Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ að hlaut að koma að því. Reyndar höfðum við sem foreldrar ekkert sérlega haft varann á okkur gagn- vart því að þetta myndi gerast og hikuðum því ekki við að halda okkar striki: farareyri skyldi pilt- urinn fá enda hafði ég sjálf alltaf fengið nokkrar krónur frá for- eldrum mínum sem barn þegar lagt var upp í langferð. Þannig fóru engar viðvörunarbjöllur í gang þegar við réttum okkar manni þúsundkall til viðbótar við þær nokkur hundruð krónur sem honum höfðu áskotnast annars staðar frá. Því næst var öllu draslinu troðið í bílinn og lagt af stað. Okkur lá svo mikið á að komast í lang- þráð sum- arleyfi að við ákváðum að eyða ekki tíma í að afla okkur fanga innan borgarmark- anna heldur var stefnan tekin á Selfoss þar sem verslað skyldi í Kaupfélaginu sem reyndar reyndist heita Nóatún þegar til kastanna kom. Það var þar sem þetta hófst allt saman. Á miðri siglingu milli vörurekkanna með innkaupakerr- una í fararbroddi snarstansaði sá fimm ára skyndilega og kvað upp úr með það að hann ætlaði líka að versla. Í einum vettvangi laut all- ur farareyririnn í lægra haldi fyr- ir smávöxnu Legó-vélmenni sem bar svo flókið nafn að sá stutti átti í mesta basli með að bera það fram en í munni hans hljómaði það eins og „Bjóníkkúl“. „En ætlarðu að eyða öllum peningunum þínum strax?“ spurði ég hálfvonsvikin enda minntist ég þess úr barnæsku að þessir aurar dugðu gjarnan út allt fríið þar sem hver króna var veg- in og metin gegn hlutnum sem kaupa skyldi. Af stakri yfirvegun voru keyptar sápukúlur á einum stað, litabók nokkrum dögum síð- ar og kannski skopparabolti undir lok ferðar. Þá átti maður jafnvel eftir nokkra glitrandi smápeninga þegar ferðalaginu lauk. En ungi maðurinn var óhagg- anlegur. Hann hafði fengið svona vélmenni í afmælisgjöf og var bú- inn að komast að því að ef hann safnaði sér þremur slíkum af mis- munandi lit mætti byggja eitt stórt og hræðilegt úr þeim. Og það var að sjálfsögðu takmarkið. Ég held að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem litla skottið keypti sér eitthvað upp á eigin spýtur. Með stórum augum fylgd- ist hann með því þegar af- greiðslukonan tók við fjólubláa bréfpeningnum og tveimur stórum gullpeningum og þá voru bara nokkrir litlir silfurpeningar eftir. Með þá í annarri hendinni, vélmennið í hinni og höfuðið fullt af vangaveltum gekk hann út úr Nóatúni á Selfossi og var heldur betur reynslunni ríkari. Hingað til hafði drengurinn nefnilega verið hæstánægður með að troða öllum aurum sem honum áskotnaðist beint í spari- baukinn Gogga. Það hafði hann gert frá því hann mundi eftir sér og hefur sjálfsagt haldið að annað væri ekki að hafa upp úr klinkinu en að pota því í Gogga, fara með hann í bankann og fá einhver verðlaun fyrir. Núna vissi hann hins vegar betur. Um leið og fjölskyldan var búin að koma matvælunum fyrir í skottinu og sjálfum sér fyrir í bíl- sætunum hófst skæðadrífa spurn- inga: „Hvað þarf ég marga bréf- peninga til að kaupa alla Bjóníkkúlina? Hvað kostaði bíll- inn okkar marga bréfpeninga? Hvað áttu marga bréfpeninga í veskinu þínu, mamma?