Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAMBAND ungra sjálfstæðis- manna (SUS) heldur málefnaþing á Hellu um næstkomandi helgi. Þing- ið ber yfirskriftina „Næstu skref – mikilvæg verkefni framundan“ og vísar til þess, að þó að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi náð góðum árangri síðastliðin 11 ár eru ærin verkefni framundan. Yfirskriftin vísar jafn- framt til þess að mikilvæg kosn- ingabarátta verður háð á næsta ári. Á málefnaþinginu munu ungir sjálf- stæðismenn koma saman til þess að fjalla um þau verkefni sem brýnt er að ljúka fyrir kosningar og jafn- framt leggja fram tillögur um þau viðfangsefni og áherslur sem við teljum að setja eigi á oddinn á næstu árum. Framfarir og hagsæld Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með forystu í ríkisstjórn síðastliðin 11 ár. Sá tími hefur ein- kennst af framförum og hagsæld, meiri en áður hefur þekkst. Upp- stokkun átti sér stað í viðskiptalífinu, opinber afskipti minnkuð stór- lega og lagaumgjörðinni breytt í frjálsræðisátt. Landið var opnað, at- vinnufrelsi aukið og heilbrigt umhverfi skapað fyrir rekstur fyrirtækja. Tekið var á stórfelldri skuldasöfnun ríkissjóðs, tekjuhallan- um breytt í afgang og skuldir greiddar niður. Fjöldi ríkisfyrirtækja hefur á liðnum áratug verið seldur að öllu leyti eða að hluta og nemur söluverðmætið tugum milljarða. Á tímabilinu hafa skattar verið lækk- aðir og er sérstaklega mikilsvert, að á síðustu árum hefur tekjuskattur fyrirtækja verið lækkaður úr 45% í 18%, tekjuskattar á einstaklinga hafa einnig verið lækkaðir mynd- arlega og hefur hlutfall ríkisins í staðgreiðslu tekjuskatts aldrei verið lægra frá því að staðgreiðsla var tekin upp árið 1988. Á stjórnarárum Sjálfstæðisflokksins hefur íslenska hagkerfið vaxið um rúman fjórðung og kaupmáttur launa að sama skapi (kaupmáttur lægstu launa reyndar mest – vel yfir 30%). Má jafnframt nefna að aðild að innri markaði Evrópusambandsins, með EES- samningnum, var farsælt stefnumið nýrrar ríkisstjórnar árið 1991. Þeg- ar til þessa er litið þarf engan að undra að Sjálfstæðisflokkurinn njóti eins mikils trausts og raun ber vitni. Lífskjör hafa batnað og festa ríkt í landstjórninni. Stefnan ber árangur Árangur síðastliðinna ára hefur að mörgu leyti verið einstakur, t.d. hefur aldrei á lýðveldistímanum borið að garði jafnlangt samfellt hagvaxtarskeið. Það kann því að vera freistandi fyrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins að einbeita sér að því að varðveita árangurinn í stað þess að taka ný og djörf skref. Nú ríður hins vegar einmitt á, að sóknin haldi áfram. Stefnumótun ríkisstjórna Davíðs Oddssonar og sú hug- myndafræði sem hún er byggð á hefur skil- að almenningi betri lífskjörum og frjáls- legra samfélagi en hér var til staðar áð- ur. Árangur síðustu ára sýnir svart á hvítu hvaða áherslur ber að leggja til þess að gera enn betur. Á fyrirhuguðu málefnaþingi munu ungir sjálfstæðismenn setja fram eins konar aðgerðaáætlun fyr- ir næstu ár. Hugmyndir um aðgerð- ir til þess að tryggja aukið frelsi einstaklingsins og minni umsvif hins opinbera verða settar fram. Starfað verður í málefnahópum