Morgunblaðið - 13.09.2002, Síða 21

Morgunblaðið - 13.09.2002, Síða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 21 RÁÐSTEFNAN er skipulögð á vegum Evr- ópuréttarakademíunnar í Trier í Þýzkalandi, en Samtök iðnaðarins, Alþýðusambandið og Háskólinn í Reykjavík eru helztu stuðning- aðilar hennar. Ráðstefnan fer fram á ensku undir heitinu „Interpreting Sovereignty in the 21st Century – A view from Iceland“ eða „Túlkun fullveldis á 21. öld – sýn frá Íslandi“. Viðfangsefni ráðstefnunnar er allvíðtækt, eins og titillinn ber með sér. Á fyrsta ráð- stefnudeginum var rætt um hvernig skil- greina beri fullveldishugtakið, með tilliti til þess hvort þjóðríki Evrópu geti haldið fullu fullveldi í hefðbundnum skilningi þess orðs samtímis því sem samrunaferlið í Evrópu þróast æ lengra. Skoðað var hverju Evrópu- sambandsaðild breytir um þátttöku í öðrum alþjóðastofnunum. Fjallað var um kosti og galla aðildar að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, með tilliti til hagsmuna lítilla opinna hagkerfa; hvernig þátttaka í hinni sameig- inlegu landbúnaðarstefnu og hinni sameig- inlegu sjávarútvegsstefnu ESB hefur áhrif á fullveldi þátttökuríkja og loks litið á áhrif Evrópusambandsaðildar á vinnumarksmál. Á dagskránni í dag eru erindi þar sem leit- azt er við að svara þeirri spurningu hvort ámóta mikið framsal á fullveldi felist í aðild að ESB og að Samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES), erindi um þátttöku í samstarfi á sviði innanríkis- og dómsmála (þar með talið Schengen-samstarfið) og loks er skoðað hvaða afleiðingar ESB-aðild myndi hafa á fjárlög Íslands, gengi það í sambandið. Alltaf einhver kaup kaups í aðildarsamningum Michael Losch, sem starfar í aðstoðar- mannaliði Franz Fischlers, sem fer með landbúnaðar- og sjávarútvegsmál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins, tók fram í ávarpi við upphaf ráðstefnunnar að þótt hann þekkti sameiginlegu sjávarútvegsstefn- una allvel gæti hann ekki sagt neitt um hvernig hugsanlegri aðildarumsókn Íslands yrði tekið með tilliti til hennar. Kjartan Jó- hannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri EFTA sem nú starfar í utanríkisráðuneytinu, hafði í sínu ávarpi vakið athygli á því, eins og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hefur áður gert, að sameiginlega sjávarútvegs- stefnan var upprunalega stofnuð til að koma á sameiginlegum reglum um veiðar úr sam- eiginlegum fiskistofnum; fiskistofnarnir við Ísland séu hins vegar aðeins að örlitlu leyti sameiginlegir með öðrum Evrópulöndum og því sé það fjarri því sjálfsagt að veiðar úr þeim séu látnar lúta sameiginlegum fiskveiði- reglum. Losch tók þó fram, að í hvert sinn sem nýtt land semji um aðild að Evrópusamband- inu séu gerð einhver kaup kaups; sér sé þó ómögulegt að spá nokkru um í hverju slíkar gagnkvæmar tilslakanir gætu falizt, komi til aðildarsamninga við Ísland. Kostir og gallar EMU-aðildar Hagfræðingurinn Andrew Scott, prófessor við Evrópufræðaskólann við Háskólann í Ed- inborg, flutti erindi um kosti og galla evr- ópska myntbandalagsins með sérstöku tilliti til lítilla, opinna hagkerfa, sem Ísland flokk- ast tvímælalaust undir. Rakti Scott þau almennu rök sem hag- fræðin á tiltæk um þær forsendur sem æski- legt sé að séu fyrir hendi til að þátttaka í myntbandalagi sé fýsileg. „Að mínu áliti skiptir stærð [hagkerfis] máli þegar við vilj- um vega og meta kosti og galla við þátttöku í myntbandalagi,“ segir Scott í skriflegri út- gáfu af erindi sínu. Segir hann það lykilatriði er gerð er til- raun til slíks mats hversu mikið svigrúm stjórnvöld hafa til að stýra opinberum fjár- málum ríkisins til að bæta upp tapið á stýr- ingu peningamálastefnunnar, en það efna- hagslega stjórntæki missa stjórnvöld í hendur óháðs sameiginlegs seðlabanka við aðild að myntbandalagi, sbr. hlutverk Seðla- banka Evrópu í evrópska myntbandalaginu, EMU. Vísaði Scott í samantekt Þorsteins Þor- geirssonar, hagfræðings hjá Samtökum iðn- aðarins, á röksemdum fyrir og á móti upp- töku evrunnar á Íslandi. Í umræðum var bent á, að á Íslandi væri almennt litið svo á, að spurningin um aðild að Evrópusambandinu væri pólitísk, spurningin um aðild að myntbandalaginu væri hins veg- ar efnahagslegt álitamál. Ísland og Evr- ópusamruninn í brennidepli Fjölþjóðleg ráðstefna undir yfirskriftinni „Túlkun full- veldis á 21. öld – sýn frá Íslandi“ hófst á Hótel Sögu í gær, með þátttöku innlendra og erlendra sérfræðinga í Evrópurétti og af fleiri sviðum Evrópusamvinnunnar. Auðunn Arnórsson hlýddi á ráðstefnuerindin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Margt manna var mætt á ráðstefnuna á Hótel Sögu í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.