Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Brynhildur Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 15. mars 1930. Hún lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti fimmtu- daginn 5. september síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Guðbjörg Bene- diktsdóttir húsfreyja, f. 20. júlí 1907, d. 30. júní 1970, og Guðmundur St. Gíslason, múrara- meistari, f. 15. jan- úar 1906, d. 20. janúar 1971. Systk- ini hennar eru Stefán Gísli, f. 21. mars 1932, d. 15. september 1995; Ingvi Benedikt, f. 12. júní 1934, Pétur, f. 7. febrúar 1942, og Björn Jóhannes, f. 1. apríl 1949. Hinn 30. júní 1951 kvæntist Brynhildur Sigmundi Sigfússyni flugumferðarstjóra, f. 24. desem- ber 1929, d. 26. janúar 1982. For- eldrar hans voru hjónin Katrín Sigmundsdóttir húsfreyja, f. 3. febrúar 1892, d. 7. ágúst 1934, og Sigfús Magnússon bóndi, f. 14. júní 1964. Börn þeirra eru Katrín, f. 4. september 1986, og Sigrún, f. 20. nóvember 1991. Fyrir átti Sig- mundur soninn Björn Þór, f. 8. október 1982, barnsmóðir Sigur- björg Vignisdóttir. Árið 1991 kynntist Brynhildur eftirlifandi sambýlismanni sínum, Kristjáni Ágústssyni, f. 1. júlí 1923. Undanfarin 11 ár hafa þau dvalið jöfnum höndum á Íslandi og vestur í Bandaríkjunum. Brynhildur útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1948. Hún starfaði á Loftskeyta- stöðinni í Gufunesi í nokkur ár en helgaði sig síðan að mestu heim- ilisstörfum, fyrst á stóru heimili foreldra sinna og síðan á sínu eigin heimili við uppeldi barna sinna. Eftir lát eiginmanns síns starfaði hún við skrifstofustörf, m.a. hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga og á skrifstofu Bergiðjunnar. Brynhildur og Sigmundur voru meðal stofnenda Styrktarfélags vangefinna, ásamt foreldrum Brynhildar, og létu þau sig mál- efni þroskaheftra miklu varða og störfuðu m.a. innan vébanda Styrktarfélagsins, svo og Vina- félags Skálatúns. Brynhildur var meðlimur í Sam-Frímúrararegl- unni á Íslandi. Útför Brynhildar verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1874, d. 19. október 1951. Brynhildur og Sigmundur eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Guðbjörg, f. 15. des- ember 1951, d. 29. jan- úar 1999. 2) Guðmund Stefán, rannsóknar- lögreglumaður, f. 15. október 1955. Eigin- kona hans er Elvira Viktorsdóttir, f. 27. apríl 1955. Börn þeirra eru Elín Ósk, f. 5. júní 1976, heitbund- in Kristjáni Kolbeins- syni, og eiga þau einn dreng, Guðmund Hrafn, og Bryn- hildur Dögg, f. 29. maí 1982. 3) Kristján Sigfús, framkvæmda- stjóri, f. 9. júní 1957. Eiginkona hans er Guðrún H. Guðlaugsdóttir, f. 24. apríl 1957. Börn þeirra eru Sigmundur, f. 9. september 1983, unnusta hans er Fanney Birna Jónsdóttir. Magðalena Sigríður, f. 20. september 1988, og Guðlaugur Helgi, f. 28. júlí 1994. 4) Sigmund- ur, húsvörður, f. 5. nóvember 1963. Eiginkona hans er Ólöf M. Ingimundardóttir, f. 7. október Horfin er til hins eilífa austurs elskuleg tengdamóðir og vinkona, Brynhildur Guðmundsdóttir. Það eru rúm 25 ár síðan ég kynntist Biddu, en þá kom ég inn á heimili hennar og Simba tengdaföður míns þar sem ég hafði nýlega kynnst Kristjáni syni þeirra. Ég fann strax fyrir mikilli ástúð og hlýju og var mér tekið sem einni úr fjölskyld- unni. Bidda var yndisleg tengda- móðir og miklu meira en það. Hún var minn besti vinur sem ég