sem fjalla meðal annars um frelsið og lögin, atvinnulíf og einkaframtak, nýjar leiðir í ríkisrekstri, niður- skurð opinberra útgjalda og Ísland og umheiminn. Ungir sjálfstæðis- menn telja mikið verk fyrir hönd- um, en eins og fyrr verður upp- skeran góð ef gengið er rösklega til verks. Sjálfstæðisstefnan, stefna einstaklingsfrelsis og einkafram- taks, ber árangur. Ingvi Hrafn Óskarsson SUS Stefna einstaklings- frelsis og einkafram- taks, segir Ingvi Hrafn Óskarsson, ber árangur. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Næstu skref AÐ undanförnu hafa fjölmiðlar fjallað tölu- vert um nám og nám- skeið á viðskiptasviði sem aðrir skólar en Há- skóli Íslands bjóða upp á. Þó að sjálfsagt sé að vekja athygli á því námi má ekki gleymast að viðskiptadeild Háskóla Íslands hefur með góð- um árangri séð atvinnu- lífinu fyrir viðskipta- menntuðu fólki í rúm 60 ár. Viðskipta- og hag- fræðideild HÍ er stærsta deild skólans með rúmlega 1.300 nemendur og allir sem hafa stúd- entspróf fá inngöngu á fyrsta ár og tryggir skólinn því öðrum skólum fremur jafnrétti til náms á þessu sviði. En námið krefst mikillar vinnu, tíma og sjálfsaga þannig að margir heltast úr lestinni og innan við 50% þeirra sem innritast ljúka námi. Viðskiptafræðimenntun frá Háskólanum er því góð trygging fyr- ir því að vinnuveitendur fái vel hæft fólk til starfa. Til eru þeir sem hafa efasemdir um að vinnumarkaðurinn hafi þörf fyrir alla þá viðskiptafræðinga sem útskrifast árlega. Í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á að auk hins hefðbundna „cand oecon“ náms sem deildin hefur boðið upp á í áratugi eru nú einnig í boði tólf mismunandi námsleiðir innan deildarinnar sem veita víðtækt val og stóraukna sér- hæfingu. Deildin býð- ur auk þess upp á dip- lóma nám, framhalds- nám, MBA-nám og doktorsnám. Í viðskiptadeild HÍ er lagður metnaður í að skapa og miðla sem bestri þekkingu í þeim greinum sem nauðsyn- legar eru fyrir þróun- arstarf og bættan ár- angur einstaklinga, fyrirtækja og stofnana í íslensku viðskipta- og atvinnulífi. Flestir nýju skólanna sem bjóða upp á viðskipta- tengt nám leggja áherslu á „hagnýtt viðskiptanám“ sem þeir kalla svo. Til lengri tíma lit- ið er varasamt ef menntastofnanir á háskólastigi vanrækja grunnrann- sóknir, nám úr slíkum skólum verður seint samkeppnisfært við hefðbund- ið háskólanám á vinnumarkaði. Á vegum viðskipta- og hagfræðideildar eru starfræktar tvær stofnanir sem eru vettvangur fyrir rannsóknir á sviði viðskipta- og hagfræði og nem- endur deildarinnar fá þannig tæki- færi til að vinna að rannsóknum og þjónustuverkefnum undir leiðsögn færustu umsjónarmanna. Samkeppni eða samstarf? Þeir sem nema við viðskiptadeild Háskóla Íslands gera sér öðrum bet- ur grein fyrir hversu mikilvægt að- hald felst í samkeppni og í því ber að fagna þeirri athygli sem hinir nýju skólar hafa fengið. Hinu má þó ekki gleyma að viðskiptadeild HÍ hefur í áratugi búið við samkeppni frá bestu viðskiptaháskólum heims um hylli nýstúdenta. Hinir erlendu háskólar hafa þó ekki einungis verið keppi- nautar um hylli nemenda heldur hef- ur í gegnum árin þróast gott sam- starf við fjölda