Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „VIÐ teljum okkur hafa sýnt fram á að skipulagt smygl sé á fólki um land- ið og vestur um haf og í einhverjum tilfellum er lokaáfangastaðurinn Ís- land,“ segir Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, en um umdæmi hans fara 98% af far- þegum sem koma til landsins. Í maí sl. var Albani handtekinn á Keflavíkurflugvelli með tvö fölsuð vegabréf meðferðis. Hann var ákærður fyrir smygl á fólki og sak- aður um að hafa ætlað að láta alb- anska fjölskyldu fá vegabréfin og þannig aðstoða hana við að komast til Minneapolis í Bandaríkjunum. Jó- hann segir að embættið hafi ekki tal- ið nokkurn vafa leika á því að mað- urinn hafi tekið að sér að aðstoða við smygl á fólki. Albaninn hafi hins vegar verið sýknaður af ákærunni vegna ófull- komleika núgildandi útlendingalaga. Þegar ný útlendingalög gangi í gildi um næstu áramót muni verða tekið á þeim vanda. Aðspurður segir hann að grunur um skipulagt smygl hafi vaknað í fleiri tilfellum. Ekkert hægt að fullyrða Sá grunur hefur vaknað að aðilar á Íslandi hjálpi til við smyglið en Jó- hann segir að ekkert sé hægt að full- yrða í þeim efnum. „Ég held þó að það sé nokkuð augljóst að eftir því sem útlendingum fjölgar í landinu er líklegra að Íslendingar eða útlend- ingar búsettir hér á landi, aðstoði við smygl á fólki til landsins,“ segir hann. Hann segir að það sé reynslan í nágrannalöndum okkar og engin ástæða til að ætla að raunin verði önnur hér á landi. Í Bandaríkjunum og í Evrópu sé einnig alþekkt að samlandar ólög- legra innflytjenda skjóti yfir þá skjólshúsi og reyna að koma í veg fyrir að yfirvöld nái til þeirra. „Oft líta menn á þetta sem skyldu sína – að vernda landa sína í framandi landi,“ segir Jóhann. Á þessu ári hafa 87 útlendingar sótt um hæli sem pólitískir flótta- menn á Íslandi og eru þegar orðnir 35 fleiri en sóttu um hæli allt árið í fyrra. Jóhann segir að þessi aukning þurfi ekki að koma á óvart, lengi hafi verið bent á að fjölgun hælisleitenda væri óhjákvæmileg. „Þetta er sú þró- un sem hefur átt sér stað allt í kring- um okkur. En þrátt fyrir aukninguna sem verið hefur á þessu ári og í fyrra þá verðum við að hafa í huga að Ís- land er tiltölulega laust við þetta vandamáli í samanburði við ná- grannaríkin,“ segir hann. Jóhann segir að lega landsins og sú stað- reynd að áætlunarflug til Íslands er frá löndum sem talin eru tiltölulega örugg í þessu samhengi, valdi því að hlutfallslega færri sæki um hæli hér á landi. „Ástandið myndi breytast á einni nóttu ef áætlunarflug myndi hefjast til Mexíkó eða Rússlands. Við það myndi hælisleitendum og ólög- legum innflytjendum fjölga marg- falt.“ Aðspurður segir Jóhann að ekki sé hægt að útskýra aukinn fjölda hæl- isleitenda með því að vísa til þess að dregið hafi úr landamæraeftirliti með þátttöku Íslands í Schengen- samstarfinu. „Það er mikil mikil ein- földun að halda því fram að aðild að Schengen hafi orðið til þess að hæl- isleitendum hafi fjölgað. Schengen hefur bæði haft kosti og ókosti í för með sér, hvað þennan þátt varðar,“ segir hann. Að sumu leyti sé erfiðara að fylgjast með för fólks innan Schengen-svæðisins en á hinn bóginn séu nú skýrari reglur um hvernig eigi að meðhöndla beiðnir um hæli og í hvaða tilfellum öðrum ríkjum beri að taka aftur við þeim sem sækja um hæli á Íslandi. „Svo er líka eitt sem er mikilvægt að menn átti sig á. Hvort sem Íslend- ingar væru aðilar að Schengen eða ekki, þá ber þeim skv. Genfarsátt- málanum, að taka við þeim sem biðja um pólitískt hæli og