Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 57 www.ostur.is alpaSMJ Ö R Frábært ábrauð, ímatargerð ogbakstur. Íslensk afurð - evrópsk hefð Alpa smjör er hrein, íslensk náttúruafurð sem hentar vel ofan á brauð, í bakstur og matargerð. Alpa smjör er unnið úr sýrðum rjóma eftir vinnsluaðferð sem löng hefð er fyrir meðal smjörmeistara í Evrópu. ... Amerísku átrúnaðargoðin (American Idol) eru lögð af stað í hljómleikaferð um Bandaríkin. Um er að ræða tíu keppendur úr samnefndum sjónvarpsþætti, þar sem keppt var um hver væri nú flottasta poppstjarnan. Þátturinn var vinsælasti þátturinn vestra og fylgdust 23 milljónir manna með lokaþættinum. Sigurvegarinn var Kelly Clarkson og seldist smáskífa hennar, „A Moment Like This“ í 236.000 eintökum fyrstu vikuna... Ruslrokkssveitin White Stripes er klár með nýja plötu og heitir hún Elephant. Þetta er fjórða breiðskífa systkinadúettsins sem sló í gegn með síðustu plötu sinni, White Blood Cells. Útgáfudag- ur er enn á huldu ... Rokktæfan eina og sanna Courtney Love gefur bráðlega út smáskífu í Bretlandi. Ber hún heitið „Mono“ og verður gefin út á Poptones merkinu hans Alan McGee, fyrr- um eiganda Creation útgáfunnnar. B-hliðar lagið heitir „But Julian, I’m A Little Older Than You“ og er nett skot á Julian Casablancas, söngspíru Strokes ... Scott Stapp, söngvari Creed, er kominn með barkabólgu. Hann og félagar hans hafa unnið hörðum höndum síð- ustu viku að því að bæta fyrir tón- leika sem var frestað vegna bíl- slyss sem Stapp lenti í fyrr á árinu. En nú þarf semsagt enn að fresta vegna ofreynslu Stapp. Taktu því nú rólega Scott ... Billy Corgan, fyrrum Smashing Pumpkins leiðtogi, lýsir því yf- ir að fyrsta plata nýrr- ar sveitar hans, Zwan, komi von- andi út fyr- ir jól. Í sveitinni er m.a. Jimmy Chamb- erlain, sem áður var trommari Smashing Pumpkins ... POPPkorn JÓHANNA Vigdís Arnardóttir og Selma Björnsdóttir hafa sungið saman í allnokkurn tíma. Þær kynntust að sögn við vinnu við söngleikinn Grease sem var frumsýndur í júlí 1998. Þar léku þær helstu and- stæðurnar í verk- inu, Jóhanna Vig- dís erkiskvísuna Rizzo en Selma sakleysingjann Sandy. Selma kom svo fram sem gestur á tónleikum Jóhönnu Vigdísar í Borgarleikhús- inu fyrir hartnær tveimur árum. Í september tæpu ári síðar hófu þær að æfa saman lög úr söngleikjum, sem þær fluttu í bland við jólalög í Vesturporti um miðjan desember sl. Fyrstu stóru tónleikar þeirra saman voru svo í Borgarleikhúsinu fyrri hluta janúar sl. Efnið sem þær flytja á þessum disk er því þaulæft. Það sem vakti athygli undirritaðs þegar hann heyrði þær tvær syngja saman í fyrsta skipti var hve vel raddirnar lágu saman og hve flutn- ingur lagsins „I Know Him So Well“ úr Chess (eftir Björn og Benny úr ABBA og textasmiðinn Tim Rice) var fágaður og úthugs- aður. Þetta var þegar þær sungu sem gestir á tónleikum Þórunnar Lárusdóttur í Þjóðleikhúskjallaran- um síðla árs 2001. Lagið er einmitt upphafslag disksins, en þær syngja tvær sam- an á fjórum öðrum lögum á honum og með Stefáni Karli Stefánssyni á einu til viðbótar, „Two Ladies“ úr Cabaret. Það er athyglisvert hve dramatíkin er ríkjandi í þessum samsöngslögum, t.d. „Anything You Can Do“ úr Annie Get Your Gun og „Take Me or Leave Me“ úr Rent þar sem togstreita milli per- sónanna er túlkuð í söng. Þeim stöllum ferst frábærlega að túlka þessi samskipti. Lögin sem þær syngja, svo að segja frá sama sjón- arhóli, eru miklu fágaðri og rólegri. Má þar nefna upphafslagið, „Class“ úr Chicago og „Find Out What They Like“ úr Aińt Misbehavin’. Einsöngslögin eru hvert úr sinni áttinni og greinilegt að söngkon- urnar hafa valið lög sem eru þeim mjög kær. Þetta eru löngu orðin sí- gild lög eins og „Því mín ást er