af þessum skólum. Nemendum býðst nú að stunda skiptinám við marga erlenda háskóla fyrir tilstuðlan Háskólans. Á næstu árum mun enn aukast að nemendur með próf frá viðskiptadeild HÍ hafi stundað hluta af náminu við erlenda háskóla. Viðskiptafræðipróf frá Há- skóla Íslands býður því sem fyrr ís- lensku atvinnulífi tryggingu fyrir góðri og hagnýtri þekkingu auk þeirrar víðsýni sem leiðir af sam- starfi skóla og nemenda við erlenda skóla. Viðskiptanám við Háskóla Íslands Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Höfundur er formaður Mágusar, félags viðskiptafræðinema við HÍ. HÍ Viðskiptadeild HÍ, segir Nanna M. Gunnlaugs- dóttir, hefur í áratugi búið við samkeppni frá bestu viðskipta- háskólum heims um hylli nýstúdenta. ÞRIÐJUNGUR af þeim lögum, sem Evr- ópuþingið á í orði kveðnu að samþykkja, er í raun afgreiddur á lok- uðum fundum embættis- manna og fáeinna þing- manna. Stórpólitísk mál eru í auknum mæli af- greidd án þess að al- mennir þingmenn komi nærri og gengur það í berhögg við stjórnskip- an ESB. Nýlegt dæmi er að spænskir embættis- menn og einn þingmaður í samgöngunefnd Evr- ópuþingsins ákváðu reglur um há- vaðamörk á flugvöllum. Víða í Evr- ópu eru hávaðamörkin pólitískt hitamál. Í danska dagblaðinu Politiken 9. september er bent á að danskir stjórnmálamenn voru ekki spurðir um afstöðu sína til reglnanna fyrr en búið var að ákveða þær. Í frétt Poli- tiken er greint frá vaxandi óánægju danskra stjórnmálamanna með lýð- ræðishallann í Evrópusambandinu. Fjölþjóðalýðræði virkar ekki Amsterdamsáttmálinn frá 1997 átti að tryggja aukið vægi Evrópu- þingsins í valdakerfi Evrópusam- bandsins. Tilgangurinn var að mæta vaxandi gagnrýni á svokallaðan lýð- ræðishalla í ESB þar sem embætt- ismenn taka ákvarðanir án þess að lýðræðislega kjörnir fulltrúar komi nærri. Reyndin hefur orðið önnur. Evr- ópulýðræðið er þungt í vöfum og í nafni skilvirkni er farið í kringum lögin. Fyrir utan skort á lýðræðislegum vinnubrögðum gera danskir þing- menn alvarlegar athugasemdir við það að ákvarðanir um þingmál á Evrópuþinginu eru teknar á óform- legum fundum sem þýðir að engar stjórnskipulegar reglur gilda um hverjir séu hafðir með í ráðum. Þingmenn Evrópuþingsins eru á sjöunda hundrað og lítil von til að þeir geti unnið sem ein starfhæf heild með sambærileg tengsl við kjósendur og þingmenn þjóðríkja hafa. Til skamms tíma var Evrópu- þingið meira upp á punt fremur en valdastofnun. Viðleitni í þá átt að auka áhrif þingsins leiðir í ljós mein- baugina á Evrópusamstarfinu. Tvenndin lýðræði og þingræði hefur þroskast með þjóðum og þjóð- ríkjum. Tilburðir til að yfirfæra tvenndina á yfirþjóðlegar stofnanir hljóta að mistakast af þeirri ástæðu að samkenndin, sem bindur trúnað þjóða við helstu valdastofnanir sínar, verður ekki flutt á yfirþjóðlegt kerfi. Í hversdagslegu samhengi: Íslenskur þingmaður heilalaus og siðblindur væri betri en vænn Spán- verji í augum þorra íslenskra kjósenda. Við finnum til sam- kenndar með því sem við þekkjum og bind- um trúnað við nær- umhverfi okkar. Nálægðarregla tekin úr sambandi Í forðabúri Evr- ópusambandsins er til hugtak sem á ís- lensku heitir