Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BÖRN allt niður í þrettán aldur voru drukkin og eftirlitslaus í miðborg Reykjavíkur á síðustu menning- arnótt. Kom það starfsfólki mið- borgarstarfsins mjög á óvart að sjá nýjan aldurshóp undir áhrifum í miðbænum langt utan við leyfilegan útivistartíma. Hópamyndanir, slags- mál og ölvun hófust eftir miðnættið eins og kunnugt er, en það var hinn óvenjulega ungi aldur barnanna sem vakti hvað mesta athygli Jónu Hrannar Bolladóttur miðborg- arprests og starfssystkina hennar. Hún segir að margir foreldrar hafi líklega ekki áttað sig á því að framfylgja þyrfti reglum um útivist- artíma barna og unglinga ekkert síður þessa nótt en aðrar. Þá hafi nánast óbærileg spenna verið í mið- borginni um nóttina með tilheyrandi ofbeldi, oft tilefnislausu. Segir Jóna Hrönn að mörg börn hafi verið í beinni lífshættu um nóttina og um- ræða verði að fara fram um fyr- irkomulag menningarnætur að ári til að fyrirbyggja að svona nokkuð endurtaki sig. Á menningarnótt voru börn fædd1988 og 1989 á flækingi í bæn- um og þeim til viðbótar var óvenju- stór hópur unglinga í áfengisneyslu. „Miðað við það sem við höfum verið að sjá í miðbænum um helgar und- anfarin misseri var þetta mjög óvanalegt,“ segir Jóna Hrönn. Hún segir mikinn árangur hafa náðst í forvarnamálum sem snúa að útivistartíma barna og unglinga á síðastliðnum fjórum árum. „En þessa nótt virðist sem foreldrar hafi haldið að það giltu önnur lög um úti- vistartíma en um aðrar helgar, sem er alger misskilningur. Okkur full- orðna fólkinu datt ekki hug að menningarnóttin snerist upp í útihá- tíð en á meðan við erum grandalaus eru unglingarnir okkar að breyta þessari hátíð í útihátíð.“ Ofboðsleg spenna í bænum eftir miðnætti Jóna Hrönn segir að „ofboðsleg spenna“ hafi myndast rétt eftir mið- nættið þegar flestir hinnar fullorðnu voru á heimleið eftir vel heppnaða menningardagskrá. Mikið hafi verið um hópamyndanir og síðan hafi allt logað í slagsmálum og fylliríi. „Þarna voru drukkin börn í þess- ari miklu spennu innan um eldri unglinga í neyslu. Mat okkar, sem vorum að vinna á vettvangi, er að þau hafi verið í lífshættu. Ég fór með einn fingurbrotinn ungling á slysa- deild þar sem ég hitti á að giska 17 ára dreng sem hafði verið ráðist á. Hann sagði mér að í árásarhópnum hefðu verið um 10 manns. Þetta virt- ist vera alveg tilefnislaus árás. Þetta var drengur sem þurfti ekkert síður á áfallahjálp að halda en slysahjálp.“ Minnst 18 ára ábyrgð á börnunum okkar Jóna Hrönn segir að skapa þurfi umræðu meðal skipuleggjenda menningarnætur, lögreglu, foreldra og þeirra sem vinna með unglingum svo sama saga endurtaki sig ekki að ári. Minnir hún á að menningarnótt 2001 hafi verið slæm hvað þetta snerti. „Við í miðborgarstarfinu vildum kenna Eldborgarhátíð um, en nýlið- in menningarnótt var ennþá verri og engin Eldborgarhátíð í ár. Það á ekki að taka áhættu með börn með því að láta þau lenda í lífshættu- legum aðstæðum eins og á síðustu menningarnótt. Það er ekki vilji neins og í svona málum megum við ekki læra af reynslunni því slík reynsla getur verið allt of dýrkeypt. Við eigum ekki að vera nægjusöm fyrir börnin okkar, það er minnst 18 ára ábyrgð á börnunum okkar.“ Miðborgarprestur segir nýjan aldurshóp hafa verið í miðbænum á menningarnótt Ölvuð og eftirlits- laus börn voru í lífshættu í miðbænum SPENNA ríkir nú á olíumörkuðum heims, einkum vegna hugsanlegrar innrásar Bandaríkjanna í Írak. Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur farið hækkandi að undanförnu, fór hæst í tæpa 29 dollara tunnan í byrjun vikunnar en þegar mörk- uðum var lokað í gær var verðið komið niður í 28,44 dollara. Magnús Ásgeirsson hjá Olíufé- laginu segir að markaðurinn bíði fundar OPEC-ríkjanna í Japan 19. þessa mánaðar. Fram að þeim tíma muni ríkja óvissa og spenna. Að- spurður hvort félagið telji ástæðu til verðbreytinga á eldsneyti segir Magnús að engin afstaða hafi verið tekin til þess. Verðhækkanir séu a.m.k. ekki fyrirhugaðar í bili, en eldsneytisverð hækkaði um síðustu mánaðamót. Beðið eftir OPEC-fundi Spenna á eldsneytis- markaðnum PRUFULENDINGAR nýrrar Air- bus-farþegaþotu fóru fram á Kefla- víkurflugvelli í ljósaskiptunum í gærkvöldi og halda áfram í dag, samkvæmt upplýsingum úr flug- turni vallarins. Á ferðinni er vél af gerðinni Airbus A340-500 sem tekur um 300 farþega í sæti. Hún hefur 18 tíma flugþol sem gerir hana að lang- drægustu