Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinseptember 2002næsti mánaðurin
    mifrlesu
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 22.09.2002, Síða 23

Morgunblaðið - 22.09.2002, Síða 23
verið ágætlega efnaðir sem sést m.a. á því að þeir voru með stofustúlku og danskan skrifstofumann í vinnu. Þetta voru miklir greifar. Stofu- stúlkan var í svörtum kjól með hvíta svuntu og hvítan kappa. Þegar mat- urinn var tilbúinn var bjöllu hringt. Þá kom stofustúlkan og bar fram matinn sem Sigga frænka hafði búið til. Ef það vantaði meira á borðið hringdu kaupmennirnir bjöllunni sem þá hringdi hjá okkur Siggu í eldhúsinu.“ Jóhanna sagðist að sjálfsögðu hafa verið viðstödd Ólafsvöku með- an hún dvaldi í Þórshöfn. „Sigga sagði við mig að við skyldum fara og fylgjast með setningarathöfninni sem fór fram við þinghúsið. Þetta var allt ósköp virðulegt og hátíðlegt. Danski fáninn blakti við hún. En í þann mund sem ræðumaðurinn er að fara að setja Ólafsvökuna sjáum við hvar glugginn á þinghúsinu er opnaður. Út teygir sig maður sem eldsnöggt dregur niður danska fán- ann og dregur þann færeyska upp í staðinn. Þetta var Jóhannes Paturs- son, einn af forystumönnum sjálf- stæðisbaráttu Færeyinga. Það varð mikið uppnám þegar færeyski fáninn blakti yfir þinghús- inu. Mig minnir að ekkert hafi orðið úr ræðuhöldum því að allir hlupu um og gengu fylkti liði um bæinn til að fagna Jóhannesi Paturssyni. Við Sigga frænka fórum á eftir þeim til að fylgjast með. Það var gaman að sjá Jóhannes Patursson. Hann var afskaplega fallegur mað- ur. Hann gekk alltaf í færeyskum þjóðbúningi því hann var svo mikill Færeyingur.“ Til Íslands Jóhanna vann um tíma á Heygum, sem er í byggðinni Vestmanna á Straumey. Þar bjó maður sem hét Ólafur en hann stóð á sínum tíma fyrir margháttuðum framfaramálum í Færeyjum, sat um tíma á Lög- þinginu. Hann barðist fyrir lagningu síma, virkjun Fossár, byggingu dráttarbrautar og fleiri málum. Eitt af börnum hans var Herborg, sem flutti til Íslands þegar hún giftist Magnúsi Sigurðssyni lögreglumanni í Reykjavík, en hann var ættaður frá Stóra-Fjalli í Borgarhreppi. „Eftir að hún flutti til Íslands sendi hún bréf til Færeyja til að kanna hvort ég væri til í að koma til Íslands og vera hjá sér og hjálpa til við heimilisverkin. Hún átti þá von á fyrsta barninu sínu. Mér leist strax ágætlega á að fara til Íslands. Á þessum tíma fóru allmargar stúlkur til Íslands til að vinna fyrir sér. Ég fór með Drottning Alexandra til Ís- lands vorið 1936, en það skip stund- aði siglingar milli Íslands, Dan- merkur og Færeyja í mörg ár. Það var með samblandi af til- hlökkun og söknuði sem ég lagði af stað til Íslands. Ég átti marga vini og ættingja í Færeyjum sem ég kvaddi með söknuði. Sérstaklega fannst mér erfitt að kveðja ömmu mína.“ Þurfti að láta dóttur sína frá sér Þegar Jóhanna lagði af stað til Ís- lands var hún orðin ófrísk og vorið 1937 eignaðist hún dóttur sem hún skírði Sóleyju. Aðstæður til að ala upp barn heima hjá Herborgu voru hins vegar erfiðar. „Íbúðin hennar var ekki stór og ég hafði gist í borðstofunni frá því að ég kom til hennar. Að sjálfsögðu var erfitt fyrir bæði hana og mig að búa þarna við þessar aðstæður. Það kom fyrir að barnið vaknaði upp á nótt- unni eins og lítil börn gera gjarnan. Ég reyndi að svæfa hana sem fyrst en auðvitað fór ekki hjá því að aðrir á heimilinu vöknuðu þegar hún lét vita af sér. Ég var að sjálfsögðu áhyggjufull yfir framtíðinni. Ég þráði ekkert frekar en að fá tækifæri til að ala dóttur mína upp á Íslandi. Aðstæð- urnar til þess voru hins vegar erf- iðar. Ég átti ekki mikla peninga og útilokað var að ég gæti fengið mér húsnæði og borgað leigu. Og jafnvel þó að ég fengi vinnu stóð eftir spurningin hver ætti að passa barn- ið meðan ég væri að vinna. Þegar pabbi og mamma fréttu að ég hefði eignast dóttur sendu þau strax skilaboð til mín um að þau væru tilbúin til að taka hana að sér og ala hana upp. Þetta var að sjálf- sögðu ekki það sem ég vildi. Ég varð skelfd við tilhugsunina að þurfa að láta barnið frá mér. Mér þótti vænt um hana frá fyrsta degi og ég fann hvernig við tengdumst æ sterkari böndum. Ég prjónaði á hana föt og ég fann að hún var farin að þekkja mig og vildi hvergi annars staðar vera en hjá mér. Þegar kom fram á mitt sumar sagði Herborg mér að hún þyrfti að fara í heimsókn til Færeyja og spurði hvort ekki væri best að hún hjálpað mér Jóhanna Lind og Egill Pálsson eignuðust 13 börn sem lifðu. Þau eru: Páll (aftari röð frá vinstri), Hilmar, Kristinn, Hans, Guðmundur, Ólafur og Þorbergur. Í fremri röð frá vinstri eru Rannveig, Sonja, Eygló, Jóhanna, Egill, Sólrún, Sigrún og Jenný. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 23 ENSKA Enska I Enska I frh. Enska II Enska II frh. Enska III Enska tal- og leshópur. DANSKA Danska I - II NORSKA Norska I - II Norska tal- og leshópur SÆNSKA Sænska fyrir tvítyngd börn 9 - 12 ára Sænska I - II FRANSKA Franska I Franska II ÍTALSKA Ítalska I Ítalska II SPÆNSKA Spænska I Spænska I frh. Spænska II Spænska III ÞÝSKA Þýska I Þýska II ÍSLENSKA fyrir útlendinga 10 vikna námskeið 20 kennslustundir Verklegar greinar TRÉSMÍÐI 9 vikna námskeið 36 kennslustundir ÚTSKURÐUR 9 vikna námskeið 36 kennslustundir FATASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir Tölvunámskeið Tölvunámskeið Matreiðslunámskeið Saumanámskeið og fjöldi annarra námskeiða Tungumál 10 vikna námskeið - 20 kennslustundir - Áhersla á talmál - Kennt er í byrjenda-, framhalds- og talæfingaflokkum Fyrstu námskeiðin hefjast 23. september. Innritun og upplýsingar um námskeiðin í símum 564 1507 og 564 1527 og á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla Golfhermir til sölu Upplýsingar gefur Páll í síma 860 4460

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 222. tölublað (22.09.2002)
https://timarit.is/issue/250896

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

222. tölublað (22.09.2002)

Gongd: