Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 49 HINN 28. apríl síðastliðinn birtist í Morgunblaðinu lesendabréf eftir Torfa Ólafsson, Melhaga 4 í Reykjavík. Bréf hans fjallaði um þær miklu breytingar sem orðið hafa á eftirmælum upp á síðkastið. Ég undirrituð er á níræðisaldri eins og Torfi og get tekið undir allt sem hann nefnir og legg ég til að blaðið endurbirti hans ágæta bréf sem fyrst til upprifjunar og íhugunar. Í framhaldi af máli Torfa langar mig til að spyrja hvers vegna allir verði elskulegir eða ástkærir strax eftir dauðann. Fyrir framan mig á borðinu liggur Mogginn með fjölda dánartilkynninga. Dæmi: „Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma...“ o.s.frv. „Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi...“ o.s.frv. Mér fyndist fullt eins eðlilegt að segja t.d. „kerling- artetrið hún móðir mín“ eða „karlhróið hann faðir minn“. Aftur á móti kæmi vel til greina að ávarpa gamla fólkið meðan það lifir: elskuleg móðir mín – ástkær faðir minn. Eins og Torfi bendir á þá þýðir ekkert að ávarpa líkið beint vegna þess að það er ekki lengur lesandi neins fréttablaðs. Engu að síður er slíkt að verða algild regla þegar ná- komnir ættingjar þeysa fram á rit- völlinn til þess að tjá sig um hina látnu. Þar ber mest á svokölluðum ömmugreinum þar sem minnst er á sokka, vettlinga, pönnukökur, klein- ur og kjötbollur og alls þessa minnst með þakklæti. Er ekki kom- inn tími til að láta nægja eina góða grein um látinn ættingja eða vin? RAGNHEIÐUR K. BALDURSDÓTTIR, Snekkjuvogi 3, Reykjavík. Hvers vegna verða allir elskulegir eftir dauðann? Frá Ragnheiði K. Baldursdóttur: Í ANNAÐ sinn á rúmum áratug upplifa íbúar Vesturlanda og reyndar alls heimsins að verið er að byggja upp forsendur fyrir árás á Írak. Margt hefur breyst á ár- unum frá Persaflóastríðinu, en sumt er í svipuðu fari. Saddam Hussein situr enn sem einvaldur í Írak og blóðslóðin eftir hann hefur lengst sem þessum árum nemur. Ástandið í Mið-Austurlöndum er eldfimt sem áður og fátt sem bend- ir til að þar sé unnið markvisst að einhverjum lausnum. Í Hvíta hús- inu í Washington situr aftur forseti að nafni Bush. Hann er sonur þess forseta sem leiddi krossferðina gegn Saddam Hussein fyrir rúm- um áratug, þar sem mynduð var breið samstaða ríkja um það mark- mið að reka Íraka frá Kúveit og Saddam Hussein frá völdum í Írak. Nú er sonurinn að endurtaka öll ummæli föður síns frá þessum tíma. Aftur á að hefja krossferð vegna þess að það fórst fyrir að setja Saddam Hussein af þarna um árið. Íraska þjóðin fékk hins vegar ómældar hörmungar yfir sig í Persaflóastríðinu og það af völdum þeirra sem ætluðu að frelsa hana undan harðstjórn hins arabíska Hitlers. Og síðan hafa Írakar búið við ástand sem getur aðeins fætt af sér hatur. Viðskiptabannið hefur leitt af sér dauða þúsunda barna og fólkið í landinu hefur verið sett í þá voðalegu stöðu að neyðast til að þjappa sér um blóðidrifinn harðstjórann. Hvað varð til þess að Saddam Hussein var ekki settur af 1991 eins og fullyrt var að gert yrði? Hvaða pólitík leiddi til þess að hann fékk að sitja áfram? Þá var lag en nú er meira en vafasamt að hægt sé að gera dæm- ið upp með sama árangri. Araba- heimurinn er nú alveg mótfallinn árás á Írak og haft hefur