Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 41
MESSUR Á MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 41 ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 14:00. Kór Áskirkju syng- ur. Organisti Kári Þormar. Árni Bergur Sig- urbjörnsson. Hjúkrunarheimilið Skjól: Guðsþjónusta kl. 15:30. Árni Bergur Sig- urbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11.00. Hljómsveit ungmenna undir stjórn Guð- mundar Sigurðssonar. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnum sínum. Guðsþjón- usta kl. 14:00. Barna- og unglingakór kirkj- unnar annast tónlistarflutning undir stjórn Jóhönnu Þórhallsdóttur. Organisti Guð- mundur Sigurðsson. Pálmi Matthíasson. Messukaffi foreldrafélagsins eftir messu. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Setning kirkjuþings. Sr. Jakob Ág. Hjálmarsson pré- dikar. Dómkórinn syngur. Organisti Mar- teinn Friðriksson. Barnastarf á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. Eftir messu er fundur í Safnaðarfélagi Dómkirkjunnar. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 11:00. Kirkjukór Grens- áskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarn- arson. Sr. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðs- þjónusta kl. 10:15. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Hreinn S. Hákonarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslumorgunn kl. 10:00. Bandaríkin og Mið-Austurlönd: Gagnkvæm viðhorf og misskilningur. Dr. Magnús Bernharðsson lektor. Messa og barnastarf kl. 11:00. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Pálssyni og sr. Jóni Bjarman. Organisti Hörður Áskelsson. Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Ingibjargar Gunnlaugs- dóttur og Magneu Gunnarsdóttur. Ferming- arbörn aðstoða í messunni, en þeim er í þessari messu boðið til fyrstu altarisgöngu sinnar með foreldrum sínum eða for- ráðafólki. Barnastarfið verður í umsjá Magneu Sverrisdóttur, æskulýðsfulltrúa. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðrún H. Harðardóttir og Pétur Björgvin Þorsteinsson. Organisti Valdimar Kristjánsson. Messa kl. 14:00. Organisti Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Sr. María Ágústsdóttir. LANDSPÍTALI Hringbraut: Guðsþjónusta kl. 10:30. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa og barnastarf kl. 11:00. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðarheimilið. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir messar. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða söng. Organisti Jón Stefánsson. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11:00. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar organista. Sunnudagaskólinn er í höndum Hildar Eirar, Heimis og Þorvaldar. Prestur sr. Bjarni Karlsson en Sigurbjörn Þorkels- son er meðhjálpari. Félagar úr lesarahópi kirkjunnar flytja texta dagsins og messu- kaffið er í umsjá Sigríður Finnbogadóttur, kirkjuvarðar. Kvöldmessa kl. 20:30. Djass- kvartett Gunnars Gunnarssonar leikur frá kl. 20:00. Borgarkvartettinn syngur við messuna ásamt Kór Laugarneskirkju. Prestshjónin Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson þjóna að orðinu og borð- inu, en meðhjálp er í höndum Sigurbjörns Þorkelssonar. Messukaffi og fyr- irbænaþjónusta á eftir. NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Kór Nes- kirkju syngur. Organisti Reynir Jónasson. Prestur sr. Frank M. Halldórsson. Sunnu- dagaskólinn og 8-9 ára starf á sama tíma. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Sr. María Ágústsdóttir, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Viera Manasek. Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngur. Minnum á æskulýðsfélagið kl. 20:00. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Kirkjudagurinn. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14:00. Kaffi- sala kvenfélagsins eftir messu. Rjómatert- ur og annað nammi namm. ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11:00. Sunnudagaskólakennrarar og prestar safnaðarins leiða guðsþjón- ustuna. Ólöf Inger Kjartansdóttir leikur á píanó. Við syngjum sunnudagaskóla- söngva, biðjum, fræðumst og eigum gott samfélag. Kaffi, djús og kex í safn- aðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni. BREIÐHOLTSKIRKJA: Útvarpsguðsþjón- usta kl. 11. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson messar. Organisti: Sigrún Þórsteinsdóttir. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Magnús B. Björnsson. prédikar. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju A hópur. Sunnudagaskóli í kapellu á sama tíma. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir messu. (sjá nánar: www.digraneskirkja.is) FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11.00. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Barna- og unglingakór kirkjunnar syngur. Organisti Lenka Má- téová. Umsjón með guðsþjónustunni hefur Elín Elísabet Jóhannsdóttir, æskulýðs- fulltrúi. Hægt er að taka rútu heim að sunnudagaskóla loknum. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Fermdur verður Gylfi Þór Rúnarsson, Gullengi 9. Organisti: Hörður Bragason. Kór Grafarvogskirkju syngur. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón: Signý og Bryndís. Undirleikari: Guðlaugur Viktorsson. Barna- guðsþjónusta í Engjaskóla kl. 13:00. Sr. Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón: Signý og Bryndís. Undirleikari: Guðlaugur Vikt- orsson. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safn- aðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðs- son. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 og opið hús á miðviku- dag kl. 12. Sr. Íris Kristjánsdóttir. LINDAKIRKJA í Kópavogi: Fjölskylduguðs- þjónusta í Lindaskóla kl. 11. Ferming- arbörn munu setja svip sinn á stundina. Sýndur verður sakamálahelgileikurinn; Leyndardómurinn um líkama Jesú, auk þess sem fermingarbörn annast forsöng ásamt kirkjukórnum. Allir velkomnir KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 11:00. Guðs- þjónusta kl. 11:00 þar sem lögð verður sérstök áhersla á þakkargjörð. Ferming- arbörn lesa ritningarlestra og leiða bænir þar sem lögð er áhersla á að þakka gjafir Guðs og allt það góða sem við fáum að njóta. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Julian Hewlett organista. Ásdís Lilja Ragnarsdóttir gar- yrkjufræðingur mun skreyta kirkjuna á við- eigandi hátt í tilefni þakkargjörðardagsins. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Mikill söngur og lífleg fræðsla. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðs- son prédikar. Organisti er Lenka Matéová. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Fjölskylduhátið að tilefni 20. ára afmælis kirkjunnar kl. 16:30. Trúðar, leikir, dans og fl. sniðugt, boðið upp á gos og kökur á eftir, allir vel- komnir. Minnum á að miðasalan er í fullum gangi vegna matar- og skemmtikvöldsins þann 19. okt. n.k. FÍLADELFÍA: Laugardagur 12. október: Bænastund kl. 20:00. 