gat ávallt leitað til, svo kærleiksrík og gefandi. Bidda bjó yfir einstakri sýn vegna þeirra reynslu sem hún hafði sjálf hlotið í lífinu. Hún var mjög trúuð og andlega þenkjandi, leitaði stöðugt eftir því að verða betri manneskja og lagði ríka áherslu á að dæma ekki aðra, vera umburð- arlynd og heiðarleg. Hún vildi sjá það góða í öllu og öllum. Orð sem voru henni svo kær og hún tileink- aði sér segja svo mikið um hana: ,,Gefðu það sem þú ert, orð þín, bros þitt, svip þinn og framkomu og um- fram allt hugsanir þínar, því ef þær verða gjöf, þá verður allt líf að gjöf.“ Ég kveð elskulega tengdamóður mína, fallega brosið og hlýja faðm- lagið með miklum söknuði og þakka fyrir allt sem hún hefur verið mér. Guð geymi þig. Guðrún Herdís. Ég ætla að minnast í nokkrum orðum ömmu minnar, Brynhildar Guðmundsdóttur. Það er erfitt að hugsa til þess að þetta sé síðasta bréfið sem ég skrifa þér, amma mín. Hverjum á ég nú að skrifa? En eitt veit ég þó að nú ertu komin á góðan stað með Simba afa og Gauju frænku og munu þau hugsa vel um þig. Ég man hve gam- an var að koma í heimsókn í Ljós- heimana þegar ég var eina barna- barnið því ýmislegt var brallað með þér og Simba afa. Ég lék mér í hveitiskúffunni og byggði hina ýmsu hluti og allir bíltúrarnir sem við fórum niður á Tjörn. Aldrei fór maður svangur heim eða tómhent- ur, ýmist með góðgæti eða gamla skartgripi sem mér fannst svo voða- lega fallegir og fannst mér þú vera of gömul til að bera þá. Ef eitthvað var að plaga mig í líf- inu þá gat ég alltaf leitað til þín um einhver góð ráð og gast þú leiðbeint mér. Ekki fékk ég að vera eina barnabarnið lengi því þau komu svo hvert á fætur öðru og erum við nú orðin átta og þykir okkur mjög vænt um þig. Alltaf var mikið glens og gaman þegar við hittumst öll saman og alltaf var hægt að finna upp á einhverju til að hlæja að, áttu nú synir þínir þrír mjög góðan þátt í því. Kom svo að því að þú eignaðist mjög góðan og traustan vin, hann Kristján I. Mikið var gott að sjá hvað ykkur leið vel saman. Það var margt sem þið gerðuð, voruð heilu mánuðina úti á Flórída en voruð svo á Íslandi á sumrin. Þau voru nú ófá bréfin sem við skrifuðum á milli, einnig þegar ég var við nám í Nor- egi. Voru þá bréfin enn fleiri þar sem þú sýndir öllu mínu námi mik- inn áhuga og vildir fylgjast með hvað ég væri að bralla. Man ég þeg- ar þú hittir hann Kristján minn fyrst hvað þú varst ánægð með hann og að ég hefði náð mér í góðan mann sem bæri einnig mjög gott nafn, og var hann nefndur Kristján III og spillti ekki fyrir að hann er húsasmiður að mennt. Einu bréfi mun ég aldrei gleyma sem ég skrifaði þér. Það var þegar ég spurði þig hvernig þér litist á að kalla þig langaömmu. Þú náðir ekki að lesa allt bréfið áður en þú hringdir í mig því þú varst svo glöð yfir þessari spurningu. Ekki leið langur tími þangað til að það var kíkt í barnafatabúðir og bæði var keypt bleikt og blátt, og ekki má gleyma teppinu og öllum smekkj- unum sem þú varst svo dugleg að gera. Ég er þakklát fyrir það að þú náðir að kynnast litla stráknum mínum, honum Guðmundi Hrafni, og það var svo ljúft að sjá hversu góður hann var við langömmu sína. Og get ég nú sagt honum ófáar sög- ur sem þú sagðir mér. Elsku amma mín, ég vil enda þetta bréf á því að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og líði þér sem allra best hjá