Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SAMNINGUR um kaup Orkuveitu
Reykjavíkur á ljósleiðaraneti Línu.-
Nets var samþykktur af meirihluta
stjórnar OR og í stjórn Línu.Nets
(LN) sl. fimmtudag en fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins tóku ekki þátt í af-
greiðslu málsins og sátu hjá við at-
kvæðagreiðsluna. Guðlaugur Þór
Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins sem situr í stjórn OR,
gagnrýnir harðlega hvernig að þess-
um viðskiptum er staðið í bókunum
sem hann lagði fram. Alfreð Þor-
steinsson, stjórnarformaður OR,
hann hafnar gagnrýninni.
Guðlaugur Þór segir í samtali við
Morgunblaðið að vinnubrögðin í
þessu máli séu vægast sagt sérkenni-
leg. Nauðsynlegt sé og siðferðilega
rétt að kynna þennan gjörning fyrir
eigendum. Fjöldamörg gögn og upp-
lýsingar verði að liggja fyrir áður en
hægt sé að taka afstöðu til samning-
anna, sem hafi fyrst verið dreift til
stjórnarmanna kvöldið fyrir stjórn-
arfundinn. Hann gagnrýnir að engar
viðskiptaáætlanir hafi verið lagðar
fram vegna ljósleiðarans þar sem um
1.800 milljóna fjárfestingu sé að
ræða.
,,Þarna sitja menn augljóslega
beggja vegna borðsins við að semja,“
segir Guðlaugur Þór en í bókun sinni
vekur hann athygli á að stjórnarfor-
maður Orkuveitunnar sem er líka
stjórnarformaður Línu.Nets, sem og
forstjóri OR sem einnig er stjórnar-
maður í LN, sitji fundi þegar þessir
samningar eru ræddir. ,,Einnig kem-
ur forstjóri OR og stjórnarmaður LN
að samningum við LN með beinum
hætti. Eðlilegra væri að viðkomandi
stjórnarmenn LN kæmu ekki að
þessu máli enda augljóslega beggja
vegna borðsins. Á síðasta fundi OR
vék forstjóri af fundi þegar rætt var
um tilboð Jarðborana í verk hjá OR
enda stjórnarmaður í því fyrirtæki.
Það sama hlýtur að eiga við í þessu
máli,“ segir í bókun Guðlaugs Þórs.
Segir ákvæði stjórnsýslulaga
um vanhæfi ekki eiga við
Alfreð Þorsteinsson segir í samtali
við blaðið, spurður um gagnrýni á að
engar viðskiptaáætlanir voru kynnt-
ar, að engin sérstök regla kveði á um
að slíkar viðskiptaáætlanir séu lagðar
fram. Á því sé allur gangur.
Alfreð lagði fram bókun vegna at-
hugasemda Guðlaugs Þórs um hæfi
stjórnenda þar sem hann bendir á að
í 2. grein stjórnsýslulaga segi að um
sérstakt hæfi sveitarstjórnarmanna
og annarra þeirra sem starfa við
stjórnsýslu sveitarfélaga, fari eftir
sveitarstjórnarlögum. 3. grein stjórn-
sýslulaganna um vanhæfisástæður
eigi þar af leiðandi ekki við þegar
fjallað er um hæfi sveitarstjórnar-
manna til meðferðar mála. ,,Um hæfi
sveitarstjórnarmanna er fjallað í 19.
grein sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
Samband íslenskra sveitarfélaga hef-
ur gefið út sérstakar skýringar um
setu sveitarstjórnarmanna í stjórn
fyrirtækis. Þar segir: ,,Stjórnarstaða
eða seta í stjórn fyrirtækis eða félags
getur einnig leitt til vanhæfis þegar
sveitarstjórn fjallar um mál sem
varðar fyrirtækið eða félagið sérstak-
lega. Þetta á þó ekki við ef viðkom-
andi sveitarstjórnarmaður situr í
stjórn viðkomandi fyrirtækis eða fé-
lags sem fulltrúi sveitarfélagsins, þ.e.
hefur verið kjörinn til þess af sveit-
arstjórninni eða situr t.d. í stjórn
hlutafélags eingöngu í krafti hluta-
fjáreignar sveitarfélagsins,“ segir í
bókun Alfreðs. Hann bendir einnig á
varðandi setu forstjóra á fundum þar
sem fjallað er um málefni Línu.Nets,
að forstjóri hafi ekki atkvæðisrétt á
fundum.
Ekki betur séð en fá þurfi fyr-
irfram samþykki eignaraðila
Guðlaugur Þór heldur því einnig
fram í bókun að ekki verði annað séð
en að fá þurfi fyrirfram samþykki
annarra sveitarfélaga, sem eru eign-
araðilar OR, vegna ákvæða 7. gr.
sameignarsamnings sveitarfélag-
anna. Þar segir að OR sé heimilt að
taka lán til þarfa fyrirtækisins og að
taka ábyrgð á greiðslum og öðrum
skuldbindingum í sama skyni. Að því
leyti sem nýjar skuldbindingar og
ábyrgðir fari fram úr 5% af höfuðstól
á ári hverju þurfi OR að fá fyrirfram
samþykki allra eignaraðila. ,,Eigið fé
Orkuveitunnar var 34.934.942.000 kr.
um síðustu áramót. Kaupverð kerfa
LN er 1.758.811.899 kr. sem er 5,3%
af eigin fé. Það verður því ekki annað
séð en að OR þurfi að fá fyrirfram
samþykki allra eignaraðila. Mikil-
vægt er að fá úr þessu skorið og í öllu
falli er það eðlilegt að kynna fyrir
eignaraðilum þessar fyrirætlanir áð-
ur en farið er í þær,“ segir í bókun
Guðlaugs Þórs.
Alfreð segir gagnrýni Guðlaugs
Þórs á misskilningi byggða.
Í bókun hans um þetta segir að
ljóst sé að nýjar skuldbindingar
vegna kaupanna séu í mesta lagi
1.350 milljónir króna, þar sem ákveð-
inn hluti kaupverðsins eða um það bil
400 milljónir sé greiddur með hluta-
bréfum í Línu.Net hf. ,,Samkvæmt
því eru þessar skuldbindingar langt
undir þeim viðmiðunarmörkum sem
kveðið er á um í sameignarsamningi
sveitarfélaganna. Eigið fé Orkuveitu
Reykjavíkur er 37 milljarðar króna
samkvæmt sex mánaða uppgjöri árs-
ins 2002. Eru þessar skuldbindingar
því einungis 3,6% af eigin fé. Í sam-
eignarsamningnum er miðað við að
skuldbindingar umfram 5% þurfi að
fá samþykki eigenda í hvert sinn. Ef
miðað er við eignir Orkuveitunnar er
skuldbindingin vegna ljósleiðarakerf-
isins 2,3% af eignum Orkuveitunnar,“
segir í bókun Alfreðs.
Tekist á um kaupin á ljósleiðaraneti Línu.Nets á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur
Bókanir á víxl um vinnu-
brögð og hæfi stjórnenda
HÚS atvinnulífsins, sem er nýtt
húsnæði Samtaka atvinnulífsins
(SA) og aðildarfélaga þeirra, var
opnað formlega í gær. Formaður
samtakanna, Finnur Geirsson,
flutti ávarp við það tilefni og
sagði að með tilkomu hússins væri
langþráður draumur að rætast.
„Flutningur Samtaka atvinnu-
lífsins og aðildarfélaga þeirra í
þetta hús er stór þáttur í þeirri
þróun til einföldunar og hagræð-
ingar í félagakerfi atvinnulífsins,
sem hófst með stofnun SA fyrir
réttum þremur árum. Auk SA og
aðildarfélaga eru ýmsir aðilar
tengdir atvinnulífinu að flytja í
þetta hús og eru Útflutningsráð
Íslands og Nýsköpunarsjóður at-
vinnulífsins þeirra stærstir,“ sagði
Finnur.
Hann sagði að meginmarkmið
skipulagsbreytinganna á fé-
lagakerfi atvinnulífsins hafi verið
að ná fram öflugri málsvara at-
vinnulífsins alls og bættri þjón-
ustu við aðildarfyrirtækin, í krafti
aukins samstarfs og sérhæfingar,
einfaldara skipulags og þeirrar
auknu hagkvæmni sem samstarf-
inu fylgi. Sameiginlegt húsnæði á
góðum stað í borginni gegni lyk-
ilhlutverki í þessu sambandi.
Hús atvinnulífsins er fimm
hæða nýbygging við Borgartún í
Reykjavík. Í fréttatilkynningu frá
SA segir með nýjum húsakynnum
skapist möguleikar á að bæta
þjónustu við þau 2.600 fyrirtæki
sem aðild eigi að félögunum sem í
húsinu verði.
Þar segir einnig að auk SA
muni sjö aðildarfélög samtakanna
hafa aðsetur í Húsi atvinnulífsins,
en einnig verði þar Nýsköp-
unarsjóður atvinnulífsins, Útflutn-
ingsráð Íslands og EAN á Íslandi.
Húsið sé alls um 3.600 fermetrar
að flatarmáli auk kjallara og þak-
hæðar með sameiginlegri funda-
og veitingaaðstöðu. Samtals munu
SA og aðildarfélög nýta um tvo
þriðju hluta hússins en annað
rými verður leigt út.
Þeir sem þegar hafa flutt starf-
semi sína í Hús atvinnulífsins eru
Samtök atvinnulífsins, Samtök
fjármálafyrirtækja, Samtök iðn-
aðarins, Landssamband íslenskra
útvegsmanna, Samtök ferðaþjón-
ustunnar, Samtök fiskvinnslu-
stöðva, SVÞ – Samtök verslunar
og þjónustu, EAN á Íslandi, Sam-
tök atvinnurekenda í raf- og
tölvuiðnaði, Félag íslenskra fiski-
mjölsframleiðenda, Samstarfsvett-
vangur sjávarútvegs og iðnaðar,
Útflutningsráð Íslands og Nýsköp-
unarsjóður atvinnulífsins. Starfs-
menn þessara aðila eru alls tæp-
lega eitt hundrað.
