Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 47 Elsku pabbi, hér sit ég og reyni að hnoða saman minni fyrstu minningargrein. Það sem er sárast við að skrifa þessa fyrstu minningargrein mína er að hún skuli vera til þín. Þú fórst því miður allt of fljótt frá okkur, við gerðum margt skemmtilegt saman og átt- um eftir að gera margt annað sam- an. En það bíður bara betri tíma. Snemma tókst þú mig með þér á sjóinn til að kenna mér réttu hand- tökin, sem þú lærðir sjálfur þegar þú varst ungur. Kannski er ég rík- ari en yngri systkini mín fyrir að hafa kynnst þér líka fyrir utan veggi heimilisins, þegar við vorum saman á Víði og seinna Mumma í Sandgerði. Þar lentum við saman í miklum ævintýrum og oft fiskaðist vel. En vegir guðs eru órannsakan- legir, hann hefur sjálfsagt viljað fá þig snemma til sín því leitun er að jafnmiklum verkmanni og þér, ég væri glaður ef þú gætir skilið eitt- hvað af þessari kunnáttu eftir handa mér. Þegar þú vildir hafa mig með vestur til að hjálpa þér við KRISTJÁN ALBERTSSON ✝ Kristján Alberts-son fæddist í Súðavík 28.4. 1944. Hann lést á líknar- deild Landspítalans föstudaginn 4. októ- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju 11. október. að reisa bústaðinn af því að ég var smiður var það bara fyrir fé- lagsskapinn. Þú varst alltaf meiri smiður en ég, þúsundþjalasmið- ur, snillingur í hönd- unum. Þú þurftir aldr- ei hjálp við neitt, en þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum. Við vor- um rétt búnir að klára húsið fyrir vestan, eða réttara sagt þú. Í allan vetur, meðan þú áttir í þínum erfiðu veikind- um, notaðir þú hverja lausa stund til þess að smíða hand- riðið á svefnloftið, þú varst ótrúleg- ur, fárveikur og þú gafst aldrei upp. Handriðið fór upp í sumar, en það var ekki nóg fyrir þig, þú stoppaðir ekkert þegar það var bú- ið og varst yfirleitt búinn að vekja alla upp fyrir kl. 9 á morgnana með hamarshöggum. Húsið sem þú og mamma ætluðuð að dveljast í sum- arlangt á hverju sumri með börn- unum okkar, Hálfdáni og Erlu, og öllum hinum barnabörnunum. En við fáum ekki alltaf að ráða, það er einhver annar sem stýrir þessu skipi. Ég kveð þig nú pabbi minn, ég veit við eigum eftir að hittast aftur og ég veit að þér líður betur núna. Það vex eitt blóm fyrir vestan, og vornóttin mild og góð kemur á ljósum klæðum og kveður því vögguljóð. Ég ann þessu eina blómi, sem aldrei ég fékk að sjá. Og þangað horfir minn hugur í hljóðri og einmana þrá. Og því geng ég fár og fölur með framandi jörð við il. Það vex eitt blóm fyrir vestan og veit ekki, að ég er til. (Steinn Steinarr.) Þinn sonur Þorsteinn Ingi. Elsku afi, ég man þegar við fór- um bara tveir á Eyri með Kaffon, þegar krummi stal matnum okkar úr læknum. Við sáum mink niðri í fjöru, og við veiddum saman fisk í netin og tókum hann með heim til ömmu. Ég á eftir að sakna þess að hafa þig ekki á Eyri og heima hjá ömmu. Hálfdán Þór Þorsteinsson. Þegar ég minnist hennar Hönnu frænku minnar þá finn ég fyrir miklu þakklæti fyrir að hafa orðið þess aðnjótandi að fá að kynnast þessari ljúfu og góðu konu. Við áttum samleið í rúm 50 ár og ég læt hugann reika til löngu liðinna ára þegar ég kom í heimsókn í Mel- gerði 6 sem stelpa og urðum við Ósk nánast eins og systur enda miklar vinkonur alla tíð. Þar mætti mér alltaf hlýja og kærleikur af hálfu þeirra Hönnu og Hilmars og reynd- ar allrar fjölskyldunnar þeirra. Ég held að henni hafi fundist hún eiga pínulítið í mér, bróðurdóttur sinni, alla vega lét hún mig finna að ég JÓHANNA SIGURJÓNSDÓTTIR ✝ Jóhanna Sigur-jónsdóttir fædd- ist í Þorgeirsstaða- hlíð í Miðdölum í Dalasýslu 29. júlí 1911. Hún lést á líkn- ardeild Landspítala Landakoti 29. sept- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaða- kirkju 7. október skipti hana máli. Ég hef sjaldan