Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ER jafnan tilkomumikil sjón að sjá þúsundir sauð- fjár renna ofan af hálendinu í átt til byggða og ekki spillir fyrir að fé hefur ekki komið vænna af fjalli í mörg ár. Fjársafn Hrunamanna kemur hér á Tungufellsdal. Smölunin gekk óvenjuvel að þessu sinni og fengu gangnamenn blíðviðri allan tímann en þeir smala allt að Hofsjökli. Réttir verða í Hrunamanna- og Gnúpverja- hreppi í dag en Reykja- og Tungnaréttir á morgun. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Féð heimt af fjalli Grafarvogsdagurinn Heimatilbúin skemmtun Grafarvogsdagurinnverður haldinn há-tíðlegur í fimmta skipti á morgun. Markmið- ið er að efla samkennd Grafarvogsbúa og fá þá til að skemmta sér saman. Ása Briem er verkefnis- stjóri Grafarvogsdagsins að þessu sinni og var hún fyrst spurð hvað helst telj- ist til nýmæla? „Þemað í ár er að vekja íbúa Grafarvogs til umhugs- unar og vitundar um sögu svæðisins. Það telja margir að þetta sé svæði án sögu, en því fer fjarri. Þarna eru margir sögustaðir og merk- ir. Þar sem nú er Grafar- vogshverfi bjó meðal ann- arra landnámsmaðurinn Ketill gufa. Sögugangan hefur verið fastur liður í dagskrá Grafarvogsdagsins, en er ávallt með nýjum hætti. Nú mun Örlygur Hálf- dánarson leiða gönguna, sem hefst kl. 10.00 við Gufunesbæ. Einnig verður sett upp sögusýning í hlöð- unni við Gufunesbæ. Þar hefur verið safnað upplýsingum um svæðið sem settar verða fram í máli og mynd- um. Sýningin er unnin af Gufu- nesbæ í samvinnu við Elísabetu Gísladóttur frá íbúasamtökum Graf- arvogs, Örlyg Hálfdánarson og Harald Sigmundsson nemanda í Borgarholtsskóla.“ Samkvæmt dagskrá á sögu- göngunni að ljúka á helgistundar- stað. Hvar er hann? „Helgistundin verður á gömlum kirkjustað Maríukirkjunnar í Gufunesi, nálægt Áburðarverk- smiðjunni og Sorpu, en þar var reist kirkja skömmu eftir kristni- töku. Þarna hefur verið reistur minnisvarði og má segja að helgi- stundin tengist sögu svæðisins.“ Hvað er Máttarstólpinn? „Afhending Máttarstólpans er orðin fastur liður í Grafarvogsdeg- inum. Þetta er viðurkenning til þeirra Grafarvogsbúa, eða sam- taka þeirra, sem þótt hafa skara fram úr. Síðast fékk Hlaupahópur Grafarvogsverðlaunin, en þau hafa verið áhugasöm um hlaup og gönguferðir í hverfinu og ætla að gefa hlaupa- og gönguskilti.“ En Grafarvogsglíman? „Grafarvogsglíman er óhefð- bundin íþróttakeppni, en nafnið tengist því að Þorgeir í Gufunesi var á sínum tíma mikill glímu- kappi. Það er keppt í óvenjulegum þrautum á borð við stígvélaspark og nálaþræðingar. Í ár verða lög- reglumenn á meðal keppenda og prestar í Grafarvogskirkju dæma.“ Ása nefndi einnig að í Borgar- holtsskóla yrði opið hús þar sem listamenn verða að störfum og stofnanir og samtök kynna starf- semi sína. Þar á meðal Korpúlfar, sem eru samtök eldri borgara, en þeir munu einnig lesa upp fyrir gesti og gangandi í sögukrók Foldasafns. Boðið verður upp á fantasíuförðun og hárgreiðslu. og eins verður þar Útvarp Grafarvog- ur FM 106,5.