Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 36
LISTIR
36 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
S
koðanakannanir hafa
sýnt að næstum þriðj-
ungur þjóðarinnar hef-
ur ekki gert upp við sig
hvort Íslendingar eigi
að sækja um aðild að Evrópusam-
bandinu. Þetta er ekki óeðlilegt
enda er um afar flókið og viðamik-
ið mál að ræða. Ég er í hópi þeirra
sem á erfitt með að gera upp hug
minn til málsins og það er kannski
þess vegna sem ég hef reynt að
fylgjast með umræðunni því ég
vonast eftir að það komi eitthvað
fram í umræðunni sem sannfærir
mig um annan hvorn málstaðinn.
Umræðan um
Evrópumál er
hins vegar ein-
staklega rugl-
ingsleg og
stundum
hreinlega
barnaleg. Stundum er eins og þeir
sem um Evrópumál fjalla hafi það
eina markmið að rugla fólk og fá
það til hætta að hugsa um þessi
mál.
Samfylkingin hefur að und-
anförnu mikið rætt um hátt mat-
vælaverð á Íslandi í samanburði
við matvælaverð í Evrópusam-
bandinu og má helst skilja á um-
ræðunni að flokkurinn telji að með
því að ganga í ESB getum við
vænst þess að matur á Íslandi
snarlækki í verði. Þeir sem ferðast
hafa um Evrópu vita að verðlag er
ekki það sama í öllum löndum
ESB. Verðlag á Spáni er t.d. mun
lægra en í löndum eins og Bret-
landi eða Þýskalandi. Enginn vafi
leikur heldur á því að samhengi er
á milli launa og verðlags. Því
hærri sem launin eru því hærra er
verðlagið. Það má segja að ekki sé
óeðlilegt að áhrif inngöngu Íslands
í ESB á matvælaverð verði skoðuð
og þá sérstaklega áhrif á verð á
landbúnaðarvörum, en varast ber
að vekja falsvonir hjá kjósendum í
þeim efnum.
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra hefur að undanförnu hvatt
til upplýstrar umræðu um Evr-
ópumál, en það sem hann hefur
lagt fram í þeim efnum hefur í
fæstum tilvikum orðið til að skýra
málið fyrir þjóðinni. Davíð hefur
t.d. bent á að atvinnuleysi í ESB
sé um 8% á meðan það er um 2% á
Íslandi. Hann hefur spurt hvort
menn vilji með aðild Íslands að
ESB flytja inn evrópskt atvinnu-
leysi. Þetta eru auðvitað engin
rök. Hvers vegna ætti atvinnu-
leysi á Íslandi að aukast við inn-
göngu í ESB? Atvinnuleysi í Hol-
landi, sem er í ESB, var 2,1% á
síðasta ári eða örlítið minna en á
Íslandi. Á Írlandi var 3,2% at-
vinnuleysi. Mest var atvinnuleysið
á Spáni og Grikklandi eða um
10,5%. Það er ekkert hægt að
draga neina ályktun af tölum um
meðaltalsatvinnuleysi í ESB aðra
en þá að þetta er meðaltal. At-
vinnuleysi á Íslandi mun ekki
aukast við inngöngu í ESB.
Davíð hefur reyndar bent á að
það sé mikilvægt fyrir íslenskt
efnahagslíf að geta stjórnað gengi
krónunnar, einkanlega þegar áföll
verða í efnahagslífinu. Það gætum
við ekki gert ef við tækjum upp
evru. Ég sakna þess að það skuli
ekki vera meira fjallað um þessa
staðhæfingu Davíðs því að áhrif
gengis á efnahags- og atvinnulíf
skiptir miklu máli. Það verður hins
vegar að hafa í huga að Ísland þarf
ekki að taka upp evru þó að við
göngum í ESB. Árni Mathiesen
sjávarútvegsráðherra sagði fyrir
skömmu að Íslendingum hefði
gengið verr að ná sér upp úr efna-
hagslægðinni ef við hefðum verið í
ESB. Enginn hagfræðingur hefur
tjáð sig um þetta, en full ástæða er
til að ræða þetta ítarlega.
Árni og fleiri hafa hins vegar
hamrað á því í tíma og ótíma að
það sé tilgangslaust að ræða um
inngöngu Íslands í ESB því að við
gætum aldrei fengið varanlega
undanþágu frá sameiginlegri sjáv-
arútvegsstefnu ESB. Að sjálf-
sögðu var þetta meginstefið í um-
ræðum á fundi, Heimssýnar,
nýstofnaðra samtaka andstæðinga
aðildar Íslands að ESB. Þessi ein-
tóna umræða andstæðinga aðildar
að ESB er sérkennileg í ljósi end-
urtekinna ummæla Halldórs Ás-
grímssonar utanríkisráðherra um
að hann hafa ekki trú á því að Ís-
land gæti fengið undanþágu frá
sameiginlegu fiskveiðistefnunni.