öll hjá þér“ sem Jóhanna Vigdís sló svo eftirminnilega í gegn með í hlutverki Lilli Vanessi á hinu stóra sviði Borgarleikhússins í Kysstu mig, Kata sem frumsýnt var í mars 2000. Lagið er útsett fyrir píanó og strengjakvartett sem tekur svolít- inn tíma að venjast, en ef hlustað er endurtekið á útsetninguna koma dramatískir kostir hennar í ljós. Önnur útsetning sem við fyrstu hlustun kemur svolítið undarlega fyrir sjónir er gítarundirleikurinn í „Send in the Clowns“ úr A Little Night. Annað lag sem hún velur er standardinn „Ne me quitte pas“. Jóhanna Vigdís hefur greinilega sérstakt lag á að tileinka sér hinn franska „chanson“-stíl og túlka til- finningar í söng, eins og sérhver sem sá hana túlka Les Feuilles mortes í Borgarleikhúsinu getur vottað. Þó að Selma sé kunn fyrir leik og dans er hún samt þekktust fyrir sönginn. Hún hefur greinilega ein- sett sér að ná sem mestri tækni- legri fullkomnun eins og söngur hennar í „Over the Rainbow“ sýnir berlega. Selma sýnir svipaða takta í „Can’t Help Lovin’ That Man of Mine“ úr Showboat og „Out Here on My Own“ úr Fame. Áhrifaríkust er túlkun hennar samt í „Gettu hver hún er“ eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni, þar sem einfald- leiki píanóundirleiks, söngraddar og laglínu ná að koma á framfæri innilegu sakleysi. Undirleikurinn er allur til fyr- irmyndar og útsetningar fjölbreytt- ar og fágaðar. Hér hefur ekki verið kastað til höndum heldur unnið markvisst að því að finna hverju sí- gildu lagi þann búning sem hentaði flytjendum best án þess að falla í þann farveg að endurtaka gamlar klisjur í útsetningunni. Undirritaður var viðstaddur frumflutning á söngdagskrá þeirra stallnanna á laugardagskvöldið í Ásbyrgi í Hótel Íslandi. Kynnir var Örn Árnason sem flutti einnig nokkur lög og undirleikarar Erik Qvick, Gunnar Rafnsson, Kjartan Valdemarsson og Sigurður Flosa- son. Þrátt fyrir að erfitt sé að koma fram svo seint að kvöldi, enda kom- in ókyrrð í salinn, stóðu þær sig frábærlega. Um helmingur laganna var af disknum en önnur af sama meiði, t.d. „Mein Herr“ úr Cabaret í stað „Two Ladies“ og Jóhanna Vigdís söng með glæsibrag Edit Piaf-lagið „La Vie en rose“. Túlkun Selmu á „Somewhere Over the Rainbow“ var einnig framúrskar- andi. Í lokin sungu þær Gloriu Est- efan-lagið „Mi tierra“ með þvílíkri sveiflu að sumir áhorfenda héldust ekki í sætum sínum og enduðu á ABBA-laginu „Thank You For the Music“. Það er greinilegt að þær vinkon- ur eiga í erfiðleikum með að finna sér heppilegan stað til að syngja á; að syngja í hinum stóra sal Borg- arleikhússins hentar jafn illa og að flytja þessi lög yfir ókyrrum dans- húsagestum. Kannski einhver hinna óteljandi skemmtistaða borg- arinnar sjái sér hag í að skapa sér sérstöðu með að bjóða upp á flutn- ing á tónlist sem greinilega á sér sífellt fleiri aðdáendur. Tónlist Selma og Hansa Sögur af sviðinu Skífan Selma Björnsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir syngja lög sem flest eru úr söngleikjum á plötunni Sögur af sviðinu. Stefán Karl Stefánsson syngur í einu lagi. Undirleikur Kjartan Valdemarsson (pí- anó, harmonika, orgel og rhodes), Þor- valdur Bjarni Þorvaldsson (gítar), Valdi- mar Kolbeinn Sigurjónsson (kontra- og rafbassi), Eiður Arnarsson (rafbassi), Ólafur Hólm Einarsson (trommur), Óskar Guðjónsson (saxófónn), Sigurður Flosa- son (klarinett) auk strengjakvartetts. Upptökustjórn og útsetningar: Kjartan Valdemarsson og Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson. Skífan gefur út. Sveinn Haraldsson Selma og Hansa hafa sungið saman í allnokkurn tíma og segir Sveinn Haraldsson áberandi hversu vel raddir þeirra eiga saman. Lög fyrir lágnættið Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.