Simba afa og Gauju frænku. Ástarkveðjur. Þín Elín Ósk. Elsku amma mín. Mig langar til að senda þér kveðju með þakklæti fyrir allar þær stundir sem við átt- um saman. Nú ertu komin til himna til afa og Gauju frænku og ég veit þér líður vel. Það er erfitt að sætta sig við það að þú skulir vera horfin en eftir sitja minningar um góða ömmu sem reyndist mér svo vel. Ég man að ef mér leið eitthvað illa þá var gott að hafa þig hjá sér, þú tókst utan um mig og sagðir að maður ætti bara að gráta því manni liði betur á eftir og reyndist það alveg rétt. Það var gott að koma í Ljós- heimana til þín því þú varst alltaf svo kát og glöð og svo var alltaf eitt- hvert góðgæti á borðum hjá þér. Við barnabörnin áttum góðar stundir með þér, fórum saman í bíl- túra og gerðum ýmislegt skemmti- legt saman. Ég man sérstaklega eftir því hve gaman mér þótti að fá að punta mig með slæðum, skart- gripum og töskum sem þú áttir. Þú varst alltaf svo smart og áttir falleg föt og man ég hvað þér leið vel er maður talaði um hve fötin sem þú áttir klæddu þig vel. Þegar ég heim- sótti þig á spítalann þá hafðir þú áhyggjur af því að mér væri svo kalt á höndunum og sagðir þú mér að ná í leðurhanskana þína og ætti ég að vera með þá svo mér yrði ekki kalt. Einnig sagðist þú ætla að aðstoða mig við enskunámið og veit ég að þú munt gera það. Þú passaðir vel upp á að öll fjölskyldan næði saman. Þau eru nú ekki fá matarboðin og heim- sóknirnar þar sem öll fjölskyldan kom saman og skemmti sér. Þeir bræður sáu um að skemmta öllum og tókst þú þátt í glensinu af fullum krafti. Þegar þú varðst sjötug fóru strákarnir þínir ásamt tengdadætr- um í heimsókn til þín til Flórída en þar bjóst þú ásamt Kristjáni yfir vetrarmánuðina og man ég að þú talaðir oft um segulbandsspóluna sem þú fékkst en á henni var kveðja og söngur frá öllum barnabörnun- um og sagðir þú það vera þá bestu gjöf sem þú hefðir fengið. Það er margs að minnast þegar horft er til baka en minninguna um góða ömmu ber þar hæst. Takk fyr- ir allar þær stundir sem við áttum saman. Hvíl í friði. Brynhildur Dögg. Elsku amma mín. Þó svo að það sé erfitt að vera búinn að kveðja þig í síðasta sinn, líður mér vel við þá hugsun að nú sért þú aftur komin í faðm afa Sigmundar, og nú getið þið saman hugsað um Gauju frænku. Þú hefur alltaf verið svo góð við mig og ég er ótrúlega þakklátur fyrir allt sem þú hefur gefið mér í gegn- um tíðina. Ég á eftir að nýta mér það sem þú hefur reynt að miðla til mín þegar við höfum setið inn í eld- húsi í Ljósheimum og spjallað sam- an um lífið og tilveruna. Það var yndislegt og mér svo mikils virði þegar þú sagðir mér frá því hvernig hlutirnir voru í gamla daga, áður en ég fæddist, m.a. frá afa Sigmundi. Þú varst svo þroskuð, lífsreynd, heiðarleg og trúuð kona, að það voru algjör forréttindi að fá að eiga þig að sem ömmu, sem reynir að ala barnabörnin sín upp. Það eru yndislegar minningar sem rifjast upp nú þegar þú ert far- in. Mjólkurgrauturinn sem þú varst tilbúin með þegar ég kom til þín úr skólanum og pönnsurnar sem þú mættir með á afmælisdaginn minn, verða seint toppaðar. Það var líka frábært að fara í heimsókn til þín og Kristjáns til Orlando, ekki leiðin- legt að heimsækja „grandma Bidd“ til USA. Minningarnar eru fjöl- margar, en alls staðar í þessum minningum koma fyrir hlutirnir sem alltaf hafa einkennt