Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ www.islandia.is/~heilsuhorn SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glucosamine (870 mg Glucosamine í hverjum belg) ásamt engifer og turmeric Fyrir vöðva og liðamót Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki, Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. FULLTRÚAKJÖR Samkvæmt lögum Einingar-Iðju fara kosningar fulltrúa félagsins á ársfund Alþýðusambands Íslands og ársfund Starfsgreinasambands Íslands fram að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu í samræmi við reglugerð ASÍ um slíkar kosningar. Félagið hefur rétt til að senda 12 fulltrúa á ársfund Alþýðusambands Íslands, sem haldið verður í Reykjavík dagana 31. okt. og 1. nóv. nk. Á ársfund Starfsgreinasambands Íslands, sem haldið verður á Hótel Selfossi dagana 17.-18. október nk., hefur félagið rétt á að senda 12 fulltrúa. Framboðslistum eða tillögum til ársfundar ASÍ og ársfundar SGS þar sem tilgreind eru nöfn aðalfulltrúa í samræmi við framanskráð og jafn margra til vara, ber að skila á skrifstofu félagsins Skipagötu 14, Akureyri eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi mánudagsins 23. september nk. Hverjum framboðslista skulu fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Akureyri 12. september 2002. Stjórn Einingar-Iðju. LAUNAMISMUNUR viðgengst ekki í hópi þeirra 20 yfirmanna Akureyrarbæjar sem taka laun samkvæmt embættismannasamningum. Þetta kemur fram í greinargerð sem Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri lagði fram á fundi bæjarráð í gær. Slíkir samningar voru teknir upp hjá Akureyr- arbæ haustið 2000, en ráðgjafarfyrirtæki var feng- ið til að leggja mat á störf embættismanna og raða þeim inn í flokka samkvæmt starfsmatskerfi. Greinargerðin er til komin vegna skýrslu RHA um launamun kynja meðal embættismanna Akureyr- arbæjar frá því í ágúst. Kristján Þór segir í greinargerð sinni að mis- ræmis gæti þó í hópi þeirra 6 stjórnenda sem eru á öðrum samningum, bæði í grunnlaunum og greiðslum fyrir ómældan akstur og yfirvinnu. Það misræmi sé einkum innan hópsins og hætta sé á að það geti einnig orðið milli þessara embættismanna og þeirra sem taka laun samkvæmt embættis- mannasamningi. Yfirvinnu verði haldið innan hóflegra marka Þá bendir bæjarstjóri á annað atriði varðandi skýrsluna sem að hans mati stendur upp úr, en það er að umtalsverður munur er á yfirvinnu karla og kvenna. Vinnutími karla og kvenna í hópi emb- ættismanna bæjarins sé misjafn og konum í hag, en það leiði af sér að munur á heildarlaunum sé konum í óhag í öllum launaflokkum embættis- mannasamningsins. Á fundi bæjarráðs var samþykkt að fela bæj- arstjóra að færa alla embættismenn bæjarins á embættismannasamning samkvæmt heimild í lög- um. Eins er honum falið að skipa starfshóp til að gera tillögur um lagfæringar á reglum um emb- ættismannasamninga svo og um samræmingu á launakjörum annarra stjórnenda og starfsmanna bæjarins. Þá samþykkti bæjarráð að hvetja yf- irmenn bæjarins til að gera ráðstafanir til að halda yfirvinnu stjórnenda og almennra starfsmanna innan hóflegra marka sem samræmast starfs- manna- og fjölskyldustefnu bæjarstjórnar. Bæj- arráð samþykkti einnig að hvetja þá sem koma að ráðningu embættismanna að hafa