Morgunblaðið - 03.10.2002, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 03.10.2002, Qupperneq 45
NÚ í september var lögð fram út- tekt á fjárhagsstöðu Mosfellsbæjar gerð af KPMG endurskoðun. Í þess- ari úttekt kemur fram að fjárhags- staða bæjarins er alvarleg, rekstrar- kostnaður sem hlutfall af skatttekjum er á fyrri helmingi ársins 97,4% og þegar greiðslubyrði lána og gjaldfærð fjárfesting er tekin með er þessi tala 120% af skatttekjum. Þetta þýðir að fyrir hverjar 120 krónur sem bæjar- félagið eyðir þarf að taka 20 krónur að láni, auk þess að sjálfsögðu að allar stærri framkvæmdir (eignfærð fjár- festing) þarf að fjármagna með lán- tökum. Afleiðing af þessu er sú að bæjarfélagið skuldar nú rúma þrjá milljarða króna eða um 500 þús. á hvern íbúa. Nýr meirihluti sjálfstæðismanna í Mosfellsbær ákvað að bregðast við af ábyrgð og festu og kynnti þríþættar aðgerðir til að taka á vandanum. Þær felast í fyrsta lagi í hagræðingu og að- haldi í rekstri. Ákveðið er að breyta stjórnskipulagi bæjarins, færa rekstrarlega ábyrgð til forstöðu- manna stofnana bæjarins og láta þær þar með heyra beint undir bæjar- stjóra og bæjarstjórn. Jafnframt var ákveðið, samfara því að hlúa vel að kjarnastarfsemi bæjarins, að fresta eða afleggja verkefni sem ekki geta talist bráðnauðsynleg. Einnig var ákveðið að lækka stjórnunar- og nefndarlaun um 10%. Í öðru lagi er nauðsynlegt að laga þjónustugjöld bæjarins að því sem er í nágranna- sveitarfélögunum. Sveitarfélag með fjárhagsstöðu eins og Mosfellsbær hefur ekki efni á því að hafa þjónustu- gjöld lægri en það sem gengur og ger- ist annarsstaðar. Hingað til hafa lág þjónustugjöld verið fjármögnuð með lántökum, lánum sem við ætlum börn- um okkar að greiða í framtíðinni. Í þriðja lagi var ákveðið að kanna möguleika á sölu eigna til að grynnka á skuldum bæjarins. Það má segja að fátítt sé að sveit- arfélög bregðist við fjárhagsvanda af eins mikilli ábyrgð og djörfung og hér hefur verið kynnt. Í kynningu á þessum aðgerðum höfum við sjálfstæðismenn í Mos- fellsbæ forðast að falla í þá gryfju að reyna að finna sökudólg fyrir þessari stöðu bæjarsjóðs. Við lítum á þetta sem alvarleg tíðindi en verkefni sem takast þarf á við. Við horfum til nútíð- ar og framtíðar en ekki fortíðar og ætlum að koma þessum hlutum í lag eins fljótt og mögulegt er. Það er hinsvegar dapurlegt að sjá viðbrögð fráfarandi meirihluta við þessum tíðindum. Oddviti framsókn- armanna segir í Morgunblaðinu 27. sept. sl. að rekstrarkostnaðarhlutfall bæjarins geti ekki hafa hækkað að undanförnu þar sem ekki hafi verið ráðist í frekari fjárfestingar! Það verður að gera þá lágmarkskröfu til aðila sem hafa stjórnað 6.000 manna bæjarfélagi í 8 ár að þeir kunni helstu skil á rekstri sveitarfélaga og kunni að greina á milli hvað færist á rekstr- arreikning og hvað á efnahagsreikn- ing. Í sama viðtali fullyrðir oddvitinn að þetta umrædda rekstrarkostnað- arhlutfall hafi verið 78 – 84% af skatt- tekjum á undanförnum árum. Honum til upplýsingar þá var þetta hlutfall á síðasta kjörtímabili frá 83 – 90%. Meðaltalið var um 87%, þannig að vandamálið er ekki nýtt. Oddvitinn heldur áfram og heldur því fram að þjónustugjöld í Mosfellsbæ séu svip- uð og í öðrum sveitarfélögum á höf- uðborgarsvæðinu. Annaðhvort er oddvitinn að segja ósatt nú eða í kosn- ingabaráttunni þegar hann og hans meðreiðarflokkur stærðu sig af því að hafa lægstu þjónustugjöldin á höfuð- borgarsvæðinu. Ég get upplýst les- endur um það að hann er að segja ósatt nú, þjónustugjöld eru mun lægri í Mosfellsbæ og niðurgreiðslan fjár- mögnuð með lántökum. Það er dap- urlegt til þess að vita að stjórnendur bæjarins síðustu 8 árin opinberi með þessum hætti vanþekkingu sína á rekstri sveitarfélagsins. Sannleikanum verður hver sárreiðastur Eftir Harald Sverrisson Höfundur er formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar. „Það er fá- títt að sveit- arfélög bregðist við fjárhags- vanda af eins mikilli ábyrgð og djörfung og hér.“ UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 45 SIGURÐUR G. Guðjónsson, lögfræðingur og forstjóri Norður- ljósa, heldur að hann geti með stór- yrðum og sífellt nýjum ásökunum leitt athyglina frá því hversu veik- ur málstaður hans er. Sigurður fullyrti á sínum tíma opinberlega að þáverandi formað- ur bankaráðs Landsbankans hefði haft óeðlileg áhrif á það að Norður- ljós fengju ekki þau lán í bankan- um sem Sigurður taldi fyrirtækið þarfnast. Þegar hann var kvaddur fyrir dóm til að færa sönnur á full- yrðingar sínar gat hann það ekki. Sigurður veifaði nýlega stolnum skjölum úr fórum Búnaðarbank- ans til að sýna að bankinn inn- heimti ekki af hörku 100 milljón króna skuld Skjás eins. Í ljós kom að Sigurður hafði mislesið á skjalið. Þetta var 100 þúsund króna skuld. Þá svaraði Sigurður aðeins hortug- ur að þetta sýndi hversu miklu minna fyrirtæki Skjár einn væri en hann hefði haldið. Sigurður fullyrti um síðustu helgi að ég hefði hringt í Þórarin V. Þórarinsson til að skamma hann fyrir að breyta 100 milljón króna vanskilaskuld Norðurljósa við Landssímann í lán. Ég upplýsti, að ég hafði ekki hringt í Þórarin, held- ur Þórarin í mig til að tala um allt annað mál. Eftir að við höfðum rætt um það mál, spurði ég um lán- ið. Þórarinn sagðist hafa breytt vanskilaskuldinni í lán. Ég sagði þá að ég vonaði að við alþýðufólk nyt- um sömu kjara en símum okkar yrði ekki lokað tafarlaust þegar tafir yrðu á greiðslum. Nú spyr Sigurður mig hortugur um heimildarmann í því skyni að leiða athyglina frá því að kenning- ar hans um dularfull símtöl til að þrengja að Norðurljósum hafa reynst rangar. Það vissi raunar öll Reykjavík af vanskilum Norður- ljósa við Landssímann svo að ég þurfti engan sérstakan heimildar- mann. En eitt get ég sagt Sigurði: Ég afla mér ekki upplýsinga með því að gera þjófa með hanska á höndum út á næturnar til að stela skjölum. Fyrst Sigurður er kominn í spurningaleik langar mig til að spyrja hann: Hvað varð um ind- verska leikflokkinn sem hann og Jón Ólafsson fengu til að koma hingað um síðustu áramót í því skyni að hækka með blekkingum verð á hlutabréfum í Íslands- banka? Hannes H. Gissurarson Í spurningaleik Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði. * gi ld ir m eð an bi rg ði r en da st Le Gift Ef keyptar eru LANCÔME vörur fyrir 5.500 kr. fylgir* snyrtibudda og m.a. eftirfarandi vörur að verðmæti 5.500 krónur - Primordiale Intense krem 15 ml - 50 ml andlitsvatn - augnblýantur - Miracle ilmur 7 ml - 2 augnskuggar og 1 kinnalitur he im sæ ki ð w w w .la nc om e. co m VERSLANIR UM LAND ALLT Ýmsar gerðir af töskum í boði og mismunandi kaupaukar sem henta öllum aldri. Óskastund!   Tónleikaröðin hefur hlotið styrki frá Norræna menningarsjóðnum og Teater og dans i Norden. NORRÆNA HÚSIÐ Töfratónar Norræn tónleikaröð fyrir börn Norræna húsinu laugardaginn 5/10 kl. 14 Afrisah! Ríkistónleikarnir - Noregi Aðgangseyrir kr. 300.  Allt frá á kr 300 Risa LAGERSALA Skeifunni 8 • frá 3.-20. október Merkjavara á ótrúlegu verði • Opnum í dag kl. 12.00 Bad boys Check in Bad girls FRANSA Buxur í stærð 36-56 frá kr. 500 Bolir frá kr. 300, Blússur frá kr.400, Jakkar frá 700 Buxur frá 500 Bolir frá 300 Peysur frá 500 Skyrtur frá 700 Jakkar frá 900 Afgreiðslutími mán-fös kl. 12-19 lau.-sun 13-17 Vila Kvenfatnaður Herrafatnaður Barnafatnaður • ATVINNA mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.