þig, elsku amma, húmor og bros. Ég verð ævinlega þakklátur Guði fyrir að hafa gefið mér tækifæri til þess að kveðja þig og eiga ógleym- anlegar stundir með þér, áður en þú fékkst að sofna í hinsta sinn. Þú hefur alltaf sagt við mig að það sé gott að gráta ef manni líði illa, en þó svo að söknuður minn eigi eftir að framkalla tár, á gleðin af minningunni um þig eftir að hlýja mér um ókomna tíð. Farðu í friði, elsku amma mín. Ó, Jesús, bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa. svo ei mér náı́að spilla. (P. Jónsson.) Þinn vinur, Sigmundur (Simmi). Fyrstu kynni mín af mágkonu minni voru árið 1953 þegar ég trú- lofaðist Ingva, yngri bróður Biddu. Bidda og Simbi maður hennar tóku mér mjög vel eins og fjölskyldan öll. Lína systir mín var þá í saumaklúbb með Biddu og fleirum. Þetta þótti dálítið merkilegt því við Ingvi vor- um nágrannar á Laugavegi 142 þegar ég leit dagsins ljós og þekkt- ust því mæður okkar frá þeim tíma. Við Bidda brölluðum ýmislegt saman, svo sem að prjóna, sauma og að baka jólasmákökurnar saman, svo var skipst á uppskriftum og það var sko oft glatt á hjalla. Eiginmað- ur Biddu, Sigmundur Sigfússon, lést langt um aldur fram, rúmlega fimmtugur, en hann var bæði góður og skemmtilegur maður. Okkur kom öllum vel saman, en á þessum árum þekktist það ekki að eiginkon- ur og mæður ynnu úti og ég held að útkoman hafi verið nokkuð góð, allt var unnið heima, ekkert stress og barnahópurinn í öruggum höndum. Við töluðum oft um þá gömlu góðu daga og vildum ekki skipta á nútím- anum. Bidda var með góðan húmor og var alltaf til í að taka þátt í því sem manni datt í hug. Bidda og Simbi eignuðust fjögur börn, eina dóttur og þrjá syni, Guðbjörgu sem lést 1998, en Guðmundur, Kristján og Sigmundur lifa móður sína. En tíminn líður með öllum sínum breyt- ingum og undanfarin 11 ár bjó Bidda með sambýlismanni sínum Kristjáni Ágústssyni, og dvöldu þau stóran hluta ársins í Flórída, en alltaf þótti henni jafngott að koma heim og hitta ættingja og vini, börn og barnabörn, en þau skiptu Biddu mjög miklu máli. Nú á kveðjustund þökkum við hjónin fyrir allar góðar stundir sem lifa í minningunni. Við sendum sam- býlismanni Biddu, börnum, tengda- dætrum, barnabörnum og barna- barnabarni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Agnes Kjartansdóttir. Það eru margar góðar minningar sem koma upp í hugann þegar ég minnist Biddu föðursystur. Mér eru efst í huga öll þau góðu ráð sem hún gaf mér og pabba við búskap okkar í Nökkvavoginum. Hvort sem það var að baka köku, búa til góðan mat, meðhöndla ung- lingabólur eða bara hvað sem var. Hún sagði svo réttilega í ræðu sem hún hélt í brúðkaupi mínu, að hún ætti nú töluvert í mér, það voru orð að sönnu. Ýmis andleg og veraldleg mál voru rædd í eldhúsinu í Ljósheim- um, málin rædd til hlítar og kom maður frá Biddu betur að sér um hin ýmsu málefni. Oft var glatt á hjalla hjá fjöl- skyldunni, bræðurnir hressir að vanda, og þá beit Bidda á sinn sér- stæða hátt í tunguna og sagði síðan: „Engin læti drengir – verið þið stilltir.