Morgunblaðið - 13.09.2002, Page 35
HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS - PRÍMA hefur farið með umboð fyrir skipafélagið í 10 ár.
Skip CARNIVAL eru í tölu hinna bestu og sérstök áhersla lögð á þjónustu við farþegana til
að tryggja sem ánægjulegasta ferð.
Verðið hefur aldrei
verið jafn lágt og nú! -
frá kr. 159.900 +
7.230 flvsk. í 12 daga ferð, 7d.
sigling með CARNIVAL PRIDE
með fullu fæði og dagskrá í
heimsklassa - allt innifalið - beint
flug til Orlandó, 4 gistinætur
á 4-5* hóteli. Íslenskur
siglingastjóri með hóp.
Þessi kjör bjóðast nú tímabundið
í tilefni 10 ára samstarfs við
Heimsklúbb Ingólfs-PRÍMA -
einstök kjör Heimsklúbbsins
í haust og vetur til apríl 2003.
Hópsigling 27. sept. UPPSELT!
Hópsigling 7. feb. 2003 UPPSELT!
Aukaferð 21. feb. 2003 - laus pláss.
Páskasigling 11. apr. nokkur pláss.
Þegar þér hentar!
Heimsklúbburinn-PRÍMA tryggir
þér afburðagóða lausn í sambandi
við afmæli og tyllidaga:
Brottför alla föstud. í siglingu með
CARNIVAL eða paradísarlega
dvöl á eynni DOMINICANA, þegar hentar.
Nýjasta skemmtiferðaskip Carnival, CARNIVAL LEGEND liggur í Sundahöfn í dag,
88.500 brúttólestir, nærri 300 m langt með glæsilegum búnaði á 12 þilförum fyrir 2600
farþega í fljótandi lúxusborg, þar sem allt er innan seilingar fyrir fólk á öllum aldri, sem
ferðast áhyggju- og áreynslulaust milli töfrandi áfangastaða undir geislandi sól í suðurhöfum.
Þessi sömu þægindi bjóðast þér með nýja systurskipinu CARNIVAL PRIDE í ferðum
Heimsklúbbsins á ótrúlegum kjörum, ef pantað er strax, eða jafnvel ókeypis, ef þú tekur þátt
í getraun, sem birtist í MBL. á sunnudag. Fylgist með umfjöllun um skipið og heimsóknina
og kynnið ykkur netið og nýjan bækling Heimsklúbbsins -
TRYGGIÐ YKKUR PLÁSS
MEÐAN LAUST ER - SUÐUR UM HÖFIN
Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564,
netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is
Velkomin til Reykjavíkur CARNIVAL LEGEND!
Sjáið einnig heimasíðu: http://www.heimsklubbur.is
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 35
NÚ ER ljóst að fjöldi Íslendinga
hefur orðið fyrir miklu tapi vegna
fjárfestingar í bandaríska fyrirtæk-
inu deCode Genetics Inc, Delaware.
Fyrir sumum vakti það eitt að leggja
baráttunni gegn illvígustu sjúkdóm-
um mannkyns lið og féllu fyrir upp-
skrúfuðu skrumi um fyrirtækið. Öðr-
um var glapin sýn með fyrirheitum
um skjóttekinn gróða. Auk einstak-
linga keyptu m.a. ríkisbankar, lífeyr-
issjóðir og sveitarfélög bréf félagsins
fyrir milljarða króna meðan það var
ennþá á gráa markaðinum og brutu
allar varúðarreglur. Margir eru á
barmi örvæntingar. Ef illur grunur
rætist verður skellurinn mikill og sár
fyrir þjóðina í heild.
Staðreyndirnar tala sínu máli.
Bréfin í deCode sem fóru í gengið 65 á
gráa markaðinum eru nú komin í
gengið 2. Þeir hafa tapað 970 þús.
krónum af hverri milljón sem ginntir
voru til að kaupa á hæsta gengi; eiga
eftir 30 þúsund krónur af hverri millj-
ón. Stuttu eftir að deCode var stofnað
um glannalega viðskiptahugmynd
skikkuðu stjórnvöld ríkisbankana til
að kaupa bréf í því á 16-földu gengi
fyrir 7 milljarða króna. Þeir greiddu
16 dollara fyrir hvern dollar og félagið
hafði aðeins lýst væntanlegum afrek-
um, sem mætir vísindamenn jöfnuðu
við blöðrur sem myndu springa! Hver
ber ábyrgð á kaupunum? Davíð Odds-
son?
Nokkrir erlendir áhættufjárfestar
stofnuðu félagið með 840 milljóna
króna hlutafé (12 millj. $). Hlutaféð
hafði líklega ekki verið greitt þegar
þeir voru búnir að selja ríkisbönkun-
um hluta af fyrirtækinu fyrir marg-
falt heildarhlutafjárloforðið og stinga
á sig ævintýralegum upphæðum.