Fyrsta skóflustungan að Húsi
atvinnulífsins var tekin í febrúar
á síðasta ári en Samtök atvinnu-
lífsins og nokkur aðildarfélög
fluttu starfsemi sína í húsið síð-
astliðið vor. Húsið er hannað af
Guðna Pálssyni arkítekt og var
keypt af Herði Jónssyni bygg-
ingaverktaka.
Guðni Pálsson arkitekt hannaði Hús atvinnulífsins.
Morgunblaðið/Golli
Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra, Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, og Finnur Geirsson, formaður SA, ræðast við á opnunarhátíðinni.
Hús at-
vinnulífs-
ins tekið
í notkun
SAMSKIP vinna nú að því að útvega
annað skip í stað flutningaskipsins
Ísfells sem sökk um 30 sjómílur suð-
vestur af Egersund í Noregi í gær-
morgun. Ekki er ljóst hvað varð til
þess að skipið sökk en sex manna
áhöfn þess, norskum skipstjóra og
fimm Rússum, var bjargað um borð í
þyrlu norsku strandgæslunnar og
sakaði þá ekki. Gert er ráð fyrir að
sjópróf fari fram í næstu viku.
Samkvæmt upplýsingum frá
Mengunarvörnum norska ríkisins
hvílir skipið á tæplega 300 metra
dýpi. Í því eru um 50.000 lítrar af gas-
olíu en lítil hætta er talin á mengun
þar sem skipið er um 30 mílur undan
landi. Um 4–5 metra ölduhæð var á
slysstað í gær og allhvöss norðanátt
þannig að fljótlega dreifist úr þeirri
olíu sem berst upp á yfirborðið.
Dælurnar réðu
ekki við lekann
Neyðarkall barst björgunarmið-
stöðinni í Stafangri klukkan 2.20 að
staðartíma eftir að áhöfninni varð
ljóst að dælur réðu ekki við leka sem
komið hafði að skipinu og slagsíðan á
því jókst jafnt og þétt. Að sögn Terje
Langaas björgunarstjóra hallaði
skipið um 45° þegar björgunarþyrla
kom að því en vélar þess gengu enn.
Sigmaður fór um borð í skipið og
voru skipverjar hífðir um borð í þyrl-
una einn af öðrum, skipstjórinn síð-
astur. Terje segir að björgunin hafi
gengið vel þrátt fyrir talsverðan sjó-
gang og mikla slagsíðu á skipinu. Að-
spurður segir hann að skipverjar hafi
ekki verið í bráðri hættu. Þeir voru
allir komnir um borð í þyrluna um
klukkan fjögur og var flogið með þá
til Stavanger. Skipið maraði alllengi í
hálfu kafi og sökk ekki fyrr en um
klukkan 11.45 eða klukkan 9.45 að ís-
lenskum tíma.
Ísfell var leiguskip og fengu Sam-
skip það afhent fyrir um tveimur vik-
um en skipið sigldi áður á vegum
Samskipa undir nafninu Gullnes. Á
árinu voru gerðar viðamiklar endur-
bætur á því í pólskri skipasmíðastöð,
m.a. voru settar í það nýjar vélar og
frystitæki. Skipið var um 1.600 tonna
frystiskip og tók um 1.100 palla. Það
átti að sinna reglubundnum sigling-
um milli Múrmansk og Hollands og
var á leið til Hollands með um 1.000
kíló af frystum makríl og síld þegar
það sökk.
Ísfell, leiguskip Samskipa, á 300
metra dýpi undan ströndum Noregs
Mikil slagsíða
þegar áhöfn
var bjargað
!
SÓLVEIG Pétursdóttir dóms- og
kirkjumálaráðherra stefnir að þriðja
sætinu í prófkjöri sjálfstæðismanna í
Reykjavík, sem fram fer dagana 22.
til 23. nóvember nk. „Ég hef tekið
ákvörðun um það að óska eftir stuðn-
ingi í þriðja sæti listans í prófkjöri
sjálfstæðismanna í Reykjavík og
vonast til þess að fá til þess braut-
argengi,“ segir Sólveig í samtali við
Morgunblaðið. Hún skipaði fjórða
sæti framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík fyrir síðustu al-
þingiskosningar.
Eins og kunnugt er hafa sjálfstæð-
ismenn ákveðið að halda sameigin-
legt prófkjör fyrir bæði kjördæmin í
Reykjavík. Nái Sólveig þriðja sæti
listans í prófkjörinu mun hún því
skipa annað sæti listans í öðru hvoru
Reykjavíkurkjördæminu.
Sólveig
Pétursdóttir
stefnir á
þriðja sætið
♦ ♦ ♦