Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 35
HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS - PRÍMA hefur farið með umboð fyrir skipafélagið í 10 ár. Skip CARNIVAL eru í tölu hinna bestu og sérstök áhersla lögð á þjónustu við farþegana til að tryggja sem ánægjulegasta ferð. Verðið hefur aldrei verið jafn lágt og nú! - frá kr. 159.900 + 7.230 flvsk. í 12 daga ferð, 7d. sigling með CARNIVAL PRIDE með fullu fæði og dagskrá í heimsklassa - allt innifalið - beint flug til Orlandó, 4 gistinætur á 4-5* hóteli. Íslenskur siglingastjóri með hóp. Þessi kjör bjóðast nú tímabundið í tilefni 10 ára samstarfs við Heimsklúbb Ingólfs-PRÍMA - einstök kjör Heimsklúbbsins í haust og vetur til apríl 2003. Hópsigling 27. sept. UPPSELT! Hópsigling 7. feb. 2003 UPPSELT! Aukaferð 21. feb. 2003 - laus pláss. Páskasigling 11. apr. nokkur pláss. Þegar þér hentar! Heimsklúbburinn-PRÍMA tryggir þér afburðagóða lausn í sambandi við afmæli og tyllidaga: Brottför alla föstud. í siglingu með CARNIVAL eða paradísarlega dvöl á eynni DOMINICANA, þegar hentar. Nýjasta skemmtiferðaskip Carnival, CARNIVAL LEGEND liggur í Sundahöfn í dag, 88.500 brúttólestir, nærri 300 m langt með glæsilegum búnaði á 12 þilförum fyrir 2600 farþega í fljótandi lúxusborg, þar sem allt er innan seilingar fyrir fólk á öllum aldri, sem ferðast áhyggju- og áreynslulaust milli töfrandi áfangastaða undir geislandi sól í suðurhöfum. Þessi sömu þægindi bjóðast þér með nýja systurskipinu CARNIVAL PRIDE í ferðum Heimsklúbbsins á ótrúlegum kjörum, ef pantað er strax, eða jafnvel ókeypis, ef þú tekur þátt í getraun, sem birtist í MBL. á sunnudag. Fylgist með umfjöllun um skipið og heimsóknina og kynnið ykkur netið og nýjan bækling Heimsklúbbsins - TRYGGIÐ YKKUR PLÁSS MEÐAN LAUST ER - SUÐUR UM HÖFIN Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Velkomin til Reykjavíkur CARNIVAL LEGEND! Sjáið einnig heimasíðu: http://www.heimsklubbur.is UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 35 NÚ ER ljóst að fjöldi Íslendinga hefur orðið fyrir miklu tapi vegna fjárfestingar í bandaríska fyrirtæk- inu deCode Genetics Inc, Delaware. Fyrir sumum vakti það eitt að leggja baráttunni gegn illvígustu sjúkdóm- um mannkyns lið og féllu fyrir upp- skrúfuðu skrumi um fyrirtækið. Öðr- um var glapin sýn með fyrirheitum um skjóttekinn gróða. Auk einstak- linga keyptu m.a. ríkisbankar, lífeyr- issjóðir og sveitarfélög bréf félagsins fyrir milljarða króna meðan það var ennþá á gráa markaðinum og brutu allar varúðarreglur. Margir eru á barmi örvæntingar. Ef illur grunur rætist verður skellurinn mikill og sár fyrir þjóðina í heild. Staðreyndirnar tala sínu máli. Bréfin í deCode sem fóru í gengið 65 á gráa markaðinum eru nú komin í gengið 2. Þeir hafa tapað 970 þús. krónum af hverri milljón sem ginntir voru til að kaupa á hæsta gengi; eiga eftir 30 þúsund krónur af hverri millj- ón. Stuttu eftir að deCode var stofnað um glannalega viðskiptahugmynd skikkuðu stjórnvöld ríkisbankana til að kaupa bréf í því á 16-földu gengi fyrir 7 milljarða króna. Þeir greiddu 16 dollara fyrir hvern dollar og félagið hafði aðeins lýst væntanlegum afrek- um, sem mætir vísindamenn jöfnuðu við blöðrur sem myndu springa! Hver ber ábyrgð á kaupunum? Davíð Odds- son? Nokkrir erlendir áhættufjárfestar stofnuðu félagið með 840 milljóna króna hlutafé (12 millj. $). Hlutaféð hafði líklega ekki verið greitt þegar þeir voru búnir að selja ríkisbönkun- um hluta af fyrirtækinu fyrir marg- falt heildarhlutafjárloforðið og stinga á sig ævintýralegum