Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 16
SUÐURNES
16 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
STJÓRNENDUR BYKO eru að
taka út rekstur glugga- og hurð-
averksmiðju sinnar í Njarðvík.
Starfsmönnum hefur verið gerð
grein fyrir því að meðal valkosta sé
að loka verksmiðjunni og segja öll-
um upp.
BYKO hefur rekið glugga- og
hurðaverksmiðju í Njarðvík í tólf ár,
í stóru húsi sem kennt er við
Ramma. Þar vinna um þrjátíu menn
við framleiðslu á gluggum, útihurð-
um og listum.
Jón Helgi Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri BYKO, segir að
reksturinn hafa verið erfiður frá
upphafi. Steininn hafi þó fyrst tekið
úr nú að undanförnu með auknu
tapi. Spurður um skýringar á því
segir hann að það vanti meiri sölu
og tilkostnaður sé of mikill. Hann
bætir því við að erfitt hafi verið að
fullmanna verksmiðjuna þegar mest
hafi verið að gera og þurft að fá er-
lent vinnuafl til að fylla í skörðin.
Segir Jón Helgi að verið sé að
fara yfir hvað hægt sé að gera og sé
ráðgjafi í verksmiðjunni í þeim til-
gangi. Einn af þeim kostum sem
komi til greina sé að loka verksmiðj-
unni og segja starfsfólkinu upp og
hafi því og trúnaðarmönnum verið
gerð grein fyrir þeim möguleika.
Engin ákvörðun hafi þó verið tekin.
Í því sambandi getur Jón Helgi þess
að ef til uppsagna þyrfti að koma
myndi fyrirtækið reyna að finna úr-
lausnir fyrir sem flesta starfsmenn
enda margir unnið þarna lengi.
Verði verksmiðjunni lokað telur
framkvæmdastjórinn líklegast að
best yrði að gera verðmæti úr tækj-
um verksmiðjunnar með því að
flytja þau til Lettlands þar sem
BYKO er með timburvinnslu.
BYKO á húsið í Njarðvík og segir
Jón Helgi ekki vitað hvernig það
myndi nýtast ef framleiðslu yrði
hætt.
Jón Helgi vonast til að málið
skýrist um næstu mánaðamót en
segir hugsanlegt að það verði síðar.
Tap af rekstri glugga- og hurðaverksmiðju BYKO
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Glugga- og hurðaverksmiðja BYKO er í húsi við Reykjanesbraut sem kennt er við Ramma.
Meðal valkosta að segja
upp starfsfólki og loka
Njarðvík
BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hef-
ur samþykkt samhljóða fjárveitingu
til kaupa á lausri kennslustofu við
Heiðrskóla. Kennslustofan hefur
þegar verið tekin í notkun en láðst
hafi að ganga frá fjárveitingu til
verksins með formlegum hætti.
Í umræðum á bæjarstjórnarfundi
á dögunum urðu umræður um málið
eftir að Árni Sigfússon bæjarstjóri
hafði svarað fyrirspurn Guðbrands
Einarssonar, fulltrúa Samfylkingar-
innar, um húsnæðismál Heiðarskóla.
Í haust var keypt og sett upp fær-
anleg skólastofa til að auka við hús-
næði skólans og létta álag á skóla-
húsinu sjálfu.
Guðbrandur taldi að hvorki bæj-
arráð né bæjarstjórn hefðu sam-
þykkt fjárveitingu til þessarar fram-
kvæmdar. Eftir að fulltrúar
meirihluta Sjálfstæðisflokksins
höfðu kannað fundargerðir viður-
kenndu þeir að mistök hefðu orðið
við bókun þegar fjallað var um málið
í bæjarráði og boðuðu umfjöllun um
málið á nýju á fundi bæjarráðs og
bæjarstjórnar. Fram kom hjá Árna
Sigfússyni og fleirum að umræðan
hefði snúist um þörf fyrir þetta hús-
næði og hann vissi ekki annað en all-
ir bæjarfulltrúar sem um það fjöll-
uðu hefðu verið sammála um
lausnina.
Á bæjarráðsfundi í gær lagt fram
bréf umhverfis- og tæknisviðs um
fjárveitingu upp á 7,5 milljónir kr.
vegna kennslustofunnar. Var hún
samþykkt samhljóða og vísað til end-
urskoðunar fjárhagsáætlunar.
Láðist að ganga
frá fjárveitingu
Reykjanesbær
BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hef-
ur falið fasteignafélagi sínu, Fast-
eignum Reykjanesbæjar ehf., að
kaupa átján leiguíbúðir.
Bæjarráð samþykkti í vor, að til-
lögu fjölskyldu- og félagsmálaráðs,
að nýta sér lánsheimild Íbúðalána-
sjóðs að fjárhæð 237 milljónir kr. og
auglýsa eftir íbúðum, nýjum eða not-
uðum, til kaups. Fram hafði komið í
fjölskyldu- og félagsmálaráði að
mikil þörf væri á félagslegum íbúð-
um.
Verkefni þetta hefur nú verið falið
Fasteignum Reykjanesbæjar ehf.
enda var það fyrirtæki stofnað til að
eiga og reka félagslegar leiguíbúðir
bæjarfélagsins.
