Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
„ÞÚ NÁÐIR mér á frídegi,“ segir
Oakes glaðlega við blaðamann og
var greinilega nokk sama þótt hann
eyddi nokkrum mínútum í að ræða
um nýju plötuna sína enda segist
hann stoltur af henni í meira lagi.
Platan heitir A New Morning, nýr
morgunn, og er eins og titillinn gefur
til kynna öllu líflegri og jákvæðari en
fyrri verk sveitarinnar sem hingað
til hefur verið kunnust fyrir böl-
sýnislega borgarsögur söngvarans
Bretts Andersons.
Viðmælandinn Oakes er 25 ára
gamall en hefur verið í bransanum í
ein 8 ár, eða frá því honum var
skyndlega kippt inn í bandið um
miðbik ársins 1994 eftir að Bernard
Butler hafði stormað út úr hljóðveri,
skellt hurðum og ekki látið heyra frá
sér eitt aukatekið múkk. Þetta var
þegar upptökum var að ljúka á ann-
arri plötu sveitarinnar Dog Man
Star og þurfti því hinn kornungi og
óreyndi gítarleikari, án nokkurs
undirbúnings, að vippa sér í allt of
stór fótsporin sem Bernard Butler
hafði skilið eftir sig, náungi sem þá
var talinn einhver magnaðasti gít-
arleikari og lagahöfundur er komið
hafði fram á sjónarsviðið í háa herr-
ans tíð.
En sá ungi virtist hvergi banginn
er hann hóf tónleikareisu með sveit-
inni þá um haustið og small inn í
bandið. Hann hafði líka verið forfall-
inn Suede-aðdáandi frá því fyrsta
lagið „The Drowners“ tryllti breska
ungviðið 1992 og kunni allar gítar-
kúnstir Butlers, hetjunnar sinnar,
utanað. En nú hafði hann leyst hetj-
una sína af, sem var engin smábyrði
á ungum og óreyndum herðum.
Mörgum að óvörum lifðu Suede af
mannabreytingarnar og gaf út popp-
plötuna Coming Up sem var mun
léttari en þær sem Butler tók þátt í
og sýndi ennfremur að Oakes væri
ýmislegt fleira til lista lagt en að apa
upp eftir forvera sínum. Þannig
héldu vinsældir Suede að mestu og
það sem meira er þá lifði sveitin af
bólu Bretapoppsins.
Lögin á nýju plötunni voru
prófuð á Íslendingum
Það var síðan stuttu eftir út-
komu fjórðu skífunnar Head
Music sem Suede rak á Fróns-
ins fjörur, nánar tiltekið er hún
lék fyrir íslenska tónleikagesti í
Laugardalshöllinni, ásamt
bandarísku sveitinni The Flam-
ing Lips, á Iceland Airwaves í
október 2000.
„Þessir tónleikar eru mér
ennþá ljóslifandi í minni,“ segir
Oakes, „enda þeir einu sem við
héldum það árið. Við ætluðum
ekkert að spila en við gáum ekki
hafnað boði um að spila á Ís-
landi því þangað hafði okkur
alla langað að koma. Og Ís-
landsförin stóð svo sannarlega undir
væntingum, landið er fallegt og
jöklaferðin er mér sérstaklega minn-
isstæð. Svo tókust tónleikarnir mjög
vel, viðtökurnar sem við fengum frá-
bærar, sérstaklega með tilliti til þess
hversu mörg ný lög við tókum. Vel á
minnst. Þið Íslendingar voruð þá
fyrstir allra til þess að heyra lögin af
nýju plötunni.“
Frammistaða Suede mæltist vel
fyrir eins og Oakes getur sér til um
og má að því líkum leiða að sveitin
hafi þá styrkt stöðu sína enn frekar
hér á landi og að nýja platan A New
Morning sé orðin langþráð og kær-
komin í huga margra tónlistargesta
sem sveifluðu mjöðmum sínum
ómeðvitað í takt við Anderson og
margfræga mjaðmahnykki hans.
„Þetta var samt alltof stutt stopp
og mér er minnisstætt að við vorum
ekki búnir að vera á landinu nema í
rúman hálftíma, vorum að stíga
út rútunni sem keyrði okkur af
flugvellinum, þegar einhver
spurði hvernig okkur líkaði Ís-
land!“ Oakes hlær og blaða-
maður getur ekki stillt sig um
að taka undir enda óþægilega
kunnuglegur kækur sem mör-
landin virðist eiga erfitt með að
venja sig af.
– Höfðu viðbrögð íslensku
gestanna við nýju lögunum
áhrif á val þeirra á nýju plöt-
una?
„Já, tvímælalaust. Það er
mjög hvetjandi að fá jákvæð
viðbrögð við lagi sem maður
flytur í fyrsta sinn fyrir áhorf-
endur. Það gefur til kynna að
maður sé á réttri leið og lagið
þess virði að vinna meira með það.“
Mannabreytingar og
misheppnaður upptökur
– Fyrst þið voruð tilbúnir með svo
mörg lög þá hvers vegna tók það
ykkur tvö ár til viðbótar að koma
plötunni út?