“ Grafarvogshlaup Fjölnis hefst kl. 14.00 og verða hlaupnir 2, 5 og 10 km. Í Spönginni verður fjörug markaðsstemmn- ing og leiktæki, einnig verða Graf- arvogsskáldin þar með ljóðasýn- ingu. Hátíðarskrúðganga fer svo frá Spönginni kl. 15.00 og verður gengið að Gufunesbæ þar sem verður fjöl- breytt dagskrá. „Útidagskráin verður með léttu sniði. Ellefu og tólf ára börn úr Rimaskóla ætla að sýna „stomp“ atriði. Það felst í því að slá háværan takt á ýmis fyrirbæri, svo sem síld- artunnur og brotajárn, og búa til taktverk. Jafnframt verður Agon, leikfélag Borgarholtsskóla, með götuleikhús. Þau fara í búninga, spúa eldi og ganga á stultum. Har- aldur Örn Ólafsson fjallgöngumað- ur ætlar að mæta og lýsa keppn- issýningu þar sem ýmsir kappar ætla að klifra upp gamla súrheys- turninn í Gufunesbæ. Það verður líka útigrill, harmóníkur og dans. Fyrir yngstu börnin verður leik- tækjaland með gamla laginu, stult- ur og kassabílar. Eins verður hægt að fara í reiðtúr um Gufunesið. Um kvöldið spilar svo polka- sveitin Hringir fyrir dansi. Orgel- leikarinn í henni, Hörður Braga- son, er jafnframt organisti Grafar- vogskirkju. Þar verður einnig varðeldur og loks flugeldasýning kl. 22.00, en hún er orðin ómissandi liður í dagskránni.“ Hver stendur fyrir Grafarvogs- deginum? „Það voru áhugasamir íbúar í Grafarvogi sem hófu að halda þessa hátíð. Menningarhópur Grafarvogs, sem í eru m.a. fulltrú- ar Grafarvogsskáldanna, fulltrúi íbúasamtakanna, Ungmenna- félagsins Fjölnis, Grafarvogs- kirkju og skólanna í hverfinu, en stjórnun undirbúnings og fram- kvæmdar er á höndum Miðgarðs og Gufunes- bæjar.“ Óttist þið ekki að þarna safnist unglingar og upp komi „miðbæjar- vandamál“? „Nei, þetta er fjölskyldu- skemmtun sem dreifist yfir daginn og lýkur kl. 22.00. Það verður einn- ig gott eftirlit.“ Eru svona hverfishátíðir í öðrum hverfum borgarinnar? „Ég veit ekki til þess að það sé neins staðar gert með sama hætti og í Grafarvogi. Það er mikill kraft- ur í Grafarvogsbúum og þeim er ýmislegt til lista lagt.“ Ása Briem  Ása Briem er borinn og barn- fæddur Reykvíkingur, dóttir Ólafs Briem, fyrrv. deildarstjóra hjá Flugleiðum, og Eddu Jóns- dóttur, deildarfulltrúa hjá Reykjavíkurhöfn. Hún varð stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1991. Hún stundaði nám í píanóleik í Tónlistarskól- anum í Reykjavík, undir hand- leiðslu Önnu Þorgrímsdóttir og lauk þaðan einleikaraprófi árið 1996. Ása lauk mastersprófi í tónlist frá City University í Lond- on 1997. Að námi loknu starfaði Ása um tíma í Kaupmannahöfn, en hefur verið búsett á Íslandi um tveggja ára skeið og starfað m.a. hjá Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs, Listahátíð í Reykjavík og Reykholtshátíð, auk þess að koma fram á tónleikum. Mikill kraftur í Grafar- vogsbúum JÓNÍNA Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis, segir að í heilbrigðisáætl- un til ársins 2010, sem Alþingi sam- þykkti á síðasta ári, komi fram að setja skuli reglur um biðlista sjúk- linga og biðtíma með það að mark- miði að hámarksbið verði ekki lengri en þrír til sex mánuðir. „Þetta á auðvitað aðeins við um aðgerðir sem þola bið, ekki um bráðatilfelli eða lífshættulega sjúk- dóma. Stöðugt er unnið að því markmiði að stytta alla bið eftir heilbrigðisþjónustu, þar