í huga þá stefnu bæjarstjórnar að jafna hlut karla og kvenna meðal stjórnenda bæjarins. Launamunur viðgengst ekki í hópi tuttugu yfirmanna bæjarins Allir embættismenn færðir á embættismannasamning LEIKFÉLAG Akureyrar verður með opið hús í Samkomuhúsinu á morgun, laugardaginn 14. septem- ber frá kl. 14 til 16. Gestum gefst kostur á að skoða húsið og kynnast þeirri starfsemi sem þar fer fram, m.a. að skoða bún- inga og vinnuteikningar. Þorsteinn Bachmann leikhússtjóri kynnir vetrardagskrána í sal og hefst kynningin kl. 14.45. Þá verða leiklistarnámskeið sem boðið verður uppá í vetur kynnt, gestir fá að fylgj- ast með æfingu á Hamlet, Leynd- armáli Rósanna og sjá brot úr gesta- sýningunni El prumpos pissos. Kortasala leikfélagsins hefst á opna húsinu, en með kortum gefst gestum kostur á að tryggja sér sæti í leikhúsinu á góðum kjörum. Á laugardagskvöldið verður svo gestasýning í leikhúsinu en þar er á ferðinni sýningin El Prumpos Pis- sos. Sýningin hefst kl. 21 og er miða- sala við innganginn. Opið hús á morgun Leikfélag Akureyrar ÁGÚST Hilmarsson, fulltrúi L- lista í íþrótta- og tómstundaráði Akureyrarbæjar, gerir athuga- semdir við yfirlýsingu meirihluta ÍTA, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Ágúst sagði að það geti vel verið að allar upplýsingar um um- sækjandann, sem ráðinn var í starf deildarstjóra íþrótta- og tóm- stundadeildar, hafi legið á borðinu en að þær upplýsingar hafi ein- faldlega verið rangar. Ágúst sagði að gagnrýni sín beindist að Mannafli, sem sá um að auglýsa starfið fyrir bæinn og fara yfir og meta umsóknirnar. Ágúst sagði að umsækjandinn, sem fékk stöðuna, hefði gefið upp háskólamenntun, sem hann hafi ekki. „Hvers eiga aðrir umsækj- endur að gjalda, þegar umsæjand- inn, sem fékk starfið, gefur rangar upplýsingar,“ sagði Ágúst. Í yfirlýsingu meirihluta íþrótta- og tómstundaráðs eru hörmuð þau ummæli sem viðhöfð hafa verið um vinnubrögð ráðsins svo og ann- arra, sem komu að ráðningu íþrótta- og tómstundafulltrúa. Einnig er í yfirlýsingunni áréttað að gengið var frá ráðningu að vel athuguðu máli og að allar upplýs- ingar um umsækjendur hefðu ver- ið uppi á borðum og hafðar til hlið- sjónar. Fyrirliggj- andi upp- lýsingar rangar Fulltrúi L-lista í íþrótta- og tóm- stundaráði STJÓRN Norðurlandsdeildar SÁÁ mun leggja fram tillögu á aðal- fundi í næstu viku um að deildin verði lögð niður. Þorgerður Þor- gilsdóttir, formaður deildarinnar, sagði að tillagan yrði lögð fram vegna þrýstings frá SÁÁ. Hún sagði að rekstrarskuldir áfanga- heimilisins Fjólunnar á Akureyri væru um 4,5 milljónir króna og að SÁÁ mundi ekki taka yfir ábyrgðir og greiða þær skuldir nema Norð- urlandsdeildin verði lögð niður. SÁÁ tók yfir rekstur Fjólunnar af Norðurlandsdeildinni um miðjan janúar sl. Þorgerður sagði að vissulega hefðu forsvarsmenn SÁÁ eitthvað til síns máls, enda væru þessar skuldir að lenda á samtök- unum. Norðurlandsdeild SÁÁ var stofnuð árið 1988 en þá var ekkert að gerast í málefnum áfengis- sjúkra nema í Reykjavík, að sögn Þorgerðar. „Það voru miklir ofur- hugar sem stóðu að stofnun deild- arinnar, með það að markmiði að stofna göngudeild á Akureyri og var það gert árið 1989. Síðan opn- aði deildin áfangaheimilið Fjóluna árið 1991 en allt var þetta gert meira af vilja en mætti og styrkir sem búið var að leita eftir skiluðu sér ekki.