“ Því næst lýsti hann því hátíð- lega yfir að hér eftir ætlaði hann að safna sér peningum til að geta keypt sér alla Bjónikkúlina sem til væru. Honum var greinilega nákvæmlega sama um garnagaul- ið í honum Gogga og fannst lítið varið í rök foreldranna sem gengu út á að maður þyrfti líka að safna sér í sjóð fyrir framtíðina. Nei, annað eins rugl hafði hann aldrei heyrt þegar hægt væri að kaupa fullkomlega brúkhæft dót á meðan maður væri ennþá fimm ára. Þar með var umræðuefni ferð- arinnar ákveðið. Barnið var greinilega búið að breytast í hina mestu aurasál og notaði hvert tækifæri til að sníkja sér pening. Þess á milli krafðist hann upplýs- inga um hver væri munurinn á rauðum bréfpeningum og bláum, hversu marga rauða þyrfti í einn fjólubláan og hversu marga stóra gullpeninga þyrfti í einn rauðan bréfpening. Stöku sinni fléttaðist inn í þessa umræðu fróðleiks- molar um Bjóníkkúl og útskýr- ingar á því hvað það er sem gerir þessi kvikindi svona eftirsókn- arverð. Reglulega bað hann um að fá að skoða bréfpeninga okkar foreldranna og það var mikill per- sónulegur sigur fyrir hann þegar honum hafði tekist að safna sér nægri mynt til að geta skipt henni í einn rauðan. Eftir það veifaði hann blaðinu með stolti framan í alla þá sem urðu á vegi hans. Satt best að segja vorum við foreldrarnir að verða hálfvitlaus á þessari umræðu sem dundi stöð- ugt í eyrum okkar og gerðum okkar besta til að leiða huga hans að öðru með því að benda honum á fegurð náttúrunnar allt í kring um okkur. En allt kom fyrir ekki, það var enginn foss svo kraftmik- ill eða nokkurt fjall það mik- ilfenglegt að það skyggði á tak- markalaust aðdráttarafl Mammons og Bjúnikkúl. Nú erum við komin heim fyrir nokkru og litli aurapúkinn búinn að ná takmarkinu. Daglega hampar hann skrímslinu ógurlega sem byggt var úr vélmennunum þremur og lætur fylgja vel valin orð um að það sé sko til fullt af allskonar Bjóníkkúl sem hann ætli sér að kaupa og svo eru nátt- úrlega aksjónmenn á óskalist- anum og pleymó og svo mætti lengi telja. Á meðan laumast ég til að pota einum og einum eyri í Gogga um leið og ég harma að fjárhagslegt sakleysi eiganda hans virðist vera horfið að eilífu. Glatað sakleysi „Á miðri siglingu milli vörurekkanna með innkaupakerruna í fararbroddi snarstansaði sá fimm ára skyndilega og kvað upp úr með það að hann ætlaði líka að versla.“ VIÐHORF Eftir Bergþóru Njálu Guð- mundsdóttur ben@mbl.is síns eigin flokks. Skömmu síðar bætti hann um betur og sagði að framboð hennar gæti skaðað samstarf flokk- anna í framtíðinni. Þau orð var ómögulegt að skilja öðru vísi en hótun um að vinstri stjórn væri ekki í kortunum ef borg- arstjóri leyfði sér þau sjálfsögðu mannréttindi að bjóða sig fram fyrir þann flokk, sem hún aug- ljóslega fylgir að málum. Við bjuggum Reykja- víkurlistann til svo hægt væri að skapa betri kjör fyrir aldraða, fátæka, námsmenn, húsnæðislausa, láglaunafólk og alla þá sem þurfa á skjóli að halda. ÞAÐ var sorglegt að fylgjast með fram- komu Steingríms J. Sigfússonar gagnvart Ingibjörgu Sólrúnu borgarstjóra meðan hún íhugaði framboð til þings undir merkj- um Samfylkingarinn- ar. Jafnframt var þetta sorglegt gagn- vart þeim hugsjónum sem Reykjavíkurlist- inn byggist á. For- maður VG, sem reyn- ir að selja sig sem ábyrgan stjórnmála- mann, leyfði sér að hóta því nánast berum orðum að sprengja Reykjavíkurlistann í loft upp til að vernda þrönga hagsmuni Stjórnmálamaður, sem með þessum hætti er reiðubúinn til að fórna hags- munum lítilmagnans fyrir þrönga flokkshagsmuni, tilheyrir öðrum tíma og annarri veröld. Hvar voru málefnin, sem réðu orð- um Steingríms Joð? Hvar voru málefnin, Steingrímur? Katrín Júlíusdóttir Höfundur