Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Meistararnir lögðu meist-
araefnin í Njarðvík/B6
Blásið til sóknar gegn Skotum
á Laugardalsvelli í dag/B1
8 SÍÐUR16 SÍÐUR
Á LAUGARDÖGUM
Morgunblaðinu
í dag fylgir
auglýsingablað
frá Brimborg.
Blaðinu verður
dreift um
allt land.
Sérblöð í dag www.mb l . i s
Í TILLÖGU að framkvæmdaáætlun
um það hvernig haga mætti stjórnun
veiða og nýtingu auðlinda í Miðjarð-
arhafi, sem sú stjórnardeild fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins sem sinnir sjávarútvegsmálum
lagði fram á miðvikudaginn, er opnað
á þann möguleika að stjórnun fisk-
veiða úr staðbundnum stofnum innan
fiskveiðilögsögu strandríkja verði á
hendi stjórnvalda í viðkomandi ríkj-
um. Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra segir í samtali við Morgun-
blaðið að í tillögunum séu komnar
fram með áþreifanlegum hætti sams
konar hugmyndir og hann hafi sett
fram í ræðu sem hann hélt í Berlín í
marz sl.
„Ég er mjög ánægður með það að í
þessum nýju tillögum kemur fram
sams konar hugsun og ég var með að
stofni til [í Berlínarræðunni],“ segir
Halldór. „Með þessu tel ég að þau
viðbrögð sem ég hef fengið [við ræð-
unni frá áhrifamönnum innan ESB]
séu komin fram með áþreifanlegum
hætti,“ segir hann og bætir við:
„Ég tel það vera mikil tímamót í
sögu fiskveiðistefnu ESB að þetta
skuli vera sett fram og það gert í
þeirri trú að það tryggi betri stjórnun
og betri árangur. Og þetta sannar
það fyrir mér, sem ég hef trúað, að
það sé hægt að finna lausn á þessum
málum sem sé viðunandi fyrir Íslend-
inga, ef pólitískur vilji er fyrir hendi.“
Þáttur í allsherjarendurskoðun
sjávarútvegsstefnu ESB
Tillaga framkvæmdastjórnarinnar
er þáttur í allsherjarendurskoðun á
sameiginlegri sjávarútvegsstefnu
sambandsins, sem stendur til að
ljúka fyrir næstu áramót. Verður til-
lagan tekin til umræðu á næsta fundi
sjávarútvegsráðherra ESB-land-
anna fimmtán nk. þriðjudag, 15.
október.
Frá íslenzkum bæjardyrum séð er
markverðast við þessar nýju tillögur,
að þar er mælt með því að stjórnun
fiskveiða geti færzt nær hverju ríki
vegna staðbundinna stofna og fisk-
veiðilögsögu strandríkja. Er tilgreint
í tillögunum að endurmeta þurfi á
hvaða stjórnunarstigi sé bezt að hafa
stjórnun ákveðinna fiskveiða, svo
sem strandveiða – hjá stofnunum
sambandsins, svæðisstofnunum eða
jafnvel viðkomandi ríki. Telur fram-
kvæmdastjórnin að betur fari á því að
fiskveiðistjórnun og úrlausn vanda-
mála sem eru takmörkuð við ákveðin
svæði sé komið fyrir á innanlands-
stigi, og feli sú lausn jafnframt í sér
að betra samráð og samstarf yrði
haft við samtök útvegsmanna og ann-
arra hagsmunaaðila en ella væri. Yf-
irþjóðlegar stofnanir sambandsins
þyrftu þá aðeins að hafa afskipti af
stjórnun þar sem hún dreifist á yf-
irráðasvæði fleiri aðildarríkja eða
jafnvel utan þess.
Halldór Ásgrímsson segir að hann
hafi orðið áþreifanlega var við að
ræðan sem hann hélt í Berlín í vor
hafi „farið víða“ og hlotið góðan
hljómgrunn hjá þeim sem hafa með
stjórnun sjávarútvegsmála í ESB að
gera. Í ræðunni kynnti ráðherra hug-
myndir um skilgreiningu Íslands-
miða sem sérstaks stjórnsýslusvæðis
innan sameiginlegu sjávarútvegs-
stefnunnar, í nafni þess að þannig
yrðu sjálfbærar, ábyrgar fiskveiðar á
svæðinu bezt tryggðar, gengi Ísland í
ESB, auk þess sem helztu stofnar á
miðunum væru ekki sameiginlegir
með lögsögu annarra ríkja og aðrar
útgerðir en íslenzkar hefðu enga
sögulega veiðireynzlu þar lengur.
Halldór segir að í hinum nýju til-
lögum framkvæmdastjórnarinnar sé
að vísu gert ráð fyrir því að sameig-
inlegir stofnar séu undir sameigin-
legri stjórn og atriði eins og að sjá til
þess að tekið sé tillit til umhverfis-
verndarsjónarmiða við fiskveiði-
stjórnunina verði áfram á valdsviði
stofnana ESB. Þetta segir Halldór
einnig geta samrýmzt stefnu Íslend-
inga, svo lengi sem ákvarðanir séu
byggðar á vísindalegum grunni.
Spurður hvort hann telji að þessi
tíðindi breyti forsendunum fyrir um-
ræðunni hérlendis um hugsanlega
aðild Íslands að Evrópusambandinu
segir Halldór: „Að minnsta kosti
sannar það að menn eiga ekki að úti-
loka fyrirfram að það sé hægt að ná
viðunandi lausnum í þessum málum.“
Hann segir að nú verði Íslendingar
að meta þetta mál á grundvelli ítar-
legrar skoðunar. Vert sé að taka
fram að hér sé aðeins um einn anga
þessa stóra máls að ræða. Það sem
gildi fyrir fyrir Miðjarðarhafið sé
ekki það sama og fyrir Norður-Atl-
antshafið. En „alla vega er þarna
komin sterk vísbending um að menn
séu tilbúnir að endurskoða grund-
vallaratriði þessa máls innan sam-
einginlegu stefnunnar. Það er það
sem ég hef lagt áherzlu á; að þetta
verði leyst innan stefnunnar, ekki ut-
an við hana,“ segir Halldór Ásgríms-
son.
Halldór Ásgrímsson um tillögur framkvæmdastjórnar ESB um fiskveiðistjórn á Miðjarðarhafi
Tímamót í sögu
fiskveiðistefnu ESB
SIGURÐUR Vincenzo Demetz
Franzson tenórsöngvari og söng-
kennari varð níræður í gær og
snæddi af því tilefni hádegisverð á
veitingastaðnum Ítalíu ásamt Jóni
Ásgeirssyni tónskáldi og Jóni Þor-
steinssyni tenórsöngvara en allir
eiga þeir sama afmælisdag, 11.
október.
Að sögn Jóns Ásgeirssonar hafa
þeir félagar komið saman um tíu
ára skeið til að halda upp á afmæli
sín á Ítalíu. „Að þessu sinni nutum
við sérstakrar gestrisni og Ítalía
bauð okkur í mat. Það kemur til af
því að Sigurður er í miklu uppá-
haldi hjá löndum sínum þarna,“
segir hann. Þeir snæddu spaghetti
með humri að ítölskum hætti og
fengu dýrindis afmælistertu í eft-
irrétt. Að máltíð lokinni var lagið
tekið – nema hvað? „Við vorum
komnir út á götu þegar Jón nafni
minn og Sigurður byrjuðu að
syngja. Skotarnir, sem fylla nú bæ-
inn, ráku þá upp stór augu. Sáu
greinilega að þeir eru ekki ein-
kennilegustu mennirnir í bænum.“
Morgunblaðið/Kristinn
Sigurður
V. Demetz
níræður
VEIÐIMÁLASTOFNUN sendi frá
sér fréttatilkynningu í gær þar sem
fram kemur að nokkrir eldislaxar,
að því er talið var, sem veiddust í
haust, hafi reynst vera regnbogasil-
ungar.
„Í lok september bárust upplýs-
ingar um eldisfiska veidda í Reyn-
isvallaósi í Suðursveit. Nákvæm lýs-
ing á viðkomandi fiskum benti til
þess að um fiska af eldisuppruna
væri að ræða. Hreistur sem barst
nokkru síðar staðfesti að svo væri
og út frá því að líkur væru til að um
lax væri að ræða. Farið var fram á
að fá viðkomandi fiska senda til ná-
kvæmari greiningar og til töku á
sýnum til erfðarannsókna. Þessir
fiskar hafa nú borist Veiðimála-
stofnun. Eftir nákvæma skoðun kom
í ljós að þessir þrír fiskar sem veidd-
ust í Reynisvallaósi eru regnbogasil-
ungar af eldisuppruna. Mistök voru
því gerð við fyrstu greiningu þess-
arra þriggja fiska. Eru þau hér með
leiðrétt og jafnframt hörmuð. Hlut-
aðeigandi sem hugsanlega hafa orð-
ið fyrir óþægindum vegna málsins
eru hér með beðnir velvirðingar.
Regnbogasilungur af eldisuppruna
hefur veiðst síðsumars við Höfn í
Hornafirði, í Austur-Landeyjum, í
Elliðaánum, í Hvítá í Borgarfirði og
Álftá á Mýrum. Spurnir eru af fisk-
um af fleiri stöðum. Á þessari
stundu liggur ekki fyrir hvaðan
þessir fiskar eru upprunnir.
