Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ RÍKISENDURSKOÐUN telur að niðurstaðan um að ganga til við- ræðna við Samson ehf. um sölu á hlut ríkisins í Landsbanka sé sann- færandi og eðlileg miðað við þær forsendur og áherslur sem lagðar voru til grundvallar. Þá er tekið fram í skýrslu Ríkisendurskoðunnar að hún hafi skilning á þeim sjón- armiðum sem einkum réðu því að framkvæmdanefndin beitti sér ekki fyrir því að bjóðendum væri boðið upp á kostgæfnisathugun áður en valið fór fram. Hins vegar, segir í niðurstöðum Ríkisendurskoðunar, virðist mega útfæra athugun af þessu tagi fyrr í söluferlinu og megi í því sambandi nefna að Landsbank- inn og Samson ehf. hafi nýverið gert sérstakt samkomulag um athugun af þessu tagi. Þá segir að um einstök atriði í mati hinna erlendu ráðgjafa megi að sjálfsögðu deila og í því sambandi megi velta upp þeirri spurningu hvort eðlilegt hafi verið að láta fjárhagslega getu bjóðenda vega jafnþungt og raun bar vitni, ekki síst í ljósi þess að hvorki hafi farið fram sjálfstæð skoðun af hálfu ríkisins eða ráðgjafa hans á þessu atriði. Æskilegt hefði verið að slík athugun hefði farið fram. Salan á hlut Landsbanka í VÍS óheppileg Ríkisendurskoðun telur að sala Landsbankans á umtalsverðum hlut í VÍS í lok ágúst hafi haft óheppileg áhrif á söluferlið og verið til þess fallin að vekja tortryggni. Salan hafi hins vegar hvorki verið á valdi fram- kvæmdanefndarinnar né ráðherra- nefndarinnar og því ósanngjarnt að beina gagnrýni að þeim aðilum. Þrátt fyrir þá meginniðurstöðu að verklagsreglur hafi ekki verið brotn- ar má að mati Ríkisendurskoðunar taka undir ýmislegt af því sem bæði Steingrímur Ari Arason og bjóðend- urnir hafa gagnrýnt við fram- kvæmdina. Ríkisendurskoðun fellst til að mynda á það að söluauglýsing frá 10. júlí hafi falið í sér ákvörðun um að ákvæði 6. gr. starfsreglnanna skyldu ekki gilda að öllu leyti við söl- una. Þeim sem sýndu áhuga á mál- inu hafi verið gerð fullnægjandi grein fyrir því að verðið væri hvorki eina atriðið né úrslitaatriði við val á kjölfestufjárfesti. Í 6. grein verk- lagsreglnanna um útboð og sölu rík- isfyrirtækis segir m.a. að við sölu á fyrirtæki samkvæmt tilboði skuli meta tilboð til staðgreiðsluverðs og einnig sérstaklega þær tryggingar sem lagðar eru fram til tryggingar greiðslu. Taka skuli því tilboði sem gefi öruggustu greiðslurnar og hæst staðgreiðsluverð. Þetta ákvæði er þó fráleitt bindandi í reynd því í 10. grein er kveðið á um frávik og þar segir: „Viðkomandi ráðuneyti getur að fenginni tillögu framkvæmda- nefndar um einkavæðingu samþykkt frávik frá ofangreindum reglum, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi.“ Ekki er kveðið á um í reglunum hvað teljist vera sérstakar ástæður en hins vegar segir að greina skuli frá öllum frávikum í ríkisstjórn áður en þau koma til framkvæmda og síð- an opinberlega. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er gerð grein fyrir þeim sjónarmiðum sem bjuggu að baki úrsögn Stein- gríms Ara og þar kemur fram að gagnrýni hans á vinnubrögð nefnd- arinnar snúist einkum um tvö atriði. Í fyrsta lagi að reglur við mat á tilboðum hafi verið óljósar og í veigamiklum atriðum ákveðnar eftir að tilboð lágu fyrir. Þá hafi, að mati Steingríms, mikilvæg atriði verið ófrágengin þegar samþykkt var að ganga til einkaviðræðna við Samson ehf. Hægt að meta tilboðin til staðgreiðsluverðs Markmiðið með verklagsreglun- um hafi verið að tryggja jafnan að- gang manna til þess að taka þátt í útboðum á vegum ríkisins. Til að tryggja þetta skuli meta tilboð til staðgreiðsluverðs og frá þessu megi ekki víkja nema „sérstakar ástæð- ur“ séu fyrir hendi. Steingrímur álít- ur að meta megi tilboð til stað- greiðsluverðs þótt tilboð gangi ekki einungis út á hámarksgreiðslu. Öðr- um þáttum eins og t.d. reynslu, þekkingu og framtíðaráformum, megi stilla upp við hlið hefðbund- innar greiðslu og meta þannig tilboð eftir hlutlægum og gagnsæjum reglum. Þetta var ekki gert að mati Steingríms. Varð einfaldlega að spurningu um pólitíska ákvörðun Steingrímur bendir á að nefndin hafi enga afstöðu tekið til þess hvert vægi verðsins þegar taka ætti ákvörðun um að velja bjóðanda. Í áliti HSBC hafi vægi verðsins verið hlutfallslega mjög lítið miðað við vægi annarra þátta. Steingrímur tel- ur að þar sem nefndin hafði ekki ákveðið vægi og einkunnargjöf áður en upplýsinganna var aflað hafi í raun verið útilokað að gera grein fyrir matinu með hlutlægum og gegnsæjum hætti; niðurstaðan hafi því óhjákvæmilega fyrst og fremst byggst á huglægu mati og hún þann- ig verið orðin spurning um pólitíska ákvörðun. Þá bendir Steingrímur á að uppúr viðræðunum við Samson ehf. geti hvenær sem er slitnað ef fé- lagið sættir sig ekki við skilmála rík- isins. Tilboð félagsins hafi verið með ýmsum fyrirvörum, ekki síst vegna óljósra reglna og skorts á upplýs- ingum frá framkvæmdanefndinni. Lærdómurinn sem draga megi af málinu er, að mati Steingríms, er einkum sá að einkavæðingarferlið þurfi að lúta ákveðnum reglum og eftirliti. Ríkisendurskoðun tekur fram að hvorki af gögnum málsins, t.d. fundargerðum, né frásögnum þeirra, sem komu að því, verði ráðið að Steingrímur Ari hafi gert ná- kvæma grein fyrir þessari afstöðu sinni og gagnrýni á meðan á und- irbúningnum stóð. Telja að ekki hafi verið staðið nægilega faglega að verki Vegna gagnrýni Steingríms Ara ræddi Ríkisendurskoðun við fulltrúa fjárfestahópanna þriggja, sem valdir voru, og er það samhljóða álit þeirra að ekki hafi verið staðið nægilega faglega að verki. Að þeirra mati var söluferillinn nánast allan tímann mjög óljós og markmiðin, sem bjuggu að baki honum, óskýr. Þótti þeim sem að ekki hafi verið fullljóst í upphafi í hvaða farveg málið færi heldur hafi ferlið jafnvel að ein- hverju leyti verið spunnið eftir því sem á það leið. Þannig hafi nánast engar upplýsingar verið veittar um vægi þeirra atriða sem fjárfestarnir voru beðnir um að gera sérstaka grein fyrir. Fram kemur í skýrslu Ríkisend- urskoðunar að starfsmaður erlends banka, sem var ráðgjafi annars þeirra fjárfesta, sem ekki var valinn til beinna viðræðna, hafi gagnrýnt í minnisblaði hvernig staðið var að öllum meginþáttum söluferilsins. Þar sé m.a. fundið að því að upplýs- ingarnar um Landsbankann hafi frá upphafi verið mjög takmarkaðar, fyrirspurnir framkvæmdanefndar- innar ónákvæmar eða of almenns