kynnst eins óeigingjarnri konu og henni Hönnu frænku. Hún hugsaði alltaf fyrst og fremst um aðra og bar hag systk- inabarna sinna nánast eins mikið fyrir brjósti og sinnar eigin fjöl- skyldu. Hún fylgdist með mér og fjölskyldu minni og hringdi í mig alltaf öðru hvoru til að frétta af okkur. Hanna var félagslynd, glettin og gamansöm og naut þess að vera samvistum við unga fólkið og því fannst gott að hafa hana í kringum sig. Það var hægt að tala við hana um allt mögulegt. Á hinn bóginn var hún viðkvæm og fann til með þeim sem áttu um sárt að binda og tók það oft mjög inn á sig. Fjölskyldan öll þakkar henni ára- langa tryggð og vináttu og við vott- um aðstandendum hennar okkar dýpstu samúð. Minningin um Hönnu frænku mun lifa. Stefanía Víglundsdóttir. ✝ Hrönn Alberts-dóttir fæddist í Ólafsfirði 3. október 1937. Hún lést á Landspítalanum 2. október síðastliðinn. Foreldrar hennar hennar eru Elínborg Sigurðardóttir, f. 19. okt. 1913, og Albert A. Guðmundsson, f. 27. des. 1910, d. 21. maí 1939. Systkini Hrannar eru þau Gunnar, f. 28. nóv. 1933, maki Stefanía Ragnarsdóttir, f. 22. jan. 1936, Sigurður, f. 30. nóv. 1934, maki Erlendsína M. Sigur- jónsdóttir, f. 22. júlí 1936, Olga, f. 16. júní 1936, maki Ágúst Sigur- laugsson, f. 20. maí 1936, og Alla Berta f. 16. des. 1938, maki Krist- ján Pálsson, f. 6. apríl 1933. Hálf- bróðir þeirra, búsettur í Noregi, er Mikael Mikaelsson, f. 20. okt. 1942, hún kynntist eftirlifandi eigin- manni sínum Sverri Ólafssyni, f. 15. maí 1938. Árið 1957 gengu þau í hjónaband og eignuðust þau þrjú börn: 1) Sæmundur Hólmar, f. 2. mars 1957, fyrrverandi maki er Helga B. Helgadóttir, sonur þeirra Helgi Már, f. 21. janúar 1982, nú- verandi maki er Margrét Rafns- dóttir, f. 19. apríl 1959. Eiga þau Söru Hrönn, f. 13. nóv. 1997, og börn Margrétar eru Freyr, f. 11. sept. 1987, og Thelma Rós, f. 23. ágúst 1988. 2) Rúnar Már, f. 26. mars 1959, maki Ásta Ástþórsdótt- ir, f. 29. jan. 1959. Dóttir þeirra er María, f. 17. júní 1986. 3) Greta, f. 21. apríl 1966, maki Davíð Art Sig- urðsson, f. 14. feb. 1968, börn Kar- itas Harpa, f. 15. jan. 1991, Marin Laufey, f. 19. maí 1995, og Sverrir Heiðar, f. 9. maí 1997. Hrönn fékkst við ýmis störf um ævina ásamt barnauppeldi, svo sem ritarastörf, prentstörf, versl- unarrekstur og skrifstofustörf og nú síðast við fyrirtæki fjölskyld- unnar og annarra sem er Gagna- eyðing ehf. Útför Hrannar var gerð frá Ár- bæjarkirkju 10. október. maki Ingeborg Över- gård, f. 15. maí 1944. Eftir andlát föður Hrannar ólst hún upp hjá fósturforeldrum í Ólafsfirði, Sæmundi Þorvaldssyni, ættuð- um úr Skagafirði, f. 18. ágúst 1894, d. 10. des. 1987, og Hólm- fríði Gísladóttir, ætt- aðri úr Ólafsfirði, f. 2. okt. 1895, d. 1. mars 1976. Hjá þeim dvaldi hún öll æsku- og ung- lingsárin. Uppeldis- bræður hennar eru Gunnar Skagfjörð, f. 8. okt. 1921, maki Rósa D. Williamsdóttir, f. 8. nóv. 1923, og Sigvaldi Skagfjörð, f. 28. janúar 1923, maki Jónína Sig- mundsdóttir, f. 18. júlí 1923. Hrönn lauk námi frá Laugavatni 1954. Eftir það vann hún við ýmis störf í sjávarútvegi og dvaldi þá meðal annars í Keflavík þar sem Með söknuði skrifa ég þessi orð um móður sem vakti yfir okkur börn- um sínum, um vin sem veitti ómæld- an stuðning þegar þörf var á, um konu sem átti sér hljóða drauma. Nú þegar hún er farin frá okkur og ég hugsa til baka er næstum undarlegt hve lítið ég raunverulega þekkti mömmu sem einstakling, vonir hennar, væntingar og þrár. Ég veit að þegar hún var tveggja ára missti hún pabba sinn, ein fimm systkina. Á þeim tíma voru úrræði einstæðrar móður hennar ekki mörg, þá var engin félagsmálastofnun til að hlaupa undir bagga. Eina ráðið á þeim tíma var að leysa upp fjölskyld- una og koma börnunum í fóstur. Fram til fimmtán ára aldurs bjó mamma hjá fósturforeldrum sínum