Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Upplýsingatæknimarkaðurinn er að rétta úr kútnum eftir offjárfest- ingar í tengslum við netfyrirtæki á árunum 1999 og 2000, að mati Dan- ans Jens Munch Hansen, forstjóra IBM Nordic. Hann segir fjárfesta hafa lært af reynslunni, án þess þó að hafa misst tiltrú á þeim mögu- leikum sem felist í upplýsinga- tækninni. Munch-Hansen flytur er- indi á 10 ára afmælisráðstefnu Nýherja um nýja strauma í upplýs- ingatækni sem haldin verður í Borgarleikhúsinu í dag. IBM Nordic er stærst allra upp- lýsingatæknifyrirtækja á Norð- urlöndum. Markaðssvæði fyrirtæk- isins eru Norðurlöndin fimm og Eystrasaltsríkin en Ísland er eina landið þar sem IBM Nordic í sam- starfi við annað fyrirtæki, Nýherja. Hjá fyrirtækinu starfa alls um 8 þúsund manns og tekjur þess á síð- asta ári námu um 200 milljörðum króna. IBM Nordic er eitt sex mark- aðssvæða IBM í Evrópu en heildar- tekjur IBM í Evrópu voru um 2.262 milljarða króna á síðasta ári. Munch-Hansen segir að sé litið til þess hversu miklum fjármunum sé nú varið til upplýsingatæknimála sé ljóst að vöxturinn í geiranum er inn- an skynsamlegra marka, í sam- anburði við það ástand sem ríkti á markaðnum á árinu 1999 og framan af árinu 2000. Spá vexti í markaðinum á ný á næsta ári „Ástandið í upplýsingatæknigeir- anum er nú það sem kalla má íhalds- samara, nú er lögð ríkari áhersla á kostnaðareftirlit, arðsemi fjárfest- inga til skemmri tíma og sterkari stöðu almennt. En vissulega ríkja einnig hefðbundin viðskiptasjón- armið þó viðmiðin séu mun strang- ari en áður. Fyrir um tveimur árum ríkti ekki eins mikill agi innan geir- ans, meðal annars vegna æðisins sem þá greip um sig í tengslum við netfyrirtækin eða hinna svokölluðu dot-com fyrirtækja. Markaðurinn er því mun erfiðari en hann var fyrir tveimur árum og greiningarfyr- irtæki spá því að fjárfestingar í upp- lýsingatækni á þessu ári verði ívið minni en á síðasta ári.“ Munch-Hansen segir að á árunum 1999 og 2000 hafi verið talsvert um offjárfestingar á sumum sviðum upplýsingatæknimarkaðarins. „Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. En þegar horft er til baka er með ólíkindum hversu mikið fjárfest- ingaræði greip um sig í kringum netfyrirtækin, sem mörg hver fóru á hlutabréfamarkað án þess að hafa neitt að bjóða nema kynningu á ákveðinni hugmynd en án þess að vera með til dæmis viðskiptaáætl- anir eða stofnfé. Einhverra hluta vegna gleyptu fjárfestar við hug- myndinni um að það væri hægt að selja allt yfir Netið. Kannski vegna þess að þarna var eitthvað nýtt og spennandi á ferðinni, allir blésu út möguleikana og þegar boltinn fór að rúlla var erfitt að stöðva hann. Menn vöknuðu síðan við vondan draum þegar fé fyrirtækjanna var uppurið og þau urðu gjaldþrota hvert af öðru. En ég á ekki von á að slíkt muni henda aftur, margir töp- uðu gríðarlegum fjármunum og brenna sig ekki aftur á slíku í bráð. Menn taka upplýsingatæknina mun alvarlegar en áður, án þess þó að hafa misst tiltrú á henni og mögu- leikunum sem í henni felast. Mark- aðurinn verður að vinna til baka of- fjárfestingar frá árinu 1999 áður en við sjáum vöxt í honum á ný. En ég vona, og sérfræðingar hafa spáð því, að það náist vöxtur í markaðinn á næsta ári.