rannsaka þeirra mál,“ segir hann. Engu skipti hvort fólkið gefi sig fram á landamærunum eða innan þeirra. Skv. núgildandi út- lendingalögum sé reyndar hægt að snúa hælisleitendum við á landa- mærunum teljist frásögn þeirra ótrúverðug en sú heimild fellur niður um áramótin þegar ný lög um mál- efni útlendinga taka gildi. „Það er ósanngjarnt að segja að hælisleitend- um hafi fjölgað vegna þess að við er- um í Schengen. Það er í raun ekkert samhengi þarna á milli,“ segir Jó- hann. Öðru máli gegni um ólöglega innflytjendur. Eftir að Schengen tók gildi sé erfiðara að fylgjast með ferð- um fólks til og frá landinu og þeim geti því hugsanlega fjölgað af þeim sökum. „En ólöglegir innflytjendur eru ekki hælisleitendur. Hins vegar er hægt að herða eftirlit með ólögleg- um innflytjendum með ýmsum hætti, til dæmis að ganga ákveðnara eftir því hjá fyrirtækjum að starfsmenn hafi atvinnu- og dvalarleyfi,“ segir hann. Kostnaður Rauða krossins vegna hælisleitenda hefur aukist í hlutfalli við fjölgun þeirra á síðustu árum. Gert er ráð fyrir að kostnaðurinn verði 25 milljónir á þessu ári en hann var 18 milljónir árið 2001 og 15 millj- ónir árið 2000. Hluti af þessari upp- hæð er endurgreiddur af ríkinu og má gera ráð fyrir að Rauði krossinn fái 6–7 milljónir frá ríkinu á þessu ári. Samkvæmt samningi frá árinu 1999 hýsir Rauði kross Íslands alla þá sem leita hælis á Íslandi meðan mál þeirra eru í rannsókn hjá lög- reglu og útlendingaeftirlitinu. Dvelji fólkið lengur en þrjá mánuði á land- inu fellur kostnaðurinn á ríkissjóð. Sigrún Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Rauða krossins, segir að þegar samningurinn var gerður árið 1999 hafi að meðaltali sjö manns leitað hælis á Íslandi á ári og samningurinn verið gerður með það í huga. „Núna er staðan sú að hælisleitendum hefur fjölgað mjög mikið og vinnsla mála hefur styst verulega þannig að flestir eru hér á landi innan við þrjá mán- uði,“ segir hún. Þá sé samsetning hópsins allt önnur en þegar samning- urinn var undirritaður. Nú sé mun meira um fjölskyldufólk en hælisleit- endur voru áður aðallega einhleypir karlmenn. Allt valdi þetta auknum kostnaði. Samningur Rauða krossins við ríkið rennur út í árslok árið 2003 en stjórn Rauða krossins hefur óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að samningurinn verði endurskoðaður. Þarf að huga að menntun og húsnæði Rauði krossinn sér um að útvega hælisleitendum húsnæði, fatnað og aðra framfærslu og veitir þeim lág- markslæknisaðstoð. Ennfremur er fylgst með að fólkið fái eðlilega og rétta málsmeðferð. Fólkið gistir í leiguhúsnæði á ýmsum stöðum í Reykjavík og nágrenni og deildir Rauða krossins á Akureyri, Ísafirði, Seyðisfirði og á Suðurnesjum hafa einnig tekið að sér að sjá um fram- færslu þeirra. Sigrún segir að með breyttum að- stæðum þurfi að endurskoða hvernig tekið sé á móti hælisleitendum, m.a. með tillit til húsnæðis og skólagöngu barna sem koma hingað með foreldr- um sínum. Þegar fjölskyldufólk sæki um hæli geti málsmeðferð tekið lengri tíma en ella og á meðan séu börnin án nokkurrar formlegrar menntunar. Um 98% farþega til landsins fara um Keflavíkurflugvöll Telja sig hafa sýnt fram á skipulagt smygl á fólki KVIKMYNDIN Hafið var forsýnd í Neskaupstað í gær, en hún var að mestu tekin á staðnum. Fjöl- menni var á forsýningunni og voru norðfirskir aukaleikarar í Hafinu í miklum meirihluta. Höf- undar myndarinnar, þeir Baltasar Kormákur og Ólafur Haukur Sím- onarson, voru viðstaddir sýn- inguna. Forsýningargestir virtust almennt vera ánægðir með mynd- ina. Að forsýningu lokinni var frum- sýning myndarinnar á Íslandi. Það verður að teljast fréttnæmt í ljósi sögunnar að eldur varð ekki laus í Neskaupstað meðan á forsýningu stóð. Norðfirskar blómarósir sem léku í myndinni á leið á forsýningu. Stefán Þorleifsson sem leikur í Hafinu ásamt eiginkonu sinni Guðrúnu Sigurjónsdóttur og aðstandendum myndarinnar á leið á sýninguna. Forsýning á Hafinu Neskaupstað. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal DV Magasín kom út í fyrsta sinn í gær en það mun hér eftir koma út á fimmtudögum. Útgefandi er Útgáfu- félagið DV ehf. og er blaðið undir stjórn ritstjórnar DV. Magasín er gefið út í 80 þúsund eintökum og dreift ókeypis í öll hús á höfuðborg- arsvæðinu og til allra áskrifenda DV á landsbyggðinni. Meginefni Magas- íns er ýmiss konar mannlífsefni þar sem áhersla er lögð á samspil texta og ljósmynda, auk þess sem birtar eru helstu upplýsingar um hvaða dægradvöl sé í boði og einnig hvað sé á dagskrá útvarps- og sjónvarps- stöðva, segir í fréttatilkynningu. Stefán Kristjánsson hefur yfirum- sjón með útgáfunni, jafnt efni sem hönnun, en honum til aðstoðar er Sigurður Bogi Sævarsson blaðamað- ur. Auk þeirra koma flestir starfs- menn ritstjórnar DV að útgáfunni. Nýtt fylgi- rit DV MIKIÐ verður um að vera hjá Kór Félags eldri borgara í Reykjavík á komandi starfsári því stefnt er að því að fara í kórferðalag til Finn- lands, Rússlands og Eistlands næsta sumar. Karlmenn, sextugir og eldri, eru sérlega velkomnir í kórinn til að styrkja karlaraddirn- ar fyrir ferðina. Að sögn Kristínar Pétursdóttur söngstjóra eru um 45 manns í kórn- um en hann er félagsskapur fyrir fólk frá sextugu. Hún segir mikinn kraft í kórfélögum sem sést einna best á því að þeir hika ekki við að takast á hendur langferðir. Þannig verður ferðin næsta sumar ekki einstök því fyrir fimm árum dreif hópurinn sig til Gimli í Kanada, þar sem hann skemmti „landsmönn- um“ sínum með söng á Íslendinga- deginum þar. Þá hefur kórinn farið til Færeyja og í fjölda ferðalaga innanlands. „Þannig að það er mik- ið ferðast og sungið,“ segir Kristín. Hún segir skort á karlsöngvur- um helst hamla kórnum um þessar mundir og því auglýsti kórinn ný- lega eftir bössum og tenórum til að ganga til liðs við sig. Þá segir Krist- ín mikið félagslíf fylgja kórstarfinu en æft er einu sinni til tvisvar í viku. „Ég myndi segja að þetta væri mjög gaman enda er þetta er hresst og mjög duglegt fólk. Við er- um með bæði innlend og erlend sönglög á efnisskránni og hún er mjög fjölbreytt. Það er sungið fjór- raddað og stundum erum við með kvennakór innan hópsins. Eins hef- ur verið karlakór hjá okkur líka og okkur langar mikið til að koma upp karlakór. Það er svona minn draumur,“ segir hún að lokum. Kór Félags eldri borgara í Reykjavík hyggur á langferð Langar mikið til að koma upp karlakór ENDURSKOÐUÐ fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2002 var samþykkt í bæjarráði Akureyrar í gær. Áætlað er að heildartekjur Akureyrarbæjar verði tæpir 7,4 milljarðar króna á árinu en heildar- gjöld rétt tæpir 7,3 milljarðar. Af heildartekjum má nefna að skatttekjur eru áætlaðar um 3,3 milljarðar. Framkvæmdir á vegum bæjarins hækka um 211 milljónir, úr rúmum 1,3 milljörðum í rúma 1,5 milljarða króna. Munar þar mest um nýframkvæmdir á vegum Norður- orku sem munu kosta tæpar 311 milljónir en í fyrri áætlun var gert ráð fyrir framkvæmdum upp á 133 milljónir króna. Heildartekjur um 7,4 milljarðar Akureyrarbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.