12 spora kerfið kl. 21:00. Sunnudagur 13. október. Almenn samkoma kl. 16:30. Ræðum. Jón Þór Eyj- ólfsson. Um lofgjörð sér Erna Varðardóttir og félagar. Miðvikudagur 16. okt. Fjöl- skyldusamvera kl. 18:00. Fimmtudagur 17. okt. Samvera eldri borgara kl. 15:00. Föstudagur 18.okt. Unglingasamkoma kl. 20:30. Allir hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Kl. 16 dagur heimilasambandsins, systurnar hittast í Garðastræti 38. Kl. 19.30 bæna- stund. Kl. 20 opinber samkoma. Majór Tu- rid Gamst stjórnar. Systurnar taka þátt. Mánudagur: Kl. 15 heimilasamband. Val- gerður Gísladóttir talar. KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma sunnudag kl. 14.00. Björg R. Pálsdóttir tal- ar. Bænastund fyrir samkomu kl. 13.30. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1-5 ára börn og 6-12 ára. Þriðjud.: Bænastund kl. 20.30. Miðvikud.: Sam- verustund unga fólksins kl. 20.30. Lof- gjörð, hugleiðingar, fróðleiksmolar og vitn- isburðir. Allir velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 17. Friðrik Hilmarsson byrjar samkomuna með upphafsorðum. Sr. Ólafur Jóhanns- son talar út frá yfirskriftinni: „Maðurinn sem þekkti Guð“ Barnastundir á sama tíma. Heitur matur seldur eftir samkom- una. Vaka kl. 20. Lofgjörð, fræðsla og fyrirbæn. Allir innilega velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík - Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Mánudaga og miðvikudaga einnig messa kl. 8.00. Október er mánuður rósakransins. Á rúm- helgum dögum er beðin rósakransbæn fyr- ir kvöldmessu kl. 17.30. Reykjavík - Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laug- ardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30 Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Miðvikudaga kl. 20.00. Hafnarfjörður - Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Miðvikudaga: Messa kl. 18.30 Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík - Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Fimmtu- daga: Skriftir kl. 19.30. Bænastund kl. 20.00. Akranes, Sjúkrahúskapella: Sunnudaginn 13. október, messa kl. 15.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa kl. 11.00. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: Barnaguðsþjónusta sunnudag kl. 11 fh. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 10 æfing hjá Litlum lærisveinum, sunnudaga- skóli strax á eftir. Kórstjóri Guðrún Helga Bjarnadóttir. Kl. 11 sunnudagaskóli. Barnakórinn syngur, hlustað á sögur, brúðuheimsókn og andanum lyft í hæðir með bæn. Sr. Þorvaldur Víðisson og barna- fræðararnir. Kl. 14 guðsþjónusta. Kór Landakirkju. Sr. Þorvaldur Víðisson. Kl. 20 Poppmessa í safnaðarheimilinu. Hljóm- sveitin Made in China sér um alla tónlist. Sr. Þorvaldur Víðisson og leiðtogarnir. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjudagur Kvenfélags Lágafellssóknar. Hugvekja: Kristín Ólafsdóttir, húsmóðir. Prestur : Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur. Fiðluleikur: Jónas Þórir Dagbjartsson. Kirkjukór Lágafellssóknar. Organsti: Jónas Þórir. Kirkjukaffi í skrúð- hússalnum. Sunnudagaskólinn í safn- aðarheimilinu Þverholti 3, kl. 13.00 í um- sjón: Hreiðar Örn Stefánsson og Jónas Þórir. Jón Þorsteinsson HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11.00. Einsöngur Diddú, Sigrún Hjálmtýs- dóttir. Organisti Hevesi. Kór Hafnarfjarð- arkirkju syngur. prestur sr. Þórhildur Ólafs. Messa í Krýsuvíkurkirkju kl.14.00. Hjörtur Howser spilar á harmonikku. Sveinshús opið eftir messu, kaffi gegn vægu gjaldi. Sætaferðir frá Hafnarfjarðarkirkju. Lagt af stað kl.13.00. Prestur sr.Þórhildur Ólafs. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Þjóðlagaguðsþjón- usta kl. 14. Í tilefni dags íslenska þjóðlags- ins 14. október mun Marta Guðrún Halldórsdóttir syngja íslensk þjóðlög við undirleik Arnar Magnússonar. Allir vel- komnir. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasamkoma kl.11. Góð og uppbyggileg stund fyrir alla fjölskylduna. Umsjón hafa Örn, Hera, Sig- ríður Kristín og Edda. Guðsþjónusta kl.13. Altarisganga. Organisti er Þóra Vigdís Guð- mundsdóttir og kórstjóri Örn Arnarson. Kór Fríkirkjunnar leiðir söng. Einar Eyjólfsson predikar. Predikunarefni: Þörfin fyrir við- urkenningu. BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskólinn í Álftanesskóla kl. 11:00. Rútan ekur hring- inn á undan og eftir. Mætum vel og kynn- umst samfélaginu með Jesú Kristi. Prest- arnir. BESSASTAÐAKIRKJA: Messa með alt- arisgöngu verður í Bessastaðakirkju sunnudaginn 13. október, kl.17:00. Ath. breyttan messutíma. Kór Bessastaða- kirkju, Álftaneskórinn leiðir almennan safn- aðarsöng. Organisti: Hrönn Helgadóttir. Við athöfnina þjónar sr. Hans Markús Haf- steinsson. Prestarnir. Garðasókn. Vídalínskirkja: Guðsþjónusta verður í Vídalínskirkju sunnudaginn 13. október kl. 11:00. Kór kirkjunnar leiðir al- mennan safnaðarsöng. Organisti: Jóhann Baldvinsson. Sunnudagaskólinn yngri og eldri deild á sama tíma í safnaðarheim- ilinu. Við athöfnina þjónar sr. Hans Markús Haf- steinsson. Prestarnir. ÚTSKÁLAKIRKJA: Laugardagurinn 12. október. Safnaðarheimilið Sæborg. Kirkju- skólinn kl 14. Allir velkomnir. Sunnudag- urinn 13. október. 20. sunnudagur eftir þrenningarhátíð Guðsþjónusta kl. 16:30. Fermingarbörn annast ritningarlestra. Kór Útskálakirkju syngur. Organisti Steinar Guðmundsson. Garðvangur. Helgistund kl. 15:30. Mið- vikudagurinn 16. október. Safnaðarheim- ilið Sæborg. Alfa - námskeið kl. 19. HVALSNESKIRKJA: Laugardagurinn 12. október. Safnaðarheimilið í Sandgerði. Kirkjuskólinn kl 11. Allir velkomnir. Sunnu- dagurinn 13. október Safnaðarheimilið í Sandgerði. 20. sunnu- dagur eftir þrenningarhátíð. Guðsþjónusta kl. 20:30. Fermingarbörn annast ritning- arlestra. Kór Hvalsneskirkju syngur. Organisti Stein- ar Guðmundsson. Sóknarprestur Björn Sveinn Björnsson YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli sunnudaginn 13. október kl.11. Um- sjón Ástríður Helga Sigurðardóttir, Tone Solbakk, Natalía Chow organisti og sr. Baldur Rafn Sigurðsson. NJARÐVÍKURKIRKJA (Innri-Njarðvík): Sunnudagaskóli sunnudaginn 13. október kl.11. Umsjón Petrína Sigurðardóttir, Katla Ólafsdóttir og Arngerður María Árnadóttir organisti. Sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta & sunnudagaskóli kl. 11 árd. Undir- leikari í sunnudagaskóla: Helgi Már Hann- esson. Prestur: Sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Org- anisti: Hákon Leifsson. Meðhjálpari: Björg- vin Skarphéðinsson. Samvera kl. 16:30. Tónlist, söngur, hugleiðing o.fl. VÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Kór Víkurkirkju leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista. Ferming- arbörn eru sérstaklega minnt á að koma en auk þess eru önnur sóknarbörn hvött til að mæta í messuna. Helgistund í Hjallat- úni eftir guðsþjónustuna. Séra Haraldur M. Kristjánsson. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Sunnudagaskólinn er á sama tíma og léttur hádegisverður að messu lokinni. Morguntíð sungin þriðjudag til föstudags kl. 10. Kaffisopi að henni lokinni. Foreldra- samvera miðvikudaga kl. 11. Sókn- arprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta sunnudag kl. 11. Messa sunnudag kl. 14. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: kl. 11:00 Sunnu- dagaskólinn með miklum söng, fræðsla og gleði. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum og eiga góða samveru í kirkjunni.Stefanía, Berglind, Jörg og séra Bára Friðriksdóttir leiða stundina. kl. 15:30 Guðsþjónusta á Ási með kirkju- kór Hveragerðisprestakalls, organista og sóknarpresti, kl. 17:00 Orgelstund í Hvera- gerðiskirkju, allir hjartanlega velkomnir. Þriðjudagur 15. október, kl. 10:00 For- eldramorgunn, uppbyggjandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. STÓRA-NÚPSPRESTAKALL: Guðsþjón- ustur verða í kirkjum prestakallsins á sunnudaginn kemur, þann 13. október: Í Stóra-Núpskirkju kl. 11:00 og í Ólafsvalla- kirkju kl. 14:00. Fermingarbörnum verða afhentar Biblíur við upphaf spurninga. Vin- samlega fjölmennið til kirkna ykkar. Sókn- arprestur SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður sunnudag 13. október kl. 11. Sókn- arprestur. TORFASTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta verður sunnudag 13. október kl. 14. Allir eru velkomnir. Sóknarprestur. HREPPHÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudaginn 13. okt. kl. 11. ÓLAFSVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 með Kalla brúðustrák og öllum hinum. Guðsþjónusta kl. 14. Foreldrar ferming- arbarna lesa ritningarlestra. Nýr organisti, Valentina Kai, boðin velkomin til starfa. Molasopi á eftir í safnaðarheimilinu. Allir velkomnir. Sóknarprestur. AKUREYRARKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Sunnudagaskóli á sama tíma, fyrst í kirkju síðan í Safnaðarheimili. Ingunn Björk, Laufey Brá, leikkona og Sif sjá um barnastarfið. Fræðsla og hressing eftir messu í Safnaðarheimili. Jóhanna Kristjónsdóttir talar um menningarheim Araba. Kaffi og kleinur á vægu verði. Fund- ur í ÆFAK kl. 17. GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera og guðs- þjónusta verða kl. 11. Sameiginlegt upp- haf. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnu- dagur: Kl. 11 fjölskyldusamkoma. Börn og unglingar syngja, dansa og sýna leikþátt. Skemmtileg dagskrá. Allir velkomnir. Sam- koma um kvöldið fellur niður. Mánudagur: Kl. 15 heimilasamband, fyrirkonur. Mið- vikudagur: Kl. 20 hjálparflokkur, fyrir kon- ur. Barnadagskrá: Mánudaga: Kl. 17.15 Örkin hans Nóa fyrir 1., 2. og 3. bekk. Kl. 19.30 mannakorn fyrir 6. og 7. bekk. Fimmtudaga: Kl. 17.15 KK fyrir 4. og 5. bekk. Kl. 19.30 söngæfing unglinga. Kl. 20.30 unglingaklúbbur, skemmtilegar samverur. Sunnudag: Kl. 11 sunnudaga- skóli. Allir eru alltaf velkomnir á her. HVÍTASUNNUKIRKJAN á Akureyri: Sunnu- daginn 13. okt. verður sunnudagaskóli fjöl- skyldunnar kl. 11:30. Brauðsbrotning. G. Rúnar Guðnason predikar. Á sama tíma fer fram fjölbreytt og skemmtilegt barnastarf fyrir krakka á aldrinum 0 til 12 ára. Síðan verður almenn samkoma kl 16:30 og þá mun G. Theodór Birgisson predika. Fjöl- breytt lofgjörð og fyrirbænaþjónusta, einn- ig verður barnapössun fyrir börn undir sjö ára aldri. Allir eru hjartanlega velkomnir. LAUFÁSPRESTAKALL: Svalbarðskirkja. Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Grenivík- urkirkja. Kyrrðarstund mánudagskvöld kl. 21. Sóknarprestur. HRÍSEYJARKIRKJA: Sunnudagaskólinn kl. 11. EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Mánudagur: Kyrrð- arstund kl. 18. Sóknarprestur. KIRKKJUBÆJARKLAUSTURSPRESTA- KALL: Minningarkaplella séra Jóns Stein- grímssonar - kl. 11:00. Þá hefst vetrarstarf sunnudagaskólans í Kapellunni á Klaustri. Að venju verður sunnudagaskólinn annan hvern sunnudag í vetur, þar sem boðið er upp á biblíufræðslu, söng og samfélag. All- ir fá nýjar bækur og límmiða. Lítill loðinn vinur kemur í heimsókn og margt skemmti- legt og uppbyggilegt