Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 49
VATNAVEXTIR Á SUÐAUSTURLANDI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 49 HRINGVEGINUM milli Skaftafells og Hafnar í Hornafirði var lokað um klukkan 21 í gærkvöld vegna vega- skemmda sem ár hafa valdið í miklum flóðum á Suðausturlandi. Áin Kol- gríma í Suðursveit, Hólmsá á Mýrum og Kotá í Öræfasveit uxu gríðarlega í gær og fyrradag, en vegagerðarmenn höfðu betur í baráttunni við eina þeirra, Hólmsá. Kolgríma fór hins vegar sínu fram og rauf hringveginn á 100 metra kafla. Hörð varnarbarátta var háð við Kotá í allan gærdag og langt fram á kvöld. Hótaði hún vegrofi látlaust fram eftir kvöldi og gafst Vegagerðin upp á að halda í horfinu á ellefta tím- anum í gærkvöld. Minnstu munaði að starfsmaður Vegagerðarinnar slasað- ist þegar grafa hans valt ofan í árfar- veginn og þykir mildi að ekki fór verr. Stórvirkar vinnuvélar voru í notkun við Kolgrímu en lítil grafa við Kotá. Þrátt fyrir verulegt tjón í flóðunum á mannvirkjum og ræktuðu landi í Suðursveit, sem á sér vart fordæmi, tókst að koma í veg fyrir enn meiri skaða þegar Vegagerðin varði veginn við brúna yfir Hólmsá. Í gærmorgun, þegar vinnuflokkur ætlaði í viðgerða- leiðangur að Kolgrímu, bárust fréttir af alvarlegu ástandi við brúna yfir Hólmsá og var vinnuflokknum tafar- laust snúið við og hann sendur að henni. Vegurinn austan við hana var í mikilli hættu og lá við að áin græfi hann í sundur. Vinnuflokkurinn fór með fimm stórvirkar vinnuvélar til að bjarga veginum og tókst það með því m.a. að keyra jarðefni í skörð sem áin hafði grafið. Jökull Helgason hjá Vegagerðinni segir það kraftaverki líkast að takast skyldi að bjarga veg- inum þar. „Það hefði orðið þvílíkur skaði á ræktuðu landi og vegum, ef áin hefði farið sína leið,“ segir hann. Frá Hólmsá fór flokkurinn að Kol- grímu til að halda áfram með viðgerð- ir og vann þar fram í myrkur. Nokkr- ir flutningabílar biðu við hjáleiðina og taldi Jökull að þeir yrðu hugsanlega dregnir yfir ána þegar færi gæfist. Veginum við Hvalnes- og Þvottár- skriður var lokað frá klukkan 20 í gærkvöldi vegna skriðuhættu. Unnið var í allan gærdag við að veita Kotá mótspyrnu en Vegagerðin mátti sín lítils gegn ofureflinu. Þegar starfsmenn fóru heim hafði áin þó ekki tekið veginn í sundur en óvíst hverju rofmátturinn fengi áorkað í nótt. Jökull Helgason lýsti því ástandi sem skapaðist í umdæminu, sem „skelfilegu“ og þekktu menn ekki annað eins. Viðbúnaður var vegna hættu á vegskemmdum í Fljótsdal á Héraði en að öðru leyti var ástandið þokkalegt að sögn lögreglunnar Eg- ilsstöðum, þótt Lagarfljótið hefði að vísu vaxið þétt. Hringveginum var lokað í Suðursveit Miklar skemmdir á mannvirkjum og ræktuðu landi vegna vatnavaxta á Suðausturlandi MIKIL mildi var að ekki urðu slys á fólki þegar Kolgríma rauf djúpt skarð í hringveginn um miðnætti í fyrrinótt. Ökumaður fólksbíls var um tíma í bráðri hættu og hið sama átti við um ökumann og farþega jeppa sem ekið var um veginn nokkrum mínútum áður en hann rofnaði. Hafsteinn Elvar Hafsteinsson var á leið til Hafnar í Hornafirði þegar hann ók skyndilega inn í mikinn vatnsflaum vestan við brúna yfir Kolgrímu. Með naumindum tókst honum að halda bílnum á veginum. Honum tókst að aka í gegnum strauminn og stöðva síðan bílinn. Fyrir framan hann hafði Kolgríma einnig flætt yfir veginn og var straumurinn þar enn þyngri og breiðari. „Ég hafði bara smáeyju til að vera á og komst hvergi,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær. Þar var hann fastur í um klukkustund og sífellt bætti í ána. Smám saman ruddi hún úr vegar- kantinum og Hafsteinn varð nokkr- um sinnum að færa bílinn til að forða honum frá því að falla ofan í ána. Aðspurður segir Hafsteinn með öllu óvíst hvort honum hefði tekist að krafla sig upp úr ánni hefði hann sjálfur lent ofan í. Meðan á þessu stóð kom jeppi úr vesturátt og eftir að hafa virt fyrir sér aðstæður ók ökumaður hans yf- ir báða straumana og komst klakk- laust yfir. Hafsteinn telur ljóst að hefði jeppinn verið örlítið seinna á ferðinni hefði getað farið illa, því veginn tók í sundur aðeins nokkr- um mínútum eftir að jeppinn ók þar yfir. Um leið og skarðið myndaðist var eins og skrúfað hefði verið fyrir strauminn sem var fyrir aftan bíl- inn og varð leiðin þá greið til baka. Hafsteinn þáði veitingar á Smyrla- björgum og fékk síðan far til Hafn- ar seinna um daginn. Þegar Morg- unblaðið ræddi við hann síðdegis hafði hann ekki enn jafnað sig á þessari lífsreynslu. Hafsteinn var ekki sá eini sem varð að leita skjóls á Smyrlabjörg- um. Brynjólfur Erlingsson, bif- reiðastjóri hjá HP og sonum á Hornafirði sem var að flytja póst og um 10 skrauthænur til Hafnar varð líka strandaglópur. Þegar Morgun- blaðið ræddi við hann var hann jafnvel að hugsa um að aka vöru- bifreið sinni norður um til að kom- ast á áfangastað. Morgunblaðið/RAX Eins og glöggt má sjá var vegurinn vestan við Kolgrímu mjög illa farinn eftir hlaupið í fyrrinótt. Morgunblaðið/Sigurður Mar Hjónin Hafsteinn Elvar og Stefanía Anna og sonurinn Sigursteinn Már. Var um tíma í bráðri hættu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.