Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 30
NEYTENDUR
30 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
www.sagamedica.com
eykur orku, þrek og
vellíðan
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
|
Y
D
D
A
N
M
0
6
1
3
4
/s
ia
.i
s
Angelica
Angelica fæst í apótekum,
heilsuvörubúðum
og heilsuhornum matvöruverslana.
Steingrímur Hermannsson,
Garðabæ:
Undanfarna mánuði hef ég daglega
tekið teskeið af Angelicu. Fyrsta
mánuðinn fann ég lítil áhrif, en síðan
hafa mér þótt áhrifin veruleg og
vaxandi bæði á heilsu og þrótt. Pestir
eða kvilla hef ég enga fengið og þróttur
og úthald hefur aukist, ekki síst í
vetrargolfinu.
BANDARÍSKIR vísindamenn hafa
gert samanburðarrannsókn á mjólk
úr klónuðum kúm og mjólk úr kúm
sem komið hafa í heiminn með reglu-
bundnum hætti, samkvæmt Wash-
ington Post.
Mjólkin er sögð eins í meginatrið-
um, samkvæmt rannsókninni, og er
einnig hermt að niðurstaðan gefi til-
efni til þess að ætla að klónun dýra
muni fara vaxandi í bandarískum
landbúnaði.
Rannsóknin var gerð í Wisconsin-
háskóla og Utah-háskóla og mun hafa
verið kostuð af klónunarfyrirtækinu
Infigen Inc. sem jafnframt lagði til
klónaðar kýr. Segir að mjólk saman-
burðarhópanna hafi í megindráttum
verið eins hvað varðar hlutfall pró-
teins, fitu og steinefna. Helsti mun-
urinn hafi legið í hlutfalli næringar-
efna sem ráðast af fóðri, enda hafi
kýrnar í hópunum tveimur ekki verið
nærðar á staðlaðan hátt. Einnig segir
að frávikin hafi ekki verið meiri en
ætla hefði mátt í samanburði á mjólk
tveggja hópa venjulegra kúa, sem
ekki eru aldar á stöðluðu fóðri.
Spurningum um áhrif á
heilsu fólks enn ósvarað
Í grein Washington Post segir hins
vegar að ekki sé útilokað að önnur
smærri frávik í mjólk klónaðra og
venjulegra kúa, sem ekki voru til at-
hugunar í umræddri rannsókn, geti
haft áhrif á heilbrigði manna. Von sé á
frekari rannsóknum sem taki á þeim
og fleiri álitamálum.
Rannsóknin var kunngerð á ráð-
stefnu sem kostuð var af Matvæla- og
lyfjastofnun Bandaríkjanna, FDA, og
leiðir dagblaðið getum að því að nið-
urstaðan geti flýtt samþykki stofnun-
arinnar fyrir klónun í landbúnaði.
Loks segir að sá möguleiki að mat-
vara unnin úr klónuðum dýrum eða
afurðum þeirra verði heimiluð í
Bandaríkjunum í framtíðinni geti leitt
til þess að vörur sem fluttar eru inn
yfir hafið til landa ESB muni inni-
halda hráefni með slíkan uppruna.
Ekki sé ljóst hvort gildandi reglur
sambandsins séu í stakk búnar til
þess að takast á við þann veruleika út
frá matvælaöryggi, merkingum og
siðfræðilegum álitaefnum.
Gæti lent í hillum
íslenskra verslana
Elín Guðmundsdóttir, forstöðu-
maður matvælasviðs Hollustuvernd-
ar ríkisins, segir að verði mjólk klón-
aðra kúa leyfð til manneldis í
Bandaríkjunum gætu vörur unnar úr
slíkri mjólk lent í hillum íslenskra
verslana án þess að nokkur vissi af.
„Evrópusambandið hefur sett reglu-
gerð um nýfæði (novel foods) sem
nær meðal annars yfir erfðabreyttar
afurðir, en við höfum ekki tekið hana
upp hér. Norðmenn hafa hins vegar
sett sínar eigin reglur,“ segir hún.
Reglugerð um nýfæði hefur ekki ver-
ið tekin inn í EES-samninginn, að
hennar sögn.
Elín telur að reglugerð Evrópu-
sambandsins „nái ekki beinlínis“ yfir
afurðir klónaðra dýra og tekur undir
það að þær kunni að verða á boðstól-
um fyrir almenning áður en langt um
líður. „Ég yrði því ekki hissa á að farið
yrði að huga að þessum veruleika hjá
Evrópusambandinu,“ segir hún.
Mjólk klónaðra kúa nánast
eins og venjuleg mjólk
Associated Press
Getum er leitt að því að mjólk klónaðra kúa verði leyfð innan tíðar.