verður gert í Kapell- unni. Foreldrar - hvetjið börn ykkar til þátt- töku. Vonumst til að sjá ykkur sem flest. Sr. Baldur Gautur Baldursson. Guðspjall dagsins: Brúðkaupsklæðin. (Matt. 22.) Morgunblaðið/RAX Krýsuvíkurkirkja HINN 4. október árið 1997 stofnaði hópur fólks sem starfað hafði um árabil á vegum samtakanna „Ungt fólk með hlutverk“ fríkirkjusöfn- uðinn Íslensku Kristskirkjuna og skipaði fyrsta safnaðarráð kirkj- unnar sama dag. Daginn eftir tók Friðrik Schram guðfræðingur vígslu sem prestur safnaðarins. Sú athöfn fór fram í Breiðholtskirkju í Reykjavík og framkvæmdi þáverandi biskup norsku lútersku fríkirkjunnar vígsluna. Auk Friðriks starfaði Olaf Engsbraten sem aðstoðarprestur við söfnuðinn allt fram í júní á þessu ári er hann flutti ásamt fjöl- skyldu sinni til annarra starfa í Noregi. Hann hafði áður hlotið vígslu í norsku fríkirkjunni. Stuttu eftir stofnun safnaðarins flutti hann starfsemi sína á Bílds- höfða 10 í Reykjavík og hefur verið þar síðan. Þar er kirkjusalurinn og í honum haldnar guðsþjónustur kvölds og morgna alla sunnudaga yfir vetrarmánuðina, en aðeins á kvöldin yfir sumartímann. Þar eru einnig skrifstofur prests og annars starfsfólk og aðstaða fyrir fjöl- breytt safnaðarstarf. Auk starfseminnar á Bíldshöfða á og rekur söfnuðurinn jörðina Eyj- ólfsstaði á Völlum þar sem rekin er gistiþjónusta, nytjaskógrækt og kristilegt menningarstarf. Íslenska Kristskirkjan er lút- erskur söfnuður og byggir á sama trúargrunni og aðrir lúterskir söfn- uðir hér á landi. Öll fjármál og stjórnun er hins vegar á herðum safnaðarins sjálfs og samskipti hans við þjóðkirkjuna ekki formleg heldur á einstaklingsgrundvelli sem vináttutengsl við ýmsa presta og starfsmenn þjóðkirkjunnar. Söfnuðurinn stendur einnig í góðu sambandi við lúterska söfnuði er- lendis og fær reglulega heimsóknir frá þeim. Safnaðarstarfið er fjölbreytt og þátttaka leikmanna mikil. Má þar nefna blómlegt barnastarf, ung- lingastarf, sálgæslu og ráðgjöf, út- gáfu rita og fræðsluefnis, nám- skeið, ráðstefnur, fjölbreytta heimasíðu og útsendingu vikulegs sjónvarpsþáttar undir nafninu „Um trúna og tilveruna“ sem er hálftíma langur fræðslu- og viðtalsþáttur í umsjá safnaðarpestsins, sendur út á sjónvarpsstöðinni Omega. Söfnuðurinn er opinn öllum sem taka vilja þátt í fjölbreyttu safn- aðarstarfi þar sem áhersla er á lif- andi trú, nútímalega tónlist og virka þátttöku fólks á öllum aldri. Afmælisins var sérstaklega minnst á nýafstöðnu fjölmennu haustmóti safnaðarins í Vatnaskógi um síðustu helgi, en nk. sunnudags- kvöld verður einnig afmæl- issamkoma á Bíldshöfða 10 kl. 20 þar sem allir eru velkomnir. Haustmessa í Krýsuvík SUNNUDAGINN 13. október fer fram hin árlega haustmessa í Krýsuvík og hefst hún kl. 14. Sr. Þórhildur Ólafs messar, en Hjörtur Howser leikur á harmonikku í messunni. Altaristafla kirkjunnar eftir Svein Björnsson, sem hangið hefur á sínum rétta stað í sumar og fram á haust verður tekin ofan undir lok messunnar og færð til vetursetu í Hafnarfjarðarkirkju. Eftir messu verður Sveinshús op- ið og þar boðið upp á kaffiveitingar gegn vægu verði. Þar gefst líka tækifæri til þess að skoða sýn- inguna „Bláhöfði í Krýsuvík“, sem sett var upp í júní í sumar. Boðið verður upp á ókeypis sætaferðir frá Hafnarfjarðarkirkju, en þaðan verður lagt af stað kl. 13. Fjölskylduguðsþjón- usta í Árbæjarkirkju ÞAÐ er orðinn fastur liður í safn- aðarstarfi Árbæjarkirkju að halda fjölskylduguðsþjónustu annan sunnudag hvers mánaðar. Þar er Íslenska Krists- kirkjan 5 ára KIRKJUSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.