„Það var ansi margt sem tafði
okkur. Þegar við lékum á Íslandi
vorum við í miðju kafi að semja fyrir
plötuna og við ætluðum okkur að
hefja upptökur fljótlega eftir það.
En það kom ýmislegt upp á. Neil
Codling hljómborðsleikari hætti t.d.
sem gerir Íslandstónleikana þá síð-
ustu sem hann lék með okkur. Þá
hafði hann átt við langvarandi veik-
indi að stríða og treysti sér hrein-
lega ekki í að taka upp aðra plötu.“
– Hefur hann náð fullum bata?
„Já, já, en það hefur tekið heilt ár
og hann þurfti sannarlega á því að
halda að draga sig í hlé. Hljóm-
sveitalífið á engan veginn við hann,
gerði hann bara veikari og veikari.“
Og svo hélt Oakes áfram að skýra
hvers vegna leið og beið án þess að
platan kæmi út:
„Eftir brotthvarf Codlings réðum
við Alex Lee og það tók sinn tíma að
spila hann inn í bandið, auk þess sem
við vildum að hann legði einnig sitt
af mörkum til lagasmíðanna. Svo
höfðum við eiginlega lokið upptökum
við nýja plötu í mars á þessu, plötu
þar sem Tony Hoffer stjórnaði upp-
tökum en þegar við hlustuðum á út-
komuna í heild þá leist okkur ekkert
á hana og svo gott sem hentum allri
plötunni og byrjuðum upp á nýtt.“
– Hvað var að?
„Okkur líkaði einfaldlega ekki
upptökustjórnin, hljómurinn var alls
ekki sá sem við vorum að sækjast
eftir, alltof móðins, kuldalegur og
dauðhreinsaður. Það hentaði lögun-
um engan veginn því þau kölluðu á
mun lífrænni og náttúrulegri útsetn-
ingar þar sem tilfinningin fengi að
njóta sín. Tony skildi það bara ekki
og því slitum við samstarfinu við
hann, sömdum fleiri lög og fengum
Stephen Street (The Smiths, Blur,
The Cranberries) til að taka þau
upp.“
– Hvers vegna hann?
„Einfaldlega vegna þess að hann
hefur stjórnað upptökum á svo
mörgum góðum plötum. Hann er
frábær upptökustjóri og líka mjög
enskur. Við vorum bara vissir um að
hann næði að laða fram það besta í
okkur, koma til skila kjarnanum í
Suede og mér finnst honum hafa
Morgunstund
gefur gull í mund
„Við erum búnir að gefa út okkar björtustu og bestu plötu,“ sagði
Richard Oakes, gítarleikari Íslandsvinanna í Suede, í símasamtali
við Skarphéðin Guðmundsson á dögunum. Umrædd plata er A
New Morning, nýútkomin fimmta plata sveitarinnar.
Richard Oakes var 17 ára gamall þegar
honum var skyndilega kippt inn í eina af
heitustu hljómsveitum síns tíma.
Hljómsveitin Suede sendi frá sér á dögunum breiðskífuna A New Morning
1/2
Kvikmyndir.is
1/2
HK. DV
1/2
Kvikmyndir.com
1/2
SV. MBL
AL PACINO •
ROBIN WILLIAMS •
HILARY SWANK
I
I I I
I
Tímamótaverk í
íslenskri
kvikmyndasögu
HJ Mbl
Gunnar og Herdís
leiða eftirminnilegan leikarahóp sem á þátt í að gera Hafið að einni
bestu íslensku kvikmyndinni 1/2 HK DV
„Íslenskt meistaraverk..“ SFS Kvikmyndir.is
34.000 áhorfendur
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i. 12.
MBL
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12.Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.05.
SV Mbl
SG. DV
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.is
GH Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
SG. DV
HL. MBL
Frábær rómantísk gamanmynd
FRÁ FRAMLEIÐENDUM „Bridget
Jones’s Diary“ og „About A Boy“.
FRUMSÝNING
„Þetta er fyrsta flokks
hasarmynd.“ Þ.B. Fréttablaðið.
GH Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 2.
Sýnd kl. 4 og 6.Kl. 1.50 og 3.40.
Frá leikstjóra Memento.
Frá framleiðendum Ocean’s Eleven og Traffic.
Sýnd í stóra salnum kl. 3 og 5.45 Ó.H.T. Rás2
Sýnd kl. 3, 5.45, 8 og 10.15. B.i. 12.
Sýnd kl. 6.50 og 9. Vit 433
Frábær fjölskyldumynd frá
Disney um grallarann
Max Keeblesem
gerir allt vitlaust í
skólanum sínum!
Sýnd kl. 2, 3, 4, 5 og 6. Vit 441.
34.000 áhorfendur
FRUMSÝNING
Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit 435 Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal. Vit 429
Sýnd kl. 5.45, 8, 10.15 og 11.15. B.i. 16 ára. Vit 453
Ef þú ert að leita
að sannleikanum
þá ertu ekki á
réttum stað
E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P
Kvikmyndir.com
Frábær spennumynd með Val Kilmerfyrir þá sem fíluðu
Memento.. Brjáluð tónlist í myndinni með m.a.
ChemicalBrothers og Moby.
AUKASÝNING
KL. 11.15
HJ Mbl
1/2 HK DV
1/2 Kvikmyndir.is