er varaformaður fram- kvæmdastjórnar Samfylkingar. Stjórnmál Það var sorglegt, segir Katrín Júlíusdóttir, að fylgjast með framkomu Steingríms. Í UPPHAFI síðasta áratugar urðu talsverðar breytingar á ís- lensku þjóðfélagi sem flestir eru nú sammála um að hafi verið til góðs. Ferskur forsætisráð- herra bar með sér nýja tíma; losaði efna- hagslífið úr greipum pólitískra reddinga og ýtti úr vör því sem átti að heita heilbrigt vest- rænt markaðsþjóð- félag. Tíu árum, nokkrum einkavæðing- um og einum hluta- bréfamarkaði síðar virðist flokkur sjálf- stæðra manna hins- vegar hafa séð eftir öllu saman: Ný kyn- slóð leikmanna á hin- um „frjálsa“ markaði raskar ró hinna gömlu peninga og þeirra hefðbundna taki á völdum lands og gæða. Frelsið er orðið of frjálst. Og Leynifélagið Bláa höndin bít- ur frá sér. Í viðtali við Morgunblaðið fyrir skömmu lýsti hinn ungi Björgólfur Thor undrun sinni á því að koma heim eftir fimmtán ára dvöl í því bjórþyrsta ævintýralandi sem Rússland er í dag, þar sem viðskipti lúta ekki aðeins markaðslögmálum heldur einnig ýmsum bakhöndum í öllum öðrum litum en bláum. Hann taldi sig vera að snúa heim á nýtt og betra Ísland laust úr klíkubönd- um en rak sig fljótt á gamla veggi sem ennþá standa djúpt í öllum bönkum þrátt fyrir að framhliðarn- ar hafi fengið frjálslegt útlit. Gamla valdakerfið er ennþá til og rembist nú eins og það getur við að halda öllum spilum á sínum höndum; ann- arri blárri og hinni grænni. Bláa höndin er blá vegna þess að hún tilheyrir bláum armi, vegna þess að í æðum hennar rennur blátt blóð og vegna þess að hún er að blána upp: Hún er deyjandi afl. Og í dauðastríðinu svífast menn einsk- is. Hvað eftir annað hefur okkur brugðið í brún. Hinn eitt sinn frels- isboðandi forsætisráðherra hefur ítrekað veist að spútnik-fyrirtækinu Baugi: Hótað að brjóta það upp sem og brjálast yfir kaupum þess á hlut í FBA. Við sem heima sitjum skiljum ekki hvers vegna guðfaðir nýja hagkerfisins snýst gegn bestu börnum þess. Við skiljum ekki hvers vegna sjálfstæðismenn beita öllu sínu gegn sjálfstæðustu mönn- um landsins. Okkur sem vorum að vona að ís- lenska efnhagskerfið væri loksins að fullorðnast tók það sárt að sjá lögregluvaldi misbeitt gegn fram- sæknum viðskiptamanni á örlaga- stundu; einn stærsti árangur Ís- lendinga í alþjóðaviðskiptum var eyðilagður af litlum mönnum með stór völd. Það var kornið sem fyllti mæl- inn. Korn sem skildi eftir óbragð í munni: Lögmaður ákærand- ans var einkavinur for- sætisráðherra og her- foringi húsleitarinnar einn skrautlegasti til- búningur valdatíðar hans: Best skreytti embættismaður lands- ins og vel blár á öllum hnúum. Ofsókn lögreglunnar inn á skrifstofur Baugs var sannarlega vel tímasett en virðist hinsvegar hafa verið röng að öllu öðru leyti og reist á afar hæpnum forsendum. Vonsvikinn fyrrum viðskiptaaðili Baugs sakaði stjórnendur fyrirtæk- isins meðal annars um að hafa laumað út úr því 55 milljónum króna í eigin vasa. Síðan kemur í ljós að umrætt sönnunargagn var ekki debet-reikningur upp á pen- inga hafða út úr fyrirtækinu heldur credit-reikningur upp á fjárhæð færða til tekna fyrirtækisins. Hing- að til hefur talsverður munur þótt á hugtökunum „debet“ og „credit“, svona álíka mikill og munurinn á sekt og sakleysi. Meint svik reynd- ust semsagt vera tekjur. Hér lá greinilega mikið á og hatrið bláa svo blint að það fékk ekki lesið smáa letrið. En kannski