upphæðum. Stjórnvöld með löggjafarvaldið í vasanum létu sig ekki muna um að þverbrjóta mannréttindaákvæði í ís- lenskum lögum og alþjóðlegum skuld- bindingum með setningu gagna- grunnslaganna. Framkoma stjórn- valda hlýtur að vekja spurningar um spillingu. Ekkert keðjubréfaæði íslensku þjóðarinnar jafnast á við Íslenska erfðagreiningu, enda eina keðjubréfa- grínið sem leitt var áfram af stjórn- völdum með forsætisráðherrann í broddi fylkingar. Framkoma stjórn- valda í málefnum þessa fyrirtækis með gagnagrunninn í eina helsta hlut- verkinu er einstakt í sögu lýðfrjálsra þjóða og hlýtur að leiða hugann að öðru og meiru en aðeins glópsku. Rannsaka þarf samskipti stjórn- valda og stjórnmálaflokka við for- ráðamenn deCode. Einnig hvort hér sé á ferðinni vísvitandi fjárplógsstarf- semi og hver sé gróði deCode-manna. Er t.d. rétt að Kári Stefánsson hafi grætt hundruð milljóna króna við sölu hlutabréfa sem hann og aðrir stofn- fjárfestar skömmtuðu sjálfum sér fyrir nánast ekkert verð ( Kári 2 millj- ónir hluta fyrir 2.000 dollara)? Þrátt fyrir ábendingar og varnað- arorð nokkurra manna og þar að meðal mín brugðust íslenskir fjöl- miðlar upplýsinga- og rannsóknar- skyldu sinni. Í stað þess að krefjast svara við áleitnum spurningum og vara almenning við skrumi deCode tóku fjölmiðlar sjálfshóli og hæpnum yfirlýsingum um árangur gagnrýnis- laust og létu nota sig hömlulaust í auglýsingaskyni. Hvað veldur? Framkoma fjölmiðla gerði okkur sem reyndum að vara við ýkjum for- ráðamanna deCode erfitt fyrir. Við „fósarnir“ lentum í skammarkrókn- um þar sem Kári og nokkrir, að hans fordæmi, jusu svívirð- ingum yfir okkur sem vildum málefnalega umræðu. Kári kallaði mig og félaga mína hæl- bíta og hýenur. Í því líki teiknaði Sigmund okk- ur Jón Magnússon hrl. á hælum Kára. Múgsefjun réð ríkj- um. Leikreglum sam- félagsins skyldi fyrir borð varpað ef þær væru deCode til trafala. Óþægilegar spurningar vörðuðu landráð og komu frá „öfundar- mönnum“, „hælbítum“, „hýenum“, „skækjum“ og „rógs- mönnum öllum“ með „skítlegt eðli“ sem stjórnast af „ágirnd, græðgi og öfund“ svo tekið sé sýnishorn úr um- mælum þeirra sem þótt- ust „kjaftlopnir“ af hneykslun og undrun yf- ir framferði undirritaðs. Ítrekað skítkast og hótanir gerði ófýsilegt að halda til streitu mál- efnalegri gagnrýni á málsmeðferð deCode og íslenskra stórnvalda, – var aðeins til að skaða persónulega hagsmuni. Málfrelsi ríkir hér í orði en vei þeim sem nýta það gegn sterkum hags- munum! Þjóðin á nú kröfu til svara við fjöldamörgum spurningum. Fyrir tveimur árum þegar keðjubréfaæðið stóð sem hæst spurði ég t.d. nokkra fjölmiðla hvar íslenskt þjóðfélag stæði ef gengið á deCode hrapaði niður í 2-3 dollara, eins og nú hefur gerst. Tjónið lendir nánast allt hérlendis. Hver er þáttur stjórnvalda og deCode í færslu feiknalegra fjármuna frá velviljuðum almenningi og vörslumanna sjóða til aðstandenda fyrirtækisins? Hver ber ábyrgð af ráðstöfun almannafjár til áhættufjárfesta? Bera forráðamenn deCode ábyrð á fjárhagstjóni sem hefur hlotist af ýkjum þeirra og skrumi? Hugmyndir stjórnvalda um að framlengja skuldadaga þessa fjár- málaævintýris með því að láta al- menning borga 20 milljarða króna til viðbótar eru fráleitar. Stjórnarflokk- arnir verða nú að sæta a.m.k. póli- tískri ábyrgð á málefnum deCode. Aðeins glópska? Valdimar Jóhannesson Höfundur er með eigin atvinnurekstur. Fjárfestingar Stjórnarflokkarnir verða nú að sæta, segir Valdimar Jóhannesson, a.m.k. pólitískri ábyrgð á málefnum deCode. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.