Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólöf Guðmunds-dóttir fæddist í Flatey á Skjálfanda 10. mars 1918. Hún lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti, 5. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónasson útvegs- bóndi í Flatey á Skjálfanda, f. 10. október 1886, d. 13. september 1958, og kona hans Þuríður Elísa Pálsdóttir frá Brettingsstöðum á Flateyjardal, f. 26. febrúar 1889, d. 8. janúar 1943. Þau eignuðust 17 börn. Af þeim komust 13 til fullorðinsára: Gunn- ar, f. 1912, d. 1989, Emelía, f. 1913, d. 1999, Sigurbjörg, f. 1914, Páll Bernharð, f. 1919, Hallgrímur, f. 1921, Júlíana, f. 1923, Örn Björn, f. 1924, Jónas f. 1926, Þorsteinn, f. 1927, Elísabet, f. 1929, Gísli, f. 1930, og Vilhjálmur, f. 1932, d. 2002. Ólöf giftist hinn 24. maí 1945 býliskona Guðmundar er Edda Snorradóttir. 5) Halldór, f. 9. apríl 1953. 6) Hafliði Sigurður, f. 19. apríl 1954, kvæntur Gwendolyn P. Requierme. 7) Björn, f. 14. júlí 1955. Fyrri kona María Sigrún Hannesdóttir. Börn þeirra eru Ólöf Birna, f. 2. febrúar 1977 og Bjarki, f. 25. mars 1982. Sonur Björns og Lindu Maríu Magnús- dóttur er Steinn Örvar, f. 25. mars 1991. Seinni kona Björns er Oddný María Gunnarsdóttir. Þau eiga tvö börn Brynhildi Unu, f. 26. júní 1994, og Hauk Hafliða, f . 18. mars 1996. 8) Þorfinnur Jóhannes, f. 18. nóvember 1956, kvæntur Aðal- heiði Bragadóttur. Þau eiga þrjú börn: Björn, f. 25. október 1979, Braga, f. 10. apríl 1981, og Þórdísi Björk, f. 10. apríl 1991. 9) Bryn- hildur, f. 19. mars 1958. 10) Böðv- ar, f. 2. desember 1959. Ólöf ólst upp í Flatey og stund- aði þar öll almenn störf. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum á Blönduósi í 2 vetur. Hún var hús- móðir á Ytri-Löngumýri, Austur- Húnavatnssýslu, frá 1945. Síðustu árin dvaldi hún í Sunnuhlíð í Kópa- vogi. Kveðjuathöfn verður frá Kópavogskirkju í dag og hefst hún klukkan 15. Jarðsett verður í heimagrafreit á Guðlaugsstöðum laugardaginn 14. september klukkan 14. Birni Pálssyni, bónda og síðar alþingis- manni á Ytri-Löngu- mýri í Húnavatns- sýslu, f. 25.2. 1905, d. 11.4. 1996. Börn Björns og Ólafar eru: 1) Áslaug Elsa, f. 1. júlí 1945, gift Pétri Þorkelssyni. Þau eiga tvö börn, Þorkel Mána, f. 21. desember 1976, og Árdísi Ýri, f. 19. júní 1982. Þorkell Máni er í sambúð með Bjarneyju Björnsdótt- ur. Sonur þeirra er Pétur Máni, f. 11. maí 2000. 2) Guð- rún, f. 14. janúar 1947, gift Einari L. Guðmundssyni. Þau eiga tvær dætur Ólöfu Evu, f. 7. maí 1982, og Tinnu, f. 11. mars 1987. 3) Páll, f. 22. október 1948, kvæntur Ólafíu Hansdóttur. Þau eiga þrjú börn, Ólaf, f. 16. desember 1977, Ásdísi Hönnu, f. 6. apríl 1981, og Björn, f. 28. desember 1986. 4) Guðmundur, f. 29. apríl 1950. Var kvæntur Mette Haarstad. Dóttir Ingunn Haarstad, f. 21. mars 1979. Sam- Góð kona hefur kvatt þetta líf. Kona sem gott var að eiga að. Fyrstu búskaparár mín á Löngu- mýri í Blöndudal voru góð ár. Þá kynntist ég tengdaforeldrum mín- um, Birni og Ólöfu, sem bjuggu á sömu jörð, mjög vel og verð æv- inlega þakklát fyrir þau kynni. Þau hjónin voru um margt ólík, hann fyrirferðarmikill að hverju sem hann gekk og athafnasamur en hún hæglát og undi sér best heima við. En hjónabandið