Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 28
HEILSA 28 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Spurning: Læknir uppkominnar dóttur minnar tjáði henni um daginn að líklega þjáðist hún af áráttu og þráhyggju. Hvað er árátta og þrá- hyggja? SVAR Árátta og þráhyggja er talið hrjáum það bil 1–3% fólks. Þessi rösk- un einkennist af þráhyggju annarsvegar og ár- áttu hinsvegar sem oftast fylgir í kjölfar þrá- hyggjunnar. Þráhyggja er endurteknar óþægilegar hugsanir eða hvatir. Dæmi um þrá- hyggjuhugsanir gæti t.d. verið móðir sem hefur sífelldar áhyggjur af að smita börn sín af alvar- legum sjúkdóm, eða rólyndismaður sem alls ekki er ofbeldishneigður en hefur stöðugar áhyggjur af því að hann drepi einhvern. Þessar hugsanir valda einstaklingnum miklum óþæg- indum og vill hann ná stjórn á þessum hugs- unum. Óþægindin valda síðan miklum kvíða og hræðslu um að geta orðið ábyrgur fyrir ákveðnum hræðilegum afleiðingum. Óþægindin valda einnig félagslegum erfiðleikum þar sem einstaklingur, sem t.d. óttast smit, dregur mikið úr félagslegum tengslum, sem og þeir sem ótt- ast að skaða einhvern forðast gjarnan af öllum mætti þá einstaklinga sem þeir óttast að skaða. Óþægindin hafa auk þess áhrif á vinnu, eins og að mæta sífellt of seint, vegna þess að ein- staklingur kemst seint frá húsi sínu þar sem hann endurtekið þarf t.d. að athuga hvort allir gluggar séu lokaðir. Allt þetta getur haft áhrif á fjölskyldulíf einstaklings sem þjáist af áráttu og þráhyggju, því fjölskyldumeðlimir komast yf- irleitt ekki hjá því að vera þátttakendur í þrá- hyggjunni í kringum t.d miklar hreingerningar, samskiptaleysi, og sérstökum ráðstöfunum í kringum mat og hreinlæti vegna smithræðslu einstaklingsins, svo eitthvað sé nefnt. Áhrifin gera einnig vart við sig í samlífi hjóna ef t.d. um smithræðslu er að ræða. Nú hef ég að mestu nefnt dæmi um þráhyggj- una sjálfa en í flestum tilfellum fylgir þráhyggj- unni áráttukennd hegðun, sem á að hafa það hlutverk að draga úr kvíðanum sem þráhyggju- hugsunin veldur og koma í veg fyrir mögulegar hræðilegar afleiðingar. Þetta getur t.d. verið, fyrir þann sem hefur áhyggjur af að smitast eða smita aðra af alvarlegum sjúkdóm, að hann þvoi sér stöðugt og endurtekið. Dæmi er um að fólk með þvottaáráttu þvoi sér svo lengi í einu að það skrúbbi sig jafnvel til blóðs, og hverfi jafnvel frá fjölskyldu sinni yfir langan tíma í þeim tilgangi að þrífa sig rækilega. Annað dæmi væri ein- staklingur sem hefur stöðugar áhyggjur af að hann hafi keyrt á einhvern, eftir að hafa farið í smá bíltúr skoðar hann alltaf bílinn vandlega á eftir og hringir jafnvel í lögreglu til að athuga hvort það hafi verið keyrt á vegfarenda á þeirri leið sem hann fór. Enn annað dæmi er ein- staklingur sem síendurtekið athugar hvort úti- dyrahurðin sé læst og fer jafnvel margsinnis til baka til að taka í húninn til að vera alveg viss. Í raun og veru getum við sagt að við öll finn- um fyrir ákveðnum óþægilegum hugsunum eins og áhyggjur af að hafa ekki slökkt á eldavélinni eða læst húsinu. Það er líka hægt að segja að flest okkar höfum líklega snúið við og athugað hvort útidyrahurðin sé læst, þrátt fyrir að við séum nánast alveg viss um að við læstum hurð- inni. Hinsvegar er það þannig að hægt er að mæla þá truflun sem óþægilegar hugsanir geta valdið á langri vídd, þ.e. víddin getur verið allt frá því að vera algjörlega eðlileg og ekkert trufl- andi, yfir í að valda einhverri truflun og óþæg- indum, yfir í að vera mjög truflandi og ná grein- ingarviðmiðum fyrir áráttu og þráhyggju. Sá sem greinist með áráttu og þráhyggju, þar sem hugsanirnar valda miklum truflunum og vanlíð- an, mun ekki athuga aðeins einu sinni inn á milli hvort útihurðin sé læst, heldur gerir það kannski 100 sinnum og snýr þá jafnvel samt sem áður við úr vinnunni og athugar þá aftur 100 sinnum, svo eitthvað sé nefnt. Það sem við- heldur vandanum og fær fólk í svona tilfellum