Kaupa 18
félagsleg-
ar íbúðir
Reykjanesbær
BÆJARSTJÓRN Sandgerðis-
bæjar hefur samþykkt að óska
eftir fundi með Árna Mathiesen
sjávarútvegsráðherra til að ræða
stöðu sjávarútvegs í bæjarfélag-
inu.
Umræða hefur verið í hafnar-
ráði Sandgerðis um aðhald í
rekstri hafnarinnar og samdrátt í
tekjum vegna sífellt minnkandi
umsvifa í sjávarútvegi á staðnum.
Áður hafði farið fram umræða í
bæjarstjórn um stöðu sjávarút-
vegs í kjölfarið á sölu kvóta úr
byggðarlaginu. Bæjarstjórn sam-
þykkti í fyrrakvöld samhljóða til-
lögu fulltrúa meirihlutans, Sam-
fylkingarinnar og
Sjálfstæðisflokks, að óska eftir
fundi með sjávarútvegsráðherra
vegna málsins hið fyrsta. Fram
kemur í samþykktinni að 90% af
kvóta bæjarfélagsins hafi horfið á
nokkrum árum.
Af hálfu Sandgerðisbæjar
munu sitja fundinn forseti bæjar-
stjórnar, formaður bæjarráðs sem
jafnframt er formaður hafnar-
ráðs, bæjarstjóri, hafnarstjóri og
einn fulltrúi minnihlutans.
Ræða stöðu útvegs og hafnarinnar
Óska eftir fundi
með ráðherra
Sandgerði
SANDGERÐISBÆR hefur verið að
útbúa vetrarútivistarsvæði við
gamla knattspyrnuvöllinn. Grjót
og jarðvegur hefur verið fluttur
þangað og notað til að ryðja upp
hóli. Nú er verið að tyrfa svæðið
sem örugglega verður vinsælt
leiksvæði þegar kemur fram á vet-
ur.
Ekki eru margir háir hólar í
Sandgerði til að renna sér í snjó.
Börnin hafa notast við brekku við
húsið Bjarmaland en nú hefur lóð
þess verið breytt svo þau geta
ekki lengur notast við þá brekku.
Nýi hóllinn er töluvert hærri og
brattari og hefur rennsli inn á
gamla knattspyrnuvöllinn.
Útbúa
vetrarúti-
vistarsvæði
Sandgerði
HREPPSNEFND Vatnsleysu-
strandarhrepps hefur ákveðið að ráða
í nýja stöðu forstöðumanns tækni- og
umhverfissviðs sveitarfélagsins. Mun
hann meðal annars sinna starfi bygg-
ingarfulltrúa.
Vatnsleysustrandarhreppur er
með samning við Tækniþjónustu SÁ
um þjónustu byggingarfulltrúa. Þeim
samningi verður nú sagt upp sam-
kvæmt tillögu meirihluta H-listans
sem samþykkt hefur verið samhljóða
í hreppsnefnd. Jafnframt var um tíma
starfandi umhverfisstjóri en hann
hefur hætt störfum. Í samþykkt
hreppsnefndar felst að auglýst verður
eftir umsóknum um starf forstöðu-
manns tækni- og umhverfissviðs
hreppsins og starfsmanns hans.
Forstöðumaðurinn á að sinna starfi
byggingarfulltrúa, hafa yfirumsjón
með verklegum framkvæmdum á
vegum hreppsins, sjá um gerð kostn-
aðaráætlana og útboða ásamt fleiri
störfum sem tíunduð verða í starfs-
lýsingu.
Ný staða forstöðu-
manns tæknisviðs
Vatnsleysustrandarhreppur
BÆJARSTJÓRA Reykjanes-
bæjar hefur verið falið af bæj-
arráði að láta athuga kostnað
við lagfæringar á mósaík-lista-
verkinu Sundmanninum sem er
í Sundmiðstöðinni við Sunnu-
braut í Keflavík.
Kjartan Már Kjartansson,
bæjarfulltrúi Framsóknar-
flokksins, ræddi um listaverkið
á nýlegum fundi bæjarstjórnar
og á bæjarráðsfundi í gær svar-
aði bæjarstjóri fyrirspurn hans
um málið. Fram kom hjá Kjart-
ani að verkið hefði orðið fyrir
skemmdum fyrir nokkrum ár-
um, væri að grotna þarna niður
og það væri Reykjanesbæ ekki
til sóma í núverandi ástandi.
Hvatti hann eindregið til þess
að eitthvað yrði gert í málinu.
Framleiðandinn neitar
Í svörum bæjarstjóra kom
fram að límið í listaverkinu
hefði gefið sig og því hefði
hrunið úr verkinu. Verkið var
gert hjá Oidtmann-bræðrum í
Þýskalandi. Reynt hafi verið að
krefja þá um skaðabætur eða
lagfæringar en þeir hafnað.
Taldi bæjarstjóri að erfitt
væri að eiga við málið nú vegna
þess hvað það væri orðið gam-
alt og vegna þess að krafa á
hendur Oidtmann-bræðrum
hefði aldrei verið lögð fram með
formlegum hætti. Þá væri dýrt
að höfða mál í Þýskalandi.
Skemmdir á
Sundmanninum
Meta
kostnað
við lag-
færingar
Keflavík