Morgunblaðið - 03.10.2002, Side 45

Morgunblaðið - 03.10.2002, Side 45
NÚ í september var lögð fram út- tekt á fjárhagsstöðu Mosfellsbæjar gerð af KPMG endurskoðun. Í þess- ari úttekt kemur fram að fjárhags- staða bæjarins er alvarleg, rekstrar- kostnaður sem hlutfall af skatttekjum er á fyrri helmingi ársins 97,4% og þegar greiðslubyrði lána og gjaldfærð fjárfesting er tekin með er þessi tala 120% af skatttekjum. Þetta þýðir að fyrir hverjar 120 krónur sem bæjar- félagið eyðir þarf að taka 20 krónur að láni, auk þess að sjálfsögðu að allar stærri framkvæmdir (eignfærð fjár- festing) þarf að fjármagna með lán- tökum. Afleiðing af þessu er sú að bæjarfélagið skuldar nú rúma þrjá milljarða króna eða um 500 þús. á hvern íbúa. Nýr meirihluti sjálfstæðismanna í Mosfellsbær ákvað að bregðast við af ábyrgð og festu og kynnti þríþættar aðgerðir til að taka á vandanum. Þær felast í fyrsta lagi í hagræðingu og að- haldi í rekstri. Ákveðið er að breyta stjórnskipulagi bæjarins, færa rekstrarlega ábyrgð til forstöðu- manna stofnana bæjarins og láta þær þar með heyra beint undir bæjar- stjóra og bæjarstjórn. Jafnframt var ákveðið, samfara því að hlúa vel að kjarnastarfsemi bæjarins, að fresta eða afleggja verkefni sem ekki geta talist bráðnauðsynleg. Einnig var ákveðið að lækka stjórnunar- og nefndarlaun um 10%. Í öðru lagi er nauðsynlegt að laga þjónustugjöld bæjarins að því sem er í nágranna- sveitarfélögunum. Sveitarfélag með fjárhagsstöðu eins og Mosfellsbær hefur ekki efni á því að hafa þjónustu- gjöld lægri en það sem gengur og ger- ist annarsstaðar. Hingað til hafa lág þjónustugjöld verið fjármögnuð með lántökum, lánum sem við ætlum börn- um okkar að greiða í framtíðinni. Í þriðja lagi var ákveðið að kanna möguleika á sölu eigna til að grynnka á skuldum bæjarins. Það má segja að fátítt sé að sveit- arfélög bregðist við fjárhagsvanda af eins mikilli ábyrgð og djörfung og hér hefur verið kynnt. Í kynningu á þessum aðgerðum höfum við sjálfstæðismenn í Mos- fellsbæ forðast að falla í þá gryfju að reyna að finna sökudólg fyrir þessari stöðu bæjarsjóðs. Við lítum á þetta sem alvarleg tíðindi en verkefni sem takast þarf á við. Við horfum til nútíð- ar og framtíðar en ekki fortíðar og ætlum að koma þessum hlutum í lag eins fljótt og mögulegt er. Það er hinsvegar dapurlegt að sjá viðbrögð fráfarandi meirihluta við þessum tíðindum. Oddviti framsókn- armanna segir í Morgunblaðinu 27. sept. sl. að rekstrarkostnaðarhlutfall bæjarins geti ekki hafa hækkað að undanförnu þar sem ekki hafi verið ráðist í frekari fjárfestingar! Það verður að gera þá lágmarkskröfu til aðila sem hafa stjórnað 6.000 manna bæjarfélagi í 8 ár að þeir kunni helstu skil á rekstri sveitarfélaga og kunni að greina á milli hvað færist á rekstr- arreikning og hvað á efnahagsreikn- ing. Í sama viðtali fullyrðir oddvitinn að þetta umrædda rekstrarkostnað- arhlutfall hafi verið 78 – 84% af skatt- tekjum á undanförnum árum. Honum til upplýsingar þá var þetta hlutfall á síðasta kjörtímabili frá 83 – 90%. Meðaltalið var um 87%, þannig að vandamálið er ekki nýtt. Oddvitinn heldur áfram og heldur því fram að þjónustugjöld í Mosfellsbæ séu svip- uð og í öðrum sveitarfélögum á höf- uðborgarsvæðinu. Annaðhvort er oddvitinn að segja ósatt nú eða í kosn- ingabaráttunni þegar hann og hans meðreiðarflokkur stærðu sig af því að hafa lægstu þjónustugjöldin á höfuð- borgarsvæðinu. Ég get upplýst les- endur um það að hann er að segja ósatt nú, þjónustugjöld eru mun lægri í Mosfellsbæ og niðurgreiðslan fjár- mögnuð með lántökum. Það er dap- urlegt til þess að vita að stjórnendur bæjarins síðustu 8 árin opinberi með þessum hætti vanþekkingu sína á rekstri sveitarfélagsins. Sannleikanum verður hver sárreiðastur Eftir Harald Sverrisson Höfundur er formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar. „Það er fá- títt að sveit- arfélög bregðist við fjárhags- vanda af eins mikilli ábyrgð og djörfung og hér.“ UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 45 SIGURÐUR G. Guðjónsson, lögfræðingur og forstjóri Norður- ljósa, heldur að hann geti með stór- yrðum og sífellt nýjum ásökunum leitt athyglina frá því hversu veik- ur málstaður hans er. Sigurður fullyrti á sínum tíma opinberlega að þáverandi formað- ur bankaráðs Landsbankans hefði haft óeðlileg áhrif á það að Norður- ljós fengju ekki þau lán í bankan- um sem Sigurður taldi fyrirtækið þarfnast. Þegar hann var kvaddur fyrir dóm til að færa sönnur á full- yrðingar sínar gat hann það ekki. Sigurður veifaði nýlega stolnum skjölum úr fórum Búnaðarbank- ans til að sýna að bankinn inn- heimti ekki af hörku 100 milljón króna skuld Skjás eins. Í ljós kom að Sigurður hafði mislesið á skjalið. Þetta var 100 þúsund króna skuld. Þá svaraði Sigurður aðeins hortug- ur að þetta sýndi hversu miklu minna fyrirtæki Skjár einn væri en hann hefði haldið. Sigurður fullyrti um síðustu helgi að ég hefði hringt í Þórarin V. Þórarinsson til að skamma hann fyrir að breyta 100 milljón króna vanskilaskuld Norðurljósa við Landssímann í lán. Ég upplýsti, að ég hafði ekki hringt í Þórarin, held- ur Þórarin í mig til að tala um allt annað mál. Eftir að við höfðum rætt um það mál, spurði ég um lán- ið. Þórarinn sagðist hafa breytt vanskilaskuldinni í lán. Ég sagði þá að ég vonaði að við alþýðufólk nyt- um sömu kjara en símum okkar yrði ekki lokað tafarlaust þegar tafir yrðu á greiðslum. Nú spyr Sigurður mig hortugur um heimildarmann í því skyni að leiða athyglina frá því að kenning- ar hans um dularfull símtöl til að þrengja að Norðurljósum hafa reynst rangar. Það vissi raunar öll Reykjavík af vanskilum Norður- ljósa við Landssímann svo að ég þurfti engan sérstakan heimildar- mann. En eitt get ég sagt Sigurði: Ég afla mér ekki upplýsinga með því að gera þjófa með hanska á höndum út á næturnar til að stela skjölum. Fyrst Sigurður er kominn í spurningaleik langar mig til að spyrja hann: Hvað varð um ind- verska leikflokkinn sem hann og Jón Ólafsson fengu til að koma hingað um síðustu áramót í því skyni að hækka með blekkingum verð á hlutabréfum í Íslands- banka? Hannes H. Gissurarson Í spurningaleik Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði. * gi ld ir m eð an bi rg ði r en da st Le Gift Ef keyptar eru LANCÔME vörur fyrir 5.500 kr. fylgir* snyrtibudda og m.a. eftirfarandi vörur að verðmæti 5.500 krónur - Primordiale Intense krem 15 ml - 50 ml andlitsvatn - augnblýantur - Miracle ilmur 7 ml - 2 augnskuggar og 1 kinnalitur he im sæ ki ð w w w .la nc om e. co m VERSLANIR UM LAND ALLT Ýmsar gerðir af töskum í boði og mismunandi kaupaukar sem henta öllum aldri. Óskastund!   Tónleikaröðin hefur hlotið styrki frá Norræna menningarsjóðnum og Teater og dans i Norden. NORRÆNA HÚSIÐ Töfratónar Norræn tónleikaröð fyrir börn Norræna húsinu laugardaginn 5/10 kl. 14 Afrisah! Ríkistónleikarnir - Noregi Aðgangseyrir kr. 300.  Allt frá á kr 300 Risa LAGERSALA Skeifunni 8 • frá 3.-20. október Merkjavara á ótrúlegu verði • Opnum í dag kl. 12.00 Bad boys Check in Bad girls FRANSA Buxur í stærð 36-56 frá kr. 500 Bolir frá kr. 300, Blússur frá kr.400, Jakkar frá 700 Buxur frá 500 Bolir frá 300 Peysur frá 500 Skyrtur frá 700 Jakkar frá 900 Afgreiðslutími mán-fös kl. 12-19 lau.-sun 13-17 Vila Kvenfatnaður Herrafatnaður Barnafatnaður • ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.