Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NOTKUN á framrúðuklukkum í bíla í stað gjaldmæla á gjaldskyld- um stæðum er ekki lausn sem þyk- ir hentug í miðborgum og á stöð- um þar sem mikil aðsókn er í bílastæði, að mati framkvæmda- stjóra Bílastæðasjóðs. Í Morgun- blaðinu í gær var sagt frá því að bæjaryfirvöld á Akureyri eru að íhuga þann kost að hafa frítt í öll bílastæði í bænum og yrði notk- uninni stýrt með sérstakri fram- rúðuklukku sem fólk gæti meðal annars nálgast á bensínstöðvum, sér að kostnaðarlausu. Þegar mæl- irinn gjaldfellur gætu bíleigendur hins vegar átt von á að verða sekt- aðir líkt og gildir um gjaldskyld bílastæði í dag. Verslunareigendur í miðborginni og forsvarsmenn þeirra sem Morg- unblaðið náði tali af eru almennt hlynntir því að slíkt kerfi verði tekið upp. Gefur fleirum kost á að nýta stæðin Ragnar Veigar Guðmundsson, verslunarstjóri í Pennanum-Ey- mundsson í Austurstræti, segist þekkja slíkt fyrirkomulag frá Sví- þjóð. Hann segir að með fram- rúðuklukkum megi auka umskiptin á bílastæðum í miðborginni um- talsvert og telur að klukkurnar yrðu til mikilla bóta fyrir við- skiptavini verslana í bænum. Að auki myndu þær draga úr því að menn legðu í tiltekin stæði í lengri tíma, að hans mati, eins og dæmin sanni um þá sem erindi eiga í miðbæinn og ekki síst hjá þeim sem þar starfa, að hans sögn. Hermann Jónsson, úrsmiður í Veltusundi, segir hugmyndina um framrúðuklukkur mjög góða. „Þetta er stórfínt mál og eitthvað sem ætti að vera búið að gera fyrir löngu,“ segir hann. Hann segir að viðskiptavinir kvarti stundum yfir því að gjaldið í mæla í miðborginni sé of hátt auk þess sem stöðu- mælaverðir séu vel sýnilegir í mið- borginni og fljótir að sekta þegar mælirinn gjaldfellur. Gilbert Ó. Guðjónsson, úrsmiður á Laugavegi, segist hlynntur því að framrúðuklukkukerfið verði tekið upp í tilraunaskyni til að tryggja að sem flestir hafi aðgang að bílastæðum í miðbænum. Hann segir að margt í bílastæðamálum miðborgarinnar verði að endu- skoða og að ekki hafi nægjanlegt samráð verið haft við verslunar- eigendur í þeim efnum. Hann nefnir sem dæmi að bíleigendur við götur í miðborginni geti látið bíla sína standa óhreyfða á gjald- skyldum stæðum með svokölluðum íbúakortum sem dragi þar með úr framboði á bílastæðum fyrir við- skiptavini. Gengur ekki upp nema margir brjóti reglurnar Að sögn Stefáns Haraldssonar, framkvæmdastjóra Bílastæða- sjóðs, kom hugmyndin um notkun á framrúðuklukkum fyrst upp hjá Reykjavíkurborg árið 1988 en hún hefur jafnan verið lögð til hliðar þar sem hún er ekki talin henta á stöðum sem eftirspurn eftir bíla- stæðum er mjög mikil. Hann segir að erlendis, t.a.m. í Danmörku, séu framrúðuklukkur notaðar í stað gjaldmæla í úthverf- um og við verslanamiðstöðvar og annars staðar þar sem eftirpurn sé minni eftir bílastæðum. „Það er einn grundvallarókostur við þetta kerfi sem er að þú getur ekki rekið það nema svo og svo margir brjóti reglurnar þannig að þú getir haft af því tekjur. Stöðu- mælakerfið í dag er þannig úr garði gert að það stendur undir sér þegar allir fara eftir reglunum. Með hinu kerfinu yrðu skattgreið- endur að standa undir eftirlitinu,“ segir Stefán. Hann bendir á að nákvæmnin í klukkum sem notaðar séu erlendis sé í besta falli fimmtán mínútur auk þess sem hægur leikur sé fyr- ir ökumenn að stilla klukkurnar upp á nýtt eftir að mælirinn er gjaldfallinn. Stefán segir að þar sem yfirvöld vilji stýra bílastæðum og setja tak- markanir á lengd stöðutíma henti kerfið, að því gefnu að eftirpsurn sé ekki mjög mikil. „Þar sem eft- irspurnin er eins og hún er í mið- borg Reykjavíkur er þetta kerfi dæmt til þess að mistakast vegna þess einfaldlega að það er of auð- velt að fara í kringum þetta.“ Vandkvæðum bundið fyrir ut- anbæjarmenn að finna klukku Hann bendir sömuleiðis á að það geti verið vandkvæðum bundið fyrir utanbæjarmann sem ætli að leggja í stæði að finna út úr því hvar hann geti nálgast eintak af klukkunni. Í Danmörku séu menn umsvifalaust sektaðir hafi þeir lagt í stæði og séu ekki með fram- rúðuklukku og nemur sektin á bilinu 450–500 dönskum krónum. „Það þyrfti helst að koma klukk- um fyrir í öllum bílum á landinu til að þetta gæti gengið með góðu móti.“ Stefán minnir að lokum á að með nýrri gjaldskrá hafi Bíla- stæðasjóði tekist að ná mun betri tökum á bílastæðamálum í mið- borginni og mun auðveldara sé fyrir ökumenn að fá stæði en var fyrir árið 2000. Verslunarfólk er almennt hlynnt notkun á framrúðuklukkum í bíla í stað gjaldmæla Til hagsbóta fyrir viðskiptavini Miðborg Fyrirkomulag sem er dæmt til að mistakast í miðborg- inni, að mati framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs Morgunblaðið/Ásdís Að sögn verslunarfólks í mið- borginni kvarta viðskiptavinir stundum undan því að gjaldskrá í gjaldskyld stæði sé of há. Þeir aðilar sem Morgunblaðið hafði samband við vilja láta reyna á notkun á framrúðuklukkum. SYSTKININ Hrafnhildur Arna, 6 ára, og Hjalti Þór Nielsen, 3 ára, voru á siglingu með ömmu sinni úti fyrir Kópavogshöfn á laug- ardag þegar þau ráku skyndilega augun í olíubrák á sjónum sem náði frá uppfyllingunni við Kárs- nes og eins langt og augað eygði í átt að Álftanesi. Í taumnum, sem var á að giska 2–3 metrar á breidd, var ýmiss konar drasl á floti, afgangar af byggingarefni, bæði timbur, einangrunarplast og plastlengjur. Þar var einnig að finna bjórdósir, plastflöskur og ol- íubrúsa, ýmist fulla af vatni eða tóma. Að sögn Huldu Finnbogadóttur, ömmu barnanna, virðist sem rusl- inu hefði verið sturtað af einum ákveðnum stað beint í sjóinn. „Það sem var nú kannski verst var þessi þykka olíubrák sem var þarna,“ segir Hulda. Hún segir ómögulegt að geta sér til um hvaðan olían sé. Hugs- anlega hafi verið grafið upp úr grunni eða rusl fjarlægt við bygg- ingu þar sem olíumengun hafi verið fyrir sem síðan hafi endað í sjónum. „Var með höndina alveg tilbúna …“ Hrafnhildur Arna Nielsen var á sjó þennan dag en hún segist að- spurð fara á sjó með ömmu sinni stundum þegar hún og bróðir hennar koma í heimsókn. Þegar þau komu auga á ruslið í sjónum var strax ákveðið að taka eitthvað af því um borð. „Ég var með höndina alveg til- búna þegar ruslið kom upp úr sjónum,“ segir Hrafnhildur og rekur söguna af því hvernig hver hluturinn á fætur öðrum var dreg- inn á þurrt. Litli bróðir hennar, Hjalti Þór, fylgdist með af áhuga á meðan stóra systir mokaði rusl- inu upp úr sjónum. Að sögn Hrafnhildar var farið með ruslið í Sorpu þegar í land var komið þar sem það var flokkað í sundur. „Mér finnst ekkert ógurlega sniðugt að fólk hendi svona rusli í sjóinn,“ segir Hrafnhildur að lok- um, og vonandi að sá eða þeir sem þarna áttu hlut að máli taki það til sín. Morgunblaðið/Þorkell Hrafnhildur Arna Nielsen og bróðir hennar Hjalti Þór. Tóku ruslið um borð og fóru með í Sorpu Kópavogur Á FUNDI félagsmálanefndar Mosfellsbæjar sem haldinn var fyrr í vikunni, þar sem meðal annars var rætt um málefni unglinga í bænum og forvarnir, kom fram að hópamyndanir hafa aukist og meðal annars hafði lögregla afskipti af nokkr- um tugum ungmenna um síð- ustu helgi. Að mati Heimis Ríkharðsson- ar, forvarnafulltrúa lögreglunn- ar í Mosfellsbæ, sem var á fund- inum, er töluvert um það að unglingar neyti fíkniefna í bæj- arfélaginu og borið saman við önnur bæjarfélög