verið eft- ir arabískum valdamanni, að allar gáttir vítis muni opnast í Mið- Austurlöndum ef Bandaríkin og fylgifiskar þeirra ráðist á Írak. Enginn sem fylgst hefur með mál- um í þessum heimshluta undanfar- in ár efast um að þar séu gáttir vít- is til staðar. Sá gjörningur að spenna þær upp getur haft ægileg- ar afleiðingar fyrir allan heiminn. Endurtekin árás á Írak við gjörólík og verri skilyrði en 1991 gæti reynst sá verknaður sem sameinaði þjóðir arabaheimsins í einu alls- herjar hryðjuverkabandalagi gegn Vesturlöndum. Þær aðstæður sem þá gætu skapast eru nokkuð sem enginn maður með fullu viti óskar eftir. Vandamálið með Saddam Hussein er hins vegar nokkuð sem verður að leysa, en það má ekki gera það með því að leiða enn og aftur ógæfu stríðs og hörmunga yfir langmædda þjóð. Ráðamenn Vest- urlanda verða að finna einhver önnur ráð. Ef þeir geta það ekki eru þeir óhæfir leiðtogar og þá verður að finna aðra hæfari til að leysa úr málunum. Bush hinn yngri er yfirlýsingaglaður í ræðum sín- um og talar nú sem fyrr segir í sama dúr og faðir hans fyrir ellefu árum. En er vandamálið með Saddam Hussein eitthvað sem leyst verður með beinni tilkomu hernaðarmáttar Bandaríkjanna? Hvernig hefur ofurveldið banda- ríska staðið sig gagnvart þeim settu markmiðum sínum að draga Osama bin Laden og talebanafor- ingjann Omar fyrir lög og rétt? Mennirnir finnast ekki og það er eins og jörðin hafi gleypt þá. Bandaríkjamenn standa þar gjör- samlega á gati og traustið á getu þeirra hefur minnkað að sama skapi og það jafnvel hjá mörgum sem áður trúðu að þeir gætu alla skapaða hluti. Og trúverðugleiki Bush í forsetaembættinu mætti vera meiri. Hefur hann ekki dýpri sýn inn í vandann en það, að hann þarf að endurtaka ellefu ára gaml- ar áróðurslummur frá valdatíð föð- ur síns í embættinu? Skyldi Sadd- am Hussein sitja enn að völdum í Bagdad þegar þriðji Bush-inn sest að í Hvíta húsinu? Það er aldrei að vita, sumir harðstjórar eru ótrú- lega lífseigir og ákveðnar fjölskyld- ur í Bandaríkjunum virðast standa nær forsetaembættinu en aðrar. Bush yngri á bágt og heims- byggðin á bágt, því þegar forseti Bandaríkjanna er í klípu og með magapínu veldur það sjálfkrafa ógleði og innantökum um allan heim. Skyldi forsetinn einhvern tímann á undanförnum vikum hafa snúið sér að föður sínum og sagt ergi- lega við hann: „Pabbi, hvers vegna kláraðir þú ekki dæmið þarna um árið, af hverju þarf ég að glíma við þennan fortíðarvanda sem þú skildir eftir óleystan?“ Nei, auðvitað hefur hann aldrei sagt neitt slíkt og ekki komið það einu sinni til hugar, því Banda- ríkjamenn búa ekki til vandamál – þeir leysa þau! RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, Skagaströnd. „Pabbi, hvers vegna klár- aðir þú ekki dæmið?“ Frá Rúnari Kristjánssyni: DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra er í Róm þessa dagana. Samkvæmt fréttum hefur hann átt fund með Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu og flutt erindi á hádegisverð- arfundi Íslensk-ítalska verslunar- ráðsins. Átti við það tækifæri að undirrita tvísköttunarsamning milli Íslands og Ítalíu. Auk þessa segir í fréttum að Davíð hafi þegið heim- boð Berlusconis á setur hans á Sardiníu og dvalið þar í einkaheim- sókn. Það er öllum