Criswell hefur líkt við, enda tók hún það bæði með hressilegu trompi og lygilegu úthaldi. Ómældu skopi var skvett í charleston-lagi Gershwins, Sweet and Low Down (Tip Toes, 1925) af hispurslausri bannáralífsgleði. Hörkusnerpa var greinilega kom- in í SÍ strax eftir hlé með Love Is Sweeping the Country (G) úr Of Thee I Sing (1931) undir dúett Cris- wells og Dvorskys, og eftir lungam- júka meðferð síðarnefnds á foxtrott- ballöðu Porters, Easy to Love (Any- thing Goes, 1934) fór hljómsveitin á bullsjóðandi kostum í Cuban Overt- ure, meistarastykki Gershwins með fjórum aukaslagverksmönnum á karíbísku hryntólin guero, maracas, bongó og claves. Í I’ve Still Got My Health, æðrulausu gamanlagi Port- ers úr Panama Hattie (1940), gerðu stjórnandinn og söngkonan sér lítið fyrir og teygðu kankvíslega á tungl- skinslanda, og Criswell tók sér m.a.s. reykhlé í miðjum kliðum, vitanlega án þess að missa nótu. Dvorsky söng næst hið óslítandi Gershwin-lag Nice Work if You Can Get It (Lady Be Good, 1924) og Criswell hið risqué mansalslag Porters, Love for Sale (The New Yorkers, 1930) af fádæma snilld og víðfeðmri tjáningu. Loks tóku skötuhjúin Porter-klassíkerinn Night and Day (Gay Divorce, 1932) og lauk þar með föstum liðum á af- burðavelheppnuðum Broadway-tón- leikum. TÓNLIST Háskólabíó Söngleikjatónlist eftir George Gershwin og Cole Porter útsett af R. R. Bennett, M.de Packh, A. Deutsch og E. Powell. Einsöngvarar: Kim Criswell og George Dvorsky. Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Davids Charlesar Abells. Fimmtudaginn 12. september kl. 19:30. SÖNGLEIKJATÓNLEIKAR Undir neonbjarma Broadways Ríkarður Ö. Pálsson ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.