Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 23 Hverfisgötu 18, s. 530 9314 MEXÍKÓSKIR DAGAR 12.-15. sept. FÖSTUD. KL. 20.00 Kvikmyndasýning „Cronas“ LAUGARD. KL. 20.00 Lifandi tónlist SUNNUD. KL. 15.00 Erindi um Fridu Kahlo MEXIKANSKUR MATSEÐILL AÐGANGUR ÓKEYPIS EYSTRI landsréttur í Kaupmanna- höfn úrskurðaði í gær að dagblaðinu Jyllandsposten bæri ekki að afhenda lögreglunni nöfn á heimildarmönn- um blaðamanns sem skrifað hafði um málefni herskárra múslíma í Danmörku. Kom fram í grein hans í ágúst að heyrst hefði orðrómur um lista yfir þekkta, danska gyðinga þar sem lagt væri fé til höfuðs þeim. Lögreglan fékk héraðsdómara til að yfirheyra blaðamanninn, Stig Matthiesen og heimila síðan að lög- reglan mætti hlera símtöl blaða- mannsins við ritstjóra sinn þegar Matthiesen gaf upp nöfn gyðinganna en leyndi áfram nöfnum heimildar- mannanna. Ritstjóri segir málið „lexíu“ fyrir lögregluna „Þetta er að sjálfsögðu niðurstaða sem við fögnum ákaft með tilliti til frelsis fjölmiðla,“ sagði Carsten Juste, aðalritstjóri Jyllandsposten. „Við skulum vona að lögreglan hafi lært sína lexíu og mál af þessu tagi komi aldrei framar upp.“ Oluf Jørg- ensen, lögmaður og forstöðumaður Danska blaðamannaháskólans í Ár- ósum, sagði úrskurð Eystri lands- réttar hafa grundvallarþýðingu. Nú, þegar allir óttist hryðjuverk, sé mik- ilvægt að dómstólar haldi sig við lagabókstafinn. Jørgensen segir að lesa megi milli línanna að rétturinn telji einnig að blaðamanninum beri ekki skylda til að bera vitni vegna málsins og rangt hafi verið að heim- ila símahleranirnar. Um seinni tvö atriðin er hins vegar ekki fjallað beinlínis í úrskurðinum. Jyllandsposten hyggst á hinn bóg- inn taka hleranirnar upp á ný með því að láta lögmann sinn leggja fram kæru hjá lögmannafélaginu danska vegna þess að skipaður verjandi Matthiesen í yfirheyrslunum hjá lög- reglunni andmælti ekki dómara- heimildinni um hleranir. Þarf að hafa úrslitaþýðingu fyrir rannsókn glæpamáls Samkvæmt dönskum lögum þarf lögreglan að sýna fram á að mjög brýnt sé að fá uppgefnar heimildir fréttamanna og um sé að ræða upp- lýsingar sem geti haft úrslitaþýð- ingu við rannsókn glæpamáls. Í úr- skurðinum í gær segir að rétturinn telji ekki hafa verið leidd rök að því að þörf lögreglunnar fyrir upplýs- ingarnar hafi haft slíka þýðingu. Ef niðurstöðu héraðsdómara hefði ekki verið hnekkt má telja líklegt að Matthiesen hefði fengið allt að sex mánaða fangelsi hefði hann staðið fast á að gefa ekki upp heimildir sín- ar. Jyllandsposten áfrýjaði á sínum tíma ákvörðun héraðsdómarans til Eystri landsréttar en yfir réttinum er hæstiréttur Danmerkur. Per Lar- sen, rannsóknarlögreglumaður í Kaupmannahöfn, segir málinu lokið en bætir þó við að ekki hafi verið ákveðið hvort niðurstöðunni verði áfrýjað. Hann vísar á bug gagnrýn- inni á hleranirnar. „Aðstæður voru allt aðrar þegar farið var af stað með hleranirnar. Þá virtist staða dauðahótanamálsins vera önnur og því talið mikilvægt að rannsaka hvað væri hæft í því sem heimildarmaðurinn sagði.“ Tyge Trier, lögmaður danska blaðamannasambandsins og Sam- taka blaðaútgefenda, segist ánægður með að landsrétturinn skuli hafa dregið markalínu og staðfest rétt blaðamannsins til vernda heimildir sínar. Hann telur einnig niðurstöð- una gefa tilefni til að efast um rétt- mæti þess að leyfa hleranirnar. Jørn Vestergaard, lektor í refsi- rétti við Kaupmannahafnarháskóla, segir að ekki séu um sögulegan dóm að ræða en niðurstaðan sé hins vegar gleðiefni. „Landsrétturinn heldur sig við grundvallaratriði málsins – að hve miklu leyti frelsi fjölmiðla sé mik- ilvægara en lögreglurannsóknin,“ sagði Vestergaard. Niðurstaða Eystri landsréttar í Kaupmannahöfn í máli blaðamanns Jyllandsposten Þarf ekki að afhenda nöfn heimildarmanna MEIRA en tuttugu manns hafa fengið læknishjálp á sjúkrahúsi í Hameln í Þýskalandi eftir að tvær járnbrautarlestir lentu í árekstri í grennd við borgina fyrr í vikunni. Í tankvagni í annarri lestinni var efna- sambandið epiklórhydrín sem er sótthreinsandi en talið er geta valdið krabbameini. Vagninn sprakk og eitrað gas barst út í loftið. Oliver von Storch, læknir í Ham- eln, sagði jafnt íbúa sem björgunar- menn, sem veittu aðstoð á staðnum, hafa kvartað undan höfuðverk, svima og öndunarerfiðleikum „með augljós merki um eitrun“. Tekin hafa verið sýni á slysstaðn- um og verið að kanna hvað olli árekstrinum en báðir lestarstjórarn- ir slösuðust. Þýskaland Veikir eftir lestarslys Berlín. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.