hafa hlutfalls- lega margir unglingar úr Mos- fellsbæ verið á meðferðarheim- ilum sl. ár, að því er fram kemur í bókun í fundargerð félagsmála- nefndar. Heimir leggur áherslu á mik- ilvægi þess að virkja foreldra- röltið til að stuðla að samvinnu foreldra og opinberra aðila með það í huga að vinna gegn frekari þróun þessara mála. Að mati Heimis er hins vegar minna um afbrot meðal unglinga í Mos- fellsbæ en gengur og gerist. Í bókun í fundargerð félags- málanefndar segir að rætt hafi verið um að Heimir taki saman upplýsingar eftir helgar og setji á heimasíðu Mosfellsbæjar til hvatningar fyrir foreldra til að fylgjast betur með börnum sín- um. Þá var samþykkt að boða fulltrúa til fundar í forvarnar- hópi 3. október nk. í eldri deild Varmárskóla þar sem m.a. verð- ur unnið að gerð forvarnar- stefnu fyrir bæinn. Unnið að gerð for- varnar- stefnu Mosfellsbær Rætt um unglinga og forvarnir á fundi félagsmálanefndar ÍBÚAÞING verður haldið í Garða- bæ laugardaginn 19. október nk. Á íbúaþinginu fá íbúarnir tækifæri til að taka þátt í að móta framtíð- arsýn bæjarins í ýmsum mála- flokkum, svo sem skólamálum, fé- lagsmálum eða upplýsingamálum. Á íbúaþinginu verður notuð að- ferðafræði er kallast samráðs- skipulag. Miðar hún að því að kalla eftir hugmyndum íbúa með skil- virkum hætti. Þannig fá bæjaryf- irvöld tækifæri til að heyra sjón- armið íbúa. Endurskoðun aðalskipulags Í frétt frá Garðabæ segir að íbúaþingið verði haldið í tengslum við endurskoðun aðal- skipulags bæjarins. Þar segir ennfremur að Garðabær sé fyrsta sveitarfélag landsins til að boða til opins samráðs við íbúa jafn snemma í tengslum við aðalskipu- lagsvinnu. „Aðalskipulag er í raun framtíð- arsýn hvers sveitarfélags. Þar endurspeglast áherslur og stefna í öllum helstu málaflokkum, t.d. varðandi landnotkun einstakra svæða í bæjarlandinu, samgöngu- kerfi, umhverfismál, skólamál og um þróun byggðar a.m.k. næstu 12 árin. Íbúaþinginu er ætlað að fá fram þá framtíðarsýn sem íbúar Garðabæjar eiga fyrir sitt sveitar- félag og hún mun hafa áhrif á það hvernig endanlegt aðalskipulag lít- ur út,“ segir í fréttinni. Bæjarstjórn Garðabæjar hefur ákveðið að semja við fyrirtækið Alta um umsjón með íbúaþinginu. Alta hefur sérhæft sig í stjórnun íbúaþinga með samráðsskipulagi og hafa sérfræðingar fyrirtækisins unnið að slíkum þingum bæði hér á landi og í Bretlandi. Íbúaþing verður haldið í október Sjónarmiðum íbúa komið á framfæri Garðabær BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hefur samþykkt að óska eftir því að umhverfis- og tæknisvið bæjarins vinni að tillögum um lægri lýsingu en hefðbundinni gangstéttarlýsingu við nýsam- þykktan göngustíg frá Hagaflöt að Miðhrauni. Laufey Jóhanns- dóttir, bæjarfulltrúi, lagði fram tillögu þess efnis á fundi bæj- arstjórnar í síðustu viku. Í til- lögunni kemur fram að tilgang- ur með lægri lýsingu er að valda sem minnstri sjónmengun í hrauninu. Í greinargerð sem fylgdi til- lögunni kemur fram að Hrauns- holtslækur er á náttúruminja- skrá auk 200 metra breiðrar spildu af Búrfellshrauni sunnan við lækinn. Um hraunið gilda ákvæði náttúruverndarlaga, þ.e. eldvörp, gervigígar og eldhraun o.fl. telst vera sérstök lands- lagsgerð sem nýtur sérstakrar verndar og skal forðast röskun þeirra eins og kostur er. „En jafnframt er vert að árétta að í aðalskipulagi Garðabæjar hefur verið gert ráð fyrir stígum í hrauninu og að það væri ætlað til útivistar. Mikilvægt er að fjölga stígum í Garðabæ en ávallt skal leitast við að þeir falli sem best að landinu,“ segir í greinargerðinni. Lýsing valdi sem minnstri sjónmengun Garðabær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.