eðlis og val á fjárfesti til beinna við- ræðna hafi átt sér stað of snemma. Söluferlið hafi hvorki verið nægilega gagnsætt né skipulagt og loks hafi ekki verið upplýst um ástæður eða rökstuðning að baki höfnunar til- boða. Formaður framkvæmdanefnd- ar um einkavæðingu segir að í aug- lýsingu hafi bæði verið greint frá markmiðum með sölunni svo og þeim atriðum og áherslum sem helst yrði lagt upp úr við val á fjárfesti. Ráðherranefndin en ekki fram- kvæmdanefndin hafi ákveðið þessi áhersluatriði. Viðskiptaráðherra, ásamt öðrum þeim ráðherrum, sem skipa ráðherranefnd um einkavæð- ingu, hafi vikið frá meginreglu 6. gr. um að fyrst og fremst skuli horfa til staðgreiðsluverðs. Hinar nýju leik- reglur hafi því verið settar með rétt- um og málefnalegum hætti í sam- ræmi við starfsreglurnar og birtar með eðlilegum hætti í auglýsing- unni. Að mati formanns nefndarinnar var söluferlið sem slíkt vissulega nokkuð flókið en engu að síður hafi leiðin, sem valin var, verið vörðuð frá upphafi og skýrð nánar eftir því, sem tilefni gafst til. Í bréfi nefnd- arinnar til þeirra þriggja fjárfesta sem valdir voru hafi verið áréttað að við endanlegt val yrði einkum litið til fjárhagsstöðu, þekkingar og reynslu á fjármálamarkaði, hugmynda um staðgreiðsluverð og áforma varðandi rekstur. Þá hafi með bréfi nefnd- arinnar frá 4. september verið óskað eftir upplýsingum um það verð sem menn væru tilbúnir að greiða auk þess sem vakin hafi verið athygli á því að það verð yrði lagt til grund- vallar í viðskiptum með hlutabréfin. Af þessu, telur formaðurinn, megi ráða að starfsreglunum og fyrirfram mörkuðu söluferli hafi verið fylgt í einu og öllu og fullkomins jafnræðis hafi verið gætt við alla málsmeðferð- ina; allir fjárfestarnir hafi fengið skýr skilaboð og vísbendingar af hálfu nefndarinnar að hér væri ekki um hreint og klárt verðtilboð að ræða kæmu fleiri þættir ekki síður til skoðunar við val á samningsaðila. Vissulega hafi verið nokkur skoð- anamunur um áherslur í þessu sam- bandi innan nefndarinnar og rétt sé að Steingrímur Ari Arason hafi lagt áherslu á að verðið yrði að skipta mestu máli við mat á aðilum. Engar formlegar athugasemdir borist Vegna aðfinnslna bjóðenda sem raktar eru í skýrslu Ríkisendur- skoðunar tekur framkvæmdanefnd- in fram að hún hafi aldrei orðið vör við óánægju meðal þeirra með þær upplýsingar sem þeim hafi verið látnar í té og bjóðendurnir hafi ekki komið að formlegum athugasemd- um. Þá bendir nefndin á að 13. sept- ember hafi hún sent þeim bjóðend- um, sem ekki voru valdir, bréf þar sem eðlilegar upplýsingar voru gefnar um ástæður fyrir valinu. Þá segir nefndin að HSBC hafi verið falið að yfirfara allar innsendar upp- lýsingar, frá þeim þremur hópum fjarfesta sem valdir voru, og leggja mat á þær með tilliti til allra títt- greindra þátta. Af hálfu HSBC hafi verið beitt viðurkenndum aðferðum sem tíðkast við slíkt mat. Formaður framkvæmdanefndarinnar vekur at- hygli á því að nefndin hafi talið nauðsynlegt að velja þann, sem boð- ið yrði til beinna viðræðna, áður en honum væri gefið tækifæri til þess að láta fara fram kostgæfnisathugun á bankanum. Slíkt sé óvenjulegt en það hafi engu að síður