Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 28
MENNTUN
28 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
KENNSLUFRÆÐI full-orðinna er ung fræði-grein og eru aðeins 20 ársíðan fyrsti prófessorinn í
greininni fékk embættið í Þýska-
landi. Upphaf fræðigreinarinnar má
að vissu leyti rekja til fullyrðingar-
innar: „Fullorðnir læra öðruvísi.“ En
hvernig öðrluvísi? Eitt er víst að ekki
dugar að segja það við fullorðna sem
þeir segja sjálfir við börnin sín:
„Lærðu bara, þú skilur seinna til
hvers“ – „Þú átt eftir að sjá hvernig
stærðfræðin nýtist þér í lífinu“ –
„Það er gott að kunna dönsku!“ Hinn
fullorðni myndi ekki fyrir sitt litla líf
nenna að leggja það á sig að læra
eitthvað án þess að skilja gagnsemi
þess. Ungir geta það hins vegar, þeir
verða a.m.k. að búa við það.
Hinn fullorðni nemandi krefst
þess aðsjálfstæði hans og lífsreynsla
sé virt. Hann er mættur í tíma af fús-
um og frjálsum vilja í frítíma sínum
og greiðir af launum sínum fyrir
námið ef atvinnurekandi hans gerir
það ekki. Kennarinn þarf því nauð-
synlega að vita hvernig kenna eigi
fullorðnum öðruvísi en börnum og
hann þarf að geta skapað andrúms-
loft sem er laust við forsjárhyggju.
Kennarinn þarf að skilja að full-
orðnir vilja skýr markmið í námi
sínu. Þeir vilja ekki fara á námskeið
bara til að fara á námskeið, heldur
vilja þeir að námið breyti sér eða
starfsháttum þeirra. Kennarinn þarf
einnig að muna að oft hafa ófaglærð-
ir og fleiri hópar fullorðinna litla trú
á eigin námshæfileikum. Einnig þarf
hann að hafa þekkingu á því hvernig
„námsheilinn“ virkar.
Hvert stefnir?
Vika símenntunar stendur nú yfir,
en hún er á vegum menntamálaráðu-
neytisins og haldin í þriðja sinn hér á
landi. Mennt – samstarfsvettvangur
atvinnulífs og skóla – sér um skipu-
lagningu og framkvæmd hennar í
samvinnu við símenntunarmiðstöðv-
ar um land allt.
Þema Viku símenntunar núna er
símenntun í atvinnulífinu og er beint
til allra þeirra sem taka þátt í at-
vinnulífinu hvort sem um er að ræða
stjórnendur eða almenna starfs-
menn; alla þá sem vilja bæta við
þekkingu sína og verða hæfari
starfskraftar. Í gær var málþing á
Hótel Loftleiðum í tilefni vikunnar:
Símenntun í atvinnulífinu, hver er
staðan – hvert stefnir?
Tómas Ingi Olrich menntamála-
ráðherra sagði í ávarpi sínu að
ábyrgðin á símenntun í landinu
leggðist á margar herðar. Hann
sagði að menntamálaráðuneytið
myndi standa fyrir því að upplýsing-
um um símenntun yrði safnað kerf-
isbundið til að hægt væri að öðlast
sýn yfir hversu viðamikil hún væri
og hvers eðlis. Jón Torfi Jónasson,
prófessor í Háskóla Íslands, flutti er-
indi á málþinginu og tók undir nauð-
syn þess að safna þessum upplýsing-
um. Jón Torfi sagði ennfremur að
þáttur stjórnvalda í málaflokknum
hefði hingað til verið hvetjandi.
„Stjórnvöld hafa hins vegar ekki tek-
ið á sig sérstaka ábyrgð í mótun full-
orðinsfræðslu,“ sagði hann.
Meiri ábyrgð stjórnvalda
Jón Torfi nefndi að fram að 20. öld
hefðu stjórnvöld hér á landi ekki litið
á menntun sem þeirra mál. Hann tók
iðnmenntun sem dæmi og að sá tími
hafi runnið upp að stjórnvöld hafi lit-
ið á það sem skyldu sína að sinna
starfsmennun og hún hefði þá farið
inn í opinbera kerfið. Jón Torfi velti
því fyrir sér hvort einhverjir þættir
fullorðinsfræðslunnar þyrftu nú að
vera tryggðir í kerfinu og spurði
hverju þyrfti að sinna og svaraði:
„Því sem þarf að sinna, en aðrir
sinna ekki“. Hann vildi hafa þessa
fullyrðingu opna vegna þess að því
sem þarf að sinna er breytilegt.