nálægðarreglan. Hún kveður á um að stjórnvaldsákvarð- anir skuli ekki teknar á hærra stjórnsýslustigi en nauðsyn krefur. Málefni sem sveitarstjórnir ráða við eiga ekki að flytjast á efra stjórn- sýslustig og málefni sem ríkisstjórn- ir geta ráðið fram úr eiga heima þar en ekki hjá yfirþjóðlegum stofnun- um. Markmið reglunnar er að ákvarð- anir verði teknar í eins mikilli ná- lægð við borgarana og mögulegt er. Illu heilli hefur reglan aldrei náð fótfestu í Evrópusambandinu. Evr- ópudómstóllinn úrskurðaði árið 1995 að nálægðarreglan væri ekki frum- regla í Evrópurétti og gæti því ekki verið mælikvarði á stjórnvalds- ákvarðanir. Valddreifingin, sem nálægðar- reglan mælir fyrir um, þjónar ekki þeirri stefnu sem orðið hefur ofaná í Evrópusambandinu að auka vægi yf- irþjóðlegra stofnana. Í fyrirsjáanlegri framtíð mun Evr- ópusambandið auka miðstýringuna jafnframt því sem völd stórþjóða munu aukast á kostnað smáþjóða. Í því ljósi er glapræði fyrir Íslendinga að svo mikið sem íhuga inngöngu. Páll Vilhjálmsson ESB Í fyrirsjáanlegri framtíð, segir Páll Vilhjálmsson, mun Evrópusambandið auka miðstýringuna jafn- framt því sem völd stór- þjóða munu aukast á kostnað smáþjóða. Lýðræðis- hallinn í ESB Höfundur er blaðamaður og félagi í Heimssýn – hreyfingu sjálfstæð- issinna í Evrópumálum. MEGINMARKMIÐ með sölu ríkisfyrir- tækja er ekki að afla ríkinu tekna. Megin- markmiðið er að breyta aðstæðum í íslensku samfélagi; draga úr umsvifum ríkisvalds- ins, minnka vald stjórnmálamanna og stuðla að aukinni sam- keppni. Einkavæðing síðustu ellefu ára hefur gengið út frá því og stuðlað að aukinni hag- sæld fyrir Íslendinga. Steingrímur Ari Arason hefur nú sagt sig úr einkavæðingar- nefnd. Gagnrýnir hann vinnubrögð nefndarinnar og telur að nefndin hafi sniðgengið tilboð í Landsbanka Ís- lands sem voru ríkissjóði hagstæð- ari. Geir H. Haarde, fjármálaráð- herra, segir að ákvörðun um að hefja viðræður við einn aðila frekar en annan, um sölu Landsbankans, byggist á fleiri þáttum en verðhugmyndum. Það sé pólitísk ákvörð- un ráðherranefndar um einkavæðingu, byggð á athugunum og gögnum frá erlendum ráðgjöfum. Vera má að einhver tilboð hafi í fyrstu hljóðað hagstæðari fyr- ir ríkissjóð. En horfa verður á markmiðið: að koma íslenska banka- kerfinu úr klóm stjórn- málamanna. Því skiptir líka máli, og ekki minna máli, hve stóran hlut aðilar eru tilbúnir að kaupa. Svo koma þættir eins og fjár- mögnun kaupanna, framtíðarsýn, reynsla og efnahagsleg áhrif. Þetta eru þættir sem ráðherrar horfðu til. Eftir standa þung orð Steingríms Ara Arasonar. Réttast væri fyrir hann að stíga fram og útskýra fyrir okkur hvað felist í þessum ásökunum um ófagleg vinnubrögð einkavæð- ingarnefndar. Þangað til heldur hann sölu ríkisbankanna í heljar- greipum, þrátt fyrir að ekkert bendi til annars en að unnið hafi verið í samræmi við markmið einkavæðing- ar. Markmið einkavæðingar Björgvin Guðmundsson Einkavæðing Réttast væri fyrir Stein- grím Ara, segir Björg- vin Guðmundsson, að stíga fram og útskýra fyrir okkur hvað felist í þessum ásökunum. Höfundur er heimdellingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.