Ítalíuvinum fagn- aðarefni að samskipti Íslands og Ítalíu séu aukin og bætt, hvort sem er í viðskiptum eða menningarmál- um. Hitt vita þeir og að forsætis- og utanríkisráðherrann Berlusconi er umdeildur maður í sínu heimalandi og reyndar í álfunni allri. Því hlýtur það að orka tvímælis að forsætisráð- herra okkar skuli sjá ástæðu til að færa samskipti sín við þennan tvö- falda kollega sinn frá hinu opinbera stigi yfir á hið persónulega. Hvað er það þá sem Davíð Oddsson vill segja okkur og öðrum Evrópubúum með einkavinskap sínum við fjölmiðla- furstann? Er það að Ísland leggi blessun sína yfir fjármála- og valda- samþjöppun ríkisvaldhafa og hugs- anleg afbrot í því augnamiði að græða og ráða, eða er Davíð að sækja sér einkatíma í makkíavell- ískum fræðum alla Berlusconi? Kosningar enda í nánd og þörf á að verja sig fyrir hvítagaldri sólrúna. Berlusconi er afar umdeildur maður og því vægast sagt vafasamt fyrir forsætisráðherra stolts lýð- ræðisríkis að eiga samskipti við hann á persónulegum nótum án þess að slíkt kalli á gagnrýni og spurningar um túlkun. Maður bara þiggur ekki heimboð slíks manns án þess að marghugsa afleiðingar slíks. Og það hefur Davíð okkar eflaust gert og haft eftirfarandi í huga: Segðu mér hverjir vinir þínir eru og ég skal segja þér hver þú ert. Sá á kvölina sem á dvölina. Og úr því ég er að þessu tauti legg ég auk þess til að hinn gagn- rýni og gagnmerki fréttaskýringa- þáttur Spegillinn á RÚV verði púss- aður upp og leyft á ný að spegla okkar æ margbreytilegra þjóðfélag. Okkur veitir ekki af lýðræðisstyrkj- andi umræðu hér í lýðveldinu. KRISTINN PÉTURSSON, Bjarnarstíg 11, Reykjavík. Hvað dvelur Davíð hjá Silvio? Frá Kristni Péturssyni: Klapparstíg 44, sími 562 3614 10 tegundir - Verð kr. 1.995 Nýkomin aftur skurðabretti FÓLK Í FRÉTTUM Nýtt og framsækið MBA-nám í Kaupmannahöfn Copenhagen Business School býður upp á eins árs fullt MBA nám í september 2003. Um er að ræða Almennt stjórnunarnám -" General Management MBA" - með einstakri áherslu á þekkingarlausnafyrir- tæki ("Knowledge Intensive"). "The Leadership Mentoring Scheme" eða Leiðtogaleiðsögnin er einnig einstök í sinni röð og býðst hvergi í öðru fullu MBA-námi, en þá fá þátttakendur leiðsögn og þjálfun frá framkvæmdastjórum og öðrum stjórnendum. Mike Hall, stjórnandi MBA námsins hjá CBS, heldur kynningarfund: Mánudaginn 16. september kl. 18.00 á Grand Hótel Reykjavík. Copenhagen Business School The Full-time MBA Program, Dalgas Have 15, 2000 Frederiksberg, Danmörk. Sími 0045 3815 3016, netfang: info.mba@cbs.dk www.mba.dk 4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 11.930.707 kr. 2.386.141 kr. 238.614 kr. 23.86 kr. 4. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 9.409.377 kr. 1.881.875 kr. 180.425 kr. 18.043 kr. 2. flokkur 1995: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 9.021.264 kr. 1.804.253 kr. 180.425 kr. 18.043 kr. 1. og 2. flokkur 1998: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.521.732 kr. 152.173 kr. 15.217 kr. Innlausnardagur 15. september 2002. Innlausnarverð húsbréfa Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Rafrænt: 1: 1,52173232 1. og 2. flokkur 2001: Rafrænt: 1: 1,17253182
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.