til að framkvæma órökrétta áráttukennda hegðun er vafinn. Það er, þrátt fyrir að fólk telji sig hafa nánast vissu um að útidyrahurðin sé örugglega læst, þá er vafinn um að svo sé ekki og að minn- inu hreinlega skeiki sem fær fólk til að snúa við og athuga enn á ný. Við hin finnum fyrir þessum efa kannski einu sinni en náum svo að slaka á. Hluti af vandanum felst í þeirri upplifun ein- staklingsins á að hann sé ábyrgur fyrir mögu- legri hræðilegri atburðarás í komandi framtíð. Hér er átt við ábyrgðina að vera valdur að því að börnin manns smitist, eða að vera valdur að því að það verði brotist inn vegna þess að „ég læsti ekki hurðinni“, eða „ég gæti misst stjórn á mér, lamið barnið mitt og valdið því varanlegu tjóni“. Að lokum má nefna að mikilvægt er að rugla ekki einkennum áráttu og þráhyggju saman við einkenni annarra geðrænna vandamála. Þar má til dæmis nefna, að fólk með þráhyggjuhugsanir gerir sér í flestum tilfellum grein fyrir að um órökrétta hugsun er að ræða og óþægindin eru afleiðing af eigin hugsunum, ólíkt fólki sem þjá- ist af miklum geðtruflunum sem innihalda rang- hugmyndir. Einnig eru dæmi um fólk sem hefur mikið af áráttukenndum hegðunum án þess að það valdi þeim neinum sérstökum óþægindum. Það má heldur ekki rugla áráttu- og þráhyggju saman við almennan kvíða, sem einkennist af stöðugum áhyggjum. Það sem gerir þráhyggju- hugsanir frábrugðnar þeim áhyggjum er þessi ábyrgð, sem ég nefndi, um að fólk telur sjálft sig hafa á hræðilegar afleiðingar. Hér á ég við t.d. hugsanir eins og: „ég er ábyrg(ur) fyrir þvi að einhver brýst inn“; „…að húsið brenni“; …að börnin fái krabbamein“; „…að einhver verði drepinn“, o.s.frv. Árátta og þráhyggja veldur oft mikilli vanlíð- an, truflar eða kemur í veg fyrir eðlilegt fjöl- skyldulíf, einangrar fólk frá vinum og sam- skiptum almennt, Því er mikilvægt að leita sér upplýsinga um vandamálið, hvernig hægt er að meðhöndla vandann og að lokum leita sér að- stoðar svo hægt sé að bæta eiginleika lífs síns. Gangi þér vel Árátta og þráhyggja eftir Björn Harðarson Árátta og þráhyggja valda oft mikilli vanlíðan, trufla eða koma í veg fyrir eðlilegt fjölskyldulíf, einangra fólk frá vinum og samskiptum al- mennt, og trufla fólk í starfi og námi. ........................................................... persona@persona.is Höfundur er sjálfstætt starfandi sálfræðingur. Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurn- ingum varðandi sálfræði-, fé- lagsleg og vinnu- tengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@per- sona.is og verður svarið jafn- framt birt á persona.is. BRESKUM konum finnst flestum barnsfæðing vera hræðileg reynsla, að því er fram kemur í rannókn sem tók til 3.000 kvenna og var unnin á vegum tímaritsins Mother and Baby magazine. Sagt er frá rannsókninni í netútgáfu Evening Standard og tekið er fram að minna en 6% kvennanna velja að fæða á eðlilegan máta á sjúkrahúsi þar sem læknar gera fæðinguna að læknisfræðilegum atburði. Meðgöngunámskeið segja ekki sannleikann Rannsóknin gefur einnig til kynnna að flestar barnshafandi konur í Bretlandi eru hræddar og þær fá ekki nægan stuðning frá ljósmæðrum sínum. Alla jafna tekur það um þrjár vikur að jafna sig eftir leguna á sjúkrahúsinu. Sex af hverjum tíu konum eru þeirrar skoðunar að meðgöng- unámskeið segi ekki sannleikann um hvernig barnsfæðingu er háttað og átta af hverjum tíu segjast hafa verið hræddar í fæð- ingunni sjálfri. Meira en helmingi kvennana fannst reynslan vera verri en þær höfðu ímyndað sér. Breskar mæður hrædd- ar við spítalafæðingar Morgunblaðið/Ásdís Í Bretlandi er algengt að konur hræðist barnsfæðingar. Tilboð - Jólakort og merkimiðar Í öllum verslunum Hagkaupa Almennt verð 2.999,- Tilboðsverð 1.499,- Í hverjum pakka eru 20 blönduð jólakort og 18 merkimiðar. Til styrktar Umhyggju - félag til stuðnings langveikum börnum. A FJ Ó RI R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.