Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 21 RÁÐSTEFNAN er skipulögð á vegum Evr- ópuréttarakademíunnar í Trier í Þýzkalandi, en Samtök iðnaðarins, Alþýðusambandið og Háskólinn í Reykjavík eru helztu stuðning- aðilar hennar. Ráðstefnan fer fram á ensku undir heitinu „Interpreting Sovereignty in the 21st Century – A view from Iceland“ eða „Túlkun fullveldis á 21. öld – sýn frá Íslandi“. Viðfangsefni ráðstefnunnar er allvíðtækt, eins og titillinn ber með sér. Á fyrsta ráð- stefnudeginum var rætt um hvernig skil- greina beri fullveldishugtakið, með tilliti til þess hvort þjóðríki Evrópu geti haldið fullu fullveldi í hefðbundnum skilningi þess orðs samtímis því sem samrunaferlið í Evrópu þróast æ lengra. Skoðað var hverju Evrópu- sambandsaðild breytir um þátttöku í öðrum alþjóðastofnunum. Fjallað var um kosti og galla aðildar að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, með tilliti til hagsmuna lítilla opinna hagkerfa; hvernig þátttaka í hinni sameig- inlegu landbúnaðarstefnu og hinni sameig- inlegu sjávarútvegsstefnu ESB hefur áhrif á fullveldi þátttökuríkja og loks litið á áhrif Evrópusambandsaðildar á vinnumarksmál. Á dagskránni í dag eru erindi þar sem leit- azt er við að svara þeirri spurningu hvort ámóta mikið framsal á fullveldi felist í aðild að ESB og að Samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES), erindi um þátttöku í samstarfi á sviði innanríkis- og dómsmála (þar með talið Schengen-samstarfið) og loks er skoðað hvaða afleiðingar ESB-aðild myndi hafa á fjárlög Íslands, gengi það í sambandið. Alltaf einhver kaup kaups í aðildarsamningum Michael Losch, sem starfar í aðstoðar- mannaliði Franz Fischlers, sem fer með landbúnaðar- og sjávarútvegsmál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins, tók fram í ávarpi við upphaf ráðstefnunnar að þótt hann þekkti sameiginlegu sjávarútvegsstefn- una allvel gæti hann ekki sagt neitt um hvernig hugsanlegri aðildarumsókn Íslands yrði tekið með tilliti til hennar. Kjartan Jó- hannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri EFTA sem nú starfar í utanríkisráðuneytinu, hafði í sínu ávarpi vakið athygli á því, eins og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hefur áður gert, að sameiginlega sjávarútvegs- stefnan var upprunalega stofnuð til að koma á sameiginlegum reglum um veiðar úr sam- eiginlegum fiskistofnum; fiskistofnarnir við Ísland séu hins vegar aðeins að örlitlu leyti sameiginlegir með öðrum Evrópulöndum og því sé það fjarri því sjálfsagt að veiðar úr þeim séu látnar lúta sameiginlegum fiskveiði- reglum. Losch tók þó fram, að í hvert sinn sem nýtt land semji um aðild að Evrópusamband- inu séu gerð einhver kaup kaups; sér sé þó ómögulegt að spá nokkru um í hverju slíkar gagnkvæmar tilslakanir gætu falizt, komi til aðildarsamninga við Ísland. Kostir og gallar EMU-aðildar Hagfræðingurinn Andrew Scott, prófessor við Evrópufræðaskólann við Háskólann í Ed- inborg, flutti erindi um kosti og galla evr- ópska myntbandalagsins með sérstöku tilliti til lítilla, opinna hagkerfa, sem Ísland flokk- ast tvímælalaust undir. Rakti Scott þau almennu rök sem hag- fræðin á tiltæk um þær forsendur sem æski- legt sé að séu fyrir hendi til að þátttaka í myntbandalagi sé fýsileg. „Að mínu áliti skiptir stærð [hagkerfis] máli þegar við vilj- um vega og meta kosti og galla við þátttöku í myntbandalagi,“ segir Scott í skriflegri út- gáfu af erindi sínu. Segir hann það lykilatriði er gerð er til- raun til slíks mats hversu mikið svigrúm stjórnvöld hafa til að stýra opinberum fjár- málum ríkisins til að bæta upp tapið á stýr- ingu peningamálastefnunnar, en það efna- hagslega stjórntæki missa stjórnvöld í hendur óháðs sameiginlegs seðlabanka við aðild að myntbandalagi, sbr. hlutverk Seðla- banka Evrópu í evrópska myntbandalaginu, EMU. Vísaði Scott í samantekt Þorsteins Þor- geirssonar, hagfræðings hjá Samtökum iðn- aðarins, á röksemdum fyrir og á móti upp- töku evrunnar á Íslandi. Í umræðum var bent á, að á Íslandi væri almennt litið svo á, að spurningin um aðild að Evrópusambandinu væri pólitísk, spurningin um aðild að myntbandalaginu væri hins veg- ar efnahagslegt álitamál. Ísland og Evr- ópusamruninn í brennidepli Fjölþjóðleg ráðstefna undir yfirskriftinni „Túlkun full- veldis á 21. öld – sýn frá Íslandi“ hófst á Hótel Sögu í gær, með þátttöku innlendra og erlendra sérfræðinga í Evrópurétti og af fleiri sviðum Evrópusamvinnunnar. Auðunn Arnórsson hlýddi á ráðstefnuerindin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Margt manna var mætt á ráðstefnuna á Hótel Sögu í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.