Taka ber fram að ef fiskar sem
teljast óvenjulegir veiðast er fengur
að fá þá til rannsókna.
Í þeirri umræðu sem fram hefur
farið skal áréttað að ekki hefur verið
fullyrt um uppruna þessara fiska.
Slíkt er ekki hægt án merkinga eða
annarra upplýsinga sem segja til um
uppruna fiska.“
Í tilkynningunni segir jafnframt
að í júlí hafi borist upplýsingar um
tvo fiska af eldisuppruna sem veidd-
ust í Úlfarsá. „Annar þeirra kom til
greiningar og var hann greinilega
lax af eldisuppruna sem sást bæði á
útliti og vaxtarmynstri hreisturs.
Síðla í ágúst kom til Veiðimálastofn-
unar fiskur úr Botnsá sem hafði
sömu einkenni.“
Eldislax reyndist
regnbogasilungur
FJÁRHAGSSTAÐA Sementsverk-
smiðjunnar á Akranesi er mjög erfið,
að sögn Gunnars Arnar Gunnarsson-
ar, stjórnarformanns fyrirtækisins.
Stjórnendur verksmiðjunnar ætla
þó að leita allra leiða til að halda
rekstrinum áfram.
,,Við erum ekkert búnir að leggja
upp laupana og munum leita allra
leiða svo fyrirtækið haldi áfram
rekstri og erum að vinna í því. En það
er alveg ljóst að með þessu verðlagi
sem nú gildir á Sementsverksmiðjan
enga möguleika,“ segir hann.
Hafa lagt inn nýja kæru hjá
Samkeppnisstofnun
Forsvarsmenn verksmiðjunnar
telja sig standa mjög höllum fæti í
samkeppninni gagnvart Aalborg
Portland á Íslandi hf. (APÍ) dóttur-
fyrirtæki Aalborg Portland A/S í
Danmörku. Óskuðu þeir á sínum tíma
eftir að samkeppnisyfirvöld könnuðu
hvort APÍ hefði boðið sement á óeðli-
lega lágu verði. Samkeppnisráð
komst að þeirri niðurstöðu að ekki
væri ástæða til aðgerða. Var sú nið-
urstaða kærð til úrskurðarnefndar
samkeppnismála sem staðfesti niður-
stöðu samkeppnisráðs en tók þó fram
að Sementsverksmiðjan ætti þess
kost að bera undir samkeppnisyfir-
völd að nýju hvort 11. grein sam-
keppnislaga hefði hugsanlega verið
brotin. Gunnar Örn segir að með nið-
urstöðu úrskurðarnefndarinnar hafi
málið opnast upp á nýtt og lögðu
stjórnendur verksmiðjunnar inn nýja
kæru hjá Samkeppnisstofnun fyrir
nokkrum dögum.
Markaðurinn dregst saman
,,Samkeppnin er mjög ójöfn, þar
sem við risafyrirtæki er að eiga á okk-
ar mælikvarða, sem er a.m.k. tuttugu
sinnum stærra en Sementsverksmiðj-
an,“ segir Gunnar Örn. Á síðasta ári
varð mikið tap á rekstri verksmiðj-
unnar. Gunnar segir að gerðar hafi
verið ýmsar ráðstafanir á þessu ári en
sementsmarkaðurinn hafi dregist
mikið saman.
,,Spurningin er sú hvert menn
stefna. Menn þurfa að velta fyrir sér
þeirri spurningu hvort einokun er-
lends fyrirtækis er betri en ríkisrekið
fyrirtæki sem hefur verið verðstýrt í
öll þessi ár. Það sýnir þó hug við-
skiptavina okkar að við erum ennþá
með í kringum 80% af markaðinum.
Þeir eru ekki tilbúnir til að gefa okkur
upp á bátinn, þrátt fyrir lægra verð
frá samkeppnisaðila,“ segir Gunnar
Örn. Hann segir forsvarsmenn verk-
smiðjunnar ekki vera á móti sam-
keppni í sjálfu sér, ,,en við getum ekki
lifað í ósanngjarnri samkeppni,“ segir
hann.
Gunnar Örn bendir einnig á að
Sementsverksmiðjan hafi verið vel
rekið fyrirtæki, verksmiðjunni sé vel
við haldið og skv. álitsgerð dansks
ráðgjafarfyrirtækis sé verksmiðjan í
góðu standi. ,,Við ætlum ekki að láta
40 ára farsæla sögu og þá miklu þekk-
ingu sem byggð hefur verið upp,
verða að engu,“ segir hann.
Fjárhagsstaða Sementsverksmiðj-
unnar erfið, segir stjórnarformaður
Ekki rekstrar-
möguleikar að
óbreyttu verðlagi
Afmælisbörnin Sigurður Demetz, lengst til vinstri, Jón Ásgeirsson og Jón Þorsteinsson.