farþegaþotu heims. Til samanburðar má geta þess að Boeing 747 hefur 13-14 tíma flugþol. Flugmenn og aðrir starfsmenn Airbus-verksmiðjanna komu á vél- inni til Keflavíkur í gærkvöldi eftir flug frá Frakklandi og yfir Norð- urpólinn. Lenti vélin nokkrum sinn- um í hliðarvindi sem þó var óveru- legur í gærkvöldi. Áhöfn vélarinnar gisti í Keflavík í nótt og munu próf- anir halda áfram í dag. Frá Íslandi fer vélin yfir Norðurpólinn á ný og þaðan til Frakklands. Þess má geta að um borð í vélinni er sérrými fyrir aðra flugáhöfn þannig að vélin geti verið á lofti í allt að 18 tíma í einu. Prufulendingar nýrrar Airbus-vélar á Keflavíkurflugvelli Morgunblaðið/Hilmar Bragi Langdrægasta farþegaþota heims STJÓRN læknaráðs Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri hefur sent ráðherrum heilbrigðis- og fjármála bréf þar sem áhyggjum er lýst „sök- um hinnar miklu óvissu, óánægju og uppnáms, sem verið hefur meðal lækna á FSA hvað varðar útfærslur og frágang starfsmannasamninga sérfræðilækna á FSA eftir samþykkt kjarasamnings, er tók gildi þann 1. apríl síðastliðinn,“ eins og segir í bréf- inu. Fram kemur í bréfinu að það sé ekki hlutverk stjórnar læknaráðsins að fjalla um kjaramál lækna, en hjá því verði ekki komist í kjölfar þeirrar stöðu sem uppi er. Telur stjórn læknaráðsins það geta haft bagaleg áhrif að ekki hefur verið gengið frá stofnanasamningnum, bæði til lengri og skemmri tíma hvað varðar upp- byggingu, þjónustu og hlutverk FSA. „Enn einu sinni hefur það gerst að samningsaðili lækna hefur undirritað samning, sem stjórnendur sjúkra- hússins hafa ekki fjárhagslegt bol- magn til að framfylgja, að öllu óbreyttu,“ segir í bréfi stjórnar læknaráðs FSA. Jafnframt er van- þóknun lýst á slíkum vinnubrögðum og er skorað á ráðherra að gera stjórnendum mögulegt að ganga end- anlega frá samningum sínum við sér- fræðilækna, án þess að til skerðingar starfsemi eða uppsagna starfsfólks komi. FSA er ein af fáum stofnunum sem ekki hafa gengið frá stofnanasamn- ingum við sitt starfsfólk, en það er stefna framkvæmdastjórnar sjúkra- hússins að gera það ekki fyrr en tryggt er að peningar fáist á fjárlög- um til slíks. Áætlað er að stofnana- samningar kosti FSA um 60 milljónir króna á ári. Í heilbrigðisráðuneytinu er unnið að því að skoða hvernig aðrar stofnanir hafa fjármagnað samn- ingana og hvort þeir skýri að ein- hverju leyti hallarekstur þeirra á árinu. Starfsmannasamningar lækna á FSA Áhyggjur vegna óvissu um samninga NÝBYGGING Barnaspítala Hringsins verður afhent í áföng- um, fyrst um miðjan nóvember, síðan um miðjan desember og að fullu í janúar eða byrjun febrúar á næsta ári, en upphaflega var gert ráð fyrir að byggingin yrði afhent í lok þessa mánaðar. Gunnlaugur Sigfússon, sviðstjóri lækninga á barnasviði Landspítala –háskólasjúkrahúss, segir að við afhendingu áfanga verði hafist handa við að koma fyrir glugga- tjöldum, sjúkrarúmum og svo framvegis en gert sé ráð fyrir að sjúklingar geti flust inn í spítalann í byrjun eða um miðjan janúar. Formleg opnun verði síðan vænt- anlega í lok janúar eða byrjun febrúar. Að sögn Gunnlaugs var á tímabili rætt um að opna fyrst ákveðnar deildir en frá því hafi verið horfið, þar sem það hafi þótt óskynsamlegt og því verði allar deildir teknar í notkun á sama tíma. Aðalverktaki við bygginguna er Byggingarfélagið Ólafur og Gunn- ar en Suðurverk sá um jarðvinnu. Arkitektar eru þau Sigríður Magn- úsdóttir og Hans-Olav Andersen hjá Teiknistofunni Tröð. Húsið er 6.800 fermetrar og er á fjórum hæðum auk kjallara undir hluta hússins, en áætlaður byggingar- kostnaður er 1.465 milljónir króna sem þýðir um 200 þúsund krónur á fermetrann. Barnaspítali Hringsins afhentur í áföngum Fyrstu sjúklingar í janúar ♦ ♦ ♦ SAMKVÆMT könnun á vegum menntamálaráðuneytisins hafa fáir grunnskólar mótað sérstaka stefnu um úrræði fyrir nemendur sem skara fram úr jafnöldrum sínum í námi. Í könnuninni bárust svör frá 134 grunnskólum, eða 68% allra grunn- skóla í landinu. Stjórnendur í 22% þeirra svöruðu því játandi að hafa uppi mótaða stefnu um úrræði fyrir afburðanemendur en mun fleiri, eða 71%, sögðust hafa slík úrræði. Sér- stökum úrræðum er helst beitt í stærðfræði en síður í náttúru- og samfélagsfræði. Um helmingur skóla- stjóra telur að úrræðin skili aðeins að nokkru leyti tilætluðum árangri. Fáir með mót- aða stefnu Úrræði skóla fyrir afburðanemendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.