“ Norðurlöndin í sérflokki Munch-Hansen segir að upplýs- ingatæknin hafi þróast hratt á Ís- landi eins og annars staðar á Norð- urlöndum, mun hraðar en í öðrum heimshlutum. „Sé til dæmis litið til farsímanotkunar og netnotkunar þá eru Norðurlöndin í algerum sér- flokki, enda eru þau gjarnan notuð sem tilraunamarkaður fyrir hvers kyns nýjungar í upplýsingatækni. Og það hægir síður en svo á þessari þróun. Möguleikar Netsins eru nán- ast óendanlegir og vegna þess hve margir Norðurlandabúar eru net- tengdir og versla á Netinu eru vax- armöguleikarnir meiri þar en ann- ars staðar,“ segir Jens Munch-Hansen. Íhaldssamara ástand Jens Munch-Hansen, forstjóri IBM Nordic, spáir vexti í upplýsinga- tæknimarkaðnum á næsta ári Morgunblaðið/Kristinn Jens Munch-Hansen, forstjóri IBM á Norðurlöndum. Í FRÁSÖGN í Morgunblaðinu í gær af fundi Samtaka atvinnulífsins um stöðugleika og stóriðjuframkvæmdir voru ákveðin atriði rangt höfð eftir einum frummælenda, Þórarni G. Péturssyni frá Seðlabankanum. Hið rétta er að Þórarinn sagði að stýri- vextir gætu orðið hærri en ella á framkvæmdatímanum sem þýddi ekki endilega að vextir myndu hækka. Hann velti jafnframt upp þeim möguleika að væntingar vegna stóriðju gætu haft áhrif á hegðun fólks og þar af leiðandi ýtt undir fjár- festingar og lántöku, en hafnaði þeim möguleika sem alvarlegum vanda vegna mikillar skuldsetningar sem drægi úr möguleikum til enn meiri lántöku út á framtíðartekjur. Hann sagði að mikilvægt væri að hið opinbera sýndi aðhald og taldi upp möguleika í því samhengi, þ. á m. skattahækkanir, en taldi þó að ekki væri ljóst að heppilegt væri að bregðast við svona tímabundnu ástandi með kerfisbreytingu í tekju- uppbyggingu hins opinbera. Morgunblaðið biðst velvirðingar á því sem rangt var með farið. LEIÐRÉTTSJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Ís- lands, Árni M. Mathiesen, átti í gær fund með Jaroslaw Kalinowski, land- búnaðarráðherra Póllands sem jafn- framt er aðstoðarforsætisráðherra landsins, og Józef Jerzy Pilarczyk, aðstoðarráðherra landbúnaðarráðu- neytisins sem fer með sjávarútvegs- mál. Dagskrá fundarins var staða samningaviðræðna Póllands varð- andi inngöngu þeirra í Evrópusam- bandið, útflutningur íslenskra sjáv- arafurða til Póllands, samstarf þjóðanna um stjórn fiskveiða innan NEAFC og NAFO og loks almennt samstarf á sviði sjávarútvegsmála. Sjávarútvegráðherra lagði einkum áherslu á mikilvægi þess að inn- ganga Póllands í Evrópusambandið hefði ekki neikvæð áhrif á viðskipti landanna, einkum er varðar síld og aðrar sjávarafurðir. Pólski ráð- herrann tók undir það að inngangan mætti ekki hafa neikvæð áhrif á við- skipti milli landanna enda miklir framtíðarmöguleikar á samstarfi á sviði sjávarútvegs og vinnslu sjávar- afurða. Þróunin í pólskum sjávarút- vegi hefur verið með þeim hætti að vinnslugetan er meiri en sem nemur því sem landað er og mikið og gott vinnuafl væri í landinu. F.v. Józef Jerzy Pilarczyk, aðstoðarráðherra pólska landbúnaðarráðuneyt- isins, Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Jaroslaw Kalinowski, land- búnaðarráðherra Póllands, sem jafnframt er aðstoðarforsætisráðherra landsins, og Jón Egill Egilsson, sendiherra Íslands í Þýskalandi. Miklir samstarfsmögu- leikar í sjávarútvegi FLUGLEIÐIR hf. hafa aukið við eigin hlut sinn í félaginu og á félagið nú 7,96% eigin hlutafjár. Bréfin, sem keypt voru á miðviku- dag, námu 26 milljónum króna að nafnverði og voru keypt á genginu 3,85. Kaupverð þeirra nam því 100,1 milljón króna. Eftir kaupin nemur eignarhlutur Flugleiða 183,6 milljón- um króna að nafnverði, eða 7,96% hlutafjár, og er þriðji stærsti hlut- hafinn. Stærstir eru Burðarás með 31,37% hlut og eignarhaldsfélagið Gaumur með 10,08% hlut. Þá eiga Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 6,05% og Eignarhaldsfélagið Fengur hf., áður Bananasalan, á 5,8%, sam- kvæmt hluthafalista frá Flugleiðum dagsettum á miðvikudag. Flugleiðum er heimilt að eiga allt að 10% hlutafjár í félaginu eða 230 milljónir að nafnvirði. Flugleiðir með 8% eigin hlutafjár KAUPÞING banki hf. hefur keypt 3.018.150 hluti í sænska bankanum JP Nordiska AB sem samsvarar til 4,98 % hluta- fjár og atkvæða. Eftir kaupin á Kaupþing 19.954.611 hluti í í JP Nordiska, eða 32,95% hlutafjár. Að meðtöldum kauprétti Kaup- þings á 12,9% hlut í JP Nord- iska svarar hlutur Kaupþings til 45,85% hlutafjár í JP Nord- iska. Frá þessu var greint í til- kynningu frá Kaupþingi í Kauphöll Íslands í gær. Í júlí síðastliðnum var stað- festur samningur Kaupþings og JP Nordiska um kaup þess fyrrnefnda á 28% hlut í JP Nordiska. Í lok ágúst gerði Kaupþing svo kauptilboð í allt hlutafé JP Nordiska. Þá hefur Kaupþing farið fram á að hald- inn verði hluthafafundur í JP Nordiska til að hægt verði að skipta um stjórn í bankanum. Annar stærsti hluthafi JP Nordiska, Lars Magnusson, sem á 13% hlut, hefur lýst því yfir að hann sé jákvæður gagn- vart því að Kaupþing auki hlut sinn í bankanum. Þriðji stærsti hluthafinn, sænska trygginga- félagið Länsförsäkringar, sem keypti 11,5% hlut IKEA í JP Nordiska fyrr í vikunni, hefur lýst yfir áhuga á að auka hlut sinn í Kaupþingi, sem félagið á 3,3% hlut í. Samtals eiga Kaupþing, Lars Magnusson og Länsförsäkring- ar nú rúmlega 57% hlut í JP Nordiska. Yfirtökutilboð Kaup- þings í JP Nordiska hljóðar upp á að boðnir eru 9,55 hlutir í Kaupþingi fyrir hvern hlut í JP Nordiska. Miðað við það metur Kaupþing sænska bankann á um 9,5 milljarða íslenskra kr. Kaupþing eykur hlut sinn í JP Nordiska ÞORSTEINN Steinsson, sveitar- stjóri Vopnafjarðarhrepps, segist vongóður um að heimamenn og stjórnendur Hraðfrystihúss Eski- fjarðar taki höndum saman um að efla starfsemi Tanga hf. á Vopnafirði enn frekar. Eins og fram hefur komið hefur Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. eign- ast 47,48% hlut í Tanga hf. Þorsteinn segir að skiljanlega hafi Vopnfirð- ingar áhyggjur af því hver stefna hinna nýju eigenda kunni að verða. „En opni hlutabréfamarkaðurinn býður upp á að hlutir í fyrirtækjum gangi kaupum og sölum og við því er ekkert að segja. Heimamenn eiga eftir sem áður stóran hlut í fyrirtæk- inu en þarna er komið fram nýtt meirahlutaafl og nú verður að nýta þetta lag til að koma á góðri sam- vinnu þessara afla með það að leið- arljósi að bæði Vopnafjörður og Eskifjörður njóti góðs af. Þarna er um að ræða langstærsta atvinnuveit- andann í sveitarfélaginu í áraraðir og ef að það verður ekki rekið með svipuðum brag og verið hefur, fara menn vitaskuld að óttast um sinn hag. Skiljanlega eru því margir Vopnfirðingar uggandi þangað til málin skýrast. Nú liggur fyrir að ræða við hina nýju hluthafa um framtíð fyrirtækisins og í kjölfarið verður væntanlega haldinn borgara- fundur þar sem skýrt verður frá stöðu mála.“ Hluturinn sem Hraðfrystihús Eskifjarðar hefur nú keypt í Tanga er að mestu sá hlutur sem Sjólaskip, og aðilar tengdir Sjólaskipum, eign- uðust í Tanga þegar fyrirtækin sam- einuðust sumarið 2001. Í viðskipta- blaði Morgunblaðsins í gær var villa í hluthafalista Tanga hf. og er hann því birtur aftur. Lag að koma á góðri samvinnu                                     ! "#$   % &&& '$ &($ )  * &&&  +   ,$-! '$ &   +$!  $! .' # !(   " /!$- # ! * &  0- # !1!!$ ) 2 3 4! !)5 6/ 7  8   ($ /  .'   1 $!  "13*10"  9  9 9 9 9 9 9  9  9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9  9 9  9 9 9  9  9          REKSTRI tveggja kjúklingastaða úr Popeyes-veitingakeðjunni, sem opnaðir voru hér á landi á síðasta ári, hefur verið hætt. Annar veitinga- staðurinn var á Smáratorgi og hinn í Kringlunni. Fyrirtækið Hof átti og rak báða staðina en það er í eigu Jóns og Sigurðar Gísla Pálmasona. Húsnæði Popeyes bæði í Kringlunni og á Smáratorgi er í eigu Þyrpingar en ekki er vitað hvað kemur í stað kjúklingastaðanna. Popeyes hættir rekstri ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.