Halldór hefur hins vegar haldið
því fram að ýmislegt sé hægt að
gera innan sameiginlegu sjáv-
arútvegsstefnunnar. Í ræðu sem
Halldór flutti í Berlín fyrr á þessu
ári benti hann á að sameiginleg
sjávarútvegsstefna ESB hefði orð-
ið til vegna þess að þorri fiski-
stofna sambandsins væri sameig-
inlegur og því hefði þurft
sameiginlega stýringu. Mikill
meirihluti þess fiskjar sem við Ís-
landsstrendur væri að finna væri
hins vegar ekki sameiginleg auð-
lind, ekki frekar en finnskir skóg-
ar og bresk olía. Halldór hefur
jafnframt varpað fram þeirri hug-
mynd að framkvæma mætti stefn-
una þannig að hún gerði ráð fyrir
aðskilinni stjórn yfir íslensku fisk-
veiðistjórnarsvæði og að úthlutun
kvóta yrði byggð á fyrri úthlutun
og í höndum íslenskra aðila. Hall-
dór taldi ennfremur ljóst að beit-
ing svokallaðrar nálægðarreglu
ESB um íslenska fiskveiðistjórn
yrði mjög til bóta. Reglan gengur
út á það að taka skuli ákvarðanir
sem næst þeim stað þar sem þær
munu hafa áhrif.
Sáralítil umræða hefur farið
fram um þessar nýju hugmyndir,
en í stað þess ræða menn um það
hvort við gætum fengið und-
anþágu frá sameiginlegu fisk-
veiðistefnunni þrátt fyrir að allir
m.a. utanríkisráðherra, sem virð-
ist vera áhugasamur um aðild Ís-
lands að ESB, séu sammála um að
það sé ekki hægt.
Umræðan er að þessu leyti
stöðnuð. Menn eru fastir í gömlum
skotgröfum og þora ekki að kíkja
upp fyrir bakkann af ótta við að
þeir sjái einhver ný rök sem þeir
þurfi að taka afstöðu til. Er nema
von að kjósendur gefist upp á að
fylgjast með umræðunni. En
kannski er það einmitt tilgang-
urinn.
Óupplýst
Evrópu-
umræða
Stundum er eins og þeir sem um Evr-
ópumál fjalla hafi það eina markmið
að rugla fólk og fá það til að hætta að
hugsa um þessi mál.
VIÐHORF
Eftir Egil
Ólafsson
egol@mbl.is
ÞAÐ eru breskar mæðgur, þær
Jacqueline Rizvi og Sophia Rizvi, sem
þessa dagana sýna verk sín í sýning-
arsal Gallerí Foldar og er gaman að
virða fyrir sér á hversu ólíkum for-
sendum þær nálgast landið.
Jacqueline, sú eldri, sýnir hefð-
bundnar vatnslitamyndir í dempuð-
um litatónum þar sem stærð verka er
yfirleitt stillt í hóf. En Jacqueline er
félagi í The Royal Society of British
Artists og The Royal Watercolour
Society og má finna verk hennar jafnt
á einkasöfnun sem opinberum söfn-
um, sjúkrahúsum og neðanjarðar
brautarstöðvum Lundúna. Myndir
eins og Miskunnsami samverjinn úr
norðri III, þar sem brúnir og bláir
litatónar eru ríkjandi í verki er sýnir
fólk á hestbaki uppi á hálendinu, Séð
til lands, Jökull í fjarska og Urð og
sjór – blágráar sýnir af hafinu, fjöll-
unum og heiðunum eru dæmigerð
fyrir verk listakonunnar, sem nálgast
viðfangsefni sitt af vissri hógværð,
sem og nokkurri nákvæmni. Dóttirin,
Sophia, fer allt aðrar leiðir við sína
myndsköpun og hefur hún valið sér
olíumálverkið sem sinn miðil. Verk
hennar eru fyrir vikið stærri og litrík-
ari og einkennast af kraftmeiri pens-
ildráttum. Hér er það formlaus tján-
ingin sem fær að njóta sín í litaflóði
sem leitast á árangursríkan hátt við
að kalla fram sérkennilega birtu
landsins ekki síður en víðáttuna. Verk
Sophiu eru vissulega áhrifamikil og
skilar kraftmikil túlkun hennar sér
vel í verkum á borð við Fold I, Nor-
ræn birta III, Svart I-III og Ísbráð
II.
Mæðgurnar hafa báðar góð tök á
miðli sínum þó að verk Sophiu séu
óneitanlega áhrifameiri. Sérkennileg
skær birtan himins í verkum hennar
skilar sér jafn vel í verkum á borð við
Norræna birtu II og glóð logandi
hraunsins í verkunum Svart I-III.
Túlkun Jacqueline á hafi og himni
skilar sér einnig með ágætum, þó
hefðbundnari sé, og er það einna
helst að viss stirðleiki geri vart við sig
í verkunum Gígur II og Gígur I. Þar
er ekki laust við að brattar, rauðleitar
hraunhlíðarnar verði nokkuð flatar í
meðförum listakonunnar. Aðdáun
mæðgnanna á íslenskri náttúru fer
hins vegar ekki á milli mála og líkt og
leit þeirra við að ná tökum á óbyggðri
víðáttu landsins er til merkis um.
