Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Á KOMANDI rjúpnaveiðitímabili eru um 30 ár síðan ég undirritaður fór fyrst til rjúpna og tel ég mig því hafa nokkurt vit á málinu. Menn eru oft að velta fyrir sér, þegar þeir í birtingu sjá fullt af för- um eftir rjúpu en enga rjúpu, hvert hún fari þegar bjart er? Við því er einfalt svar. Við veðraskipti á morgnana og á kvöldin flytur rjúpan sig nánast undantekningarlaust hlé- megin í hæðir og dali. Hún getur far- ið tugi eða hundruð kílómetra á ör- skömmum tíma, á milli landshluta og m.a.s. á milli landa og get ég nefnt eitt dæmi því til stuðnings. Um miðjan áttunda áratuginn hafði verið dræm veiði miðað við árs- tíma. Ég átti ágæta Zetor-dráttarvél sem ég notaði til rjúpnaferða með ágætisárangri. Síðustu vikuna í nóv- ember gerði norðaustan stórhríð sem stóð hátt í í viku með miklum snjóum. Þegar svona byljir ganga niður snýr vindurinn sér undantekn- ingarlaust í vestur, oft á tíðum með talsverðu frosti. En viti menn. Dag- inn áður en hann sneri úr norðanátt í vestanátt fékk ég eftirfarandi kennslu: Eftir hádegi fer ég á mínum Zetor fram allan Staðardalinn í norð- austan leiðindaveðri til að kanna jarðveginn fyrir næsta dag. Enginn fugl er sjáanlegur enda leiðindaveð- ur, þannig að ég sný við og ákveð að bíða næsta dags. En þegar ég er komin til baka neðarlega í dalinn um þrjúleytið sé ég rjúpur í hundraðavís og á nokkrum mínútum skaut ég öll- um mínum skotum þannig að byssan var rauðglóandi. Í túnfætinum hjá formanni Skotvís fékk ég 127 rjúpur og á sama degi fékk Skjaldfannar- bóndinn í Djúpi 201 rjúpu. Og næsta dag í vestanátt fékk ég 72 og í all- mörg skipti um 50 rjúpur á dag. Þetta rjúpnaveiðitímabil gaf mér 1.176 rjúpur. Hvaðan kemur rjúpan? Svona rjúpnagusur hafa bara komið upp eftir nokkurra daga norð- austanstórhríð. Spurningin er hvað- an rjúpan komi. Þegar norðaustan bylir eru á norðurslóðum sópast hún yfir óbyggðir Grænlands og út á haf- ið. Allmargar drepast þar en sumar eru heppnar og geta sest á skip og hvílt lúin bein. Megnið af þeim nær þó landi á Vestfjörðum og væntan- lega víðar. Ég er því fullviss um að rjúpan fari á milli Íslands og Græn- lands, enda hef ég heimildir fyrir því. Fyrir nokkrum árum var Sigurður G. Tómasson með útvarpsþátt sem hét Þjóðarsálin. Í hann hringdi mað- ur frá Húsavík sem var að lesa bók eftir sjómann frá Færeyjum sem hafði sem ungur maður verið vertíð á bát frá Patreksfirði. Hann sagði frá því að eftir 10 daga norðaustanstór- hríð hefðu þeir komist á sjó í vestan golu með frosti og förinni verið heitið um miðja vegu á milli Íslands og Grænlands. Þegar þeir voru komnir á þessar slóðir taldi áhöfnin sig sjá ís á sjónum, en í ljós kom að þetta var dauð rjúpa sem hrakist hafði frá Grænlandi. Talning og veiðitímabil Það er tómt bull að ætla sér að telja rjúpu. Samkvæmt framansögðu segir slík talning ekki neitt. Þá finnst mér rjúpnaveiðitímabilið byrja mán- uði of snemma. Frá 15. október og fram í byrjun nóvember er jörðin að mestu auð þannig að það er leikur einn fyrir vanan rjúpnaveiðimann að ganga beint á hvíta rjúpuna og salla hana niður með þeim tækjum og tól- um sem eru í boði í dag. Því væri rök- rétt að taka einn mánuð framan af, þannig að rjúpnaveiðitímabilið byrj- aði ekki fyrr en 15 nóvember ár hvert. Það er alrangt að halda því fram að veiði á rjúpu skipti ekki neinu máli í sambandi við stofnstærð. Það liggur í augum uppi að ef ég mundi fá kúlu í hausinn þá mundi ég ekki barna framar, það er alveg ljóst. Heyrst hefur að til standi að nota þyrlu við það að hafa eftirlit með rjúpnaveiðimönnum. Hver á eigin- lega að borga þessa vitleysu? Þá er það einnig algjört bull að ætla að banna sölu á rjúpu í verslunum, þá fyrst mun braskið með rjúpuna byrja. Maður ætlast til að fagmenn séu við störf hjá veiðistjóraembætt- inu, en svo virðist ekki vera. Niðurstaða Ekki er hægt að segja til um stofn- stærð meðan ekki hefur verið kann- að hvað kemur mikið af farfuglum til Íslands ár hvert, en munurinn á milli ára er oft á mikill. Í sumar kom t.d. miklu meira af farfuglum til Íslands en undanfarin ár. Við þá sem ráða ferðinni vil ég segja þetta: Gerið enga vitleysu. Tal- ið fyrr við þá sem hafa alist upp í hringiðu lífríkisins en við hina mis- vitru stjórnmálaspekúlanta. JÓN HALLDÓRSSON, landpóstur, Miðtúni 1, Hólmavík. Nokkrar stað- reyndir um rjúpuna Frá Jóni Halldórssyni: Morgunblaðið/Sverrir Greinarhöfundur segir að rjúpan sé farfugl og flykkist hingað frá Grænlandi, sérstaklega eftir að hér hefur geisað norðaustanstórhríð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.