ÍTALSKIR dagar standa nú yfir í
Nóatúni og meðal þess sem á boð-
stólum er í versluninni er hin
þekkta Parma-skinka frá Ítalíu, sem
fáanleg er á Íslandi í fyrsta sinn.
Innflytjandi Parma-skinkunnar
er Karl. K. Karlsson og segir Eygló
Björk Ólafsdóttir markaðsstjóri að
magn það sem flutt var inn af skink-
unni í fyrstu atrennu hafi runnið út.
„Parma-skinkan seldist upp í Nóa-
túni [í gær] og eigum við von á ann-
arri sendingu með flugi, einu tonni,
sem ætti að vera í verslunum [í dag]
eða sunnudag,“ segir hún.
Nýtt ákvæði um áhættumat
Gísli Sverrir Halldórsson, sér-
greinadýralæknir inn- og útflutn-
ingsafurða hjá embætti yfirdýra-
læknis, segir að ný reglugerð hafi
verið sett í vor um dýrasjúkdóma og
varnir gegn þeim. Leyfi fyrir inn-
flutningi búfjárafurða sé enn háð
sama ferli og áður, þar sem menn
þurfi að leggja fram tilskilin vott-
orð, en til viðbótar hafi komið
ákvæði um áhættumat. Með því
aflar embættið allra fáanlegra upp-
lýsinga um dýrasjúkdómastöðu og
framleiðsluaðferðir og metur síðan
hvort smitefni, hættuleg dýrum eða
mönnum, geti borist til landsins,
með viðkomandi vöru. Mest er
stuðst við gögn frá viðkomandi út-
flutningslandi, það er þarlendum
dýralæknayfirvöldum og Alþjóða-
dýraheilbrigðisstofnuninni (OIE),
auk annarra alþjóðastofnana á sviði
dýrasjúkdóma.
„Hvað hrátt kjöt áhrærir má nú
sýna fram á aðrar framleiðsluað-
ferðir en suðu og gerilsneyðingu
sem yfirdýralæknir síðan samþykk-
ir. Þessi breyting opnar nýjar leiðir
fyrir okkur til þess að vinna eftir
varðandi vörur sem áður var bannað
að flytja inn,“ segir hann.
Opnar leið fyrir
ógerilsneydda osta
Innflutningur á ostum úr óger-
ilsneyddri mjólk hefur líka verið
óheimill og segir Gísli aðspurður um
þýðingu hinnar nýju reglugerðar
hvað þá varðar að yfirdýralæknir
geti ekki lagst gegn innflutnings-
leyfi sé hægt að sýna fram á fram-
leiðsluaðferðir sem jafngildi geril-
sneyðingu.
Parma-skinka er undirstöðuafurð
í matarmenningu Ítala, segir Eygló
Björk, og mun hennar fyrst vera
getið í heimildum frá árinu 100 fyrir
Krist, þar sem segir að veðurfar,
loftvindar í og við Parma, gefi ein-
stök bragðgæði við gerð hráskinku.
„Skilyrði á þessu svæði þóttu og
þykja enn einstök til framleiðslu
þessarar afurðar, sem í dag er ein
eftirsóttasta sælkeraafurð í heimin-
um,“ segir hún.
Vinnsluaðferðir Parma-skinku
hafa ekki breyst mikið í grundvall-
aratriðum frá því á tímum Róm-
verja, segir Eygló Björk ennfremur.
Kjötið er lagt í salt og síðan hengt
upp og loftþurrkað í um það bil 12
mánuði.
„Ítalir öðluðust árið 1996 lög-
verndun ESB á heitinu Parma-
skinka, Prosciutto Parma, og varan
var ein sú fyrsta til þess að hljóta
DOP-vottun, eða „Denomination of
Protected Origin“ Evrópusam-
bandsins,“ segir hún að síðustu.
Framleiðandi Parma-skinkunnar
sem Karl. K. Karlsson flytur inn er
Fiorucci S.p.A. sem er stærsti fram-
leiðandi og útflytjandi vörunnar á
Ítalíu.
Parma-skinka í verslunum
Morgunblaðið/Kristinn
Prosciutto Parma, hráskinka frá
Ítalíu, sem nú er seld í Nóatúni.
LISTIR
FÆREYSKI myndlistarmað-
urinn Tróndur Patursson sýnir
málverk í aðalsal Hafn-
arborgar um þessar mundir.
Sýning hans, sem nefnist Blátt
ljós, verður opnuð kl. 15 í dag.
Málverkin eru unnin á síð-
astliðnum áratug og lýsa
ákveðinni þróun í hugleið-
ingum myndlistarmannsins um
liti og óhlutbundna útleggingu
á náttúrunni. Yfirskrift sýn-
ingarinnar er Blátt ljós, en
nokkrar af nýjustu myndunum
á sýningunni einkennast af
djúpbláum lit sem áhorfandinn
nánast getur horfið inn í.