Jón Torfi sagðist ekki vera
spenntur að hafa kerfi símenntunar,
en taldi þó að það gæti verið nauð-
synlegt að einhverjum hluta og um
einhvern tíma. Meðal þess sem hann
býst við að gerist á næstunni er
skipulegra átak, en hingað til hefur
verið, til að laða þá sem minnsta
menntun hafa til símenntunar. Að
tengsl símenntunar við almenna
menntakerfið verði meira, m.a.
vegna kröfunnar um próf og gráður.
Og að fjarkennslu verið beitt betur.
Faðir Viku símenntunar
Alan Tuckett flutti erindi á mál-
þinginu, en hann er forstöðumaður
Niace-stofunarinnar á Bretlandi
(www.niace.org.uk). Hlutverk henn-
ar er m.a. að sinna rannsóknum á sí-
menntun fullorðinna. Tuckett er
nefndur faðir Viku símenntunar.
Tuckett sagði frá nokkrum niður-
stöðum kannana sem stofnun hans
hefur gert. Meðal þess sem hann
nefndi var að símenntun ætti mestu
fylgi að fagna á Norðurlöndum, þá á
Bretlandseyjum en eftir því sem
lengra dragi suður á bóginn leggðu
færri stund á hana.
Hann staðfesti sterkt samband
milli aldurs og menntunar, því eldri,
því færri leggja stund á menntun.
Einnig sýndi hann tölur um sam-
band menntunar og Netsins; þeir
sem eru nettengdir eru tvöfalt lík-
legri til að leggja stund á símenntun.
Tuckett fjallaði síðan um hina
ýmsu þætti símenntunar, m.a. að
launþegar sem stunduðu hana með
hangandi hendi græddu ekkert á
henni. Nauðsynlegt væri að stunda
hana af heilum hug. Það dugar ekki
að fara bara á námskeið heldur verð-
ur að undirbúa sig og kanna þörfina.
Einnig þarf að fylgja náminu eftir til
að þessi fjárfesting skili sér í fyr-
irtækin.
Tuckett sagði að meðal þess sem
breyst hefði í Bretlandi sökum sí-
menntunar væri að verkföll væru á
undanhaldi. Ástæðan er sú að laun-
þegar eru ekki lengur fastir í viðjum
greinanna. Þeir hefja ef til vill nám
sér til ánægju, en enda á nýjum stað.
Ráðgjöf í Smáralind
Á málþinginu kynnti einnig Vil-
borg Einarsdóttir Msc í stjórnun og
stefnumótun, Guðjónína Sæmunds-
dóttir, ráðgjafi hjá Miðstöð símennt-
unar á Suðurnesjum, sagði frá kerf-
inu Markviss. Loks kom fram í máli
Hrafnhildar Tómasdóttur, náms- og
starfsráðgjafa, að Félag náms- og
starfsráðgjafa verði með ráðgjafar-
miðstöð í Smáralind í Kópavogi á
laugardaginn. Þar verði almenningi
boðið að nýta sér aðstoð náms- og
starfsráðgjafa í Viku símenntunar.
Símenntun/ Þeir sem eru nettengdir eru tvöfalt líklegri til að leggja stund á símenntun, sagði Alan
Tuckett á málþingi Viku símenntunar í gær. Gunnar Hersveinn hlýddi á mælendur, hugsaði um setn-
ingar: Fullorðnir læra öðruvísi. Rannsóknir þarf að gera á árangri af símenntun starfsmanna á Íslandi.
Símenntun
dregur úr
verkföllum
Morgunblaðið/Golli
Ábyrgð stjórnvalda á fullorðinsfræðslu bar á góma á málþinginu. Jón Torfi Jónasson prófessor og Tómas Ingi
Olrich menntamálaráðherra, sem ætlar að knýja á um kerfisbundna söfnun upplýsinga um símenntun.
Ábyrgð stjórnvalda á fullorðins-
fræðslu þarf að vera meiri.
Almenningur fær náms- og starfs-
ráðgjöf í Smáralind á laugardag.
Alan Tuckett sagði að Vika sí-
menntunar væri í 48 löndum.
Dagskrá Viku símenntunar er
framhaldið í dag og á morgun
víða um land.
Föstudagur 13. september:
Starfsmenntaverðlaunin 2002
verða afhent kl. 14 í húsnæði Al-
þýðusambands Íslands við Sæ-
tún 1, 1. hæð. Forseti Íslands,
hr. Ólafur Ragnar Grímsson, af-
hendir verðlaunin.
Starfsmenntaverðlaun Starfs-
menntaráðs og Menntar eru
veitt þeim aðilum sem þykja
vinna framúrskarandi starf á
sviði starfsmenntunar á Íslandi.