MYNDLIST
Gallerí Fold
Sýningin er opin virka daga frá kl. 10–18,
laugardaga frá kl. 10–17 og sunnudaga
frá kl. 14–17. Henni lýkur 13. október.
JACQUELINE RIZVI OG SOPHIA RIZVI
Birtan og
víðátta
landsins
Anna Sigríður Einarsdóttir
Eitt verka Sophiu Rizvi.
SÝNING á fellihúsgögnum Óla Jó-
hanns Ásmundssonar arkitekts og
hönnuðar verður opnuð í sýningar-
sal Hönnunarsafns Íslands, Lyngási
7, Garðabæ, í dag, laugardag, kl. 15.
Óli hóf að hanna fellihúsgögn árið
1995 og eitt þessara húsgagna er
fellistóllinn Delta sem sýndur var á
heimssýningunni í Hannover árið
2000. Sérstaklega var fjallað um
stólinn í helsta hönnunartímariti
Þjóðverja, MD, í sérriti sem gefið
var út um heimssýninguna. Þessi
stóll er nú framleiddur af tréverk-
smiðjunni Fagus í Þorlákshöfn.
Óli Jóhann hefur þróað fleiri teg-
undir fellihúsgagna; nokkrar gerðir
af stólum fyrir börn og fullorðna,
bókahillur, skrifborð, blaðarekka og
sófa, auk þess sem hann hefur
hannað frumgerðir að stofuljósum,
skartgripum og smærri nytjahlut-
um, en alla þessa hönnun getur að
líta á sýningu hans í Hönnunarsafn-
inu.
Óli Jóhann segir að markmiðið sé
að hanna heila búslóð sem brjóta
megi saman og koma fyrir í einum
skutbíl við flutninga.
Fellihúsgögn eftir Óla Jóhann eru
í eigu Hönnunarsafns Íslands og
Norska hönnunarsafnsins í Osló.
Sýningin stendur til 1. desember
2002 og verður opin alla daga nema
mánudaga kl. 14-18.
Fellihúsgögn
í Hönnunar-
safninu
Lúðrasveitin Svanur heldur tón-
leika í Ráðhúsinu kl. 15. Sveitin er
nýkomin úr tónlistarhátíð í Bad-
Orb í Þýskalandi og mun á tón-
leikum leika efni sem hún flutti
þar. M.a. léttir djass-slagarar,
hefðbundnir marsar, þýsk bjór-
garðatónlist og lög eftir Jóns Leifs.
Framundan eru hefðbundnir jóla-
tónleikar sveitarinnar sem haldnir
verða 21. desember, en á þeim tó-
leikum eru einungis leikin jólalög.
Laust er í nokkrar raddir í sveit-
inni og geta áhugasamir komið á
æfingu á mánudögum kl. 20.15–
22.15. Æfingahúsnæði sveitarinnar
er að Lindargötu 48.
Lúðrasveitin Svanur er með heima-
síðu á slóðinni www.nt.is/svanur.
Bjarni Þór Þorvaldsson, THOR
opnar sína 5. einkasýningu í
Hulduheimum, Félags og þjónustu-
miðstöðinni Árskógum 4. Þar sýnir
hann verk er sýna krafta náttúr-
unnar í túlkun undirmeðvitund-
arinnar. Sýningin er opinn alla
virka daga frá 9-16.30 til 1. nóv-
ember.
Gluggagalleríið Heima er best,
Vatsstíg 9 Ágústa Oddsdóttir
sýnir í gluggunum og nefnir sýn-
inguna
(T)álsýn. Ágústa hefur unnið að
myndlist frá árinu 1988. Hún út-
skrifaðist frá Handíða- og mynd-
listaskóla Íslands 1997.
Sýningin stendur til 11. nóvember.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
TÓNLEIKARÖÐ KaSa-hópsins í
Salnum verður hleypt af stokkunum
á morgun, sunnudag kl. 16 og verða
þeir tileinkaðir Schumann. Háróm-
antík 19. aldarinnar heyrist í verk-
unum sem flutt verða en þau eru
Þrjár rómönsur op. 94 og Píanó-
kvartett op. 47 í Es-dúr.
Dagskráin hefst með stuttu tón-
leikaspjalli John Speight, en tónleik-
arnir sjálfir eru um 45 mínútna lang-
ir. John Speight kynnir í stuttu máli
verkin á efnisskránni og tónskáldið.
Flytjendur eru að þessu sinni Mik-
los Dalmay, pínóleikari, Auður Haf-
steinsdóttir, fiðluleikari, Áshildur
Haraldsdóttir, flautuleikari, Þórunn
Ósk Marinósdóttir, víóluleikari og
Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló-
leikari.
Sú nýbreytni hefur verið tekin
upp á tónleikum KaSa-hópsins að
sérstök tónsmiðja í umsjón fagfólks
verður á staðnum fyrir börn 3ja ára
og eldri meðan á tónleikunum stend-
ur.
Morgunblaðið/Jim Smart
Schumann
leikinn
Listasalurinn Man,
Skólavörðustíg
Sýningu austurríska ljósmyndar-
ans Marielis Seyler lýkur á morgun.
Sýningin er opin frá kl. 14–18 í dag
og á morgun.
Sýningu lýkur