“ Árið 1993 tóku heildarsamtök SÁÁ yfir rekstur göngudeildarinn- ar á Akureyri en Fjólan var áfram á könnu Norðurlandsdeildarinnar þar til í janúar sl. „Reksturinn stóð í járnum og mátti þar engu muna. Við höfðum verið að leita eftir því að fá hlut í þeim fjáröfl- unum sem hér fóru fram á vegum samtakanna og það fékkst sam- þykkt eftir nokkur ár. En fyrir rúmu ári var svo sá hlutur tekinn af okkur aftur.“ Þorgerður sagði að þarna hefði ekki verið um að ræða stórar upphæðir en hafi skipt máli fyrir starfsemi deild- arinnar. Hún sagðist í kjölfarið hafa varað við því fyrir sunnan að þetta gæti haft alvarlegar afleið- ingar fyrir starfsemina fyrir norð- an en fengið lítil viðbrögð við þeim aðvörunum. Áfengisvandamálið kemur við ótrúlega marga „Það er ekkert okkar í stjórn- inni að missa áhugann fyrir þess- um rekstri. Við gætum risið upp á afturlappirnar sem Akureyringar, þótt við yrðum ekki með deild inn- an samtakanna. En við stöndum frammi fyrir þessu vali, að þeir taki yfir þessar skuldir og ábyrgð- ir og við hættum.“ Þorgerður sagði að vissulega ætti þröngur hópur fólks við áfengisvandamál að stríða „en þetta kemur samt ótrúlega mikið inn í líf margs fólks. Og þetta er því stórt mál, sérstaklega göngu- deildin en Fjólan hefur kannski síður nýst Akureyringum. Þeir vildu ekki vera þar og fóru frekar suður. Fjólan nýttist hins vegar mjög vel ungum mönnum sem komu að sunnan, í annað um- hverfi.“ Aðalfundur Norðurlandsdeildar SÁÁ í næstu viku Tillaga stjórnar að leggja deildina niður ÞAÐ er mikið um að vera við Klettaborg á Akureyri en þar er að rísa nýtt og glæsilegt íbúða- hverfi. Byggingaframkvæmdir eru í fullum gangi og eftir blautt sumar eru byggingamenn létt- klæddir við vinnu sína þessa dag- ana. Framkvæmdir við fyrstu húsin á svæðinu hófust í fyrra- sumar en þarna eru bygg- ingaverktakar og einstaklingar að byggja bæði raðhús og ein- býlishús. Alls er gert ráð fyrir 58 íbúðum á svæðinu. Morgunblaðið/Kristján Líflegt við Klettaborg VEGNA byggingarframkvæmda við nýja nemendagarða og jarðrasks á skólalóðinni hefur skólasetningu Menntaskólans á Akureyri verið frestað til mánudags 16. september kl. 9.00. Þá ávarpar skólameistari nemendur, þeim verður síðan skipað í bekki og þeir fá stundaskrár og aðr- ar upplýsingar. Heimavist og mötuneyti taka eigi að síður til starfa laugardag 14. sept- ember og geta nemendur þá komið sér þar fyrir. Skólasetn- ingu MA frestað SÝNINGIN „Rembrandt og samtíð- armenn hans; hollensk myndlist frá 17. öld“ verður opnuð í Listasafn- inu á Akureyri næstkomandi laug- ardag kl. 15. Þetta er í fyrsta sinn sem sýning frá gullöld hollenskrar myndlistar kemur til Íslands. Verkin eru fengin að láni frá lettneska heimslistasafninu í Ríga en með þessu vildi forstöðumaður þess, Daiga Upeniece, sýna í verki þann hlýhug sem Lettar bera til Ís- lendinga, en eins og kunnugt er varð ríkisstjórn Íslands fyrst til að viðurkenna Lettland sem sjálfstætt ríki árið 1991. Sýningin í Listasafn- inu stendur til 27. október. Hollensk mynd- list frá 17. öld Hannes Sigurðsson, forstöðu- maður safnsins, og Jelena Vikt- orova, forvörður frá Lettlandi. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.