Sérstök dómnefnd fer yfir til-
nefningar og velur verðlauna-
hafa.
Verðlaunin eru veitt í þremur
flokkum:
Flokki fyrirtækja og fé-
lagasamtaka. Flokki skóla og
fræðsluaðila. Opnum flokki,
sem tekur til rannsóknaaðila,
meistara, einstaklinga og ann-
arra sem hafa látið til sín taka í
málaflokknum. Undir þennan
flokk geta einnig fallið frum-
kvöðlaverkefni og samstarfs-
verkefni.
Tilgangur Starfsmenntaverð-
launanna er að styðja nýsköpun
og framþróun starfsmenntunar
á Íslandi ásamt því að vekja at-
hygli á málefninu. Verðlaunin
eiga að vera verðlaunahöfum
hvatning til áframhaldandi
starfa og öðrum til fyrirmyndar
á þessu sviði.
Laugardagur 14. september
Fræðsluhátíð á 1. hæð Smára-
lindar frá kl. 11-18. Yfir 30
fræðsluaðilar og fyrirtæki
kynna fjölbreytt námsframboð,
bæði í sýningarbásum og með
lifandi kynningum auk al-
mennrar kynningar á mögu-
leikum til símenntunar. Helstu
samstarfsaðilar um Viku sí-
menntunar eru mennta-
málaráðuneytið, Mennt, Banda-
lag starfsmanna ríkis og bæja,
Alþýðusamband Íslands, Sam-
tök atvinnulífsins, Bandalag há-
skólamanna, Starfsmenntaráð
félagsmálaráðuneytisins og Sí-
menntunarmiðstöðvarnar í
landinu.
Sjá www.mennt.net um dag-
skrá í öðrum landshlutum.
Starfsmenntaverðlaun
HRÓBJARTUR Árnason kvaddi
sér hljóðs á málþinginu í gær.
Hann er kennslufræðingur hjá Raf-
iðnaðarskólanum, og hefur sérhæft
sig í kennslufræði fullorðinna.
Núna í haust kennir hann á nokkr-
um námskeiðum fyrir sérfræðinga.
Hróbjartur segir að vinnumark-
aðurinn kalli á aukna símenntun og
að æ fleiri sérfræðingar séu kall-
aðir frá sérfræðistörfum sínum til
að starfa sem leiðbeinendur, án
þess að hafa til þess nauðsynlegan
kennslufræðilegan undirbúning.
Hann segir að því bjóði Rafiðn-
aðarskólinn upp á námskeið fyrir
alla þá sem vilja kenna eða eru að
kenna fullorðnu fólki og vilja auka
árangur sinn á því sviði.
Hér eru þrjú dæmi.
Kennslutækni, sem er 10 vikna
nám með vinnu og styður sérfræð-
inga í því að verða betri leiðbein-
endur og kennarar. Námskeiðið
nýtist einnig sem undirbúningur
undir alþjóðlegu CTT+ leiðbein-
endavottunina Certified Technical
Trainer. Kennt er einu sinni í viku,
á miðvikudagseftirmiðdögum kl.
13:00–16:30. Námskeiðið stendur
frá 25. september til 27. nóvember
2002. Hróbjartur segir þetta nám-
skeið vera fyrir þá, sem vilja
grúska svolítið í kennslutækninni
og fá tækifæri til að læra með öðr-
um og jafnvel prófa hlutina á með-
an þeir eru að læra.
Annað nefist Þjálfaraverkstæði,
og er þriggja daga námskeið fyrir
þá sem eru nýir í kennslu eða vilja
auka hæfnina. Það verður næst
16.–18. október, kl. 8:30 til 16:30.
„Þetta nám er fyrir þá sem vilja
frekar taka frá stuttan „intensífan“
tíma í þetta nám, eru e.t.v. að byrja
að kenna og vilja fá yfirlit yfir það
helsta sem þarf að gera,“ segir
Hróbjartur. Þjálfaraþjálfun er
þriðja námskeiðið og segir Hró-
bjartur það skraddarasaumaða
einkaþjálfun fyrir þá sem eru
naumir á tíma. „Þjálfaraþjálfun er
fyrir þá sem hafa mjög lítinn tíma
og/eða áhuga á kennslufræði en
sjá að þeir þurfa að læra nokkur
„tricks of the trade“ til þess að
standa sig betur,“ segir Hróbjart-
ur.
Sjá einnig http://coulomb.raf.is/
rafskoli/?id=62.
Morgunblaðið/Ásdís
„Æ fleiri sérfræðingar eru kallaðir frá sérfræðistörfum sínum til að
starfa sem leiðbeinendur,“ segir Hróbjartur Árnason.
Fullorðnum leiðbeint