varð langt og far- sælt. Þau höfðu bæði gaman af að rökræða hlutina og þá var nú oft gaman að hlusta á þau. Ekki voru þau alltaf sammála og þó að Björn tengdapabbi væri orðheppinn og annálaður mælskumaður varð hann oft að láta í minni pokann fyrir konu sinni. Ólöf átti sín æskuspor í Flatey á Skjálfanda. Þar átti hún góða daga í stórum systkinahópi. Oft fengum við að heyra sögur um lífið þar og það var því eftirminnileg og nánast hátíðleg stund þegar við í fyrsta sinn fórum með henni á sólbjörtum degi í Brettingsstaði á Flateyjardal og fengum að líta fegurð staðarins eigin augum. Ég held að Ólöf hafi oft saknað sjávarins og hins víða sjóndeildar- hrings í Flatey, þar sem haf og him- inn verða eitt. En með tímanum lærði hún að meta Blöndudalinn. Enda einstaklega grænn og fagur dalur. Þar hún bjó í hálfa öld og ól börnin sín tíu upp, en þau eignaðist hún á fjórtán árum. Húsmóðurhlut- verkið á stóru sveitaheimili tók drjúgan skerf af tíma hennar en samt sem áður gaf hún sér tóm til þess að sinna sínum mörgu hugð- arefnum. Hún var fróðleiksfús og hafði einstaklega gott minni og list- rænt auga. Hún var ættfróð og hafði mikla og góða þekkingu á skáldskap, bæði í bundnu og óbundnu máli og marga ánægju- stundina átti hún við lestur. Hún hlustaði líka mikið á útvarp, bæði til þess að fylgjast með dægurmálum líðandi stundar og eins til þess að njóta þeirrar menningar sem þar var í boði. Þannig tókst henni að halda huganum opnum og víðsýnum í önn dagsins. Ólöf fylgdist vel með ömmubörn- unum sínum og vissi alltaf hvað þau höfðu fyrir stafni. Hún var hreykin af þeim og sagði mér eitt sinn að hún hefði það fyrir reglu að biðja fyrir þeim á hverju kvöldi. Bænir hennar munu fylgja þeim áfram og minningin um ástríka og góða ömmu. Björn, sonur minn, sem nú er staddur á skákmóti í Ungverja- landi, hugsar nú hlýtt til ömmu sinnar og kveður hana með þakk- læti. Eftir að Ólöf varð ekkja, fyrir sex árum, fluttist hún suður og fékk íbúð í Sunnuhlíð í Kópavogi. Þar leið henni mjög vel og er það ekki síst að þakka Áslaugu, dóttur henn- ar, sem var henni alltaf innan hand- ar. Ég kveð Ólöfu með söknuði og þakklæti í huga. Ég þykist viss um að í himnaríki sé sjóndeildarhring- urinn fagur og vítt til allra átta eins og í Flatey á Skjálfanda, æsku- stöðvunum sem henni þótti svo vænt um. Blessuð sé minning Ólafar Guð- mundsdóttur. Aðalheiður. Þeim smáfækkar mínum fyrrver- andi góðu sveitungum. Þannig er gangur lífsins og þar ráðum við engu um. Nú er hún Ólöf á Löngu- mýri lögð af stað í sína hinstu för eftir langan og strangan vinnudag sátt við lífið og gat hún með virð- ingu og stolti horft til baka yfir sinn stóra barnahóp og sitt langa og gifturíka ævistarf. Fyrsta vetur minn í Gagnfræða- skóla á Siglufirði hringdi Björn „fóstri minn“ á Löngumýri til mín og grennslaðist fyrir um það hvort ég gæti ekki útvegað sér kaupa- konu. Þetta var á síðustu árum kaupakonualdarinnar. Ég tók vel þessari málaleitan. Ég vildi helst ekki bregðast óskum hans. Nú varð að vanda valið. Mér varð hugsað til glæsilegrar ungrar stúlku sem ég kannaðist lítillega við sem hafði ver- ið samtímis systur minni á Kvenna- skólanum á Blönduósi, en þær voru góðar vinkonur. Stúlka þessi var þá starfandi hjá Jóni Kjartanssyni þá bæjarstjóra á Siglufirði, en þar var ég tíður gestur. Það var ekkert hik í því að ég bar þessa málaleitan upp við þessa ungu konu og að endingu talaðist þannig til að hún tæki að sér kaupakonustarf á Löngumýri. Jón vinur minn var lítt hrifinn af þessu ráðabruggi en hann hafði gert sér vonir um að njóta starfs- krafta Ólafar lengur en hún hafði meðal annars annast aldraða móður hans af einstakri hlýju og nærfærni. Vorið kom og blómin voru að byrja að koma upp úr hinni hún- versku gróðurríku mold og vorið 1944 var ekki nein undantekning á því. Aðalblómið sem kom í Blöndu- dalinn þetta lýðveldisvor var Ólöf Guðmundsdóttir sem ættuð var frá Flatey á Skjálfanda. Þetta þing- eyska blóm festi brátt rætur í einni veðursælustu byggð meðal norð- lenskra dala. Þetta blóm átti eftir að bera ríkulegan ávöxt. Vorið 1945 gengu þau í hjónaband Björn og Ólöf og það var afleiðing af hinu af- drifaríka áðurnefnda símtali við undirritaðan hálfu öðru ári fyrr. Ég er þess fullviss að ekkert símtal á langri ævi og umsvifamiklu lífs- hlaupi Björns hefur fært honum meiri hamingju og lífsfyllingu. Enginn lifir langa ævi án þess að verða fyrir einhverjum mótbyr en Ólöf komst yfir allt slíkt með sinni hóværð og skapfestu. Birni manni hennar voru falin mörg trúnaðar- störf sökum mannkosta sinna. Fyrir utan margskonar sveitarstjórnamál sem hér yrði of langt upp að telja var hann kaupfélagsstjóri á Skaga- strönd í tíu ár og hann sat á Alþingi í sextán ár. Ég efast um að margir gætu sett sig í spor Ólafar sem hafði svo mikið umleikis. Auk þess að stjórna stóru búi í löngum fjar- verum bónda síns var hún með tíu barna hóp sem nutu forsjár hennar. Langir hafa vinnudagar hennar ef- laust verið og margar andvökunæt- urnar. Við setjum okkur vart í spor húsmæðranna sem annast stór heimili og sjá um uppeldi barna okkar, þessi störf eru að stórum hluta til vanmetin í þjóðfélaginu. Ólöf var vinsæl og mikilsmetin meðal sveitunga sinna og báru allir traust til hennar sem henni kynnt- ust. Hún var hlédræg og helgaði líf sitt fyrst og fremst börnunum sín- um og heimilinu. Á síðustu árum eftir að dauðinn skildi þau hjón að um stund og kraftarnir voru smám saman að gefa sig bjó hún um sig í snotri íbúð hér á suðvesturhorninu. Þar önnuðust börn hennar um hana hin síðustu ár þau sem höfðu að- stöðu til. Hún taldi sig aldrei vera heima hér syðra – heima var hún aðeins í dalnum okkar. Svo sterkum böndum var hún bundin Blöndu- dalnum. Nú er hún lögð af stað heim í síð- ustu ferðina norður þar sem hún mun hvíla við hlið manns síns. Björn mat konu sína mikils og þeg- ar hann horfði yfir farinn veg á seinni árum ævi sinnar varð mér ljóst hversu annt honum var um hana þó að í erli dagsins á fyrri hluta ævinnar tækju færri eftir því. Ég minnist þess þegar við hjónin heimsóttum þau hér syðra og þegar þau komu til okkar var Björn sí- hræddur um að eitthvað kæmi fyrir Ólöfu. Björn bar ekki sínar tilfinn- ingar á torg en þeir sem best til þekktu vissu betur. Björn segir í ævisögu sinni að sér hefði aldrei tekist að halda búi sínu gangandi án sinnar ágætu konu og barna. Framlag Ólafar í lífshlaupi þeirra hjóna frá Löngumýri var mikið en var innt af hendi af hóg- værð og hávaðalaust. Ólöf verður lögð til hinstu hvílu í heimagrafreit á Guðlaugsstöðum. Þar mun bóndi hennar örugglega taka henni fagnandi. Í grafreit þess- um hvíla margir af Guðlaugsstaða- ættinni. Þar hvíla góðir grannar for- eldra minna, vinir systkina minna og máttarstólpar sveitarinnar. Við minnumst þeirra allra. Við sendum öllum fjölskyldum Ólafar, sveitung- um hennar og vinum samúðar- og saknaðarkveðjur. Guð blessi minn- ingu Ólafar Guðmundsdóttur. Skúli Jónasson. ÓLÖF GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Þóra AmalíaGuðmundsdóttir fæddist á Melum í Norðfirði 22. sept- ember 1907. Hún lést á Grensásdeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss 4. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Guðmundur Guðmundsson tré- smiður, f. 17. febr- úar 1864, d. 27. des- ember 1949, og Guðrún Friðrikka Þórarinsdóttir, f. 13. október 1865, d. 9. nóvember 1942. Systkini hennar voru Soffía, f. 30. nóvember 1893, d. 29. janúar 1925, Jón Kerúlf, f. 13. apríl 1895, d. 4. september 1983, og Guðrún Aðalbjörg, f. 27. des- ember 1897, d. 1918. Þóra giftist 20. desember 1930 Jakobi Jóhannessyni, f. 17. októ- ber 1902, d. 4. september 1982. Börn þeirra eru: 1) Jóhann, f. 12. júní 1931, d. 14. apr- íl 2000, maki Svala Konráðsdóttir, f. 19. mars 1933, þau eignuðust fjögur börn. 2) Árni, f. 29. júlí 1936, d. 2. sept- ember 1995, maki Jóna Karítas Jak- obsdóttir, f. 10. ágúst 1939. Þau slitu samvistum en eignuðust fimm börn. 3) Þórarinn G., f. 10. ágúst 1938, maki Guðbjörg Arn- órsdóttir, f. 6. des- ember 1937, d. 7. mars 2000. Þau eignuðust fjögur börn. 4) Þórar- inn, f. 1947, d. 1947. 5) Sigurður, f. 27. apríl 1949, maki Ingibjörg Broddadóttir, f. 23. júní 1950. Þau eignuðust þrjú börn. Ömmu-, langömmu- og langalangömmu- börn eru orðin 47. Útför Þóru Amalíu verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar Þóra Guðmundsdóttir var komin á níræðisaldur endurlagði hún hellurnar heim að húsinu í Efstasundi, þar sem hún átti heimili í hálfa öld. Þóra var ósátt við hellurn- ar, fannst frágangurinn ekki nógu góður og hellurnar ekki nógu sléttar. Hún tók því allar hellurnar upp, bætti sandi undir, sem hún hafði pantað, og lagði allt upp á nýtt ein og óstudd. Þannig var lífsstíll Þóru, ekkert hangs eða hálfkæringur. Þóra naut þeirrar gæfu að halda fullri heilsu og andlegu atgervi allt fram á síðasta vetur. Hún setti niður kartöflur á hverju vori og stakk beð- ið oftast upp sjálf og tók þær upp á haustin. Hún hugsaði sjálf um garð- inn að langmestu leyti, sauð árvisst berjasultur og saftir af mörgum teg- undum og sá um að húsinu væri vel viðhaldið. Hún var með mann í vinnu hjá sér sl. sumar sem setti nýja glugga í hluta hússins og því verki hafði hún hugsað sér að ljúka á sumrinu sem nú er að kveðja. Hún mokaði snjóinn af tröppunum á vetr- um, alveg út á götu, henni líkaði ekki ef verki var ólokið. Þóra gekk hik- laust til allrar vinnu, vandvirk, út- sjónarsöm og ósérhlífin. Þóra var lágvaxin og grannvaxin, létt í spori, kvik í hreyfingum og göngulagið einart. Hún var ljóshærð í æsku og hélt sínu þykka góða hári fram á hinstu stund og ekki sást grátt hár á höfði hennar þó að lit- urinn hefði fölnað. Hún naut góðra gáfna, átti ákaflega auðvelt með að fylgjast með breyttum tímum og átta sig á nýjum viðhorfum. Minni henn- ar var feikigott og hún aðstoðaði aldraða nágranna sína oftar en einu sinni við að fá hlut sinn réttan gagn- vart hinu opinbera kerfi. Hún lifði tímana tvenna fædd í upphafi síðustu aldar og náði að sjá framan í þá næstu. Hún var yngsta barn foreldra sinna og tók virkan þátt í húsverk- unum á heimili þeirra á Norðfirði. Systur Þóru létust báðar ungar af barnsförum, Soffía frá fimm börnum og Guðrún Aðalbjörg frá nýfæddum tvíburum. Systrabörnin áttu athvarf hjá foreldrum Þóru sem hjálpaði móður sinni að annast um þau, en annan tvíburann tók bróðir Þóru að sér. Þóra sagði mér að hún hefði einkum fengist við saumaskap á æskuheimilinu, lítið komið að mat- seld og kunnað minna en ekkert í þeim efnum þegar hún gekk í hjóna- band. Á þessum tíma tíðkaðist að ungar konur færu í vist. Þóra dvaldi bæði í vist á Stöðvarfirði og einnig á heimili í Reykjavík. Hún bar báðum þessum heimilum góða söguna. Nýgift fluttist Þóra að heiman með manni sínum Jakobi Jóhannes- syni ættuðum úr Hrísey. Þau kynnt- ust þegar Jakob var rafvirki á Norð- firði en hann varð síðar einn fyrsti rafvirkjameistarinn hér á landi. Jak- ob var barnabarn Hákarla-Jörundar útvegsbónda í Hrísey, en Þóra talaði einkar hlýlega um tengdamóður sína Jórunni Jóhannsdóttur húsfreyju á Birnunesi á Árskógsströnd og í Hrísey. Jakob og Þóra bjuggu um fimmtán ára skeið í Siglufirði. Þetta var á síldarárunum og kraftmikið líf í ört vaxandi bænum. Jakob sá um að leggja rafmagn í bæinn og bátana og vann myrkranna á milli. Öllum lá á og bátar máttu engan tíma missa í landi vegna bilana. Þóra hafði í mörg horn að líta, heimilið stórt og starf Jakobs krefjandi. Á Siglufirði fædd- ust þrír sonanna, en einn þeirra missti Þóra þriggja mánaða gamlan. Yngsti sonurinn fæddist eftir að þau höfðu flust til Reykjavíkur. Eftir að fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur hóf Þóra störf utan heimilis. Hún skúraði fyrst í Ísaks- skóla og síðar í mörg ár í Kassagerð Reykjavíkur. Hún lagði sitt af mörk- um til heimilisins með vinnu sinni, en á þessum tíma hafði Jakob misst heilsuna og starfsþrekið, en fyrstu árin eftir komuna til Reykjavíkur rak hann rafmagnsvöruverslun við Skólavörðustíg. Þóra saumaði allt mögulegt og prjónaði peysur og sokkar sem hún seldi. Það lék allt í höndunum á tengdamóður minni. Hún heklaði ógrynni af dúkum úr fínu bómullargarni, prjónaði sokka og vettlinga fram á síðasta dag og gullfalleg teppi heklaði hún þegar höndin hætti að vera nógu styrk til að sinna fíngerðari verkum. Hún lærði ung saumaskap, byrjaði að sauma á dúkkurnar sínar og síðan á systrabörnin og sjálfa sig. Hún lærði snemma að nota hverja pjötlu og nýtni og iðjusemi voru henni í blóð borin. Hún hafði alltaf mikinn áhuga á fötum, var ævinlega fallega til fara, vel til höfð og út úr húsi fór hún ekki án þess að setja upp eyrnalokka og varalit. Þóra Guðmundsdóttir var væn kona. Blessuð sé minning henn- ar. Ingibjörg Broddadóttir. ÞÓRA AMALÍA GUÐMUNDSDÓTTIR EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.