Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 16
ÁÆTLAÐ er að ljúka hönnun Ing- unnarskóla í Grafarholti á næsta ári en borgarráð hefur samþykkt að sérhannað verði og byggt sam- kvæmt uppdráttum, sem teiknistof- an VA arkitektar og bandaríski menntunarfræðingurinn og arki- tektin Bruce A. Jilk hafa gert. Fyrsti hluti skólans gæti orðið tilbú- inn til notkunar í ágúst árið 2005. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá var Jilk ráðinn sem sér- stakur ráðgjafi við hönnun skólans og fór fyrir 25 manna hópi sem mót- aði hugmyndir um það hvernig skóli á nýrri öld ætti að líta út. Við hug- myndavinnuna var notuð sérstök tólf þrepa aðferð þar sem tekið er mið af þörfum barnsins við alla hönnun skólans. Samkvæmt fyrirliggjandi tillög- um Jilks og VA arkitekta verður skólinn 5.700 fermetrar að stærð en þar af verður íþróttasalur hans um 800 fermetrar. Er áætlað að í skól- anum verði 400 til 450 börn. „Eins og hús við torg“ Í greinargerð VA arkitekta segir að áberandi sé hversu opið og sveigjanlegt skólahúsið verði en byggingin og skólastarfið sé byggt utan um opið rými sem inniheldur veitingasal, bókasafn, aðstöðu til minni fyrirlestra og fleira. Aðal- inngngur sé beint inn í þetta opna rými og tengist kennslusvæðið því „eins og hús við torg.“ Þá verði sér- kennsla og tónlistarskóli tengd þessu rými en þær einingar verði þó með sérinngang utanfrá. Íþróttasalurinn verður einnig tengdur við þetta rými og verður möguleiki á að opna þar á milli í sérstökum tilvikum en sérinngang- ur verður í íþróttaaðstöðuna. Hið opna rými í miðju skólans sem flest kennslusvæði munu tengjast við. Opið rými og sveigjan- leiki einkennandi Hönnun Ingunnarskóla verði lokið á næsta ári Grafarholt HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is HAUSTTILBOÐ 20-40% afsláttur af hreinlætistækjum, stálvöskum, sturtuklefum, sturtuhurðum, blöndunartækjum, baðáhöldum o.fl. KRAKKARNIR í Rimaskóla væru alveg til í að hafa kvikmyndahús í hverfinu sínu og ekki væri verra ef stutt væri í keilu. Þau eru annars sátt við hverfið sitt og skólann segja þau frábæran. Þetta er í það minnsta álit sjöttu bekkinga skólans sem í gær komu saman á hátíðarsal á barnaþingi. Barnaþing voru reyndar haldin meðal 6. bekkinga allra skóla í Grafarvogi í gær í tengslum við hverfisverkefnið Gróska í Grafarvogi. Niðurstöður þinganna verða kynntar á íbúa- þingi í Grafarvogi 19. október nk. Á barnaþinginu í Rimaskóla var margt reifað, m.a. áhrif vímuefna af öllu tagi, gildi vin- áttu og hvað einkenni góða for- eldra. Sjöttu bekkingum Rimaskóla er skipt í þrjár bekkjardeildir. Hverjum bekk var svo skipt í hópa við undirbúning þingsins og fengu krakkarnir að velja sér umfjöllunarefni. Vinna við verk- efnin stóð í tvær vikur og síðan voru niðurstöður kynntar í máli og myndum á þinginu í gær. Hvað erum við án vina? Krakkarnir í 6. B fjölluðu um vináttuna í sínum verkefnum, gildi hennar og nauðsyn. Í einum hópnum kom m.a. fram að góður vinur stríðir ekki, hann hlustar og er jákvæður. „Góður vinur vill gera eitthvað með manni og skil- ur ekki út undan,“ kom m.a. fram í niðurstöðum eins hópsins. „Hlutverk vinarins er að manni líði vel með honum. Án vina erum við einmana.“ Foreldrar og framtíðarsýn var umfjöllunarefni krakkanna í 6. A. Þau voru sammála um að góðir foreldrar væru þeir sem hlustuðu á börnin sín og tækju mark á þeim. Hópur drengja velti því fyrir sér hvað þeir vildu verða eftir tíu ár, eða þegar þeir yrðu 21 árs gamlir. Forsprakki hóps- ins tilkynnti að hann ætlaði ekki að drekka, reykja eða neyta eit- urlyfja. Hann vildi heldur ekki búa ennþá hjá mömmu og pabba heldur í einbýlishúsi. Þá vildi hann eiga bíl, helst Benz. Sumir í hópnum ætluðu að fara í iðnskóla en aðrir stefndu á nám í skurð- lækningum. Þeir voru þó allir sammála um að lifa lífinu án vímuefna. Bekkjarfélagar þeirra tóku reykingar foreldra fyrir og sam- kvæmt könnun sem þeir sjálfir gerðu var alltof hátt hlutfall for- eldra sem reykti. Þeir töldu upp ókosti reykinga og voru ekkert að skafa utan af hlutunum. Vímuefni og áhrif þeirra voru verkefni nemenda 6. C. Þeir reyndu að höfða til jafnaldranna með því að segja frá frægum ein- staklingum sem hafa farið illa út úr neyslu vímuefna. Þá ræddu þeir um gildi íþrótta, en sögðu jafnframt frá því að ekki allir treystu sér til að stunda íþróttir, vegna þess að þeir væru t.d. hræddir um að valda liðinu sínu vonbrigðum. Til þeirra vildu þeir koma eftirvarandi skilaboðum: „Hugsið jákvætt og munið að æf- ingin skapar meistarann.“ Hreysti og dugnaður ávöxtur íþróttaiðkunar Í hópi Alexanders Ragnars Ingvarssonar úr 6. C var fjallað um „vímu og dóp“, eins og hann orðar það við blaðamann, „og hvernig við viljum berjast gegn Barnaþing voru haldin í sjöttu bekkjum allra grunnskóla Grafarvogs í gær Allir krakkarnir fengu bol sem á stóð „Barnaþing í Grafarvogi“ í tilefni dagsins. Þessir strákar voru í miklu stuði og léku á als oddi á þinginu í Rimaskóla. „Góður vinur lætur manni líða vel“ Rimahverfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.