með talin bið eftir skurðaðgerðum,“ segir hún. Í Morgunblaðinu á miðvikudag kom m.a. fram hjá Ástu R. Jóhann- esdóttur, þingmanni Samfylkingar- innar, að hún teldi að lögfesta bæri hámarksbið sjúklinga eftir læknis- aðgerðum. Jónína segir að hér hafi það vissu- lega verið skoðað að lögfesta há- marksbiðtíma eins og gert hefur verið á hinum Norðurlöndunum. Hins vegar hefði verið ákveðið að bíða átekta og fylgjast með reynslu annarra. Í ljós hefði síðan komið að sú reynsla hefði verið fjarri því að vera góð að öllu leyti; ýmis vanda- mál hefðu komið upp. Jónína leggur því áherslu á að ýmislegt verði að hafa í huga þegar rætt sé um að lögfesta hámarksbið sjúklinga. „Við eigum t.d. aðeins eitt sjúkrahús sem getur sinnt ákveðnum aðgerðum og sjúklingar sem þurfa þeirra með hafa því ekk- ert val um að leita annað fari biðtím- inn yfir ákveðið hámark. Auk þess hefur það oft sýnt sig að sjúklingar vilja velja sér lækni og kjósa því mjög oft að bíða frekar en að leita til annarra.“ Jónína segir einnig að lögfesting hámarksbiðtíma kalli á meira fé til heilbrigðiskerfisins til að tryggja aukin afköst. Auk þess þurfi að ljúka þeirri vinnu sem nú fari fram m.a. á Landspítala – háskólasjúkra- húsi við að kostnaðargreina lækn- isverk. Lögfesting hámarksbiðtíma krefjist afkastatengdrar fjármögn- unar í ríkari mæli en nú er og grein- ing á kostnaði við læknisverk sé ein forsenda skynsamlegra ákvarðana um hverjum eigi að fela þau. Jónína Bjartmarz um lögfestingu hámarksbiðtíma sjúklinga Unnið að því mark- miði að stytta alla bið GRÍÐARSTÓR borgarísjaki siglir nú inn Húnaflóann á töluverðum hraða. Árni Sveinbjörnsson, bóndi í Krókseli á Skaga, sagði að menn hefðu orðið varir við jakann á þriðjudag en þá hefði hann verið miklu vestar og utar í flóanum. Menn minnast borgarísjaka á Húnaflóa af svipaðri stærð í októ- ber 1993 og var sá borgarís sá hinn stærsti í manna minnum. Um kvöld- matarleytið í fyrradag var jakinn 2 til 3 mílur vestur af bænum Krók- seli en sá bær er um 15 kílómetrum norðan við Skagaströnd og með sama rekhraða gæti jakinn verið út af Skagaströnd í dag, ef hann strandar ekki áður. Einungis 10% af borgarísnum standa upp úr sjó og spurningin er einungis sú hve djúp- ur Húnaflóinn er á þessum slóðum. Þór Jakobsson, veðurfræðingur og verkefnisstjóri hafísrannsókna hjá Veðurstofu Íslands, segir að Veðurstofunni hafi borist tilkynn- ingar um borgarísjaka í utan- verðum Húnaflóa og við Strandir. „Það er ekki óalgengt að borg- arísjaka verði vart við landið á þess- um árstíma,“ segir hann. Að sögn Þórs koma borgar- ísjakar, eins og sá sem sést á með- fylgjandi mynd, frá skriðjöklum austurstrandar Grænlands. Ísjak- arnir fara stundum af leið og ber- ast til Íslands. Þeir fara þá inn í strandstrauma meðfram landinu og berast austur á bóginn. Á leið- inni brotna þeir í sundur, og kallast brotin þá borgarbrot, enda er sjór- inn hér við land mun hlýrri en við Grænland. Stór borgarísjaki á reki Blönduósi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Ekki er óalgengt að borgarísjakar sjáist við landið á þessum árstíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.