Stjórnvöld með löggjafarvaldið í
vasanum létu sig ekki muna um að
þverbrjóta mannréttindaákvæði í ís-
lenskum lögum og alþjóðlegum skuld-
bindingum með setningu gagna-
grunnslaganna. Framkoma stjórn-
valda hlýtur að vekja spurningar um
spillingu.
Ekkert keðjubréfaæði íslensku
þjóðarinnar jafnast á við Íslenska
erfðagreiningu, enda eina keðjubréfa-
grínið sem leitt var áfram af stjórn-
völdum með forsætisráðherrann í
broddi fylkingar. Framkoma stjórn-
valda í málefnum þessa fyrirtækis
með gagnagrunninn í eina helsta hlut-
verkinu er einstakt í sögu lýðfrjálsra
þjóða og hlýtur að leiða hugann að
öðru og meiru en aðeins glópsku.
Rannsaka þarf samskipti stjórn-
valda og stjórnmálaflokka við for-
ráðamenn deCode. Einnig hvort hér
sé á ferðinni vísvitandi fjárplógsstarf-
semi og hver sé gróði deCode-manna.
Er t.d. rétt að Kári Stefánsson hafi
grætt hundruð milljóna króna við sölu
hlutabréfa sem hann og aðrir stofn-
fjárfestar skömmtuðu sjálfum sér
fyrir nánast ekkert verð ( Kári 2 millj-
ónir hluta fyrir 2.000 dollara)?
Þrátt fyrir ábendingar og varnað-
arorð nokkurra manna og þar að
meðal mín brugðust íslenskir fjöl-
miðlar upplýsinga- og rannsóknar-
skyldu sinni. Í stað þess að krefjast
svara við áleitnum spurningum og
vara almenning við skrumi deCode
tóku fjölmiðlar sjálfshóli og hæpnum
yfirlýsingum um árangur gagnrýnis-
laust og létu nota sig hömlulaust í
auglýsingaskyni. Hvað veldur?
Framkoma fjölmiðla gerði okkur
sem reyndum að vara við ýkjum for-
ráðamanna deCode erfitt fyrir. Við
„fósarnir“ lentum í skammarkrókn-
um þar sem Kári og nokkrir, að hans
fordæmi, jusu svívirð-
ingum yfir okkur sem
vildum málefnalega
umræðu. Kári kallaði
mig og félaga mína hæl-
bíta og hýenur. Í því líki
teiknaði Sigmund okk-
ur Jón Magnússon hrl.
á hælum Kára.
Múgsefjun réð ríkj-
um. Leikreglum sam-
félagsins skyldi fyrir
borð varpað ef þær
væru deCode til trafala.
Óþægilegar spurningar
vörðuðu landráð og
komu frá „öfundar-
mönnum“, „hælbítum“,
„hýenum“, „skækjum“ og „rógs-
mönnum öllum“ með „skítlegt eðli“
sem stjórnast af „ágirnd, græðgi og
öfund“ svo tekið sé sýnishorn úr um-
mælum þeirra sem þótt-
ust „kjaftlopnir“ af
hneykslun og undrun yf-
ir framferði undirritaðs.
Ítrekað skítkast og
hótanir gerði ófýsilegt
að halda til streitu mál-
efnalegri gagnrýni á
málsmeðferð deCode og
íslenskra stórnvalda, –
var aðeins til að skaða
persónulega hagsmuni.
Málfrelsi ríkir hér í orði
en vei þeim sem nýta
það gegn sterkum hags-
munum!
Þjóðin á nú kröfu til
svara við fjöldamörgum
spurningum. Fyrir tveimur árum
þegar keðjubréfaæðið stóð sem hæst
spurði ég t.d. nokkra fjölmiðla hvar
íslenskt þjóðfélag stæði ef gengið á
deCode hrapaði niður í 2-3 dollara,
eins og nú hefur gerst. Tjónið lendir
nánast allt hérlendis. Hver er þáttur
stjórnvalda og deCode í færslu
feiknalegra fjármuna frá velviljuðum
almenningi og vörslumanna sjóða til
aðstandenda fyrirtækisins? Hver ber
ábyrgð af ráðstöfun almannafjár til
áhættufjárfesta? Bera forráðamenn
deCode ábyrð á fjárhagstjóni sem
hefur hlotist af ýkjum þeirra og
skrumi?
Hugmyndir stjórnvalda um að
framlengja skuldadaga þessa fjár-
málaævintýris með því að láta al-
menning borga 20 milljarða króna til
viðbótar eru fráleitar. Stjórnarflokk-
arnir verða nú að sæta a.m.k. póli-
tískri ábyrgð á málefnum deCode.
Aðeins
glópska?
Valdimar
Jóhannesson
Höfundur er með eigin
atvinnurekstur.
Fjárfestingar
Stjórnarflokkarnir
verða nú að sæta, segir
Valdimar Jóhannesson,
a.m.k. pólitískri ábyrgð
á málefnum deCode.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni