Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 40
FRÉTTIR 40 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vorum að fá í sölu rekstur kaffihúss og veitingastaðar með vínveitingaleyfi í stórglæsilega innréttuðu nýju húsnæði í Kópavogi. Staðurinn tekur 64 í sæti og hefur mikið verið lagt í allar innréttingar og eldhúsið þar sem hægt væri að fá betri nýtingu. Þetta er rekstur sem hentar samhentum aðilum en einnig er möguleiki að núverandi eigandi starfi áfram við reksturinn við hlið nýs eiganda. Allar upplýsingar gefa Bjarni eða Kristinn á Holti. www.holtfasteign.is GLÆSILEGA INNRÉTTAÐ KAFFIHÚS Í KÓPAVOGI Opið hús í dag frá kl. 14-16 Kambasel 67, Rvík Hörku gott 158 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt 26 fm innbyggðum bílskúr. Eignin er samt. 184 fm að stærð. Gott eldhús, 5 svefnherbergi, 2 bjartar saml. stofur. Garður og svalir í suður. Sérlega barn- vænt hverfi. Ath. möguleg makaskipti á 4ra herb. íbúð í Selja- hverfi. Verð 18,5 millj. Vertu velkomin(n) að skoða þessa eign. Margrét tekur vel á móti þér og leiðir þig og þína um húsið (932) Opið hús í dag frá kl. 16-19 Dvergholt 6, Mos. Hörku gott 165 fm parhús ásamt 37 fm bílskúr. Eignin er samt. 202 fm að stærð. Gott eldhús, 4 svefnherbergi, 2 bjartar saml. stofur, parket á gólfum, fallegt baðherbergi með sauna. Garður og svalir í norður og vestur. Sérlega barnvænt hverfi, golfvöllurinn og útivistarsvæði í næsta nágrenni. Verð 21,5 millj. Magnús og Katrín taka vel á móti þér og leiða þig og þína um húsið. Suðurhólar 2, 3.hv. 4ra herb. með glæsilegu útsýni Mjög góð 4ra herb. endaíbúð 106,8 fm með mjög glæsilegu útsýni. Íbúðin er nánast öll ný endurnýjuð með vönduðum innréttingum og gólfefnum. Mjög góð staðsetning og hús í góðu standi. Verð 12,9 m. Guðmundur og Sigríður sýna. OPIÐ HÚS Í DAG KL. 15 - 17 Upplýsingar um helgina í síma 893 3985 OPIÐ mánud.-fimmtud. frá kl. 9-18, föstud. frá kl. 9-16. Sími 588 9490 Í dag frá kl 14.00 til 17.00 er opið hús í Grenigrund 18, Kópavogi. Um er að ræða efri sérhæð með sérinngangi. Fjögur svefnherbergi, björt og góð suðurstofa með stórum suðursvölum. Þá fylgir góður bílskúr með hita, vatni, rafmagni og sjálfvirkum hurð- aropnara. Þetta er eign sem vert er að skoða. Pétur og Dollý taka vel á móti gestum. Opið hús - Opið hús Grenigrund 18 - Kópavogi Félag FasteignasalaSími 588 9490 NÁMSKEIÐIÐ Kynningartextar og fjölmiðlatengsl hefst hjá Endur- menntun HÍ mánudaginn 30. sept- ember kl. 19.30. Guðrún J. Bach- mann kennir hvernig hægt er að skrifa markvissan og sannfærandi texta og hvernig má setja hann upp s.s. í auglýsingum, í mark- pósti, á vefnum og í fréttabréfum. Einnig er farið í grunnþætti í al- mannatengslum og kynningar- starfi. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem sjá um kynningarmál eða auglýsingar í stofnunum og fyrirtækjum, en er öllum opið. Frekari upplýsingar eru á vefsíð- unum www.endurmenntun.is. Námskeið um almanna- tengsl HINN fyrsti af mánaðarlegum kvöld- verðarfundum íbúa Seljasóknar, 67 ára og eldri, verður haldinn þriðju- dagskvöldið 24. september klukkan 18–20. Þórður Marteinsson hefur dagskrána með harmónikuleik en síð- an verður gengið til kirkju og haldin stutt helgistund þar. Að henni lokinni hefst dagskrá í safnaðarsalnum. Þar munu Edda Svavarsdóttir, markaðs- stjóri Búnaðarbankans, og Ásgeir Jó- hannesson ráðgjafi fjalla um fjármál eldri borgara og svara spurningum fundargesta um málefnið. Að því loknu mun kvartett Þorvaldar Hall- dórssonar flytja nokkur lög. Dag- skránni lýkur svo með léttum kvöld- verði í boði Búnaðarbankans. Prestar Seljakirkju, sr. Valgeir Ástráðsson og sr. Bolli Pétur Bolla- son, boða til fundarins. Að undirbún- ingi hans hafa auk þeirra unnið Dóra Ingvarsdóttir, fyrrverandi útibús- stjóri, og Olga Jónsdóttir, fulltrúi í Ellimálaráði. Er þetta liður í þeirri viðleitni kirkjunar að efna til sér- stakra samverustunda fyrir aldurs- hópinn 67 ára og eldri. Rætt um fjármál eldri borgara í Seljakirkju RAFIÐNAÐARSKÓLINN hefur í nokkur ár haldið innanhússnámskeið fyrir fjölmarga leiðbeinendur skóla- kerfis rafiðnaðarmanna. Þessi þjálf- un leiðbeinenda hefur skilað sér í skilvirkari kennslu og ánægðari nemendum. Nú hefur skólinn ákveð- ið að bjóða slíkt námskeið utan skól- ans. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 24. september og er haldið í Rafiðnaðar- skólanum, Skeifunni 11B, Reykjavík. Leiðbeinandi er Hróbjartur Árnason kennslufræðingur, sem hefur sér- hæft sig í kennslufræði fullorðinna og þjálfun leiðbeinenda í símenntun. Á námskeiðinu er m.a. farið í að- ferðir sem henta fullorðnum við nám, undirbúning kennslu, hvernig má efla góðan hópanda, hvernig á að kynna efni á skiljanlegan hátt og hvernig hægt er að virkja þátttak- endur, þannig að þeir upplifi lifandi og gagnlegt námskeið. Nánari upplýsingar um leiðbein- endanám Rafiðnaðarskólans eru veittar í síma 568 5010 eða gegnum netfangið hrobjartur@raf.is. Rafiðnaðarskólinn býður námskeið fyrir leiðbeinendur MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Frjáls- lynda flokknum: „Fundur miðstjórnar Frjálslynda flokksins, haldinn í Reykjavík 19. september, ítrekar fyrri yfirlýsing- ar forystumanna flokksins um að flokkurinn mun bjóða fram í öllum kjördæmum landsins við alþingis- kosningar að vori. Miðstjórnin lýsir jafnframt yfir andúð og fullri andstöðu við þá stefnu í þjóðmálum sem skotið hef- ur rótum í hinum nýja Sjálfstæð- isflokki og birtist öllum landslýð í ályktunum þings Sambands ungra sjálfstæðismanna á dögunum. Framkvæmd þeirrar stefnu gengur þvert á meginstefnu Frjálslynda flokksins í öllum aðalatriðum og raunar einnig á stefnu gamla Sjálf- stæðisflokksins.“ Ítrekar áform um framboð í öll- um kjördæmum Á DÖGUNUM afhentu Vilborg Traustadóttir, formaður MS-félags Íslands, og Gerður Gunnarsdóttir, myndhöggvari og stjórnarmaður í MS-félaginu, listaverk til Sjóvár- Almennra trygginga hf. fyrir veitt- an stuðning. Listaverkið er minni bronssteypa af verkinu Stoð sem af- hjúpað var við hátíðlega athöfn hinn 12. september sl. við dags- vistar- og göngudeild félagsins á Sléttuvegi 5. Þess má geta að vinnsla listaverksins tók um tvö ár en Gerður Gunnarsdóttir er lista- maðurinn. Endanleg útgáfa verks- ins vegur 240 kg en það var steypt hjá því heimsþekkta og við- urkennda bronssteypufyrirtæki Pangolin Editions í Bretlandi. Menningarsjóður Sjóvár-Almennra trygginga hf. styrkti gerð lista- verksins. MS-félag Íslands þakkar Sjóvá-Almennum Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár-Almennra, Gerður Gunnarsdóttir myndhöggvari og Vilborg Traustadóttir, formaður MS-félagsins (l.t.h). MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Íslands- tryggingu: „Í tilefni af viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra FÍB, í helgarblaði DV 21.09.02 vill Íslandstrygging hf. koma eftirfar- andi á framfæri. Íslandstrygging hefur gert samn- ing við Alþjóðlega miðlun ehf. um sölu vátrygginga fyrir hönd félags- ins og kannast ekki við að félagar í FÍB fái 20% lægri iðgjöld hjá fé- lagainu en annars staðar. FÍB fé- lagar fá sömu iðgjöld hjá félaginu og allir aðrir viðskiptavinir þess. Ið- gjöld bifreiðatrygginga hjá félaginu eru alveg á sömu nótum og hjá hin- um vátryggingafélögunum, enda ekki tilefni til annars vegna afkomu bifreiðatrygginga hér á landi. Íslandstrygging er nýr og ferskur valkostur á vátryggingamarkaði með breyttum áherslum í vátrygg- ingum.“ Yfirlýsing frá Íslands- tryggingu Stykkishólmi – Á fundi Sjálfstæðis- félagsins Skjaldar í Stykkishólmi í gærkvöldi tilkynnti Sturla Böðvars- son, samgönguráðherra, að hann gæfi kost á sér til áframhaldandi þingstarfa og óskaði eftir að skipa 1. sæti á lista sjálfstæðismanna í Norð- vesturkjördæmi. Sturla Böðvarsson hefur verið þingmaður Vesturlands- kjördæmis frá árinu 1991. Það kom fram hjá Sturlu að Sjálfstæðisflokk- urinn hefur á þeim tíma aukið fylgið og staða flokksins á Vesturlandi er mjög sterk eftir síðustu sveitar- stjórnarkosningar. Í ljósi breyttra aðstæðna með nýju og stærra kjör- dæmi er það mikil áskorun sem felst í því að leiða Sjálfstæðismenn til sóknar í Norðvesturkjördæmi og það hlutverk er hann tilbúinn að taka að sér. Sturla stefnir á 1. sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.