Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Frumsýning Sýnd kl. 10 og 12.30. B.i. 12 ára.  Kvikmyndir .com  DV Frumsýning Sýnd kl. 6. Kynþokkafyllsti spæjari allra tíma er mættur aftur! Fyndari en nokkru sinni fyrr Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 5.45, 8, 10.15 og Powersýning kl. 12.30. B.i. 14 ára. Powersýning kl. 12.30. Tvær vikur á toppnum í USA! Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT Sýnd kl. 8. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS The Sweetest Thing Sexý og Single i l Sýnd kl. 5, 8 og 11. B. i. 14. Sannsöguleg stórmynd framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni. Ingvar Sigurðsson fer á kostum í magnaðri mynd sem þú mátt ekki missa af! Miðaverð aðeins 350 kr! STUTTMYND  HJ Mbl  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 5, 8, 10 og 11.30. B.i. 12 ára.Sýnd kl. 5.15, 8, 10.40 og POWERsýning kl. 1.15. B.i. 14. Sýnd kl. 4 og 4.30. kl. 4.45, 7.30, 10.10 og POWER 12.45.  Kvikmyndir .com  DV Powersýningar kl. 12.45 og 1.15. Sýnd kl. 4 og 6. með ísl. tali. Yfir 20.000 MANNSHL Mbl HK DV  Radíó X „Besta mynd ársins til þessa“ 1/2HÖJ Kvikmyndir.com „Ein besta mynd þessa árs. Fullkomlega ómissandi.“  SV Mbl „meistaraverk sem lengi mun lifa“  ÓHT Rás 2 i l i li Yfir 27.000 MANNS Frumsýning Tvær vikur á toppnum í USA! Í TILEFNI af því að 30 ár eru liðin síðan bræðurnir óborganlegu, Halli og Laddi, fóru að skemmta land- anum með gamanmálum sínum ætla þeir að setja upp veglega skemmti- dagskrá í Loftkastalanum og sýna fram eftir vetri. Skemmtidagskráin, sem ber yf- irskriftina Hætt-a-telja! eftir ódauð- legri setningu úr laginu „Roy Rog- ers“, mun samanstanda af frægustu bröndurum, lögum og karakterum sem þeir bræður hafa fundið upp á ferlinum. Meðal góðkunningja, sem víst má telja að muni sniglast um Loftkastalann í vetur, eru Eiríkur Fjalar, Roy Rogers, Þórður hús- vörður, Tóti tölvukall, Skríplarnir, Glámur og Skrámur. Skemmtidagskráin verður frum- sýnd 27. september og miðasala er nú þegar hafin. Það var árið 1972 sem Glámur og Skrámur birtust fyrst í Stund- inni okkar Sjónvarpinu. Slógu þessar ærslafullu tuskubrúður samstundis í gegn, sem og raddirnar og hendurnar sem á bak við þær voru, hinir svo til óþekktu bræður, Halli og Laddi. Sama ár komu þeir síðan fram saman í eigin persónu, eða því sem næst, í skemmtiatriði í þættinum Ugla sat á Kvisti. Upp frá því hafa ærsl þeirra og uppátæki verið nær öllum landsmönnum að góðu kunn. Þess má geta að samhliða skemmtisýningunni kemur út nýr geisladiskur með safni bestu og kunnustu laga Halla og Ladda sem upphaflega var að finna á breiðskífum þeirra fjór- um sem þeir gáfu út á áttunda ára- tugnum, Látum eins og ekkert c, sem þeir gerðu ásamt Gísla Rúnari, Fyrr má nú aldeilis fyrrvera, Hlunk- ur er þetta og Umhverfis jörðina á 45 mín. Á plötunni verða 23 lög, hvert öðru kunnara. Hætt-a-telja! Á hátindi ferils síns tók það Halla og Ladda einungis 45 mínútur að fara umhverfis jörðina. Halli og Laddi fagna 30 ára ferli með afmælissýningu í Loftkastalanum FÖSTUDEGINUM 13. fylgir alltaf visst kynngimagn og dulúð. Meðlim- ir kvikmyndasamtakanna Bíó Reykjavík ætla hins vegar að setja allt í spriklandi gír er sá dagur er að kveldi kominn því að á miðnætti hefst 44 tíma linnulaust kvikmynda- maraþon sem lýkur ekki fyrr en á sunnudagskvöldið kl. 20.00. Þá verða 27 myndir af ýmsum toga búnar að rúlla stanslaust; myndir eftir meist- arana Kubrick og Welles; hryllings- myndir af gamla skólanum eins og Them! og The Wolf Man, sígildir vestrar, rökkurmyndir (noir) ofl. ofl. Bíó Reykjavík er grasrótarsamtök innlendra og erlendra kvikmynda- gerðarmanna, hverra markmið er að rækta jarðveg óháðrar kvikmynda- gerðar hér á landi. Í því skyni hafa samtökin meðal annars staðið fyrir opnum bíókvöldum þar sem kvik- myndagerðarmönnum er boðið að mæta með myndir sínar og sýna þær. Kvöldin hafa verið haldin í Vesturporti og hafa verið vel sótt að sögn Gio Sampogna, sem er einn af forkólfum samtakanna. Maraþon sem þessi eru tíð í stórmenningar- borgum útlandanna en þetta ku vera í fyrsta skipti sem svona viðburður er haldinn hérlendis. Bíó Reykjavík – menn og konur ætla svo til gamans að verðlauna þær manneskjur sem halda þetta sem mest út, svokallaðar „Maraþonmanneskjur“. Verða þau gerð ódauðleg á heimasíðu samtak- anna. Maraþonið fer fram í Kvikmynda- skóla Íslands á Laugavegi 176 (hjá gamla Sjónvarpshúsinu) og er að- gangur ókeypis. Veitingar verða hins vegar seldar á staðnum. Bíó Reykjavík heldur ókeypis kvikmyndaveislu um helgina Kvikmyndamaraþon í 44 stundir Myndir hins eitursnjalla Stanley Kubrick verða meðal annars til sýnis á maraþoninu. arnart@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.bioreykjavik.com Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 alltaf á föstudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.