á brekkunni í Ólafsfirði, eða þar til hún fór á Laugarvatn þar sem hún varð gagnfræðingur. Ég hitti fyrir nokkrum árum mann sem þekkti mömmu á þessum árum og fannst honum lítið til mín koma, sonar Hrannar sem hann þekkti fyrir að vera allra manna hressasta, bæði í leik og starfi. Jæja, sum eplin falla lengra frá eikinni en önnur. Eftir Laugarvatn gerðist mamma farandverkamaður, í síld á sumrin og fiski á veturna, en það var einmitt í frystihúsinu sem þau pabbi hittust 17 ára og bundust æviböndum. Fljót- lega eftir þetta fæddist frumburður- inn Hólmar og þá gengu þau í hjóna- band með sérstöku leyfi forseta, þá nítján og tuttugu ára. Af mikilli framsýni hvatti mamma pabba til náms í sólarlandinu Kali- forníu þar sem þau bjuggu í rúmt ár og áttu mig. Greta fæddist sjö árum seinna í Keflavíkinni. Frá því að við komum frá Ameríkunni má segja að líf mömmu hafi farið í nokkuð fastar skorður. Hún gerðist heimavinnandi húsmóðir og gerði allt það sem sæmdi hennar stöðu, bakaði, þvoði þvotta, eldaði, þreif heimilið, saum- aði föt og tók slátur. Fyrir okkur krakkana var þetta allt sjálfsagt mál, mynstur þess tíma. Við fáum seint að vita hvaða hugsanir hrærðust með mömmu á þessum árum eða síðar, hún hafði fá orð um þær. Ég veit þó að það sem veitti mömmu mikla ánægju var það þegar við krakkarnir náðum árangri á einhverjum vett- vangi, í skóla, í starfi eða íþróttum. Ég veit að hún hafði yndi af því að setja saman stuttar vísur, mála myndir, sauma út, ferðast til fjar- lægra staða. Lífsskoðun mömmu var að því að talið er svipuð og margra annarra Ís- lendinga, jarðbundin, en þó áhuga- söm um dulræn efni og guðspeki. Löngum sat hún fram eftir með hugsunum sínum, þegar allir aðrir voru farnir að sofa, nóttin var hennar tími. Á þeim stutta tíma frá því að sjúkdómur hennar greindist og þar til að hún dó, sýndi hún okkur allar sínar bestu hliðar. Ávallt róleg, sjálfri sér næg, kímin og gerði jafn- vel grín að sjálfri sér og ástandi sínu. Hún virtist meðvituð um hvert stefndi, þó svo að við fjölskylda hennar héldum stöðugt í þá von sem kærleikurinn gefur manni. Við sem vorum hjá henni síðustu stundirnar vitum að hún gekk sinn veg í sátt við sig og alla menn. Rúnar. HRÖNN ALBERTSDÓTTIR Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður og afa, JÓNS BJARNASONAR, Bakka í Vatnsdal. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heil- brigðisstofnunarinnar á Blönduósi fyrir góða umönnun og hlýjar móttökur. Guð blessi ykkur öll. Kristín Lárusdóttir, Lárus B. Jónsson, Sigrún Zophoníasdóttir, Bjarni J. Jónsson, Olga Jónsdóttir, Jakob J. Jónsson, Katrín Líndal, Sveinn E. Jónsson, Jón Baldvin Jónsson, Lilja Björg Gísladóttir, Jóhanna Bjarnadóttir og afabörn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, fósturmóður, tengdamóður og ömmu, ÖNNU G. JÓNSDÓTTUR (Stellu) frá Blönduósi. Sérstakar þakkir til Blönduósinga fyrir hlýhug og hjálpsemi. Elínborg Guðmundsdóttir, Jón S. Hilmarsson, Elínborg I. Traustadóttir, Elvar B. Hjálmtýsson, Ragnhildur B. Traustadóttir, Stefán A. Þórisson, Guðmundur E. Traustason, Þeba B. Karlsdóttir, Elísabet A. Traustadóttir, Sigfús S. Sigurðsson, Hanna E. Halldórsdóttir, Jón E. Sveinbjörnsson, ömmu- og langömmubörn. Innilegar þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur stuðning í veikindum og við andlát ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURBERGS MAGNÚSAR SIGURÐSSONAR, Digranesvegi 72a, Kópavogi. Hlýhugur ykkar og vinátta hefur verið okkur mikils virði. Jónína María Baldursdóttir, Þóranna M. Sigurbergsdóttir, Steingrímur Á. Jónsson, Borghildur Sigurbergsdóttir, Sigurður Baldursson, Helena Sigurbergsdóttir, Þorgeir Egilsson og barnabörn. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein- stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.