var hin hæpna misferlisásökun aðeins tylli- ástæða til húsleitar sem hugsanlega gæti leitt annað og verra í ljós? Kannski þýðir „credit“ „debet“ á færeysku? Í kjölfarið kemur svo okkar ást- kæra Morgunblað og leggur í leið- ara blessun yfir gjörninginn: Eitt verði yfir alla að ganga: Jafnvel hin gömlu góðu olíu- og eimskipafyr- irtæki hafi mátt una við húsleitir þetta árið. Munurinn er hinsvegar sá að í þeim tilfellum eru fyrirtækin sjálf sökuð um samkeppnis-misferli en í tilfelli Baugs beinist ákæra að- eins að misferli stjórnenda. Hvers eiga tvö þúsund (og saklausir) hlut- hafar að gjalda? Og hvort sem lög- reglurannsóknin mun leiða eitthvað saknæmt í ljós eða ekki var tíma- setningin einum of augljós. Hér var greinilega verið að reyna að vinna hámarkstjón. Og það tókst. Bláa höndin klæddist hvítum lög- regluhanska og reyndi að brjóta þann baug sem hún þolir ekki að hafa ekki á fingri. Það sýnir þó mátt hins merka Baugs að „hámarkstjón“ reyndist vera 8 milljarða gróði sem Jón Ás- geir hafði heim frá London eftir sína svefnlausu samningaviku. Fróðir fjársmalar segja að fyrir slíkt fé megi kaupa meirihlutabréf í Flugleiðum og Eimskip. Og gerist nú höndin góða sjálfsagt blágræn af öfund; sú sama hönd sem fyrir hálfu ári neytti bankavalds til að neita Baugsmönnum um fjármagn til kaupa á hinu enska Arcadia. Fjársmalarnir fróðu telja að hafi ís- lenskir bankar þá tekið stólinn frá sínum dyrum og kaupin gengið eftir væru nú 40 milljarðar komnir inn í landið. Það eru ekki nema tvær rík- isábyrgðir fyrir deCODE. Íslenskir bankar eru snjallir. Þar sem margar tilviljanir koma saman er viljinn ljós. Burtséð frá viðskiptahagsmunum Baugverja lýsir þetta ljóta dæmi vel því þjóð- félagsástandi sem við búum við í dag: Eins manns reiði er allra ógn. Við sem heima sitjum og skiljum ekki andúð forsætisráðherra gagn- vart bestu viðskiptasonum Íslands, við spyrjum: Hvers vegna? Og eina svarið sem okkur dettur í hug er að hann sé einfaldlega búinn að sitja of lengi. Gamla góða góðæris-sólin geislar nú engu frá sér öðru en ótta. Og hræðslan hríslast niður eft- ir stólum stjórnkerfisins þar sem sitja hræddir litlir menn sem eru ekki lengur að vinna fyrir land og þjóð heldur aðeins að vinna sér inn prik á æðsta stað. Orð sem falla í ræðustól á þingi bergmála úti á hin- um á þúsund borðum kerfisins og breyta þar gjörðum í misgjörðir. Í sífellu er reynt að bregða fæti fyrir okkar fremstu menn; þá sem ekki eru þægir. Og Ísland sýpur seyðið. Í ljósi alls þessa er sorgleg sú staðreynd að loksins þegar það blasir við; tækifærið til að binda þennan leiðinlega endi á hin tólf annars góðu ár, þá virðast vinstri- menn frekar setja sinn litla og skammsýna flokkshag fram yfir hag lands og þjóðar. Vinstri-grænir vilja ekki fórna einu eða tveimur þingsætum fyrir hugsanlega vinstristjórn, Framsóknarmenn ótt- ast að missa hugsanlegan forsætis- ráðherrastól og á Tjarnarbakkanum situr sú sem ekki þorir að stökkva út í. Já. Aumt er það. Hægrimenn öf- unda annarra hag og vinstrimenn hugsa bara um eigin hag. Öllum er sama um þjóðarhag. Og eftir sitjum við með óbreytt ástand: Markaðs- kerfi sem hefur snúið lögmáli sínu upp í tóma meðalmennsku: „Hinir þægustu lifa af.“ Baugur og Bláa höndin Hallgrímur Helgason Viðskipti Þar sem margar tilvilj- anir koma saman, segir Hallgrímur Helgason, er viljinn ljós. Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.