verið talið óhjákvæmilegt í þessu tilviki í ljósi þess hvernig samsetningu fjárfest- ingarhópanna var háttað. Að baki þessari afstöðu nefndarinnar bjó það mat að mjög varhugavert og við- kvæmt væri eins og á stóð að veita hinum áhugasömu fjárfestum inn- herjaupplýsingar um rekstur Landsbankans. Af henni leiði á hinn bóginn óhjákvæmilega að verðtilboð bjóðanda verði gjarnan háð miklum fyrirvörum; af þessari ástæðu sé ekki hægt að leggja jafnmikið upp úr verðtilboði og gera beri á síðari stigum. Að mati formannsins mátti þó öllum vera ljóst að aldrei yrði samið um lægra verð en ríkið gæti sætt sig við. Aðrir nefndarmenn en Steingrím- ur Ari voru þeirrar skoðunar að eðli- legra væri í ljósi sérfræðiþekkingar ráðgjafanna að þeir gerðu bæði til- lögur um hlutföll og síðan einkunn- argjöf þeirra liða sem áhersla hafði verið lögð á. Í raun hafi Steingrímur Ari verið andvígur því að ráðgjafar frá HSBC kæmu að málinu svo snemma. Hann hafi fremur viljað að þeir kæmu að því þegar valið væri afstaðið. Hann hafi því viljað ganga mun skemmra en aðrir nefndar- menn.Nefndin öll, þar á meðal Steingrímur Ari, hafi hins vegar borið fullkomið traust til ráðgjaf- anna. Eftir miklar umræður, út- reikninga og næmnigreiningu, sem m.a. byggðist á mismunandi for- sendum, hafi meginniðurstaða þeirra jafnan verið sú sama, þ.e.a.s. að tilboð Samsonar ehf. væri það áhugaverðasta. Að því er orðalag bréfsins til Samsonar ehf. frá 9. september, þar sem félaginu er til- kynnt um valið, fullyrða aðrir nefnd- armenn að efnislega sé enginn mun- ur á tillögu Steingríms Ara og þeirri sem varð ofan á. Öðrum nefndar- mönnum en Steingrími Ara hafi ein- faldlega þótt afar óskynsamlegt af hálfu nefndarinnar að binda verðið við tiltekið lágmark og hámark eins og beinlínis var gert ráð fyrir í til- lögu Steingríms Ara. Eðlilegt að ganga til viðræðna við Samson Ríkisendurskoðun telur ekki að verklagsreglur hafi verið brotnar þegar ákveðið var að ganga til viðræðna við Samson ehf. Arnór Gísli Ólafs- son komst þó að því að stofnunin gerir all- margar athugasemdir við söluferlið. Morgunblaðið/Arnaldur Framkvæmdanefnd um einkavæðingu að störfum áður en Steingrímur Ari sagði sig úr henni.                                      !     " # " $$%   &  ' "      (" !)  *"!      *  !  * " +,%   &  ' "  "-     *    ' "       . "!)   " !) '    /    "     "-  * *    *   " # * " +,%   &  ' "       ' "   - +,      * /!   *    * *  0 1                          +        *  $ (   2  3! "  (   2   ! 4 - . "  "    5 #2  "  ! 5    "#   ! -   6 7   ' " , 5 ' "     8"!     "  !) ! /* *    *  * &  ' "   /                (   2  3!"  (   2   ! 4 -  . "  "   5 #2  "  ! 5    "#    ! -   5 ' " !     &  ' "   "-       *  "!   .*  *   '2 " !)   /    !  * /! !  -"    ! * !)     *  '2   &  ' "   9   *   *  * ! 0  -"        ! )   2  )"  !" "  ' )     " #    *  *  " #   : *   ##     *     " #!               * " #    # 8"!     *    * ;< =!   "!  # > "    ##    !  !   '    $ %# ?*   *"!   " "     ;<   !  ' !) !          " !)      '2           3 3    *   *   '2 "    * " ! *  '2  "        "" * /  & %#    3 3      "!)  " !)  %#
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.