„Blár er minn aðallitur, sem
tengist kannski því að ég hef
mikið verið á sjó og fer reglu-
lega í siglingar,“ segir Trónd-
ur um verk sín. „Í þessum
verkum nota ég ekki hefð-
bundna olíuliti heldur temp-
úra-lit, sem fenginn er með því
að hræra litaduft út í vatn,
egg og örlítið olíuefni. Ástæð-
an fyrir því að ég fer þessa
leið er að með þessu móti fær
maður mikla dýpt í bláa litinn
sem ég er að vinna með í þess-
um verkum, þ.e. ultramarine-
litinn. Hann verður nánast
sjálflýsandi og gefur málverk-
inu nokkurs konar innri lýs-
ingu. Í málverkunum nota ég
jafnframt svartan lit sem unn-
inn er úr steypuefni. Væri hér
um olíuliti að ræða myndi gljá-
inn á yfirborði málverkanna
mynda ákveðin skil og end-
urvarp milli litaflatarins og
auga áhorfandans. Litirnir
sem ég nota eru mun mattari
og opnast litaflöturinn þannig
fyrir auga áhorfandans,“ segir
Tróndur.
Á sýningunni eru verk sem
spanna tíu ára tímabil og
mynda ákveðna heild. „Út-
gangspunktur minna verka er
náttúran, og hef ég verið að
færast yfir í óhlutbundnari út-
leggingar með árunum. Það
má segja um þessi verk að þau
hafa öll sams konar mynd-
byggingu sem hverfist um
miðju. Í þessum verkum leit-
ast ég einnig við að skapa dýpt
í bakgrunni verkanna, sem eru
flest mjög stór, og allt miðast
þetta að því að draga áhorf-
andann inn í málverkið.“
Hið óhlutbundna landslag
myndanna er að sögn Tróndar
meira og minna tilfinningalegt
að innblæstri, og spila því
tvær grunnuppsprettur list-
arinnar, þ.e. náttúran og
manneskjan, saman í verk-
unum. „Landslagið getur verið
mennskt og manneskjan lands-
lag. En landslagið í mynd-
unum er ekki síður blekking-
armyndir, líkt og í stóru bláu
myndunum, þar sem fyr-
irmyndin er fengin frá því er
ég sá landið speglast í hafinu,
við aðkomu að háu hamrabelti.
Eldri myndir mínar eru meiri
málverk, hvað liti og form
varðar. Í nýju myndunum er
ég að færast yfir í grafískari
áhrif, og hafa margir séð
tengsl við kalligrafíur jap-
anskrar listhefðar. Þessi
tengsl eru ekki svo langsótt
því ég hef talsvert velt jap-
anskri list fyrir mér.“
Bakgrunni sínum sem
myndlistarmanni lýsir Tróndur
sem mjög hefðbundnum. Hann
hóf sitt listnám í teikniskóla
Glyptoteksins í Kaupmanna-
höfn á árunum 1965 til ’66, og
fór því næst í gegnum hand-
verksnám við Listaskólann í
Voss í Noregi. Við Listaaka-
demíuna í Osló var Tróndur
síðan milli 1970 og ’73. „Ég hef
sótt sjóinn frá unga aldri og
hafa ferðir mínar um heims-
höfin verið stór áhrifavaldur
og innblástur í mínum verk-
um,“ segir Tróndur en hann
hefur tekið þátt í fjölda leið-
angra á alls kyns fleytum,
þ.á m. húðkeipi og bamb-
usfleka, en margir Íslendingar
muna eftir ferð hans með
skinnbátnum Brendan árið
1977. „Það eru varla til þau
höf sem ég hef ekki siglt um.
Náttúran í verkum mínum er
því alþjóðleg, ekki staðbundin,
alveg eins og tungumál mynd-
listarinnar er alþjóðlegt og
sammannlegt.“
Sýningin Blátt ljós verður
sem fyrr segir opnuð kl. 15 í
Hafnarborg í dag. Á sama
tíma verður opnuð samsýning
fjögurra listamanna sem bú-
settir eru í Eistlandi. Þetta
eru Jüri Ojaver, Paul Rodgers,
Jaan Toomik og Jaan Paavle.
Nefnist sýningin Kuu og felur
í sér vídeóskúlptúra, innsetn-
ingar og gjörninga. Sýnendur
eru allir meðal þekktustu sam-
tímamyndlistarmanna Eist-
lands.
Sýningarnar standa til 4.
nóvember og er Hafnarborg
opin frá 11–17 alla daga nema
þriðjudaga.
Færeyski myndlistarmaðurinn Tróndur Patursson heldur einka-
sýningu undir yfirskriftinni Blátt ljós í Hafnarborg.
„Landslagið
er mennskt“
Morgunblaðið/Kristinn