“ Þar sem ekki var svo langt á milli heimila okkar í Vogahverfinu var samgangur mikill. Bóbó á svipuðum aldri og ég. Krissi foringi minn í skátunum og Mummi elstur og reyndastur. Ekki má gleyma Gauju minni svo brosmildri, hlustandi á uppáhaldslögin sín inni í stofu og alltaf tók hún svo vel á móti öllum gestunum því allir voru svo sætir og góðir. Með uppeldi á fjórum börnum tókst Biddu vel. Hún hafði að leið- arljósi væntumþykju, hlýju og um- hyggju, sem hún smitaði okkur öll af. Ég hef svo margt annað að segja um samskipti okkar Biddu að ég gæti endalaust haldið áfram. Minn- ingin um góða frænku, sem gaf mér og föður mínum svo mikið, lifir lengi. Kveikt er ljós við ljós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Guð er eilíf ást, engu hjart’ er hætt. Ríkir eilíf ást, sérhvert böl skal bætt. Lofið Guð, sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins haf, allt er ljós og líf. (Stefán frá Hvítadal.) Ég kveð elskulega frænku mína. Innilegar samúðarkveðjur til Krist- jáns, bræðranna og fjölskyldna þeirra. Pétur Pétursson og fjölskylda. Mig langar með nokkrum orðum að kveðja frænku mína Brynhildi Guðmundsdóttur, eða Biddu eins og hún var oftast kölluð, en hún var föðursystir mín. Þegar ég var lítil fannst mér alltaf óskaplega gaman að koma til Biddu frænku, sérstak- lega hafði eldhúsið hennar sterkt aðdráttarafl, en þar var stór skúffa sem geymdi sykur, og þær voru ófá- ar stundirnar sem ég sat á eldhús- gólfinu og mokaði í sykurskúffunni. Bidda átti líka alltaf naglalakk, og það var fátt betra eftir sykurmokst- urinn en að fá létta umferð af „laggalakki“. Bidda átti fjögur börn en elsta dóttir hennar Guðbjörg eða Gauja eins og hún var kölluð, gekk ekki heil til skógar og bjó lengstum á Skálatúnsheimilinu, hún var þó alltaf mjög stór hluti af fjölskyld- unni, og voru afmælin hennar Gauju alltaf eins og meðal ættarmót og öll- um var boðið, hún lést fyrir fjórum árum. Á eftir Gauju komu svo strákarnir þrír Guðmundur, Krist- ján og Bóbó. Strákarnir hennar Biddu voru hver öðrum óþekkari og fyrirferðarmeiri og voru herbergin þeirra eins og meðal íþróttabúð eft- ir góðan jarðskjálfta, en mikið fannst mér þetta allt spennandi og allt þurfti maður að prófa, þó að hlutirnir væru mátaðir dálítið vit- laust, og því sem átti að hlífa við- kvæmum líkamshlutum, smellti maður framan í sig og notaði sem grímu. Það hefur þó heldur betur ræst úr strákunum sem eru lög- regla, framkvæmdastjóri og sjálf- stæður atvinnurekandi, og aldrei hef ég séð menn sem voru jafnum- hyggjusamir og góðir við móður sína og þá, og er það með stolti sem ég kalla þá frændur mína. Bidda var alltaf í góðu sambandi við fjölskyldu sína, og fannst henni þá litlu skipta hvort það voru lifandi eða framliðn- ir ættingjar, en við þá síðarnefndu hélt hún góðu sambandi og átti það jafnvel til að skila góðri kveðju frá þeim. Ég veit fyrir víst að það hafa orðið fagnaðarfundir þegar Bidda bættist í þeirra hóp, og þar sem undirrituð er mikið gefin fyrir góð- ar veislur, verð ég að viðurkenna að ég er pínulítið svekkt yfir því að missa af gleðskapnum, því örugg- lega hefur mikið verið hlegið og sagðar sögur, en þannig var það alltaf þegar Bidda hélt veislur. Við hin sem eftir sitjum verðum bara að ylja okkur við allar góðu minning- arnar, þrátt fyrir sorgina og sökn- uðinn. Elsku frænka þakka þér fyrir samfylgdina, í gleði og í sorg, takk fyrir öll góðu ráðin og styrkinn á erfiðum stundum, það var ómetan- legt. Ég kveð þig í bili en við sjáumst seinna og þá verður sko haldin veisla. Elsku Kristján, Guðmundur, Elv- BRYNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.